Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 7.–9. desember 2012 Helgarblað Velti bíl eftir ofbeldi n Maður dæmdur fyrir að káfa á getnaðarlimi vinar síns og starfsmanns M aður var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fang­ elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kynferðisbrot. Honum er einnig gert að greiða fórnarlambi sínu, starfsmanni sínum og trúnaðarvini, 600 þúsund krónur í miskabætur. Málsatvik voru þau að lögreglunni á Hvolsvelli var í júní síðastliðnum tilkynnt um bílveltu við Víkurfjall, um klukkan hálf níu á sunnudags­ morgni. Þegar lögregla mætti á vett­ vang reyndist ökumaðurinn vera í mikilli geðshræringu og undir áhrif­ um áfengis. Við yfirheyrslur lögreglu vitnaði hann um að hann hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi um nóttina. Lýsti hann því að hann hefði verið í samkvæmi í heimahúsi ásamt nokkrum öðrum, þar á meðal hinum dæmda, sem var trúnaðarvinur hans og vinnuveitandi. Hafði hinn dæmdi hjálpað honum um langt skeið, með­ al annars með nám hans, og einnig hafði hann útvegað honum vinnu. Eft­ ir samkvæmið höfðu þeir farið að sofa í sama rúmi, en þá áreitti hinn dæmdi brotaþola kynferðislega. Brotaþoli var klæddur í buxur og bol. Hinn dæmdi strauk þá brota­ þola um bakið innanklæða, og hvísl­ aði nafn brotaþola. Hann svaraði ekki. Brotaþoli snéri með bakið að ákærða og lá á vinstri hlið. Þá mun hinn dæmdi hafa teygt sig yfir brota­ þola, farið undir klæðnað hans og komið við getnaðarlim hans innan­ klæða. Í framhaldi kyssti hann brota­ þola á munninn. Eftir þetta var brotaþoli í miklu uppnámi og tók að lokum bíllykla hins dæmda. Síðan fór hann í skó hans þar sem hans eigin skór voru hinum megin við rúmið, þar sem hinn dæmdi lá. Þangað vildi hann ekki fara. Brotaþoli keyrði síðan á brott í bifreið hins dæmda með áður­ nefndum afleiðingum. Eftir áreitn­ ina upplifði brotaþoli mikinn kvíða og þunglyndi. V erkefnastjóri hjá VR, Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, lét af störfum hjá stéttar­ félaginu í sumar eftir að hafa lagt fram kvörtun á hendur Stefáni Einari Stefánssyni, formanni VR, fyrir einelti. Jóhanna hafði starfað á vegum VR í 30 ár, fyrst sem stjórnarmaður og síðan sem starfsmaður frá árinu 2009. DV hefur á síðustu dögum fengið fjöl­ margar ábendingar innan úr VR um starfslok Jóhönnu og þá ónægju sem virðist vera ríkjandi innan stéttarfélagsins vegna þeirra stjórn­ unarhátta sem þar eru ríkjandi. Blaðið greindi frá því á mánu­ daginn að VR hefði ráðið 27 ára lögfræðinema, Söru Lind Guð­ bergsdóttur, í yfirmannsstöðu hjá félaginu. Um 400 umsækjendur sóttu um starfið og tvö önnur. Sara Lind er sambýliskona Stefáns Einars en hann ber því við samband þeirra hafi ekki verið byrjað þegar hún var ráðin til VR og að hann hafi ekki þekkt hana á þeim tíma. VR er stærsta stéttarfélag landsins og er með árlegar tekjur upp á um tvo milljarða króna. Jóhanna vill aðspurð ekki ræða um starfslok sín hjá VR eða sam­ skiptin við Stefán Einar við blaðið. Hætti vegna samstarfsörðugleika Heimildir DV innan úr VR herma hins vegar að umkvörtunarefni Jó­ hönnu í garð Stefáns Einars hafi verið „andleg grimmd sem jaðraði við einelti“. DV hefur ekki heim­ ildir fyrir því hvað fólst nákvæm­ lega í þessum ávirðingum á hendur Stefáni Einari, meðal annars vegna þess að Jóhanna neitar að ræða málið opinberlega, en staðfest er frá fjölmörgum aðilum innan VR að kvörtunin á hendur honum hafi borist frá Jóhönnu. Einn heimildarmaður DV innan úr VR segir: „Mér finnst skrítið að það hafi ekkert komið fram í fjöl­ miðlum varðandi eineltismálið. Hún [Jóhanna, innsk. blm.] sakaði hann [Stefán Einar, innsk. blm] um einelti. Ég veit að hann er þannig að ef honum líkar ekki við þig þá yrð­ ir hann ekki á þig og „ignorar“ þig alveg.