Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 52
52 | Fólk 26. júlí 2011 Þriðjudagur Missti vinkonu „Þetta verður dansiball. Menn ætlar að dansa úr sér hroll- inn eftir alla þessa vinnu,“ seg- ir Lýður Árnason stjórnlaga- ráðsmeðlimur. Lýður ætlar að slá upp heljarinnar veislu og bjóða félögum sínum úr stjórn- lagaráðinu sem er nú á síðustu metrunum með frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá. Ráðið, sem er skipað 25 manns, hóf störf þann 6. apríl. „Það er ekki alveg búið að negla hvort það verði fimmtu- dagurinn eða föstudagurinn,“ heldur Lýður áfram en veður- far gæti haft áhrif á veisluna. „Þetta átti að vera garðpartí en nú er veðurspáin slæm þannig að það getur verið að við förum inn í sal.“ Lýður segir ráðsliðum ekki veita af smá upplyftingu en þeir munu að mestu sjá um spila- mennskuna líka. „Þorvaldur Gylfason verður á harmonikk- unni, ætli ég spili ekki á slag- gígju og Andrés Magnússon líka. Ég geri svo ráð fyrir því að séra Örn Bárður Jónsson verði forsöngvari og að Katr- ín Oddsdóttir spili á gítlu. Við þetta bætist svo Friðrik Atl- ason sem var í hljómsveit- inni Örkuml en hann spilar á bassagítar.“ Ekki má gleyma einum helsta skemmtikrafti þjóðarinnar, Ómari Ragnars- syni, en það má fastlega gera ráð fyrir því að hann láti líka til sín taka. Lýður segir nokkuð tví- sýnt með hvernig stemningin í partíinu verði. „Þetta er mjög krítískur tími hjá ráðinu. Við erum að semja um síðustu at- riðin sem út af borðinu standa. Ef það gengur upp þá verður þetta örugglega friðarins partí, ef ekki þá verða þetta slags- mál,“ segir Lýður léttur. Hingað til hefur starfið í stjórnlagaráði gengið vel að mati Lýðs. „Það hefur gengið mjög vel í heildina. Ég neita því þó ekki að menn hafa tek- ist á en hingað til í bróðerni.“ Lýður segir þó erfitt að meta það strax hvernig hafi til tek- ist. „Samstarfið hefur gengið vel en það er svo spurning um hversu mikið af þessari vinnu skilar sér í gegn og til þjóðar- innar.“ Þegar starfi ráðsins er svo lokið mun Lýður snúa aftur til sinna hefðbundnu starfa en hann er læknir og kvikmynda- gerðarmaður. „Ég byrja í kvik- myndunum en ég reikna með því að fara að krukka í fólk aft- ur þegar það tekur að hausta.“ asgeir@dv.is Saman í partíi Kærustuparið fyrrverandi Sveinn Andri Sveinsson og Kristrún Ösp Barkardóttir mætti í opnunarpartí kven- fataverslunarinnar Ellu um helgina. Verslunin er hugarfóst- ur Elínrósar Líndal sem selur þar hönnun sína undir nafninu Ella. Sveinn Andri og Kristrún Ösp mættu þó ekki saman til gleðskaparins en virtust bæði skemmta sér vel. Kristrún var klædd í fallegan og dömulegan aðsniðinn kjól með hárið upp- sett en Sveinn Andri var sumar- legur í hvítum buxum. Frægir sýna Noregi stuðning Íslendingar hafa sýnt Norð- mönnum stuðning eftir hryðjuverkaárásirnar sem gerðar voru í landinu fyrir helgi með því að setja norska fánann í prófílmyndir sínar á samskiptasíðunni Facebook. Meðal þeirra sem sýnt hafa Norðmönnum stuðning á þann hátt eru söng- og leik- konan Selma Björnsdóttir, tónlistarkonan Vera Sölvadóttir, leikarinn Ævar Þór Benedikts- son og út- varps- og söngkon- an Heiða Ólafs. Einar Ágúst á topp þremur Logi Geirsson handboltakappi er bjartsýnn og brosir framan í heiminn þrátt fyrir að hafa nýlega slasað sig í alvarlegu mótorkrossslysi. „Mættur við skrifborðið á fallegum mánu- degi;) Allt eins og það á að vera, egg og hafragrautur ala IEV í morgunmat,“ skrifaði hann á Facebook-síðuna sína á mánu- dag. Þegar fyrrverandi vinnu- félagi hans, tónlistarmaður- inn Einar Ágúst, byrjar að gera grín að stöðuuppfærslunni var Logi fljótur að svara. „Ég sakna þín nú bara helling, Topp 3 skemmtilegasti vinnufélagi sem ég hef átt ;)“ „Við vorum vinkonur,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir sem var í sama vinahóp og söngkon- an heimsfræga Amy Wine- house sem lést á laugardag. „Ég kynntist henni í gegnum sameiginlega vinkonu fyr- ir rétt rúmum 9 árum, þegar ég flutti til London. Við vor- um í svona sama vinahóp og vorum bara ágætis vinkonur,“ segir Þórunn sem hafði oft farið í heimsókn til vinkonu sinnar. „Við vorum ekki bún- ar að vera mjög nánar eftir að ég flutti heim,“ segir Þórunn sem segir það hafa verið mik- ið áfall að heyra af fráfalli vin- konu sinnar. „Ég var ekki búinn að vera í miklu sambandi við hana eftir að ég flutti heim en hún var bara svona partur af til- verunni þegar ég bjó í Lond- on,“ útskýrir Þórunn sem seg- ist einnig hafa fundist skrýtið að frétta af fráfalli Winehouse í heimspressunni. Fréttir um fráfall Winehouse fóru eins og eldur í sinu um netið og var búið að skrifa um andlátið í fjölmiðlum beggja vegna Atl- antshafs aðeins klukkustund- um eftir að lík hennar fannst. Síðustu orð Winehouse við fjölskylduna sína voru: „Ég elska þig mamma.“ Söng- konan hafði undanfarið reynt að sigrast á áfengis- og eitur- lyfjafíkn sinni. Winehouse var aðeins 27 ára þegar hún lést á laugardag en lífvörður hennar fann lík hennar í íbúð hennar í London. „Ég náttúrulega þekkti hana áður en hún varð svona rosalega fræg og við vinkon- urnar, sem við áttum sameig- inlega, fannst alltaf rosalega skondið að sjá til dæmis Amy Winehouse hárkollur í grímu- fatabúðum úti eftir að hún varð fræg,“ segir Þórunn sem segir kærleik alltaf hafa ríkt á milli þeirra. „Hún var bara partur af vinahópnum og ég hef ekkert nema fallega hluti um hana að segja.“ Stjórnlagaráð Það má búast við miklu stuði í veislunni. Þorvaldur Gylfa á harmonikkuna n Lýður Árnason heldur stjórnlagaráðspartí n Ráðsliðar leika á hin ýmsu hljóðfæri n „Þetta verður dansiball“ n Veður ógnar garðpartíinu Lýður Árnason Segir lokasprett- inn í vinnu ráðsins skera úr um stemninguna. Mynd StjoRnLagaRad.iS Þorvaldur gylfason Grípur í harmonikkuna í stjórnlagaráðspartíinu. n Þórunn antonía kynntist amy Winehouse áður en hún varð fræg Kynntist amy í London Þór- unn Antonía kynntist Amy í gegnum sameiginlega vinkonu.ondon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.