Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 31
Spurði hvort við töluðum íslensku Ég er svo hamingjusöm Ég vil ekkert tjá mig um þetta Cassandra Björk varð fyrir áreiti kynþáttahatara. – DVAnna Bára Karlsdóttir sigrar í Playboy-keppni. – YoutubeGunnari Þorsteinssyni var bolað burt frá Kossgötum. – DV L angflestir landsmenn hafa lítinn áhuga á stjórnmálum í verki. Ég skil það mætavel enda komast umræður á Alþingi yfirleitt ekki í fréttirnar nema um vopnaskak og átök séu að ræða. Ef ég ætti að dæma verk okkar á fréttaflutningi þá myndi álit mitt á þessum mikilvæga vinnu­ stað vera í samræmi við það litla traust sem þjóðin auðsýnir þingheimi í skoðanakönnunum. Vantraust mitt væri algert. Við sem erum í hinni svokölluðu stjórnarandstöðu höfum nokkur vel brýnd vopn til að beita gegn ofurvaldi meirihlutans ef okkur finnst hann fara út fyrir valdheimild­ ir sínar og tekur mál út með valdi í ósamræmi við skynsemi og þjóðar­ hagsmuni. Beittasta vopnið er kallað málþóf. Þá eru tungur liprar og orð­ ræðan vellur fram sem jökulá í leys­ ingum og ekkert fær stöðvað þann orðaflaum sem æðir um sali þings­ ins og ratar heim í stofu til almenn­ ings í fréttum. Orðaflaumurinn nær hámarki undir liðnum „Störf þings­ ins“ og „Fundarstjórn Forseta“. Þar falla þung orð sem blágrýtisbjörg og vegið er að heiðri og æru þingmanna miskunnarlaust. Ásakanir falla hægri vinstri en einstöku þingmenn rata upp í pontu til að reyna að stöðva flóðið með áminningu um að árið 2010 hefði þingheimi borið gæfa til að samþykkja einróma að nota aðeins vopnin okk­ ar gegn hvert öðru ef nauðsyn byði, ef dökk ský bæru við sjóndeildarhring og allt stefndi í voða ef andstaðan spyrnti ekki við fótum af öllum mætti. Okk­ ar viðmið má finna í bók sem heitir Þingsköp og er hún eins konar biblía strangtrúarmanna á fundarsköp og ég veit svei mér þá ekki hvað myndi verða um okkur ef þessi merka bók sem nota bene við sömdum sjálf er ekki við höndina. Í pontuna er arkað og bókinni veifað af æðstuprestum af miklum móð og vitnað í lagabálka sem einatt eru misnotaðir eins og hin stórkostlega aðferð að fara í andsvör. Andsvörin voru sett inn í þingsköp sem leið til að gagnrýna, andsvara ræðu annars þingmanns. Núna eru þau einatt notuð sem málþófstækni þar sem ræðumenn eru samsvaraðir af stjórnarandstöðuliðsheildinni í stað þess að mæta gagnrýni sem andsvör eiga að innibera. Bitlaus vopn Vopnaskakið síðustu ár hefur gert það að verkum að vopnin eru orðin bitlaus og andhverfa glæstra vopna skapaðra til að búa til tíma til að kanna misfell­ ur í lögum og kalla eftir meðvitund landsmanna um yfirstandandi setn­ ingu ólaga. Enginn þorir að gera neitt til að stoppa þetta þó að til sé ágæt­ is vopn sem aðeins einu sinni hefur verið beitt fyrir langa löngu og kallar eftir undirskrift níu þingmanna til að stöðva málþóf sem augljóst er að engum tilgangi þjónar nema að halda öllum störfum og framkvæmd laga­ setningar í gíslingu. Við þingmenn getum með sanni gert betur en ég held að þeir sem hafa haldið þinginu í gíslingu síendurtekið forherðist við hvern sigurinn. Því málþófsþing­ mennirnir geta barið sér á brjóst og kveðið hátt og snjallt að þetta sé versta og seinvirkasta ríkisstjórn sögunnar án þess nokkru sinni að viðurkenna sinn þátt í að seinka mál­ um með sínu bitlausa vopni með von um að geta þá tryggt sér nægilegan mikinn stuðning frá almenningi til að komast