Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 6
„Það á ekki af mér að ganga. Hann verður sá fjórði sem ég þarf að bera til grafar núna af okkar nánustu,“ segir Helgi Helgason, bróðir Ólafs Donalds Helgasonar sem fyrr í sum- ar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa valdið dauða eiginkonu sinn- ar, Hallgerðar Valsdóttur. Rannsókn leiddi þó fljótlega í ljós að svo var ekki og var hann hreinsaður af öll- um grun. Ólafur var engu að síður bugaður af sorg vegna skyndilegs fráfalls Hallgerðar og þær skelfi- legu ásakanir sem hann hafði setið undir voru ekki til að bæta andlega líðan hans. Ólafur lést aðfaranótt mánudags, þann 25. júlí. Lífsneistinn var slokknaður Ólafur var kominn á áfangaheimilið Vin þar sem hann reyndi að koma lífi sínu í réttar skorður, en að sögn Helga var lífsneistinn slokknaður. „Ég var að reyna að peppa hann í að reyna að finna einhvern tilgang og að komast í gegnum þetta.“ Helgi segir það í raun ekki vit- að hvernig Ólafur dó, en hann var orðinn veikur og þróttlítill og hugs- anlegt er að hjartað hafi gefið sig. Engin merki eru um hann hafi svipt sig lífi. Áfallið sem hann varð fyrir í kjölfar andláts Hallgerðar og hand- tökunnar hafði hins vegar mikil áhrif á líkamlega heilsu hans. „Ég held að það hafi verið honum þungbærast að missa Hall- gerði því þetta var fyrsta sambandið hans í mörg, mörg ár. Þau voru alltaf saman, öllum stundum, alveg sama hvert þó fóru eða hvað þau gerðu.“ Helgi segir Ólaf og Hallgerði hafa verið áberandi hamingjusöm. „Ég held að hann hafi bara misst lífsvilj- ann,“ segir Helgi sem telur bróður sinn ekki hafa getað hugsað sér að lifa án Hallgerðar. Hjarta hans hafi einfaldlega brostið. Hristi hausinn yfir lögreglunni Ólafur treysti sér ekki sjálfur til að koma fram í fjölmiðlum eftir að hann var látinn laus og hreinsað- ur af öllum ásökunum. Helgi steig hins vegar fram og sagði sögu bróð- ur síns til að hreinsa mannorð hans. Í samtali við DV í júní sagði Helgi að bróðir hans hefði sem betur fer ekki fylgst mikið með fréttaflutningi af málinu. Fjölskyldan hefði ráðlagt honum það. Strax eftir að Ólafur losnaði úr gæsluvarðhaldi fór hann í meðferð á Vogi vegna misnotkun- ar á lyfjum og hafði, að sögn Helga, ekki þrek eða heilsu til að vera við útför Hallgerðar sem fór fram frá Bjarnarneskirkju þann 31. maí. Hann fékk því aldrei tækifæri til að kveðja eiginkonu sína almennilega. Þrátt fyrir allar þær raunir sem Ólafur gekk í gegnum segir Helgi hann aldrei hafa minnst á að hann væri ósáttur við vinnubrögð lögregl- unnar. „Hann hristi auðvitað haus- inn yfir þeim og þessir rannsókn- arlögreglumenn sem sáu um hans mál höfðu aldrei trú á því að hann væri sekur, var mér tjáð um daginn. Þrátt fyrir að þessi ferill hefði farið svona í gang,“ segir Helgi. Þurfti að undirbúa útför sonar síns Ólafur kom að eiginkonu sinni líf- vana inni á baðherbergi á heimili þeirra hjóna og hringdi strax eft- ir aðstoð. Helgi fór með Ólafi nið- ur á spítala og þeir höfðu verið þar í rúmlega klukkutíma þegar lög- reglan kom. „Mér var bara vikið til hliðar og eiginlega hent út,“ seg- ir Helgi. Hann beið dágóða stund á meðan lögreglan ræddi við Ólaf en það hvarflaði ekki að honum hvað væri í raun og veru að gerast. Helgi varð þó að yfirgefa sjúkrahús- ið áður en í ljós kom að bróðir hans yrði færður í gæsluvarðhald. Sonur hans var nýlátinn og hann varð að halda áfram að undirbúa útför hans sem átti að fara fram daginn eft- ir. En hvert áfallið rak annað. Þeg- ar Helgi