Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 26
26 Erlent 7.–9. desember 2012 Helgarblað
Á
tjándu loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna lauk í
vikunni en hún var haldin í
Doha, höfuðborg Katar. Stað-
setning ráðstefnunnar hefur
vakið athygli, enda losar ekkert ríki í
heiminum jafn mikið magn gróður-
húsalofttegunda út í andrúmsloftið og
Katar sé miðað við höfðatölu. Á ráð-
stefnunni ræddu þúsundir fulltrúa frá
tæplega 200 ríkjum um markmið og
leiðir til að stemma stigu við loftslags-
breytingunum. Á meðal þeirra sem
ávörpuðu fundargesti var Íslands-
vinurinn Hamad bin Khalifa Al Thani,
katarski furstinn sem keypti fimm
prósenta hlut í Kaupþingi með lána-
fyrirgreiðslu frá bankanum sjálfum
skömmu áður en hann hrundi. Sem
embættismaður í Katar tók Al Thani
þátt í skipulagningu ráðstefnunnar.
Ólíklegt að markmiðin náist
Markmið Sameinuðu þjóðanna er
enn sem fyrr að hlýnun jarðar verði
undir 2°C árið 2020 en æ ólíklegra
þykir að því markmiði veri náð. Sam-
kvæmt skýrslu sem fundarmönnum
var kynnt er árleg losun langt um-
fram þau viðmið sem sett hafa verið.
Á loftslagsráðstefnunni í Kaupmanna-
höfn árið 2009 gáfu ríkin misjafnlega
fögur fyrirheit um að draga úr út-
blæstri gróðurhúsalofttegunda en
samkvæmt umhverfisstofnun Sam-
einuðu þjóðanna eru jafnvel róttæk-
ustu loforðin sem gefin voru ekki full-
nægjandi til að hlýnun haldist innan
við 2°C árið 2020.
Róttækra breytinga krafist
Ef ekki verður gripið til róttækra að-
gerða stefnir í að hlýnunin nemi allt
að 4–6°C árið 2020. Samkvæmt skýr-
slu sem loftslagsrannsóknastofnun í
Þýskalandi vann fyrir Alþjóðabank-
ann yrðu afleiðingar slíkrar hlýnun-
ar geigvænlegar. Ætla má að sjávar-
mál hækki um heilan metra áður en
öldin er á enda og fjölmargar hafnar-
borgir lendi undir sjó, sérstaklega í
Suður- og Austur-Asíu. Jafnframt er
spáð gríðarlegri eyðingu skóga, upp-
skerubresti og alvarlegum þurrkum.
„Til að afstýra hörmulegum atburðum
verður að grípa til róttækra breytinga
á hinni alþjóðlegu skipan efnahags-
mála,“ segir í annarri skýrslu sem
PricewaterhouseCoopers vann fyrir
Alþjóðabankann. Þar er hvatt til þess
að dregið verði stórlega úr brennslu
jarðefnaeldsneytis og í staðinn verði
endurnýjanlegir orkugjafar nýttir í
auknum mæli.
Tvískinnungur Bandaríkjanna
„Við viljum að börnin okkar búi
í Ameríku sem ekki stafar hætta
af ógnaröflum hlýnandi plánetu,“
hrópaði Barack Obama í sigur-
ræðu sinni þann 7. nóvember síð-
astliðinn þegar hann var endur-
kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þá
var aðeins vika liðin frá því að felli-
bylurinn Sandy reið yfir New York
og New Jersey og varð meira en 100
manns að bana. Bandaríkin eru enn í
hópi mestu umhverfissóða heims en
heildarlosun þeirra hefur þó minnk-
að nokkuð, aðallega að frumkvæði
einstakra ríkja. Athygli vakti að nær
ekkert var rætt um loftslagsmál í
kosningaslagnum vestanhafs og hef-
ur Obama verið gagnrýndur fyrir
ákveðinn tvískinnung þegar kemur
að umhverfismálum; þótt hann vari
við loftslagsvánni hefur til að mynda
olíuborun aukist til muna í stjórnar-
tíð hans.
Fulltrúi Bandaríkjanna, Jonathan
Pershing, lofaði við upphaf ráðstefn-
unnar í síðustu viku að nú yrðu stig-
in stór skref til að stemma stigu við
loftslagsbreytingum. Í ræðum sínum
hefur hann þó ekki gefið nein stór
loforð önnur en þau að Bandaríkin
haldi sig við það markmið sem þau
hafa áður sett sér, að árið 2020 verði
útblástur gróðurhúsalofttegunda
farinn niður fyrir það sem hann var
árið 2005.
