Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Page 6
6 | Fréttir 26. júlí 2011 Þriðjudagur Davíð Oddsson er launahæsti fjölmiðlamaðurinn annað árið í röð: Davíð með fjórar milljónir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgun- blaðsins, var með 3,9 milljónir króna í laun á mánuði árið 2010, sam- kvæmt álagningarskrá ríkisskatt- stjóra sem gerð var opinber á mánu- dag. Þetta er sama upphæð og Davíð var með árið 2009. Davíð er launa- hæsti fjölmiðlamaðurinn. Ætla má að stór hluti af þessum launum séu eftirlaun sem Davíð þiggur en hann gegndi meðal ann- ars embætti forsætisráðherra og seðlabankastjóra eins og frægt er orðið. Til samanburðar má geta þess að kollegi hans á Morgunblaðinu, ritstjórinn Haraldur Johannessen, er með 1.434 þúsund krónur í mánað- arlaun. Helgi Seljan, sjónvarpsmað- ur í Kastljósinu, var annar á listan- um í fyrra með 1.223 þúsund krón- ur á mánuði. Árið 2010 var Helgi hins vegar með 868 þúsund krónur á mánuði, en hann hefur stundað sjó- mennsku samhliða störfum sínum fyrir Sjónvarpið. Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Vefpressunnar sem meðal annars á Pressuna, var með 805 þúsund krón- ur á mánuði árið 2010. Árið á undan var Björn Ingi með mun hærri laun, eða 1.885 þúsund krónur. Steingrím- ur Sævarr Ólafsson, fréttastjóri Press- unnar, var með litlu minna en Björn Ingi í laun í fyrra, eða 758 þúsund krónur. Reynir Traustason, annar rit- stjóra DV, var með 913 þúsund krón- ur á mánuði árið 2010 á meðan Jón Trausti Reynisson, sem einnig er rit- stjóri DV, var með 816 þúsund krónur á mánuði. Af öðrum fjölmiðlamönnum má nefna Pál Magnússon útvarps- stjóra með 1.109 þúsund krónur á mánuði, Ólaf Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins, með 1.415 þús- und krónur og Jón Kaldal, ritstjóra Fréttatímans, sem var í öðru sæti á listanum yfir fjölmiðlamenn. Hann var með 1.650 þúsund krón- ur í laun á mánuði. Hefur það huggulegt Davíð Oddsson hefur það gott í ritstjóra stóli Morgunblaðsins með tæpar fjórar milljónir á mánuði. Brotinn og blóðugur eftir strákúst Ósætti ölvaðra manna leiddi til þess að annar sló hinn með strákústi eitt högg í höfuð og annað í hönd. Atvik- ið átti sér stað á Selfossi aðfaranótt laugardags. Fórnarlamb árásarinnar hlaut skurð á höfði sem sauma þurfti saman. Auk þess brotnaði bein í framhandlegg mannsins. Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur fram að sá brotni hafi verið búinn að taka í sína vörslu tölvur og annan búnað þess sem sló með fyrrgreindum af- leiðingum. Lögreglan á Selfossi stöðvaði þrettán ökumenn fyrir of hraðan akstur í liðinni viku. Karlmaður á sextugsaldri ók hraðast en bifreið hans mældist á 139 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kíló- metrar á klukkustund. Verður hann vart talinn góð fyrirmynd yngri öku- manna í umferðinni. Sofnaði undir stýri og ók á Ungur ökumaður sofnaði undir stýri á Ísafirði um helgina. Bíllinn hafnaði á húsi Orkubús Vestfjarða á Ísafirði en ökumanninn og farþega bílsins sakaði ekki. Að sögn Önundar Jóns- sonar, yfirlögregluþjóns lögreglunn- ar á Vestfjörðum, sagðist ökumaður- inn hafa sofnað undir stýri. Kannaði lögreglan hvort áfengi eða önnur vímuefni hefðu komið við sögu. Frá þessu var greint á vef ísfirska frétta- miðilsins Bæjarins besta en þar segir að ökumaðurinn og farþegar bílsins hafi sloppið með skrámur. S igmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins, er langríkasti nú- verandi þingmaður Íslands samkvæmt upplýsingum um opinber gjöld einstaklinga á Íslandi sem gerð voru opinber á mánudag- inn. Hrein peningaleg eign Sigmund- ar Davíðs sem einstaklings nemur 600 milljónum en eign hans og eiginkonu hans, Önnu Kristínar Pálsdóttur, nem- ur samtals rúmum 1.150 milljónum