“ Helga Árnadóttir, framkvæmda­ stjóri VR, tók við umkvörtunum Jóhönnu og kom því að kring að ávirðingar hennar voru rannsak­ aðar. Jóhanna mun ekki hafa vilj­ að halda áfram að vinna hjá VR vegna þessara samstarfsörðugleika við formanninn. Hún hætti hjá VR í kjölfarið, í júní síðastliðinn. Sálfræðingur fenginn í málið Kvörtun Jóhönnu fór inn á borð stjórnar VR og var fenginn sál­ fræðingur, Jón Björnsson, til að meta hvort um einelti hefði verið að ræða af hálfu Stefáns Einars. Niður­ staða Jóns var að ekki hefði verið um einelti að ræða. Nokkuð erfitt getur verið að meta með hlutlægum hætti hvort tiltekin háttsemi flokk­ ast sem einelti eða ekki þar sem um tilfinningalegt mál er að ræða. DV hafði samband við Jón til að spyrja hann út í málið og þá niður­ stöðu sem hann komst að. Hann sagði að hann gæti ekki gefið upp­ lýsingar um niðurstöðuna og benti á framkvæmdastjóra VR, Helgu Árnadóttur. „Það er ekkert leyndar­ mál að ég vann að þessu máli. Í því efni vísa ég á þann sem ég vann fyr­ ir sem var framkvæmdastjóri VR. Ég skilaði skýrslu til hennar,“ segir Jón. Einn heimildarmaður DV hjá VR segir um þetta: „Hann taldi ekki að það hefði verið um einelti að ræða en það er alveg ljóst að það er eitt­ hvað mikið að hjá félaginu. Þetta er ekki eðlilegt ástand.“ DV hafði samband við Stefán Einar á fimmtudaginn til að spyrja hann út í mál Jóhönnu. Stefán vildi hins vegar ekki tjá sig um það og benti blaðinu á að tala við fram­ kvæmdastjóra VR. n n Kvörtun barst frá starfsmanni n Sálfræðingur var fenginn í málið „Andleg grimmd sem jAðrAði við einelti“ Hætti vegna sam- starfsörðugleika Starfsmaður VR, Jóhanna Vilhelmsdóttir, hætti hjá VR í sumar vegna samstarfsörðugleika við formann stéttarfélagsins, Stefán Einar Stefánsson. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Hlaut alþjóð- leg mann- úðarverðlaun Guðjón Sigurðsson hlaut mann­ úðarverðlaun alþjóðasamtaka MND­félaga. Verðlaunin eru veitt á árlegri ráðstefnu sem að þessu sinni var haldin í Chicago í Banda­ ríkjunum. „Ég tek við þessu fyrir hönd allra MND­veikra sem ekki láta sér standa á sama um félaga sína. Munum öll hér inni að við erum sérfræðingar í MND­sjúk­ dómnum sem erum með hann. Ekkert um okkur án okkar,“ sagði Guðjón í þakkarávarpi sínu en níu hundruð gestir voru viðstaddir við verðlaunaafhendinguna, en flestir þeirra eru fagfólk og vísindamenn. Lögreglan rann- sakar Smára- lindaratvik Lögreglan mun rannsaka atvik sem átti sér stað í Smáralind þar sem karlmaður sýndi af sér mikla fordóma gagnvart ungmennum sem voru stödd í verslunarmið­ stöðinni. Myndband af atvikinu fór víða á miðvikudag og í kjölfarið kom það á borð lögreglunnar. „Við höfum sé þetta myndband sem um ræðir,“ sagði Björgin Björg­ vinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag þar sem hann var spurður út í viðbrögð lögreglunnar. Björgvin Björgvins­ son sagði í þættinum að maður­ inn verði kallaður til yfirheyrslu vegna málsins. „Ég held að það sé alveg ljóst að lögreglan kemur ekki til með að sitja auðum höndum yfir þessu enda er okkur í raun og veru skylt að kanna þetta og hefja rannsókn.“ Hálfs árs fangelsi Maðurinn var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða fórnarlambi sínu 600 þúsund í miskabætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.