Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 46
46 Lífsstíll 7.–9. desember 2012 Helgarblað
„Stefnan er að gera enn betur“
n Arca safnar fyrir Ljósinu
Þ
egar við byrjuðum á þessu, árið
2010, söfnuðum við 200 þús-
undum fyrir Mæðrastyrks-
nefnd. Í fyrra söfnuðum við svo
nærri hálfri milljón fyrir Fjölskyldu-
hjálp. Þannig að við rúmlega tvö-
földuðum upphæðina á milli ára og
stefnan er að gera enn betur í þetta
skiptið,“ segir Hafdís Heiðarsdóttir,
hönnuður og eigandi hönnunarfyrir-
tækisins Arca, en fyrirtækið hefur hafið
styrktarátakið Pakki á pakka þriðja árið
í röð. Í ár varð fyrir valinu fallegur jóla-
engill sem kostar 500 krónur líkt og tvö
síðustu ár og mun allur ágóði renna
óskiptur til endurhæfingar- og stuðn-
ingsmiðstöðvarinnar Ljóssins.
Hafdís og Vilborg Aldís Ragnars-
dóttir, sem reka Arca saman, segja að
það hafi verið erfitt að velja góðgerða-
samtök enda af nógu að taka. „Við lent-
um í stórkostlegum vandræðum en
þeir hjá Lógó, sem gera þetta með okk-
ur, stungu upp á Ljósinu og við vorum
alsáttar með þá tillögu.“
Hægt er að nálgast jólaengilinn í
verslun Arca í Grímsbæ. „Það er ofsa-
lega gott og gaman að geta látið gott
af sér leiða. Við heyrum líka að fólk er
ánægt með að heyra að allur peningur-
inn renni óskiptur til þeirra sem á hon-
um þurfa að halda. Þess vegna kemur
mikið til sama fólkið aftur og aftur auk
þess sem fyrirtæki kaupa þetta handa
starfsmönnum. Það er bara gaman að
því. Við erum þegar komnar upp í 100
þúsund og erum bjartsýnar á fram-
haldið.“
indiana@dv.is
Láta gott af sér leiða Hafdís og Vilborg
Aldís segja mikið til sama fólkið kaupa
styrktarpakkann ár eftir ár.
Jólaengill Pakki á pakka 2012 er fallegur
jólaengill.
Gestablogg Auðar
Alfífu Ketilsdóttur
Baráttan
við holdið
Baráttan
við óttann
n Árangurinn sést strax n Liðsheildin og upplifunin skiptir máli
H
jónin Þórður Marelsson og
Fríða Halldórsdóttir njóta
þess að stunda útivist og
saman hafa þau gengið með
fjölskyldu sína og stýrt ferðum á ófá
fjöll landsins í mörg ár. Þau hafa
stofnað fyrirtækið Fjallavini.is og
vilja leiða fólk á fjöll í skemmtilegum
og heilsubætandi fjallgöngum.
Liðsheildin skiptir máli
Þórður hefur stundað fjallgöng-
ur í mörg ár og er að auki nuddari
og jógakennari. Fríða er íþrótta- og
heilsufræðingur og saman nýta þau
reynslu sína til þess að gera upp-
lifun þeirra vilja bæta heilsu sína
með fjallgöngum sem besta. Bæði
eru þau þekkt fyrir að brydda upp
á skemmtilegheitum í sambandi
við fjallgöngur. Þórður hefur til að
mynda stýrt konfekt- og páskaeggja-
göngu og Fríða hefur leitt göngur
fyrir börn niður í leikskólaaldur og
heldri borgara.
Fríða og Þórður bjóða upp á
nokkur mismunandi námskeið í
Fjallavinum, í Fjöllunum okkar eru
valin skemmtileg og spennandi fjöll
í nágrenni Reykjavíkur og víðar sem
alltof margir hafa ekki upplifað að
ganga á. Og í Flottum fjöllum eru
göngurnar lengri og meira krefjandi
og mikið lagt upp úr góðum félags-
skap og liðsheild.
