Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 21
Fréttir 21Helgarblað 7.–9. desember 2012
AuðveldAstA leiðin til Að
nálgAst næstA kvenlíkAmA
sagði hann og bætti
því við að óþægilegt sé kannski ekki
rétta orðið: „Þú værir varla að gera
þetta ef þér þætti það óþægilegt.“
Klám annað en kynlíf
„Svo er það þannig að maður er krakki
og maður er bara graður. Á vissum
aldri fer maður að pæla í stelpum og
svona hlutum. Klámið er mjög auð-
veld leið til þess að nálgast næsta
kvenlíkama, maður þarf bara að kíkja
á netið. Það þýðir samt ekki að maður
sé að fara illa með kvenmenn, maður
er bara graður,“ sagði einn.
Andri Már segir að margir grípi
í klám á hverju kvöldi. „Ég held að
kynhvötin sé bara svona sterk eða
einhver kynlífsspenna í þeim,“ segir
hann og bætir því við að þeir séu nú:
„… misvirkir runkararnir.“
Í hans huga er klám bara klám,
ekkert meira og ekkert minna en það,
og hefur ekkert með hugmyndir og
viðhorf til kynlífs og kynhlutverka að
gera. „Ég var heppinn því ég fékk strax
upplýsingar um það í grunnskóla að
klám væri ekki raunverulegt kyn-
líf. Það ætti að hamra á því, sérstak-
lega fyrir litla krakka, því ég held að
það fái allir einhvern tímann áhuga
á að skoða klám, það er eitthvað
spennandi við það.
En það er himinn og haf á milli
kláms og kynlífsathafna. Klámið er
grófara og gengur lengra en raun-
veruleikinn. Það er ýmislegt að gerast
þar sem fólk er almennt ekki að gera,“
sagði hann.
Eins og bíómynd
Fleiri tala á svipuðum nótum og
segjast meðvitaðir um að klám sé
ekki alvöru kynlíf. „Meiri parturinn
af þessu er leikinn og klipptur saman.
Þannig að ég held að maður sé al-
mennt meðvitaður um að þetta sé
ekki eðlilegt, alveg eins og
maður veit að bíómynd-
ir eru ekki alvöru. Þetta er
bara svona bíómynd.
Jú, klámstjörnur eru
að ríða í alvörunni en það
er ekki alvöru kynlíf. Þau
stoppa á milli og klippa
atriðin saman.“
Annar sagði að klám-
notkun snerist um að að-
skilja klám og kynlíf. „Það
er ekki það sama að horfa á eitthvað
og að vera manneskja, gera eitthvað
í alvörunni. Þegar James Bond ger-
ir eitthvað á meðan hann keyrir bíl á
fleygiferð þá veit maður alveg að mað-
ur getur ekki gert það. Á sama hátt er
maður meðvitaður um að maður get-
ur ekki verið að ríða fjórum gellum í
einu. Ég held að flestir geti aðgreint
klámið frá raunveruleikanum eða ég
vona það.“
Einn viðmælandinn hafði horft á
heimildamynd um klámiðnaðinn og
sagði að klámið væri í raun bara „feik-
að“ kynlíf. „Leikararnir fara í stell-
ingar þar sem allt gengur út á að sýna
myndavélinni allt. Það er verið að búa
til kvikmyndir sem snúast um það að
setja typpi inn í píku. Þetta er „mekk-
anískt“, það er verið að búa til fantasí-
ur. Ég held að fólk sé ekkert endilega
meðvitað um að þetta sé bara iðnað-
ur.“
Veikir fyrir
Þar sem Andri Már segist vera mjög
meðvitaður um að klám sé ekki kyn-
líf og móti þar af leiðandi ekki hug-
myndir hans um kynlíf er hann einnig
mjög efins um að klámnotkun geti
haft áhrif á kynferðisbrot. „Kannski
getur það gert það ef einhverjum
finnst æsandi að horfa á myndbönd
þar sem verið er að misnota konur.
