Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 49
Jólalög 49Helgarblað 7.–9. desember 2012
Einmana á jólanótt – Flytjandi
Diddú
„Hrikalega melankólískt lag en skefur
ekkert utan af sannleikanum. Jólin eru
hræðileg fyrir marga. „Verð alltaf pínu
döpur þegar ég heyri þetta lag. Samt
ofsalega fallegt lag. Skrýtin blanda.“
Það er eitthvað inní
strompnum
– Flytjandi Edda
Heiðrún Back-
man
„Kemur mér alltaf
í gott skap og límist
sérstaklega fast. Alltaf
spilað á aðfangadag.“
Heims um ból
„Hátíðlegasta lagið. Alveg sama á
hvaða tungumál það er sungið. Það
þekkja það allir. Fjandans. Nú er það
fast á heilanum á mér.“
Svona eru jólin - Flytjendur
Björgvin Halldórsson og Eyjólfur
Kristjánsson
„Tengist æskunni.“
Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla
– Flytjandi Þrjú á palli
„Kitlandi krúttlegt lag og ramm-
íslenskt auk þess sem talkaflar Eddu
Þórarinsdóttur eru uppspretta enda-
lausrar gleði.“
Hátíð var í bæ – Flytjendur
Haukur Morthens og aðrir
„Kemur mér alltaf í gott skap, jóla-
skap.“
Ljósin heima – Flytjendur Páll
Óskar og Monika
„Ótrúlega fallegt og angurvært lag
sem vekur upp hugsanir um baðstof-
ur og fátækt en líka jólafrið og feg-
urð.“
Jól alla daga –
Flytjandi Eiríkur
Hauksson
„Stuðlag flutt af
frábærum söngv-
ara. Kemur mér
alltaf í gott jólaskap.“
Ein handa þér
- Flytjandi Stefán Hilmarsson
„Alveg yndislegt og textinn í laginu er
svo fallegur. Algjör unaður jóladisk-
urinn hans Stebba.“
Annar í jólum
– Flytjandi Baggalútur
„Stórkostleg úttekt á sígildu íslensku
jólaboði „… organdi smá-
krakkar ærðir af
sykri, unglingar
fýldir með gos …““
Sagan af Jesús
- Flytjandi
Baggalútur
„Snillingarn-
ir í Baggalúti koma
manni klárlega í rétta fíl-
inginn. Drengirnir birtast ljóslifandi
vatnsgreiddir og íklæddir kirtlum!
Ekki ósvipað gömlum Biblíumynd-
um …“
Jólastund – Flytjandi Stuð-
kompaníið
„Tímalaus snilld með Kalla Ö. upp á
sitt allra besta. Líka svo flottar tromm-
ur í laginu.“
Þorláksmessukvöld – Flytjendur
Ragnhildur Gísladóttir og aðrir
„Ultimate jólalagið. Þessi gömlu góðu
eru haldin svo miklum töfraljóma. Fal-
lega útsett. Mann langar bara í heitt
kakó og samverustundir með þeim
sem maður elskar.“
Rokkað í kringum jólatréð
– Flytjandi Laddi
„Ákveðin nostalgía í þessu lagi.
