Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Side 56
Tvöföld
frelsis-
svipting!
Rúnta á
ráðherrarútu
n Þorvaldur Gylfason mun ferð-
ast með stjórnmálasamtökun-
um Dögun um landið og kynna
stjórnarskrártillögur stjórnlaga-
ráðs á komandi dögum. Ætlunin
er að kynna tillögurnar og hvetja
landsmenn til að mæta á kjör-
stað þann 20. október. Farartæk-
ið verður nýuppgerð ráðherrar-
úta og Sauðárkrókur verður fyrsti
viðkomustaðurinn. Þorvaldur
verður þó ekki einn á
ferð heldur ferðast
með honum stjórn-
lagaráðsmennirn-
ir Gísli Tryggvason og
Lýður Árnason. Þá verð-
ur einnig Skerjafjarðar-
skáldið Kristján
Hreinsson auk
þingmanna
Hreyfingar-
innar og Þórs
Baldurssonar.
Gangandi
auglýsing
n Jóhannes Jónsson kaupmaður,
nú kenndur við Iceland, er eflaust
besta auglýsing Iceland-versl-
unarinnar, en hann sést nánast
aldrei án þess að vera klæddur
einkennisfatnaði
hennar, vesti og der-
húfu. Hefur hann
sést spóka sig í
búningnum allar
götur síðan
búðin var
opnuð.
Jóhannes
snæddi
hádeg-
isverð í
miðborg
Reykja-
víkur í
fullum
skrúða,
en tók þó
ofan höf-
uðfatið
við borð-
haldið.
Vinsælir
biskupar
n Agnes M. Sigurðardóttir, biskup
Íslands, er eins og margir aðr-
ir Íslendingar á Facebook. Hún
er vinamörg og á rúmlega 620
vini á samskiptasíðunni. Hún
er þó ekki með tærnar þar sem
fyrirrennari hennar í embætti
biskups hefur hælana. Karl Sig-
urbjörnsson, fyrrverandi bisk-
up, á 2.087 vini á síðunni, eins
og staðan var á fimmtudag. Lík-
legt verður að teljast að Agnes
eigi eftir að bæta
við sig vinum á
næstu mánuð-
um vegna
stöðu sinnar
en það verð-
ur spennandi
að sjá hvort og
þá hvenær
hún nær
að skáka
Karli.
A
ndrea Kristín Unnarsdóttir,
Andrea „slæma stelpa“ eins
og hún kýs að kalla sig, giftist
unnusta sínum og samverka-
manni Jóni Ólafssyni í fangelsinu á
Litla-Hrauni þann 7. september síð-
astliðinn. Samkvæmt heimildum DV
var athöfnin fábrotin en engir gest-
ir voru viðstaddir. Andrea og Jón hafa
verið par til margra ára.
Andrea afplánar fjögurra og hálfs
árs fangelsisdóm í kvennafangelsinu
í Kópavogi fyrir þátt sinn í hrottalegri
árás á unga konu í Hafnarfirði í des-
ember. Jón var dæmdur í fjögurra ára
fangelsi fyrir sína aðild að málinu en
þau voru bæði dæmd fyrir sérstak-
lega hættulega líkamsárás og kynferð-
isbrot.
Andrea er sögð hafa sterk tengsl
inn í Hells Angels en Jón mun hafa
verið meðlimur í S.O.D sem eru
stuðningssamtök Hells Angels á Ís-
landi. Þau voru bæði ákærð fyrir aðild
að skipulagðri glæpastarfsemi en voru
sýknuð af þeim ákærulið.
Hreinn Hákonarson fangelsis-
prestur segir sjaldgæft að fangar gangi
í hjónaband á meðan þeir afplána
fangelsisdóm en það hafi þó komið
fyrir. Hann vill ekki tjá sig
um einstök mál en segir
að almennt séð sé ekkert
því til fyrirstöðu að fólk
gifti sig innan fangels-
ismúranna. „Það er al-
mennt mjög sjaldgæft
að fólk sem er í afplán-
un sé að giftast. Það bíð-
ur yfirleitt með það þar
til það er orðið frjálst. En
fangar hafa mannréttindi
og þó þeir séu í fangelsi
mega þeir ganga í það
heilaga.“ n hanna@dv.is
Ást í afplánun
n Andrea „slæma stelpa“ og Jón Ólafsson gengu í það heilaga
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 21.–23. SepTeMBer 2012 109. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
Giftu sig á Hrauninu Andrea „slæma
stelpa“ Unnarsdóttir og eiginmaður
hennar, Jón Ólafsson. Þau giftu sig á
Litla-Hrauni fyrir skömmu. SAMSeTT Mynd