Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Side 8
8 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað Allir skattgreiðendur á aldrinum 17 til 70 ára þurfa að greiða 8.700 krón- ur í nefskatt sem rennur til Fram- kvæmdasjóðs aldraðra. Þetta gjald kemur fram á álagningarseðlinum sem landsmenn fengu sendan fyrr í þessari viku frá skattayfirvöldum. Engu skiptir hvort skattgreiðendur séu með 200 þúsund krónur í mán- aðarlaun eða tvær milljónir, allir greiða sömu upphæðina. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur sinnt ýmsum verkefnum í gegnum tíðina til uppbyggingar og eflingar öldrunarþjónustu um land allt eins og segir í lögum um sjóð- inn. Hlutverki sjóðsins var breytt til bráðabirgða í janúar á þessu ári þegar honum var gefin heimild til að standa straum af rekstrarkostn- aði hjúkrunarrýma fyrir aldraða rekstrar árin 2011, 2012 og 2013. Í ár er um er að ræða 450 milljóna króna kostnað sem áður var fjármagnaður af ríkissjóði. Á árunum 2000 til 2010 er það Hrafnista í Reykjavík sem hefur feng- ið mest greitt út úr sjóðnum eða rétt rúman milljarð króna eftir því sem fram kemur í skýrslu um málefni sjóðsins frá því í júlí 2010. Samtals voru úthlutanir á tímabilinu rúmlega 8,2 milljarðar króna. Aðrir styrkir, sem ekki eru nánar tilgreindir námu um 227 milljónum króna. Frægt varð þegar Siv Friðleifsdóttir, þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra lét greiða fyrir prentun og dreifingu bæklingsins Ný sýn - Nýjar áherslur úr sjóðnum. Um var að ræða kynn- ingarbækling á framtíðarsýn hennar um málefni aldraðra. Í maí á þessu ári var búið að út- hluta 324 milljónum króna úr sjóðn- um. Þar bar hæst framlag til hjúkr- unarheimilisins Sjálands í Garðabæ sem nam tæpum 110 milljónum króna. Hjúkrunar- og dvalarheimil- ið Lundur á Hellu fékk framlag upp á 88,5 milljónir úr sjóðnum á sama tíma. gudni@dv.is Skatturinn innheimtir í Framkvæmdasjóð aldraðra: Allir greiða til aldraðra Hrafnista fær mest Hrafnista í Reykjavík hefur fengið rúman milljarð úr Framkvæmda- sjóði aldraðra á undanförnum árum. Líkamsárás í Breiðholti: Vann í spila- kassa og lam- inn í kjölfarið Maður með hanakamb gekk í skrokk á 63 ára gömlum manni á göngustíg við Hólabrekkuskóla í Suðurhólum á miðvikudagskvöld. Lögreglu barst tilkynning um málið klukkan 21.05. Árásarmaðurinn vissi af því að fórn- arlambið hafði unnið stóra fjárhæð í spilakassa nokkru áður. Einn viðstaddra hringdi á lög- regluna og upplýsti um að þéttvaxinn maður með hanakamb og eyrna- lokka, klæddur í svarta hettupeysu með rauðu mynstri, hafi ráðist á annan mann við Hólabrekkuskóla. Sagði hann einnig að maðurinn hefði ógnað viðstöddum eftir árásina. Samkvæmt fréttastofu Vísis munu tildrög árásinnar vera þau að fórnar- lambið hafði unnið miklar fjárhæðir í spilakassa á bar í grenndinni, eða á annað hundruð þúsund krónur. Árásarmaðurinn vissi af þessu. Hann mun hafa slegið þolandann niður, barið hann ítrekað og sparkað í hann. Þá mun hann hafa tæmt vasa fórnar- lambsins í leit að peningunum. En fórnarlambið hafði beðið starfsfólk staðarins að geyma vinn- inginn, og því hafði árásarmaðurinn lítið upp úr krafsinu. Hópur barna var á leiksvæðinu við Hólabrekkuskóla og var þeim mjög brugðið. Foreldrar sem voru á svæðinu með börnum sínum reyndu að koma fórnarlambinu til hjálpar, en maðurinn lá blóðugur í jörðinni. Árásarmaðurinn hafði að sögn Vísis í alvarlegum hótunum við þá og forð- aði sér síðan áður en lögregla kom á vettvang. Að sögn lögreglu kannaðist fórnar- lambið lítillega við árásarmanninn og því hefur lögregla einhverja hug- mynd um hver hafi verið að verki. Fórnarlambið var flutt á slysadeild eftir árásina.  „Þetta er fólk alveg upp í 100 ára. Það mætir ekkert í kirkju, enda þarf það ekkert á því að halda. Það þarf aft- ur á móti á svona vináttu að halda eins og þessi prestur hefur sýnt fólk- inu hér,“ segir Heiðar Marteinsson, íbúi á dvalarheimili aldraðra í Selja- hlíð. Í janúar var starf prestsins þar, Hans Markúsar Hafsteinssonar, lagt niður. Heiðar segir bæði vistmenn og starfsfólk í Seljahlíð vera mjög óánægt með þessa ákvörðun bisk- ups. Hún mun vera tilkomin vegna niðurskurðar. Prestar án safnaðar DV greindi frá því í síðustu viku að biskup vígði reglulega guðfræðinga til presta án þess að þeir hefðu söfn- uð til að sinna. Prestar sem vígðir eru þannig kallast sérþjónustuprestar og á Biskupsstofu starfa að minnsta kosti tveir slíkir. Það eru Árni Svanur