Þá finnst honum kannski æsandi að
gera eitthvað svoleiðis sjálfur. Ég veit
það ekki, ég hef allavega aldrei fengið
slíkar hugmyndir sjálfur og veit ekki
til þess að neinn í kringum mig hafi
farið að apa upp eitthvað sem þeir
sjá í þessum myndböndum. Ég held
að ef einhver geri það þá eigi hann
frekar við eitthvað annað vandamál
að stríða.“
Aðrir tóku undir það og einn sagði:
„Ég held að það sé mjög persónu-
bundið hvað þetta hefur mikil áhrif
á mann. Alveg eins og ofbeldisfullir
tölvuleikir eigi að móta manninn. Ég
hef spilað ofbeldisfulla tölvuleiki síð-
an ég var sex ára en ég hef ekki drep-
ið mann. Ég held að það sé eins með
klámið. Auðvitað getur það brenglað
hugsun einhverra en ég held að þeir
séu þá veikir fyrir. Flestir sjá muninn
á þessu og raunveruleikanum. Það er
bara verið að búa til fantasíur.“
Ofbeldisfull myndbönd
Inni á þessum vinsælustu klámsíð-
um eru líka ofbeldisfull myndbönd og
stundum spilast þau sjálfkrafa þegar
farið er inn á síðuna, óháð því hvort
viðkomandi vill það eða ekki. „Ég hef
auðvitað séð þetta ofbeldisfulla efni,“
sagði Andri Már. „En ég held að það
séu bara örfáir sem sækjast í það.
Manni líður betur með að horfa klám
og stunda sjálfsfróun yfir myndbönd-
um þar sem allt gengur eðlilega fyrir
sig heldur en öðrum þar sem ofbeldi
er beitt.
En það er reyndar rétt að á
internetinu er meira framboð af klámi
þar sem heldur lengra er gengið en í
eðlilegu kynlífi. Þegar þú ert að horfa
á klám á netinu þá poppa líka upp oft
einhverjir gluggar þar sem atriðin eru
mikið grófari en það sem þú valdir
sjálfur. Ég hunsa það bara.
Þessum grófustu myndböndum er
stundum dreift á netinu en ég held að
það hafi enginn gaman af svona efni,
þessu er bara dreift til þess að sýna
hvað er til í heiminum,“ sagði hann.
Strákarnir sögðust ekki tala um
það ef þeir rækjust á eitthvað sem
særði siðferðiskennd þeirra. „Ég sé
ekki tilganginn með því að tala um
eitthvað sem er ógeðslegt og dreifa
boðskapnum,“ sagði einn og bætti
því við að það væri auðvitað hægt að
Klámmyndaleikarar
berjast gegn klámi
Hægt er að finna vitnisburð fyrrverandi klámmyndaleikara á vef The Pink
Cross Foundation. Það eru samtök sem fyrrverandi klámmyndaleikkona
stofnaði ásamt eiginmanni sínum með það að markmiði að hjálpa fólki brans-
anum og berjast gegn honum. Hér á eftir birtum tilvitnanir:
Roxy: „Eftir þrjátíu myndir fékk ég tvo kynsjúkdóma. Herpes,
sem er ólæknandi, og kynfæravörtur sem urðu til þess að ég
fékk leghálskrabbamein og það varð að fjarlægja helminginn af
leghálsinum. Klám eyðilagði líf mitt.“
Ashlyn Brooke: „Í hreinskilni sagt þá líður mér þannig að ef ég
þyrfti að fá annan ókunnugan mann upp að andlitinu á mér, finna
hendur hans á mér á meðan hann kallar mig stúlkuna sína, og
þyrfti að búa til einhvers konar þvingaða ástríðu okkar á milli fyrir
áhorfendur, þá myndi ég sennilega springa. Það sem myndi lenda á
veggjunum væri sennilega ekkert. Bara bútar af húð, beinum og heila
vélmennis, og það sem eftir væri af því sem einu sinni var stórt og hlýtt hjarta.“
Alexa Milano: „Í fyrstu myndinni var ég meðhöndluð mjög harkalega af þremur
mönnum. Þeir þrykktu mig, tróðu sér ofan í mig þar til ég kúgaðist og köstuðu mér á
milli líkt og ég væri bolti. Ég var aum, sár og gat varla gengið.“
Elizabeth Rollings: „Það var mjög sárt þegar mér var sagt að
frjósa í einhverri stellingu þar til tökumaðurinn var ánægður með
skotin. Líkamsvessum fólks var klínt á andlitið á mér og hvar sem
leikstjóranum þóknaðist og ég varð að sætta mig við það ef ég
ætlaði að fá útborgað. Stundum tók ég þátt í atriðum sem leik-
stjórinn hafði breytt þannig að þau urðu harkalegri
en til stóð. Þá var það eins, ef þú vildir þetta ekki, því
miður, annaðhvort gerðir þú þetta eða fékkst ekki útborgað.“
Trent Roe: „Ég skil ekki enn hvernig ég komst í gegnum þetta.