hafði ekki heyrt frá bróður sínum mörgum klukkutímum síðar fóru að renna á hann tvær grímur. Um kvöldmatarleytið sá hann það í fréttamiðli á netinu að Ólafur bróð- ir hans hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Hann var hrókur alls fagnaðar“ Helgi segir fjölskylduna ekki bera neinn kala til lögreglunnar. Það hafi örlað á því í fyrstu, en annars hafi það ekki verið rætt. „Þetta fór bara eins og það fór,“ segir Helgi og greina má bresti í rödd hans. Fráfall Ólafs er honum mikið áfall. Það var sérstakur þráður á milli þeirra og þeir voru ávallt til staðar hvor fyrir annan. Bæði fjölskylda og vinir syrgja Ólaf. „Hann var mjög vinamargur og virkilega góður drengur, hann Óli. Hann var mjög vinsæll með- al allra sem kynntust honum og þekktu hann. Hann var hrókur alls fagnaðar og elskaður af öllum.“ 6 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is www.markisur.com Veðrið verður ekkert vandamál. Dalbraut 3, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar Viltu skjól á veröndina? Eigum við ekki að hætta þessari þrjósku. „Ég held að það hafi verið honum þungbærast að missa Hallgerði því þetta var fyrsta sambandið hans í mörg, mörg ár. Ólafur Donald Helgason Fæddur 6. apríl 1950 Dáinn 25. júlí 2011 Hallgerður Valsdóttir Fædd 15. nóvember 1967 Dáin 20. maí 2011 Ábyrgðir felldar niður: Þurfa að greiða millj- ónir til baka Annar dómur féll á miðvikudag- inn í máli þrotabús Kaupþings banka gegn fyrrverandi starfsmönn- um. Málið snýr að persónulegum ábyrgðum á bak við lánveitingar til hlutabréfakaupa í bankanum sem voru felldar niður af Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings. Ábyrgðirnar voru felldar niður fjórum dögum áður en ís- lenska ríkið þjóðnýtti Glitni. Tveir dómar féllu á miðvikudag- inn í Héraðsdómi Reykjaness sem dæmdu tvo fyrrverandi starfsmenn til greiðslu á lánunum sem persónu- legar ábyrgðir voru að baki. Í um- ræddum dómum voru starfsmenn- irnir dæmdir til að greiða til baka rúmlega sex milljónir króna hvor. Í maí féllu tveir dómar í Héraðsdómi Reykjavíkur með sömu niðurstöðu. Í þeim var aftur á móti um mun hærri fjárhæðir að ræða, 27 milljónir í öðru málinu og tæpar 642 milljónir í hinu málinu. Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Helga Þórs Bergs, sem dæmdur var til greiðslu á 642 millj- ónum staðfesti í samtali við DV að málinu hefði verið áfrýjað til Hæsta- réttar. Ekki er ljóst hvenær málið verður tekið fyrir en búist er við að nokkur bið verði á því. Það mun ráð- ast af tvennu, vinnuálagi Hæstarétt- ar og framgangi Landsdómsmálsins svokallaða, sem mun taka tíma frá dómurum Hæstaréttar. Ljóst er að falli dómar í Hæsta- rétti á sama veg og í héraðsdómi munu tugir fyrrverandi starfsmanna Kaupþings þurfa að greiða til baka háar fjárhæðir til slitastjórnar bank- ans. Búið er að semja um greiðsl- urnar í sumum tilvikum. Bankinn lánaði á sínum tíma um 32 milljarða til starfsmanna til hlutabréfakaupa í bankanum, þar af voru um 15 millj- arðar veittir að láni með persónuleg- um ábyrgðum að baki. Stærsti hluti þessara lánveitinga var til lykilstjór- nenda í bankanum. gudni@dv.is n Ólafur Donald Helgason er látinn n Sat í varðhaldi grunaður um að hafa veitt eiginkonunni banvæna áverka n Fjölskyldan ber ekki kala til lögreglunnar Lést eftir fráfaLL eiginkonu sinnar Mikið áfall Helgi Helgason segir sérstakan þráð hafa verð á milli sín og Ólafs. Þeir hafi ávallt verið til staðar hvor fyrir annan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.