Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 18
18 Fréttir 7.–9. desember 2012 Helgarblað PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 23 57 2 Kynningarafsláttur www.jonogoskar.is Laugavegur / Smáralind / Kringlan afsláttur á svissnesku hágæðaúrunum frá Maurice Lacroix í desember www.mauricelacroix.com Þ rátt fyrir að sérstök upp- lýsingalög séu á Íslandi er margt sem getur takmarkað rétt almennings til að nálg- ast upplýsingar hjá hinu opinbera. Einn stærsti vandinn ligg- ur í að ekki eru til lög eða reglur um hvernig ríkið á að halda utan um upplýsingar og getur verið erfitt að kalla fram þær upplýsingar, sem al- menningur vill fá aðgang að, úr kerf- um ríkisins. Tölvukerfi ríkisstofnana er í mörgum tilfellum gamaldags og er erfitt að færa gögn úr því á það form að afhenda megi almenningi þau. Má ekki vera of mikil fyrirhöfn Samkvæmt upplýsingalögunum hefur almenningur rétt á gögnum sem eru fyrirliggjandi hjá ríkinu svo lengi sem aðrir hagsmunir, það er einstaklinga, ríkisins eða vegna utan ríkissamskipta, teljist mikil- vægari en upplýsingarétturinn. Upplýsingaréttur almennings tak- markast líka af því að ekki sé of erfitt að sækja gögnin sem um ræðir. Almenningur, þar á meðal blaða- menn, getur ekki farið fram á að gögn séu sérstaklega tekin saman fyrir sig. Það vald liggur einungis hjá þingmönnum sem geta lagt fram fyrirspurnir á þinginu og þar með krafist að upplýsingar séu teknar saman. Upplýsingabeiðni er því hægt að hafna með þeim rökum að of erfitt og tímafrekt sé að afla þeirra gagna sem óskað er eftir aðgengi að. Engin áhrif hefur að gögnin séu sannarlega til hjá ríkinu eða stofn- unum þess. Alþingi undanskilið í lögunum Margar aðrar takmarkanir eru á lög- unum og ekki eru alltaf allir sam- mála um hvaða stofnanir og fyrir- tæki heyri undir þau. Til að mynda komu upp efasemdir um að lögin næðu til embættis forseta Íslands árið 2007 þegar Eyjan óskaði upp- lýsinga um tilhögun ferðar forsetans með einkaþotu í eigu Glaci-Air til Leeds í Englandi, en flugfélag- ið var í eigu Magnúsar Þorsteins- sonar og Björgólfs Guðmundsson- ar. Úrskurðarnefnd upplýsingamála komst að þeirri niðurstöðu að upp- lýsingabeiðni Eyjunnar hafi ekki ver- ið nægilega góð og því hafi synjunin ekki verið brot á lögunum. Niður- staða nefndarinnar virðist vera á þá leið að lögin nái hins vegar til emb- ættisins. Í síðari úrskurðum nefndar- innar hefur þetta komið skýrar fram. Eftir að lögin voru samþykkt árið 1996 hafa þau verið túlkuð með þeim hætti að Alþingi sé undanskilið í lög- unum og að það sé ein fárra stofn- ana sem ekki heyra undir lögin. Það er því ekki hægt að afla neinna gagna um rekstur þingsins á grundvelli lag- anna. Frá því að lögin voru fyrst sett hefur þeim verið breytt sex sinnum en ekki hefur þótt ástæða til að færa þingið undir lögin. Ekki tekið tillit til aldurs Hver sem er getur óskað eftir upp- lýsingum frá hinu opinbera svo lengi sem undanþáguákvæðin eigi ekki við. Ekki er hægt að neita einstaklingi um aðgengi að upplýs- ingum á þeim grundvelli að hann sé of ungur eða geti ekki skilið upplýs- ingarnar sem um ræðir. „Ekki skipt- ir heldur máli hvort um er að ræða einstakling eða lögaðila og um að- gang að upplýsingum gilda engin aldurstakmörk. Ef barn hefur nægan þroska til að skilja upplýsingarnar stendur aldur þess ekki í vegi fyrir því að heimila aðgang að gögnum,“ segir meðal annars í sérstöku leið- beiningariti sem forsætisráðuneytið gaf út vegna laganna. n Má ekki vera of tímafrekt n Upplýsingaréttur takmarkast við að auðvelt sé að ná gögnunum Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Engar upplýsingar Alþingi er undanskilið í upplýsingalögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.