Þau leggja reyndar mikla áherslu
á upplifun fólks og líðan. Í þeim efn-
um skiptir liðsheildin miklu máli.
„Upplifun okkar skiptir svo miklu
máli, ef hún er góð og gefandi þá
verður hún þess valdandi að við eig-
um auðvelt með að gera mjög miklar
breytingar á lífsstíl okkar. Það gerist
sjálfkrafa, vegna þess að við viljum
það. Það er bæði gefandi að vera í
náttúrunni og þá njótum við sam-
verunnar við annað áhugasamt fólk.
Liðsheildin, hreyfingin og útivistin í
náttúrunni verður einkar hvetjandi
og verður til þess að fólk nær skjót-
um og góðum árangri,“ segir Þórður.
Árangur strax
Boðið er upp á heilsufarsmælingar
og jóga og teygjur fléttaðar í fjall-
gönguna.
„Við byrjum á því að skoða súr-
efnisupptökuna, blóðþrýstinginn,
BMI og mjaðma- og mittismál,“ segir
Fríða og segir mikilvægt að kanna
heilsufarið áður en lagt er af stað.
„Það er hreinlega gott að vita hvar
maður stendur.“
Hvenær finnur fólk fyrir árangri?
„Strax!,“ segir Fríða og hlær. „Þú
finnur muninn mjög fljótt því fjall-
göngur hafa bæði mikil áhrif á líkam-
legt atgervi og vellíðan. Eigin lega
laumast árangurinn upp að fólki.
Það hefur svo gaman að þessu að það
tekur ekki eftir því að smám saman
borðar það hollara fæði, grennist og
styrkist. Fjallgöngur eru frábær lík-
amsrækt af fjölmörgum ástæðum.
Við áreynslu eins og fjallgöngu leys-
ast úr læðingi vellíðunarhormón lík-
amans. Þol og styrkur eykst mjög
fljótt, og liðir styrkjast. Áhrif þessarar
tegundar líkamsræktar eru mjög al-
hliða, svo ekki sé talað um félagslega
þáttinn. Mér hefur fundist fólk finna
á sér mjög stóran mun eftir aðeins
nokkrar vikur, eftir sex vikur má tala
um að fólk sé að komast í gott form.
Fólki finnst gott að komast úr
þessum amstri.,“ bætir Fríða við, „út
í náttúruna. Það koma allir endur-
nærðir til baka.“
„Ég hef komist að því að marga
virkilega langar til að fara í fjall-
göngur,“ segir Þórður. „En hafa ekki
almennilega trú á sér til að taka af
skarið. Þess vegna er gott að vera í
hóp og takast á við verkefnið saman.
Þol, styrkur og sjálfstraust eykst með
hverju fjallinu.“
Horft út fyrir landsteinana
Hópur á vegum Fjallavina og ÍT
ferða er á leiðinni til Ekvador í ágúst
2013. Þórður fór í könnunarleiðang-
ur í októbermánuði og kynnti sér
fjöllin og frumskógana.
„Suður-Ameríka er spennandi
svæði, maður vill sjá meira af heim-
inum eftir því sem maður fer að eld-
ast,“ segir hann. „Við komum til með
að heimsækja fjöll í 400–500 metra
og hæð, og þarna er Cotopaxi, sem
er 5.900 metrar á hæð. Ef vel viðrar
þá leggjum við til atlögu við fjallið,“
segir hann.
„Nú eru menn farnir að horfa út
fyrir landsteinana með gönguferðir,“
segir Fríða og segir ferðina geta
verið spennandi fyrir fleiri en þá
allra hörðustu. „Við munum sigla
niður Amazon og inn í frumskóg-
ana, heimsækja miðbaugssetrið og
prófa að standa sitt hvorum megin
við miðbaug. Þá er menning þessa
svæðis áhugaverð og við munum,
eins og sannir landkönnuðir, kynna
okkur hana vel.“ n
kristjana@dv.is
Fjallgöngur eru
frábær líkamsrækt
Fjallavinir Mikið er
lagt upp úr góðum anda
og liðsheild í ferðum
Fríðu og Þórðar.
