Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 48
48 Jólalög 7.–9. desember 2012 Helgarblað „UNDURFAGURT OG JÓLALEGT“ n DV leitaði til rúmlega 20 álitsgjafa í leitinni að besta íslenska jólalaginu n Ef ég nenni með Helga Björnssyni ótvíræður sigurvegari kosninganna 1 Ef ég nenni n Flytjandi Helgi Björnsson „Náttúrulega bara snilld. Sérstaklega gaman að horfa á Helga flytja þetta live.“ „Alveg möst á jólum.“ „Svo skemmtilegt lag. Og hann er svo æðislegur.“ „Ég myndi helst vilja setja Helga í fyrstu hundrað sætin! Textinn er svo unaðslegur, held að flest- ir geti tengt við það að vilja gefa ástinni sinni allan heiminn ef maður ætti aur fyrir honum. Verð alltaf klökk þegar ég heyri þetta lag. Það er undurfagurt og Helgi er ómótstæðilegur. Hann þyrfti sko ekki að gefa mér neina helvítis jólagjöf! Eitt lúkk er nóg fyrir mig.“ „Alltaf skemmtilegt.“ „Hann er bara svo mikið með‘etta. Alltaf sexí!“ „Jafn nauðsynlegt og jólatréð. Textinn er smá spes en það er fallegt og jólalegt. Helgi er bara með‘etta.“ 2–5 Jólahjól n Flytjandi Sniglabandið „Alltaf klassískt. Búið að vera stór partur af jólunum síðan það var gefið út.“ „Fjárans Jólahjólið er frekar leiðinlegt lag ef út í það er farið en svo ofspilað og óþol- andi að það er orðið órjúfanlegur hluti af jólunum.“ „Minnir á æskuna.“ „Klassík. Eldist vel. Kemur manni alltaf í jólaskap.“ 2–5 Gleði- og friðarjól n Flytjandi Pálmi Gunnarsson „Fallegt lag sem hefur fylgt manni í gegnum tíðina, hátíðlegt og fallegt.“ „Kemur manni í jólaskap og bökunargírinn.“ „Fallegt lag með djúpum boðskap um nauðsyn þess að sýna náunganum kærleik og gleyma því ekki að ekki hafa allir það eins gott og þú.“ „Eitthvað svo róandi í jólastressinu, fallegur boðskapur.“ 2–5 Ég hlakka svo til n Flytjandi Svala Björgvins „Tengist æskunni. Minnir á góða tíma.“ „Frábært lag. Tengt æskuminningum, manni leið eins og Svala væri að túlka hugsanir manns.“ „Jólin byrja eiginlega ekki fyrr en kona hefur heyrt Ég hlakka svo til.“ „Á aðfangadag, þegar allt er komið í ró og maður bíður eftir að klukkan slái sex, á þessi fal- legi jólasálmur Einars Sigurðssonar og Sigvalda Kaldalóns vel við. Þennan sálm söng maður í kórum sem krakki og hann kemur mér enn þann dag í dag í hátíðlegt jólaskap.“ 6–8 Þú komst með jólin til mín n Flytjendur Bó og Regína „Ég elska smeðjuleg og klisjukennd jólalög.“ „Fallegt lag og boðskapurinn hallærislega góður – svona þannig séð.“ „Í uppáhaldi síðan ég var pínulítil stelpa.“ 6–8 Nóttin var sú ágæt ein n Flytjendur Dikta og aðrir „Fallegt og hátíðlegt lag sem hreyfir við manni í hvert skipti sem hlustað er á það. Minnir gríðarlega á jólin og þann boðskap sem þau færa um kærleik og frið.“ „Með Diktu er lagið vel útsett. Haukur er náttúrulega með yndisfríða rödd. Lagið var gert áður en Dikta varð þessi stofnun.“ 6 - 8 Snjókorn falla n Flytjandi Laddi „Einfalt, maðurinn er meistari og á allt það besta skilið.“ „Alltaf spilað í jólakortagerð í grunnskóla og það var alltaf svo gaman. Skemmtilegt jóla- lag sem ég get núna dillað mér við með dóttur minni.“ „Fílaði þetta lag ekki þar til fyrir fimm árum. Þá var ég að spila í góðu Þorláksmessugríni þegar út brutust slagsmál. Allur staðurinn fraus – ljósin voru kveikt, og slagsmálamönn- um hent út. Ljósin voru svo aftur slökkt og ég spilaði Snjókorn falla. Allir inni á staðnum féllust í faðma og hváðu yfir ójólalegheitum þessara manna.“ 2–5 Ó helga nótt n Flytjendur Egill Ólafsson og aðrir „Eitt fallegasta jólalag sem ég hef heyrt. Fæ gæsahúð þegar ég heyri það.“ „Hátíðleikinn uppmálaður og kemur manni í sannkallað hátíðarskap.“ „Ég hef bæði tekið þátt í mörgum jólatón- leikum og setið marga og finnst mér þetta lag ávallt vera hápunkturinn. Og ef vel heppnast þá fylgir mikil gæsahúð þegar líða fer á lagið.“ „Stór en jafnframt einlægur flutningur- inn kemur öllu heimilisfólki til að gráta – það jólalegasta er þegar mamma og amma sitja og horfa á sjónvarpið þar sem Egill syngur í beinni – og gráta. Og svo setjumst við systir mín hjá þeim og skælum af okkur jólamálninguna svona rétt fyrir mat.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.