Stórveldin þræta
Kínverjar eru aðilar að Kyoto-bók-
uninni en gildistími hennar rennur
út um áramótin. Kína er skilgreint
sem þróunarríki í bókuninni en fyrir
þróunarríkin eru kröfurnar um sam-
drátt á útblæstri gróðurhúsaloft-
tegunda ekki bindandi. Hafa Kín-
verjar krafist þess að þróuðu ríkin, og
ekki síst Bandaríkin, taki á sig aukn-
ar skuldbindingar, en Bandaríkin eru
ekki aðili að bókuninni. Á meðan
svo er er ekki er auðvelt fyrir önnur
ríki að fría sig skyldunni til að berjast
gegn loftslagsbreytingum af manna
völdum.
Eins og kunnugt er hafa loftslags-
ráðstefnur síðustu ára einkennst af
hörðum deilum, bæði á milli Banda-
ríkjanna og Kína en ekki síður á milli
fyrsta heimsins og þriðja heims-
ins. Sú ráðstefna sem nú er lokið
var engin undantekning hvað þetta
varðar en ekki sauð þó jafn rækilega
upp úr og árið 2009 þegar fulltrúar
þróunarríkjanna gengu út af fundum
vinnuhópanna og sökuðu vestur-
veldin um að beita blekkingum.
„Enn langt í land“
Í erindi sínu lagði Al Thani áherslu
á að loftslagsvandinn væri án
landamæra og allar þjóðir heims-
ins sætu í sömu súpunni. „Baráttan
gegn loftslagsbreytingunum krefst
pólitísks vilja og alþjóðasamvinnu,“
sagði hann og bætti við: „Við eigum
enn langt í land, þrátt fyrir allar þær
aðgerðir sem gripið hefur verið til,
og brýnt er að leita allra ráða til að
ná þeim markmiðum sem samræm-
ast vonum og væntingum fólks um
framtíð sem einkennist af alþjóðlegri
samstöðu, réttlæti og farsæld.“
Al Thani lét einnig í ljós þá skoðun
sína að samdráttur á útblæstri gróð-
urhúsalofttegunda mætti ekki koma
of harkalega niður á orkunýtingu
þriðjaheimsríkja. Í orðum hans krist-
allast að einhverju leyti sá vandi sem
heimsbyggðin stendur frammi fyrir.
Vesturlönd efnuðust í krafti iðnvæð-
ingar og tilheyrandi umhverfisspjalla
og ef þriðji heimurinn fetar í fótspor
okkar má ætla að vistkerfi jarðar beri
verulegan skaða. Til að fyrirbyggja
þetta veita iðnríkin þróunarlöndun-
um fjárhagsaðstoð til að efla nýtingu
umhverfisvænna orkugjafa. Sam-
kvæmt því sem fram kom í skýrslun-
um sem fundarmenn byggðu vinnu
sína á þarf að auka þessa aðstoð til
muna eigi hún að skila tilætluðum ár-
angri.
Olíuborun?
Ljóst er að loftslagsbreytingar af
manna völdum stafa einna helst af
brennslu jarðefnaeldsneytis. Komið
hefur skýrt fram í máli loftslagssér-
fræðinga Sameinuðu þjóðanna að
ein helsta forsenda þess að menn
geti snúið vörn í sókn í baráttunni
gegn loftslagsvánni sé endurskoðun á
orkugjöfum. Samkvæmt þessu er það
hagsmunamál heimsbyggðarinnar
allrar að horfið verði frá jarðefnaelds-
neyti. Fróðlegt er að skoða umræðuna
um olíuborun á Drekasvæðinu í þessu
ljósi. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helga-
son vakti máls á þessari klemmu í á
bloggsíðu sinni fyrir skemmstu og
spurði: „Ef upplýst og vel megandi
þjóð eins og Íslendingar – sem hefur
gnægð orku – getur ekki haldið aftur
af sér hvað varðar vinnslu jarðefna-
eldsneytis, hvað þá með aðrar þjóðir?
Þá er kannski ekki hægt að stemma
stigu við þessu?“ Þetta er spurning
sem varðar okkur öll. n
n Al Thani hélt erindi á loftslagsráðstefnu SÞ n Plánetan á hverfanda hveli
Valdabarátta í skugga
loftslagsbreytinganna
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Til að afstýra hörmu-
legum atburðum
verður að grípa til róttækra
breytinga á hinni alþjóð-
legu skipan efnahagsmála
Þungur á brún Al Thani var þungur á
brún þegar hann ræddi um loftslags-
vána, en hann tók þátt í skipulagningu
loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna sem katarskur embættismaður.
Ástandið svart Samkvæmt skýrslum sem kynntar voru á ráðstefnunni eru horfur í loftslagsmálum verri en áður var talið.
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
SKÍÐAPAKKAR
20% AFSLÁTTUR
ÞEGAR KEYPT ERU
SKÍÐI, BINDINGAR
OG SKÍÐASKÓR.