Fríða og Þórður Þau hjónin njóta þess að
stunda útivist og saman reka þau Fjallavini.
is og vilja leiða fólk á fjöll í skemmtilegum
og heilsubætandi fjallgöngum.
Í
gegnum tíðina hef ég ekki verið
styrktaraðili líkamsræktarstöðva.
Ég er ekki ein af þeim sem hef
með reglulegu millibili séð að nú
sé nóg komið og ákveðið að taka
mig á. Það er ekki bara vegna þess
hvað ég er skynsöm og raunsæ, ,
það er margt sem ég geri án þess
að það sé sérstaklega skynsam-
legt, og vissulega hefði átak oft
verið afar skynsamleg ákvörðun,
heldur vegna þess að ég þoldi
ekki tilhugsunina um að hafa sett
mér markmið og ná þeim ekki.
Ég þorði ekki að gera mistök. Ekki
misskilja mig, það er allt í lagi
að vera raunsær en ef óttinn við
mistök fær að ráða er hætt við að
maður geri aldrei neitt sem ögrar.
Það þýðir ekkert fyrir mig að ætla
að gera hluti á hörkunni. Svipu-
högg koma mér ekkert áfram og
„bootcamp style“ leikfimiskennari
myndi bara fá mig til að
skæla.
U
m síðustu
áramót
steig ég inn
í óttann og
bjó til plaggat með
markmiðum fyrir árið 2012. Á
markmiðaplaggatið setti ég skýr
markmið eins og að byrja á Sturl-
ungu (búin með 5 bls.), fá mér
kött (fékk mér tvo), horfa alla-
vega á eina góða bíómynd fyrir
hverja lélega (24/17) og borða
fisk (mætti vera duglegri). En það
er líka innifalin í því svikamilla.
Eitt af markmiðunum er nefni-
lega: „Klúðra og mistakast“. Það
uppfylli ég til dæmis með því að
uppfylla ekki markmiðið „klára
meistaraverkefnið“.
Þ
essi sömu áramót fór ég líka
í hóp í Ferðafélagi Íslands
sem hefur það að markmiði
að ganga á 52 fjöll á árinu.
Ég setti mér markmiðið að ganga
á 52 fjöll þó ég færi ekki endilega
alltaf á sömu fjöll og Ferðafélag-
ið (50 komin). Fram að því hafði
ég ekki hreyft mig neitt ef frá er
talið að ganga heiman að frá mér,
ofar lega á Skólavörðuholtinu,
niður undir sjávarmál í vinnuna
og heim aftur (uppsöfnuð hækk-
un 40 m).
É
g hafði reyndar sumar eftir
sumar farið í nokkurra daga
göngu með vinum mínum en
það var ekki líkamlegt atgervi
sem rak mig áfram þar heldur
miklu frekar óttinn við að missa
af ævintýralega skemmtilegum
félagsskap.
„Klúðra og mistakast“ er
nefnilega lykillinn. Fyrstu 10–15
göngurnar hékk ég á því loforði
til sjálfrar mín að ég mætti snúa
við í miðri fjallshlíð ef ég væri
búin að gera eins mikið og ég
gæti. Ekki í útidyrunum og alls
ekki í svefnherbergisdyrunum,
en í brekkunni. Óttinn við að ná
ekki að uppfylla markmiðið mátti
ekki ráða. Blessunar-
lega kom aldrei til
þess að ég þyrfti
að snúa við og
fljótlega varð ég
háð glaðloftinu á
toppnum.
M
arkmiðið „klúðra og mis-
takast“ er ekki afsökun
til að gera ekki neitt, það
er leyfi til að reyna eitt-
hvað sem er óvíst hvort heppnist.
Stundum reynir maður eitthvað
sem mistekst hrapallega en mis-
tök eru ekki dauðadómur heldur
lærdómur. Og oftar en ekki kemst
maður að raun um að maður get-
ur miklu, miklu meira en maður
heldur.