Dan íelsson sem gegnir starfi svokall- aðs vefprests, en hann var vefstjóri Biskupsstofu áður en hann var vígð- ur til prests á allraheilagramessu árið 2008. Steinunn Arnþrúður Björns- dóttir var vígð til prests á sama tíma. Hún gegndi þá stöðu verkefnastjóra á Biskupsstofu, sem hún gerir enn. Mætti áfram í Seljahlíð Þegar Heiðar las frétt DV af mál- inu varð hann mjög sár. Sár yfir því að presturinn þeirra í Seljahlíð hefði verið látinn fara í sparnaðarskyni en svo væri verið að vígja presta án þess að þeir hefðu söfnuð til að sinna. „Hérna er margt fólk sem er ein- mana, á enga að og er orðið mjög gamalt. Það hefur haft mikið að segja að hafa þennan mann því hann er vinur þessa fólks. Hann er ekki bara að messa, hann kom hérna og ræddi við fólkið og er vinur þeirra.“ Þrátt fyrir að Hans Markús hafi formlega látið af störfum í janúar á þessu ári hélt hann áfram að koma í Seljahlíð þar til nýlega til að sinna fólkinu þar. „Mér fannst bara ómögu- legt að enginn væri að sinna þessu fólki svo ég gerði það áfram. Það var enginn sem bannaði mér það. Mað- ur hefur verið að vona að það myndi eitthvað gerast jákvætt en mér sýnist það ekki vera að gerast,“ segir Hans Markús í samtali við DV. Biskup svaraði að lokum Þegar biskup hafði gert grein fyrir því að starf prests í Seljahlíð yrði lagt niður hófu vistmenn undirskrifta- söfnun til að mótmæla ákvörðun- inni. Áttatíu manns, bæði vistmenn og starfsfólk, lögðu nafn sitt við und- irskriftarsöfnunina. DV greindi frá málinu í mars. Þá gagnrýndi Heiðar biskup fyrir að hafa ekki svarað opnu bréfi sem hann skrifaði í Morgun- blaðið til varnar prestinum. Nú hefur biskup hins vegar svarað bréfi Heið- ars. „Það kom svar frá honum, sem var nú síðbúið: „Til íbúa Seljahlíðar og annarra sóknarbarna Þjóðkirkj- unnar.“ Þar talar hann um erfiðleika og fjárhagsörðugleika að hann hafi þurft að segja upp þessum presti og fleirum. Líka miðbæjarpresti sem hjálpaði ungu fólki.“ Heiðari finnst þetta skjóta skökku við og að for- gangsröðunin sé ekki alveg rétt. Styrkti sig með námi í öldrunarfræðum Hans Markúsi finnst vera skorið niður þar sem síst skyldi. „Það er bara staðreynd að þegar aldurinn færist yfir þá förum við að hugsa meira til vistaskiptanna og þá fer fólk að hugsa meira um trúmál- in,“ segir Hans Markús. Hann finn- ur fyrir mikilli þörf á meðal aldr- aðra að þeim sé sinnt markvisst. Til að styrkja starf sitt sem prestur aldraðra tók Hans Markús tveggja vetra nám í öldrunarfræðum. Það opnaði honum sýn yfir það hvað málaflokkur aldraðra er stór. „Eitt grundvallaratriði í þeim fræðum er að stofnanir samfélagsins verða að bregðast við því að hlutfall eldri borgara er sífellt að hækka og stofn- anir verða að auka við þjónustuna frekar en hitt. Annars mun þessi þáttur þjónustunnar vaxa mönnum yfir höfuð.“ Hans Markús naut þess að þjóna í Seljahlíð og hann fann fyrir miklu þakklæti. „Þau hafa sagt að ég sé jú presturinn þeirra, en að það sé ekki síður mikilvægt að ég skuli vera vinur þeirra.“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Hér er margt fólk sem er einmana“ n Starf prests í Seljahlíð lagt niður n Íbúi sár yfir því að biskup vígi presta án safnaðar n Hans Markús er fólkinu mikill vinur n Hélt áfram að koma í Seljahlíð Mjög sár Heiðar Marteinsson er ósáttur við forgangsröðun biskups. Starf prests í Seljahlíð var lagt niður og íbúar missa þar með góðan vin og sáluhjálpara. Mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon „Það hefur haft mikið að segja að hafa þennan mann því hann er vinur þessa fólks. Ekki blað á mánudag DV kemur næst út miðvikudag- inn 3. ágúst. Ekkert blað kemur út á mánudaginn, frídag verslunar- manna. Útgáfa blaðsins verður að öðru leyti óbreytt í næstu viku. Björgunarsveitin hjálpaði Ridley Scott Flugbjörgunarsveitin á Hellu hefur undanfarnar vikur verið við gæslu- störf fyrir íslenska fyrirtækið True North á Dómadalsleið. Sveitin hefur verið þar að störfum vegna kvik- myndarinnar Prometheus, sem leik- stjórinn Ridley Scott vinnur nú að. Á fréttavef Landsbjargar segir að sveitin hafi verið þar alla daga frá 11. júlí. Átta manns hafi á dag sinnt þar gæslu. Þeir hafa nú skilað yfir 1.400 klukkustunda vinnu en þeir gættu þess að ferðamenn sem og aðrir villtust ekki fram fyrir mynda- tökuvélarnar. Sveitin hefur starfað að þessu í fjáröflunarskyni og hafa félagar hennar unnið sjálfboðastarf fyrir sveitina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.