Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 33
Viðtal 33Helgarblað 7.–9. desember 2012 Halldór Haraldsson píanó Frédéric Chopin Franz Liszt Silfurberg ehf. styrkti útgáfuna Halldór Haraldsson leikur á píanó verk eftir Chopin & Liszt Nýr geisladiskur Endurútgáfa hljómplötu frá 1986 með viðbótum Fáanlegt í öllum betri verslunum pantanir í síma 868 9845 „ÞETTA ER MARTRÖГ tvær dæturnar heim til Íslands gegn vilja hennar en þá voru mæðgurnar heimilislausar í Bretlandi. Barnaverndarnefnd hafði stopp­ að Rögnu af nokkrum dögum áður en hún fór með Ellu frá Íslandi en í seinna skiptið var hún með vott­ orð frá íslenskum taugalækni sem nú er látinn, sem sagði Ellu ferða­ færa. Ella undirgekkst aðgerð en nokkrum dögum seinna kom grein­ ingin á veikindum hennar. Eftir það tók við barátta við bresk og svo ís­ lensk barnaverndaryfirvöld sem stendur enn. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðj­ an desember en tvívegis hefur verið reynt að ná sáttum milli Rögnu og barnaverndaryfirvalda. „Þau vilja ekki sættast við mig þó að dómarinn hafi ítrekað það að við ættum að ná sáttum. Þetta er bara illgirni. Ég fór gegn vilja þeirra og þau eru reið. Þetta er persónulegt,“ segir Ragna. Hjá ættingjum Í Bretlandi háði Ragna stríð við yfir­ völd um að fá að halda forræði yfir Ellu. Niðurstaða kom í málið í ágúst þegar dómari úrskurðaði að Ella Dís mætti fara heim til Íslands. Með­ an Ella var vistuð á sjúkrastofnun úti flaug Ragna reglulega milli Ís­ lands og Bretlands til þess að vera hjá dætrum sínum til skiptis. Dæt­ urnar á Íslandi voru hjá vinum og vandamönnum á meðan. Nú búa stelpurnar hjá ættingjum Rögnu en barnsfaðir hennar býr í Bretlandi og hún hefur ekki fengið stuðning frá honum meðan á málinu hef­ ur staðið. Barnsfaðir Rögnu hefur ekki hitt dætur sínar síðan í febrú­ ar en er væntanlegur til landsins um jólin. Ragna segir hann hafa kiknað undan álagi en þau slitu samvistum fyrir nokkru síðan. „Hann fékk vægt taugaáfall eftir öll réttarhöldin úti en er hægt og rólega að jafna sig og kemur hingað um jólin.“ Ekki tilbúin að gefast upp Ragna hefur verið áberandi í um­ ræðunni síðan Ella Dís veiktist. Margir hafa gagnrýnt hana og lækn­ ar hafa ekki verið samþykkir þeim aðferðum sem hún hefur beitt í leit sinni að lækningu fyrir Ellu Dís. Hún segist þó ekki hafa séð eftir því að hafa farið þær leiðir sem hún valdi. „Mér finnst ósanngjarnt þegar fólk segir að það eigi bara að leyfa henni að fara. Maður sér í augunum á Ellu að hún hefur fullan vilja til að lifa. Hún hefði ekki sigrað dauðann 100 sinnum ef hún vildi ekki lifa. Allt sem ég hef gert hef ég gert fyrir hana. Ég hef gert það sem ég hef talið réttast á þeim tíma og 70 prósent af því var rétt. Ég þurfti að velja. Annað hvort að láta hana deyja eða finna lækn­ ingu,“ segir Ragna sem segist hafa verið allt annað en tilbúin til þess að gefast upp. „Ég er góð móðir“ Síðan Ella veiktist hefur Ragna farið sjö sinnum með hana til útlanda til þess að freista þess að leita að lækn­ ingu. Meðal annars í tvær stofn­ frumuaðgerðir sem kostuðu um 20 milljónir. Meðal annars var tekin beinmergur úr yngri systur Ellu Dís­ ar í Ísrael þegar hún var nokkurra mánaða gömul en var svo á end­ anum ekki notaður vegna þess að farið var með Ellu til Þýskalands þar sem aðgerðin var ódýrari þar. Hún segir að þó að stofnfrumuaðgerð­ irnar hafi ekki læknað Ellu þá hafi þær samt komið að gagni. Hún hafi látið hana í aðgerðirnar í leit sinni að lækningu. Móðir sem var tilbú­ in til þess að gera allt til þess að fá litla barnið sitt aftur. „Aðgerðirn­ ar gáfu henni styrk í mjaðmirnar og hreysti. Þrátt fyrir ástand sitt þá fékk hún sjaldan sýkingar og var nokkuð hraust þannig. Eftir stofnfrumu­ aðgerðirnar fékk hún aðeins meiri mátt; gat hreyft upphandlegginn og titringurinn í augunum hennar lag­ aðist aðeins. Þetta var kannski ekki það sem maður hefði viljað fá fyrir 20 milljónir en það var ekkert ann­ að í boði. Maður var bara að reyna að finna út hvað væri að. Það var annað hvort að líkna hana eða reyna finna eitthvað annað.“ Meint rótleysi og vanræksla Samkvæmt Rögnu segir hún Barna­ verndarnefnd telja vera mikið rót­ leysi á hinum dætrunum tveimur og þær séu vanræktar. Hún segir það ekki rétt. „Þau segja að ég hafi van­ rækt þær því ég hafi einbeitt mér of mikið að Ellu.Ég hef alltaf passað að það sé allt í lagi með þær, þær Gefst ekki upp Ragna berst nú við Barnaverndarnefnd Reykjavíkur um hvort hún fái umsjón yfir dætr- um sínum. Hún ætlar ekki að gefast upp og vonast til þess að geta hafið nýtt líf með dætrum sínum nú þegar Ella hefur fengið greiningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.