Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 22
22 Fréttir 7.–9. desember 2012 Helgarblað Þau misstu börnin sín n Stofna landssamtök fyrir foreldra sem hafa misst börn með sviplegum hætti n Kona sem missti son sinn á jólunum hrinti þessu af stað n Sár sem aldrei gróa S ólargeislar brjótast fram í frostinu og glampa á speg- ilsléttri Tjörninni. Í bak- húsi á Bjarkargötunni taka hjónin Pétur Emilsson og Sigrún Edda Sigurðardóttir á móti blaðamanni með þeim orðum að þar sé fullt hús af fólki sem vilji tala við hann, spyrja síðan hvort hann hræðist hunda og hleypa tveimur út. Þeir flaðra upp um blaðamann og hnusa forvitnir, spretta síðan úr spori á lóðinni, frelsinu fegnir áður en þeir eru kallaðir aftur inn. Þar sitja þau saman við borð- stofuborðið, Margrét Erla Benonýs- dóttir, Sveinbjörn Bjarnason, Ásrún Harðardóttir og Konráð Halldór Kon- ráðsson auk þess sem séra Lena Rós Matthíasdóttir gengur um stofuna í djúpum samræðum við einhvern á hinum enda „línunnar“. Kertaljósin loga og gestgjafarnir ganga á milli manna með te, kaffi og smákökur. Að blaðamanni undanskildum eiga allir sem hér eru tvennt sameiginlegt. Þau hafa öll misst barn og þau hafa sam- einast um að stofna samtök fyrir for- eldra barna sem hafa fallið skyndi- lega frá. Þau ætla að segja sögu sína, hvað gerðist, hvernig það mótaði þau og af hverju þau eru hingað komin? En áður vill séra Lena Rós útskýra til- urð samtakanna. Fékk hjartastopp í jólabaðinu „Frá árinu 2008 hef ég fengið til mín foreldra sem hafa misst börn og ver- ið með sorgarhópa fyrir þá í Graf- arvogskirkju. Strax í fyrsta hópnum sá ég að það yrði áskorun að vinna með hópinn af því að foreldrarn- ir voru á svo ólíkum stað. Þeir for- eldrar sem höfðu misst börn vegna veikinda höfðu fengið undirbún- ingstíma, þeir höfðu átt þetta samtal við fjölskylduna og þeir höfðu feng- ið að kveðja barnið sitt. Hinir höfðu kannski fengið símhringingu einn daginn þar sem þeim var sagt að þeir myndu ekki sjá barnið sitt aft- ur lífs og í einstaka tilvikum fengu þeir kannski ekki einu sinni tækifæri til þess að kveðja líkamann af því að hann var svo illa leikinn. Þetta er svo ólíkt varðandi alla úrvinnslu þannig að það kviknaði strax sú hugmynd að við yrðum að reyna að aðgreina þessa hópa með einhverjum hætti, þótt auðvitað sé hægt að vinna þetta saman að ein- hverju leyti, sorgin er sú sama, þessi söknuður og sári harmur. Munurinn liggur í því hvernig höggið lendir á þér, annaðhvort færðu högg við sjúk- dómsgreininguna eða þegar barnið deyr og þá vantar aðlögunarferlið. Það þýðir að líkurnar á því að verða fyrir miklu áfalli sem leitt getur til áfallastreituröskunar margfaldast.“ Lena Rós ákvað að hún yrði að gera eitthvað og sá að hún þyrfti að fræðast nánar um þetta, mennt- aði sig í sálgæslu og áfallafræðum og safnaði í sarpinn þar til hún var komin með nokkuð skýra hugmynd um hvernig hún vildi hafa þetta. „Þá kom til mín kona sem sagðist vilja stofna félag, nú væri ár liðið frá því að sonur hennar hefði dáið, en á að- fangadag var hann að búa sig undir að fara í sparifötin og fór í jólabað- ið þar sem hann fékk hjartastopp og lést nokkrum dögum síðar. Við get- um ekki ímyndað okkur þann sárs- auka enda er jólamánuðurinn alltaf erfiður tími fyrir fjölskylduna. Nú eru tvö ár liðin síðan hún kom til mín og hrinti öllu af stað. Síðan hefur þetta þróast og hug- myndin hefur vaxið þar til þetta varð niðurstaðan; að stofna landssam- tök foreldra sem hafa misst börn í skyndilegu dauðsfalli. Þar sem með- göngutíminn hefur verið langur og góður þá hefur þetta allt smollið saman áreynslulaust í undirbúningi síðustu vikna, sem sýnir kannski líka hversu mikil þörf er fyrir samtök sem þessi. Fólk í þessum sporum hefur samband við mig víða að af landinu og það virðast margir vilja stökkva á þetta með okkur.