Dansaði af mér rassgatið í gamla
daga.“
Jólafeitabolla – Flytjendur Morðingj-
arnir
„Jólin snúast um að vera feitur. Setning
eins og „ég trúi ekki á jesú en ég trúi á
laufabrauð“ er góð lýsing á Íslending-
um. Textagerð Hauks Viðars er stund-
um svo fáránlega vel heppnuð.“
Rokkum rykið af jólunum
– Flytjandi Kósý
„Þetta lag nær grínstressinu fullkom-
lega. Skyndilega róast allt og jólaleg-
asta setning fyrr og síðar hljómar:
„Komið er að sturtutíma og allir bíða í
röð því að stóra systir er að raka lapp-
irnar.“ Mæli reyndar með allri
jólaplötunni Kósý jól.“
Af álfum – Flytj-
andi Frostrósir
„Lag sem ég get
hlustað á allan
ársins hring. Það er
svo mikil von í því,
myndrænn texti, flott-
ar hljómahreyfingar og
skemmtileg uppbygging. Ef ég
hlusta á það í iPod þegar ég er úti að
labba er ég farin að dansa og hlaupa
um göturnar áður en ég veit af.“
indiana@dv.is
ÁLITSGJAFAR:
Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og heyrt
Brynhildur Björnsdóttir fjölmiðlakona
Daníel Óliver tónlistarmaður
Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður
Hafdís Heiðarsdóttir hönnuður
Harpa Dögg Hjarðar markaðsfulltrúi
Íris Pétursdóttir blaðamaður Séð og heyrt
Katrín Bessadóttir fjölmiðlakona
Kidda Svarfdal fjölmiðlakona
Lilja Katrín Gunnarsdóttir kynningarstjóri
Lilja Ingibjargardóttir fyrirsæta
Margrét Erla Maack fjölmiðlakona
Máni Pétursson fjölmiðlamaður
Móbus Guðrún Bernharðs Roller Derby
díva, vélstjórnarnemi og drag-kóngur
Pétur Örn Guðmundsson tónlistar-
maður
Svenni Þór söngvari
Unnur Birna Björnsdóttir tónlistarmaður
Valur Hvanndal tónlistarmaður
Védís Vantída Guðmundsdóttir tónlistar kona
Þóra Sigurðardóttir fjölmiðlakona
Þórunn Högnadóttir ritstjóri Home Nude
Örn Úlfar Sævarsson spurningahöfundur
„UNDURFAGURT OG JÓLALEGT“
n DV leitaði til rúmlega 20 álitsgjafa í leitinni að besta íslenska jólalaginu n Ef ég nenni með Helga Björnssyni ótvíræður sigurvegari kosninganna
9–13 Jólasveinar
ganga um gólf
n Ýmsir flytjendur
„Sennilega fyrsta jólalagið sem maður lærir,
gleymist aldrei. Textinn er til í ýmsum útgáf-
um þar sem ýmist er sungið um gilda stafi,
gyllta stafi, könnur sem standa upp á stól eða
að standa upp á hól og kanna. Flenging með
vendi er þó það sem flestar útgáfurnar eiga
sameiginlegt. Barn síns tíma og jólalegheitin
leka af því. Einfalt og ánægjulega drungalegt
frá þeim tíma er langir vetur og myrk veður
höfðu áhrif á nær allt sem Íslendingar gerðu í
skapandi verkum.“
„Á topplistanum vegna þess að ég lærði að
syngja það í kór.“
9–13 Hátíðarskap
n Flytjandi Helga Möller
„Þessi plata var alltaf spiluð undir
jólamatnum þegar ég var krakki. Öll lögin
á henni koma mér í frábært jólaskap.“
„Algjör klassík! Jólaröddin sjálf, Helga
Möller, kemur manni klárlega í hátíðar-
skap með þessu lagi sem í mínum huga er
algjör nostalgía.“
9–13 Er líða fer að jólum
n Flytjandi Ragnar Bjarnason
„Undurfagurt lag og textinn ekki síðri, um
drungann í desember, myrkrið og einmana-
leikann sem víkur fyrir kertaljósunum og
jólaandanum. Kemur út á mér tárum og jóla-
skapi í einu.“
„Stórkostlega vel samið og flutt jólalag, í raun
ætti þetta lag skilið að vera alþjóðlegur hittari.“
9–13 Handa þér
n Flytjendur Gunni Óla og Einar ágúst
„Æ svona smá rómó jólalag. Hann berst
um í Kringlunni í leit að jólagjöf fyrir
ástina sína, hugsandi um hve jólin verða
unaðsleg hjá þeim. Ókei, pínu væmin og
kommon, það eru jól! Það má.“
„Hrikalega týpískt og ástarvellulegt en nær
alltaf að verða til þess að ég „brest í söng“
í bílnum og yfirleitt fylgir táraflóð fast á
eftir!“
Þau voru líka nefnd:
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
BOLTAR
FRÁ 1.990 kr.
HANDBOLTAR,
KÖRFUBOLTAR,
FÓTBOLTAR.