Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 44
OFT VELTIR LÍTIL ÞÚFA ÞUNGU HLASSI 44 Menning 7.–9. desember 2012 Helgarblað Æ visögur eru skemmti- legt form og eitthvað séríslenskt við það í merkingunni að ótrú- lega mörgum dettur í hug að gefa út sjálfsævisögu sína og undantekningalítið eru til ævisögur allra sérstakra karaktera sem búið hafa á þessu landi alla- vega á 20. öld skrifaðar af þeim sjálfum eða öðrum. „ð“ er auðvitað óviðjafnanlegur karakter. Heil ráð- stefna alþjóðlegra leturhönnuða var haldin hér á landi fyrir rúmu ári og nú er komin út bók um karakterinn. Það er ævintýralegt, fræðandi og ótrúlega skemmtilegt að lesa sig gegnum „ð“ ævisöguna. Ég er ekki bara að segja það vegna þess að hún tilheyri mínu sértæka áhugasviði. Ég er grafískur hönnuður og hef kennt leturfræði, samhengi og sögu leturs í tvo ára- tugi. Letur og leturform er okkur grafískum hönnuðum ær og kýr. Ég hef farið í gegnum hundleiðin- lega og þurra doðranta um skyld efni. Hlustað á gerilsneydda fræði- lega fyrirlestra sem svæfðu hverja einustu heilafrumu. Þessi bók opnar hins vegar stórkostlega lif- andi innsýn í ferðalög hugmynda sem koma okkur öllum við. Í mín- um huga ætti hún að vera skyldu- lesning kennara á öllum skóla- stigum. Það er vegna þess að hún setur hlutina í samhengi. Það er vegna þess að hún skautar allan tilfinningaskalann frá fyndni til dauðans alvöru, frá rómatískum draumórum til raunsæis í stöðl- uðu formi. Það er vegna þess að þessi bók kennir skilninginn með frábærum dæmisögum. Í raun er hún menningarsaga, Íslandssaga í splunkunýju ljósi, allt út frá einum sérstökum bókstaf. Þar veltir lítil þúfa þungu hlassi. Sjónarhóllinn, samtími okkar, hinn mikli umbreytingatími staf- rænnar tækni og stöðlunin sem henni fylgir. Ekki bara það held- ur valdatækið sem er orðið að- gengilegt hverjum sem er, allavega þeim sem búa í hinum vestræna heimi. Já, letur og framsetning á texta var varin af vopnuðum vörð- um hér áður fyrr. Nú gengur allt laust með ófyrirséðum afleiðing- um. Tengingarnar við samtímann og hvernig hann talar við fortíðina „Já, ráðherra“, samræðu Hackers og Humphreys. Michel Jackson, beðmál Hinriks áttunda, upphaf ritmáls á norðurslóðum og þróun þess, zetan og Sverrir Hermanns- son. Lausa letrið, hin mikla bylting Gutenbergs eða voru það kannski aðrir sem heiðurinn eiga með hon- um. Tengingarnar við veraldlegt og andlegt vald sem hanga á bók- stafnum. Stafsetninguna sem póli- tískt tæki. Stórkostlegur kafli um Rasmus Kristján Rask og rómantík 19. aldar sem lifir eða öllu heldur eru leifar hennar snarlifandi enn og það er komið fram á 21. öld. Skilningsaukinn sem verður til við lesturinn á sögu okkar og menn- ingararfi er ótrúlega skemmtileg- ur. Veisla í veröld hugmyndasögu. Opnar glugga sem varða hreinlega nýja söguskoðun. Söguskoðun sem ég skil af því að ég fæ strax á tilfinninguna að verið sé að segja satt. Það sé ekki verið að prédika yfir mér eða innræta eitthvað sem ég veit innst inni að er ekki satt. Allt þetta tekst þessari ævisögu að gera. Hún er afspyrnu vel sett fram í umbroti og leturnotkun. Fram- kvæmd af viti og þekkingu á inntak jafnt sem útlit. Höfundarnir Stefán Pálsson, Anton Kaldal Ágústsson, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Ingi Farestveit eiga heiður skilinn fyrir þessa útgáfu. n ð ævisaga Höfundur: Anton Kaldal Ágústsson, Gunnar Vil- hjálmsson, Stefán Pálsson og Steinar Ingi Farestveit. Útgefandi: Crymogea „Veisla í veröld hugmynda- sögu“ Guðmundur Oddur Magnússon prófessor gefur ð ævisögu fullt hús. Hér má sjá aðstandendur ð ævisögu. Guðmundur Oddur Magnússon Bækur Feta sig upp listana Krummi og félagar í hljóm- sveitinni Legend hafa gert það gott síðan sveitin gerði samn- ing við kanadíska plötufyrir- tækið Artoffact. Platan Fearless situr nú í 17. sæti á iTunes topp 200-listanum í Kanada og í 175. sæti á iTunes topp 200-listanum í Bandaríkjunum. Legend hefur einnig tekist að koma sér inn í plötubúðirnar HMV í Kanada en þær verslanir eru alls 120 tals- ins. Enn fremur hefur ítalska dreifingarfyrirtækið Audioglobe valið Fearless sem plötu ársins. Í viðtali við DV skömmu eft- ir að samningar við Artoffact náðust sagði Krummi hljóm- sveitarmeðlimi halda út til tón- leikaferðalaga strax eftir áramót. Hugarheimur Strindbergs Föstudaginn 7. desember frum- sýna 3. árs leikaranemar við Listaháskóla Íslands verkefni í Nemendaleikhúsinu. Ætla þeir að skyggnast inn í hugarheim sænska skáldsins, Augusts Strindberg, en í ár eru 100 ár liðin frá því hann lést. Fröken Júlía, eitt af vinsælu- stu verkum Strindbergs, sem og tragikómedían, Leikið að eldi, eru efniviður vinnustofu sem leiklistarnemar á 3. ári ásamt kennara, Agli Heiðari Antoni Pálssyni, hafa valið til þess að færa sig nær Strindberg og hans hugarheimi. Fyrirhugaðar eru sex sýn- ingar sem fara fram í Smiðj- unni, Sölvhólsgötu 13 og hefjast klukkan 20.00. Aðgangur er ókeypis en það þarf að taka frá miða á leikhus@lhi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.