“ Sárið grær aldrei Sveinbjörn grípur orðið: „Ef þú færð þær fréttir að barnið þitt sé með sjúk- dóm sem getur dregið það til dauða þá hefur þú undirbúning. Þú tal- ar við fjölskylduna, lækni, prest eða hvern þann sem þú vilt að sé þér inn- an handar. En þegar þú færð þetta símtal þar sem þér er sagt að þú sjáir barnið þitt ekki lífs framar þá stend- ur þú allt í einu með hælana á bjarg- brúninni og iljarnar fram af, það eru bara einhverjir millimetrar sem skilja á milli þess að þú hafir þetta af eða hrynjir gjörsamlega, og hvert áttu þá að leita? Þá vona ég að þessi samtök verði vettvangur þar sem fólk finn- ur stuðning og getur átt samtöl við fólk sem býr að sömu reynslu. Ég get aldrei skilið sorg þeirra sem hér sitja til hlítar, vegna þess að hvert einasta dauðsfall er einstakt, en ég get leitast við að nálgast þeirra spor og við get- um talað saman um sorgina. Í hvert sinn sem ég heyri af dauðsfalli þar sem foreldrar missa börn skyndilega þá blæðir úr sári mínu. Sárið grær aldrei. Það sest yfir það hrúður en það er auðvelt að krafsa í það,“ segir Sveinbjörn sem missti son sinn fyrir 32 árum. „Hann væri 41 árs í dag. Þetta er alltaf sárt. Ég fékk bara símtal og get rakið hvert augnablik frá því að ég fékk símtalið og í klukku- tíma, einn og hálfan á eftir. Þá datt ég út. Eftir það þarf ég stuðning við að reyna að muna – ef ég vil muna.“ Sveinbjörn segir þá að það hafi verið mikils virði að þegar þau voru tilbúin til þess þá fóru þau austur á Kirkjubæjarklaustur og skoðuðu slysstaðinn. „Skrýtið að þú segir þetta,“ segir Pétur, „því við fórum til Spánar á útsýnisstað þar sem dóttir okkar dó, hálfu ári seinna, með átján rauðar rósir og dreifðum þar yfir.“ Barnsmissirinn breytti öllu „Svona reynsla hefur algjörlega um- breytandi áhrif á fólk,“ segir séra Lena Rós og hin eru því sammála, barnsmissirinn breytti öllu. „Þenn- an dag færðust verðmiðar til,“ segir Sveinbjörn. „Það sem ég taldi áður til verðmæta varð hismi í mínum huga og það sem hafði áður skipt mig minna máli varð að verðmætum,“ segir hann. Ásrún tekur orðið og segir: „Mað- ur glímdi við ýmislegt sem mað- ur hélt að væru vandamál. En ég sé núna að það skiptir engu máli. Níu mánuðum áður en við misstum son okkar þá lést annar drengur á leik- skólanum hans í slysi sem varð við rólurnar. Fjórum dögum eftir að Kristófer minn dó fengum við senda skreytingu og henni fylgdi samúðar- kveðja frá móður þessa drengs. Í því ástandi sem við vorum, að reyna að þrauka hvern dag, hjálpaði það okkur ótrúlega mikið að vita að níu mánuðum síðar væri hún að senda bréf, að hún væri yfirhöfuð á lífi og hefði komist þetta langt,“ segir hún og segist stundum verða hissa þegar hún hugsar um að það hafi ekki þurft að vista hana á geðdeild eftir þessa reynslu. „Þetta er kjarnorkusprengja sem varpað er í líf þitt. Og radíusinn er tugir manna sem verða fyrir áfalli, fjölskylda, vinir og vandamenn. Höggið er svakalegt,“ segir Pétur. „Ég get líka orðað það sem Svein- björn sagði um breytt verðmætamat aðeins öðruvísi. Kærleikurinn sem var í manni og er í flestum mönnum hrundi fram hjá mér. Ég vil bara láta gott af mér leiða, það er ekki hræsni, mig langar bara til þess.“ Ekkert höfuðborgarpúkk Upphaflega hafði séra Lena Rós hugsað sér að mynda félagsskap for- eldra sem hafa misst börn sviplega en hópurinn stækkaði hratt. Það Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Orðsending til syrgjandi foreldra n Stofnfundur landssamtaka foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni með skyndilegum hætti verður haldinn föstudaginn 7. desember kl. 17.00 í Graf- arvogskirkju. Undir skyndilegt dauðsfall flokkast öll dauðsföll sem ekki gera boð á undan sér, hvort heldur sem orsökin er líffræðileg, viðkomandi hafi fallið fyrir eigin hendi eða annarra, horfið eða látist af slysförum. Stjórnarmenn samtak- anna verða sjö og reynt verður að hafa sem jafnast hlutfall stjórnarmanna frá höfuðborgarsvæði og landsbyggð. Samtökin munu starfa óháð trúfélags- aðild og búsetu. Ólík úrvinnsla Séra Lena Rós segir að úrvinnslan sé öðruvísi þegar barn fellur skyndilega frá heldur en þegar það deyr eftir veikindi, þótt sorgin sé hin sama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.