í álnir á næsta kjörtímabili og afhenda næstu stjórnar andstöðu bitlaus vopn. Mig hryllir við þessari framtíðarsýn. En miðað við skoðana­ kannanir þá er þetta því miður ekki fjarlægt þeim veruleika sem gæti tekið við á næsta ári. Dýrkeypt orð Á meðan á orðaskaki stendur safna mikilvæg frumvörp ryki og við þing­ menn úr öllum flokkum fáum að upplifa tilgangsleysi allra hluta með því að horfa upp á mikla vinnu verða að engu, vinnu sem hefur snúist um að undirbúa og yfirfara lög frá þing­ mönnum og ríkisstjórn með ótal­ mörgum gestum og sérfræðingum þannig að þau séu vel úr garði gerð. Lögin sem eru stoppuð við þinghlé verða að engu. Við þurfum að fara í það að vinna að þeim aftur, fá aftur gesti og umsagnir, fullkomin tíma­ sóun. Ef hægt væri að skera á hinn svokallaða þingmálahala þá fengju mál að lifa á milli hléa en ekki hefur tekist að lóga þessari kjánalegu hefð. Það er einmitt þess vegna sem orðin í orðaskakinu eru svo dýrkeypt og ég vildi óska þess að við þingmenn myndum bera gæfu til þess að sýna í verki að okkur sé treystandi til þess að huga að almannahagsmunum ofar öllu. Þessar tilfæringar í þingsal undanfarin árin með áferð málþófs eru ekki til þess fallnar þó svo að með sanni sé málþófsvopnið á stundum fullkomlega réttlætanlegt. Ég biðla til almennings að hætta EKKI að fylgj­ ast með því sem vel fer og því sem miður fer á Alþingi og veita þeim sem stunda skemmdarverk ekki verðlaun fyrir að standa í vegi fyrir því að þau góðu verk sem eiga sér stað á hverj­ um degi innan veggja nefndarsviðs fari í súginn þegar vopnaskakið hefst enn og aftur á meðan þing­ málahalinn vex og vex. Gleymum því ekki að lögin sem okkur er treyst fyrir hafa áhrif á líf og afkomu allra lands­ manna. Spurningin „Já – en það fer eftir tilfellum.“ Guðrún Björnsdóttir 24 ára klæð- og kjólskeranemi „Já.“ Olga Þórarinsdóttir 59 ára starfsmaður í Landsbankanum „Jú, jú – mér finnst að það ætti að borga í þessu. Það er hræðilegt að horfa upp á þetta pilluát.“ Kristín Sigurðardóttir 68 ára afgreiðslustúlka „Það er ekki tímabært – fyrst þarf að koma spítalanum í gang.“ Steinunn Sigurðardóttir 58 ára starfsmaður Actavis „Nei, það er margt annað sem er brýnna að niðurgreiða.“ Halldóra Egilsdóttir 21 árs hjúkrunarfræðinemi Ætti ríkið að niður- greiða hómó- patíumeðferð? 1 Dularfullur eigandi að höll útrásarvíkings Glæsihúsið Veiðilækur er ekki lengur í eigu Sigurðar Einarssonar. 2 Barnaverndarnefnd tekur of feit börn af foreldrum Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur beitt sér fimm sinnum á árinu vegna ofþyngdar barna. 3 Skylt að hefja rannsókn á kynþáttaníðinu í Smáralind Björgvin Björgvinsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn um uppákomu í Smáralind. 4 „Ég bara verð að hjálpa henni“ Töframaðurinn Einar Mikael heldur styrktarsýningu fyrir litla hetju. 5 Læknaði sig sjálf Guðrún Erlingsdóttir ákvað að breyta um lífsstíl eftir löng veikindi og mikla lyfjanotkun. 6 Karl: Áttu að leita „allra leiða“ til að endurfjármagna Glitnisbréfin Karl Wernersson bar við minnisleysi við flestum spurningum fyrir dómi í Vafningsmálinu. 