króna. Næstefnaðasti þingmaðurinn þar á eftir er Álfheiður Ingadóttir, þingkona Vinstri grænna, en peningaleg eign hennar er skráð sem nærri 108 millj- ónir króna. Þar á eftir koma þeir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, með tæpar 99 milljónir í hreina eign, og Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, með rúmlega 95 milljóna eign. Einungis einn ann- ar núverandi þingmaður kemst á lista yfir þá sem greiða auðlegðarskatt – skatt sem lagður er á eignir sem nema 75 milljónum krónum eða meira – en það er er Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem á eignir upp á rúmar 80 milljónir króna. Auðgaðist á sölu Toyota Auðlegð Sigmundar Davíðs og Önnu Kristínar Pálsdóttur er þannig tilkom- inn að faðir Önnu, Páll Samúelsson, er sterkefnaður og eru peningar þeirra hjóna því að öllum líkindum á end- anum komnir frá honum, sama með hvaða hætti það er. Hugsanlegt er að um sé að ræða fyrirframgreiddan arf frá Páli til Önnu en slíkt er stundum gert þegar börn sterkefnaðra einstak- linga eiga í hlut. Hugsanlegt er að Anna hafi feng- ið arfinn í kjölfar þess að Páll, fað- ir Önnu, seldi Toyota-umboðið á Ís- landi til Magnúsar Kristinssonar fyrir um sjö milljarða króna árið 2005. Ekki er ólíklegt að Páll hafi skipt peningun- um sem hann fékk fyrir söluna á To- yota-umboðinu á milli barna sinna, en bróðir Önnu, Bogi Pálsson, var nokkuð stórtækur á hlutabréfamark- aðnum á Íslandi á árunum fyrir efna- hagshrunið 2008 og var álitinn einn af auðmönnum Íslands. Margir fyrrverandi þingmenn á listanum Auk núverandi þingmanna eru marg- ir fyrrverandi þingmenn sem greiða auðlegðarskatt. Meðal þeirra má nefna Sólveigu Pétursdóttur, fyrr- verandi ráðherra og eiginkonu Krist- ins Björnssonar fjárfestis, Ingibjörgu Pálmadóttur, fyrrverandi ráðherra, Hjörleif Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, og Guðrúnu Agnarsdóttur, fyrrverandi þingmann. Þá eru Davíð Oddsson, núver- andi ritstjóri Morgunblaðsins og fyrr- verandi forsætisráðherra, og Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, það einnig. Davíð á tæplega 200 millj- ónir króna, ásamt eiginkonu sinni, og Björn er skráður fyrir tæpum 138 milljónum króna. Geir H. Haarde, arftaki Davíðs á formannsstóli Sjálf- stæðisflokksins, er skráður fyrir rúm- um 140 milljónum króna ásamt konu sinni. Geir mun meðal annars hafa auðgast nokkuð vegna íbúða í Reykja- vík sem hann fékk í arf og seldi á sín- um tíma, samkvæmt heimildum DV. Sigmundur auðugastur n Eiginkona Sigmundar Davíðs á sterkefnaðan föður n Faðir hennar seldi Toyota-um- boðið á sjö milljarða n Margir núverandi og fyrrverandi þingmenn greiða auðlegðarskatt „Hugsan- legt er að Anna hafi feng- ið arfinn í kjölfar þess að Páll, fað- ir hennar, seldi Toyota-umboðið á Íslandi. Næstríkust Álfheiður Ingadóttir í Vinstri-grænum er næstríkasti núverandi þingmaðurinn. Vel giftur Sigmundur Davíð er afar vel giftur, eins og sagt er, en Anna Pálsdóttir, eiginkona hans, á sterkefnaðan föður, Pál Samúelsson í Toyota. Ætla má að eignir þeirra hjóna séu komnar frá honum enda seldi hann Toyota-umboðið fyrir um 7 milljarða árið 2005. Eldsupptök óljós Eldsupptök í Eden í Hveragerði eru ókunn og stendur rannsókn lögreglu enn yfir, samkvæmt tilkynningu sem lögregla sendi frá sér á mánudag. Lögreglan á Selfossi og tæknideild lögreglunnar vinna að rannsókninni ásamt sérfræðingum í rafmagns- bruna. Lögregla lauk störfum á vett- vangi á mánudag. Úrvinnsla úr þeim gögnum og munum sem teknir voru af vettvangi tekur nú við og lög- regla segir að það muni taka tíma að vinna úr þeim, því er frekari upplýs- inga ekki að vænta á næstunni. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@dv.is Skattar 2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.