Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 32
32 Viðtal 7.–9. desember 2012 Helgarblað M ér finnst ósanngjarnt þegar fólk segir að það eigi bara að leyfa henni að fara. Maður sér í aug- unum á Ellu að hún hefur fullan vilja til að lifa. Þetta er bara illgirni. Ég fór gegn vilja þeirra og þau eru reið. Þetta er persónulegt. Þetta var kannski ekki það sem maður hefði viljað fá fyrir 20 milljón- ir en það var ekkert annað í boði. Ég veit aldrei þegar ég vakna hvort barnið mitt sé á lífi. Mér finnst þetta mjög ósann- gjarnar ásakanir því að ég er góð móðir. „Ég er ekkert fullkomin frekar en aðrir foreldrar en mér finnst ég hafa staðið mig ótrúlega vel miðað við hvað ég hef þurft að berjast fyrir. Ekki út af vilja heldur þörf. Ég hef alltaf þurft að berjast síðan að Ella Dís veiktist,“ segir Ragna Erlendsdóttir. Hún situr niðurlút í húsakynnum DV í Tryggvagötu og segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Ragna hefur orðið landsþekkt og líka afar um- deild í baráttu sinni fyrir dóttur sína Ellu Dís. Nú sem endranær stendur hún í ströngu, hún hefur kært Barna- verndarnefnd Reykjavíkur vegna þess að búið er að svipta hana um- sjón yfir tveimur af þremur dætrum sínum, 3 og 9 ára systrum Ellu Dísar. Stúlkurnar eru vistaðar hjá ættingj- um þar til niðurstaða fæst í málinu en það verður tekið fyrir í héraðs- dómi í næstu viku. Gjaldþrota og heimilislaus Barnaverndarnefnd telur Rögnu vanrækja hinar dætur sínar vegna Ellu Dísar, vera langþreytta og vilja þess vegna að börnin séu vistuð annars staðar en hjá móður sinni. Þau segja rótleysi og ferðalög hafa einkennt líf þeirra og þær þurfi stöð- ugleika. Þessu mótmælir Ragna og berst fyrir dætrunum fyrir dómi. Hún segist hafa gert sitt besta til þess að sjá um þær allar en eðlilega hafi mestur tími farið í Ellu þar sem hún hafi verið veik. Nú sé komin greining og þær geti í kjölfarið haldið áfram sínu lífi. Í dag er Ragna gjaldþrota, býr hjá ömmu sinni og afa og hefur ekki for- ræði yfir tveimur dætrum sínum og ein þeirra býr á spítala. Hún segist þrátt fyrir það hafa öðlast von, Ella sé komin með greiningu á veikind- um sínum og fái hún dæturnar aft- ur þá trúi hún því að þær geti haf- ið nýja framtíð. En til þess segist hún þurfa hjálp. „Ég get ekki feng- ið íbúð. Ég er ekki með meðmæli og ég á ekki pening fyrir tryggingu. Þær íbúðir sem mér hafa boðist hafa ekki hentað fyrir Ellu Dís,“ segir hún. „Ég þarf hjálp frá yfirvöldum til þess að geta byrjað upp á nýtt. Ella er kom- in með greiningu og ef ég fæ íbúð og allt kemst í lag ef við fáum að vera saman. Ella fær að fara í skóla og stelpurnar fá að búa hjá mér. Mig vantar íbúð, mig vantar að fá gáminn minn með búslóðinni okkar og hjálp við að byrja upp á nýtt.“ „Þetta er bara illgirni“ Síðastliðið ár hefur verið erfitt að sögn Rögnu, „það erfiðasta síðan þetta byrjaði,“ eins og hún orðar þar. Í byrjun árs fékk dóttir hennar, Ella Dís 6 ára, loks langþráða greiningu á óútskýrðum veikindum sem höfðu hrjáð hana frá 18 mánaða aldri og lamað líkama hennar. Grein- ingin kom í kjölfar þess að Ragna fór með Ellu út til Bretlands gegn vilja íslenskra lækna. Á sama tíma og Ragna fagnaði greiningunni þá fór í gang mál gegn henni hjá bresk- um barnaverndaryfirvöldum en Ella var vistuð á breskri sjúkrastofnun og Ragna svipt forræði yfir henni að hluta til og fékk einungis að hitta hana undir eftirliti. Á svipuðum tíma fór barnsfaðir hennar með hinar Undanfarið ár hefur verið erfitt í lífi Rögnu Erlendsdóttir. Í byrjun árs fékk dóttir hennar, Ella Dís, loks greiningu á óútskýrðum veikindum sínum. Í kjölfarið lenti hún í deilu við bresk barnaverndaryfirvöld um forræði yfir Ellu sem lauk með því að hún fékk að fara aftur heim til Íslands í ágúst. Nú berst Ragna fyrir hinum dætrum sínum tveimur en hún hefur verið svipt umsjón yfir þeim. Hún er búin að kæra Barnaverndarnefnd og vonast til þess að fjölskyldan fái að sam- einast á ný. Sjálf er hún heimilislaus og gjaldþrota en vill fá hjálp frá yfirvöldum til þess að geta byrjað upp á nýtt. „ÞETTA ER MARTRÖГ Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.