7 Sjö sjómanna saknað eftir alvarlegt sjóslys Alvarlegt sjóslys í Norðursjó á miðviku- dagskvöld. Mest lesið á DV.is Heimskur er sá sem hugsar fátt M ig langar í dag að spyrða í eitt tvö ólík mál, annað stórt en hitt smátt. Smámálið lýtur að skemmtilegu uppátæki frægs poppara, sem í áranna rás segist hafa barist fyrir réttindum systra og bræðra. Málið snýst um það að til er nokkuð sem heitir höfundaréttur. En sá réttur er réttur tiltekins höfundar yfir þeim hugverkum sem sannanlega teljast hans eigin verk. Nú er það svo, að við Íslendingar höfum verið innrásarvík­ ingar í þeim skilningi, að við höfum tekið erlend lög – ófrjálsri hendi – og gert við þau íslenska texta. Sjálfur þekki ég þessa hlið vel, þar eð ég hef oftsinnis verið fenginn til að setja ís­ lenska texta við útlensk lög. Ég hef reyndar ávallt gert þá kröfu að útgef­ endur afli leyfa fyrir útgáfunni og hef þannig viljað tryggja hlutdeild mína í téðum verkum. En íslenskir útgefend­ ur hafa ekki sinnt þessu og hafa sagt þetta vera á könnu textahöfunda. Nú gerist það, að frægur íslenskur poppari syngur inn íslenskan texta við erlent lag. Platan er á leið í verslan­ ir. Og þar eð við viljum fara að reglum og viljum ekki láta kæra okkur fyrir brot á höfundarétti, þá er hugað að því hvort útgefandi hafi leyfi fyrir téðri framkvæmd. Í ljós kemur að útgáfu­ fyrirtækið hefur ekki reynt að afla leyfa og þar af leiðandi fær plata popparans ekki að fara í verslanir. Þá gerist það að popparinn grenjar einsog stunginn grís og kallar menn öllum illum nöfn­ um. En hann gleymir því, að hér er verið að standa vörð um rétt höfunda; þann yfirráðarétt sem höfundur hefur yfir hugverkum sínum. „Stöndum saman, bræður“, fær þá skrumskældu merkingu að samstaðan megi aldrei stöðva peningaflæði til þeirra sem þykjast hafa rétt til að skáka í skjóli frægðar og frama. Hér er það kannski ekki heimskan sem ræður för – heldur fullkomið hugsunarleysi. Það mál sem ég vil hér hnýta við er af sama meiði en reyndar öllu alvar­ legra. Nú er salur Alþingis orðinn að spunaverksmiðju sjálfstæðismanna og Framsóknar. Núna skal þæfa mál svo rækilega að hvorki gangi né reki við afgreiðslu mála. Málþóf skal koma í veg fyrir að þjóðin fái nýja stjórnar­ skrá. En þetta er að gerast vegna þess að útvegselítan vill fá að græða á sam­ eiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Málþófi er beitt til að reyna að koma í veg fyrir að útgjöld LÍÚ­mafíunnar aukist í kjölfar samþykktar fjárlaga. Út­ gerðin vill ekki leyfa okkur að skrásetja þá eign sem er og á að vera þjóðareign. Allt snýst þetta um peninga, eignir, græðgi, réttindi og reglur. Og svo er náttúrlega undirliggjandi sú staðreynd að formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að vera við yfirheyrslur vegna vafn­ ingamála. En hann tók svo sannarlega þátt í Ráninu sem sumir kalla hrun. Ekki er einungis um það að ræða að formaður stjórnmálaflokks sé vaðandi með glæpaklíkum í foraði fjársvika­ mála, heldur er þar á ferðinni Bjarni Ben, þingmaður á okkar virðulega Al­ þingi … þar sem bannað er að segja frá málþófi yndislegrar stjórnarandstöðu. En sú yndislega hjörð mun beita öllum tiltækum ráðum til að vernda þann rétt sem sjálftökumenn og framagosar tóku sér í nafni helmingaskipta. Við verðum að hugsa – allavega annað slagið. Gæska virkjar von og þrá er vaknar þjóð í bítið þótt græðgi heilli herra þá sem hugsa alltof lítið. Kjallari Birgitta Jónsdóttir Umræða 31Helgarblað 7.–9. desember 2012 Dæmisaga um þingsköp „Við þingmenn get- um með sanni gert betur en ég held að þeir sem hafa haldið þinginu í gíslingu síendurtekið for- herðist við hvern sigurinn. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.