Þessar konur voru of gamlar til að vera í klámi.“
finna „… hitt og þetta sem er ógeðs-
lega subbulegt og veldur því að þú
færð ógeð.
Ég efast um að mörgum þyki það
æsandi að blanda saman ofbeldi
og kynlífi. Það er heldur ekki alveg
eðlilegt ef myndböndin snúast um að
karlmaðurinn sé æðri en konan í kyn-
lífsathöfnum. En meirihluti þessara
myndbanda snýst um að niðurlægja
konuna. Stundum er henni jafn-
vel borgað fyrir kynlífið og þá er gert
eitthvað mjög ljótt við hana, eitthvað
sem hún vill ekki. En það er líka hægt
að finna eitthvað sem myndi flokkast
sem erótík í samanburði við það en er
samt klám. Í heildina væri auðvitað
best að losna við þetta drasl.“
Aðspurður hvort honum þyki í lagi
að horfa á klám svaraði hann: „Það er
mjög góð spurning. Í rauninni ekki.
Framleiðsla á klámi er mjög slæm
því flest myndböndin ganga út á að
niðurlægja konuna, því miður. Hins
vegar finnst mér allt í lagi að hafa að-
gang að erótísku efni. Ég þarf ekkert
endilega þetta grófa, viðbjóðslega
klám sem brenglar hugmyndir okkar
um kynlíf og kynímyndir.“
Opnar umræðuna
„Ég held að þetta sé ekkert til þess
að hafa áhyggjur af,“ ítrekaði Andri
Már. Fleiri tóku undir það og einn
sagði: „Það er auðvitað mikill mun-
ur á því að tala um þetta og horfa á
klám og síðan að framkvæma það
sem þú sérð þarna. Þú getur talað
endalaust um klám en síðan þegar
kemur að framkvæmdinni þá veistu
kannski ekkert hvað þú ert að gera.
Það mætti hvetja til þess að fólk talaði
saman fyrir kynlíf. Það ætti að pæla í
hvort öðru frekar en að reyna að leita
í klámmyndum. Það sem við gerum í
svefnherberginu kemur engum öðr-
um við og við höfum öll mismunandi
hugmyndir um það sem við viljum
gera í rúminu,“ sagði einn.
Eins og annar sagði þá er nauðsyn-
legt að taka umræðuna: „Klámið
mótar ekki hugmyndir okkar um kyn-
líf. Og það jákvæða við klám er að það
hefur opnað umræðuna.
Alveg eins og Ku Klux Klan opnaði
umræðuna um stöðu svertingja. Auð-
vitað var ekki gott að þeir kæmu fram
á sjónvarsviðið og dræpu svertingja
en það gerði vandamálið svo greini-
legt.
Það sama á við um klámið. Það
opnar umræðuna um stærra vanda-
mál. Ég meina, þegar amma mín var
ung þá gat hún ekki rætt opinskátt
um kynlíf og samkynhneigð var for-
dæmd. Í dag er þetta ekkert vanda-
mál.
Þá vil ég samt ekki meina að klám
sé eins og Ku Klux Klan. En þegar
maður talar um foreldra sína eða fé-
laga þá eru allir sammála um að klám
sé í grunninn mjög slæmt. Það er
bara svo mikið úrval til af klámi að
fólk finnur alltaf eitthvað við sitt hæfi,
þótt því þyki það í sjálfu sér rangt að
horfa á klám. Við þurfum alltaf að
berjast í gegnum svona mál og það er
bara gott að taka þessa umræðu.“ n
n Menntaskólastrákar ræða klám og klámnotkun n Segja klámið eðlilegan hluta af lífinu n Ekkert til þess að skammast sín fyrir
„Auðvitað getur það
brenglað hugs-
un einhverra en ég held
að þeir séu þá veikir fyrir.
Flestir sjá muninn á þessu
og raunveruleikanum. Umfjöllun DV
um klám að undanförnu