Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 10
10 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Gríðarlega háar skuldir liggja að baki félaginu K08 ehf. sem nú hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Félagið er í eigu Ingvars Vilhjálms­ sonar, fyrrverandi framkvæmda­ stjóra markaðsviðskipta Kaupþings banka. Hann stofnaði félagið Ingvar Vilhjálmsson ehf., sem síðar var end­ urnefnt K08, örstuttu fyrir hrun, og setti skuldir sínar vegna hlutabréfa­ kaupa inn í félagið ásamt bréfunum sjálfum. Á sama tíma flutti hann einnig eignarhald á tveimur glæsi­ húsum í Skerjafirði yfir á konu sína og móður. Félagið K08 ehf. skuldar í dag yfir sex milljarða króna. Kúlulán fyrir hlutabréfum Skuldirnar í félaginu eru vegna kúlu­ lána til hlutabréfakaupa í Kaup­ þingi. Í ársreikningi félagsins frá árinu 2009 kemur fram að félagið átti bréf í Kaupþingi fyrir um 3 millj­ arða króna. Skuldirnar eru kúlulán í erlendri mynt og hækkuðu því veru­ lega við hrun íslensku krónunnar. Samkvæmt ársreikningnum námu heildarskuldir félagsins í lok árs 2009 um 6,6 milljörðum króna. Skilanefnd Kaupþings fór í mál við Ingvar til að endurheimta fjár­ munina sem bankinn lánaði honum á sínum tíma. Ingvar var einn af þeim starfsmönnum sem fengu lánað til hlutabréfakaupa hjá bankanum árið 2005. Í september 2008 ákvað svo bankinn að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á umræddum lánum. Ingvar hafði í framhaldinu komið sínum skuldum fyrir í eign­ arhaldsfélagi sem bar nafn hans. Skuldastaða Ingvars hjá bankanum óx jafnt og þétt eftir árið 2005. Sam­ kvæmt rannsóknarskýrslu Alþing­ is skuldaði hann 770 milljónir árið 2005, 1.931 milljón árið 2006, 2.861 milljón árið 2007 og 5.084 milljón­ ir árið 2008. Eins og áður segir var skuldastaðan svo komin í rúma 6,6 milljarða í lok árs 2009. Ingvar var sá starfsmaður bankans sem fékk mest lánað til hlutabréfakaupa fyrir utan bankastjórann Hreiðar Má Sigurðs­ son og stjórnarformanninn Sigurð Einarsson. Engar eignir Engar eignir voru inni í félagi Ingvars í lok árs 2009 og því ljóst að félagið er búið að vera eignalaust og tæknilega gjaldþrota í lengri tíma. Ársreikning­ urinn fyrir árið 2009 er eini ársreikn­ ingur félagsins sem er opinber og því ekki hægt að segja til um hversu lengi félagið er búið að vera tæknilega gjald­ þrota. Það er hins vegar ljóst að síðan Kaupþing var tekið yfir af ríkinu í októ­ ber 2008 hefur félagið verið eignalaust. Endalok félagsins sem hafa verið ljós frá hruni virðast því vera að renna upp með úrskurði héraðsdóms. Samkvæmt tekjublaði DV sem kom út á þriðjudaginn var Ingvar með 5.208 krónur í mánaðarlaun árið 2010. Hann er þó ekki á flæði­ skeri staddur því eignir hans og konu hans nema um 358 milljónum sé miðað við álagningu auðlegðarskatts ársins 2010. Kúlulánafélagið í milljarðagjaldþrot n Félag utan um kúlulán til hlutabréfakaupa n Setti milljarðaskuldir í einka- hlutafélag korteri fyrir hrun n Skilanefnd Kaupþings í mál til að endurheimta fé „Ljóst að félagið er búið að vera eignalaust og tæknilega gjaldþrota í lengri tíma. Fékk kúlulán Ingvar kom kúlulánum sem hann hafði fengið yfir í eignarhalds- félag skömmu fyrir hrun. Lánuðu starfsmönnum Tugir starfsmanna Kaupþings fengu lánað til hlutabréfakaupa í bankanum fyrir hrun. Alvarleg brot í Póllandi: Ofbeldismaður framseldur Pólskur maður sem búsettur er á Ís­ landi verður framseldur til Póllands samkvæmt dómi Hæstaréttar. Hann hefur verið dæmdur fyrir alvarlegar líkamsárásir í Póllandi. Innanríkisráðuneytið tók þá ákvörðun að framselja manninn. Við það sætti maðurinn sig ekki og kærði úrskurð ráðuneytisins. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fella skyldi ákvörðun ráðuneytisins úr gildi. Niðurstaðan varð hins vegar öðruvísi í Hæstarétti. Samkvæmt málsgögnum hefur maðurinn verið dæmdur þrisvar sinnum fyrir líkamsárás í Póllandi, þar af voru tvær árásanna alvarlegar. Samtals var hann dæmdur í fjögurra ára og sex mánaða fangelsisvist í Pól­ landi. Nýlega krafðist pólska dóms­ málaráðuneytið þess að maðurinn yrði framseldur. Á það féllst innanrík­ isráðuneytið. Samkvæmt dómsorði mun mað­ urinn hafa mótmælt framsalinu á grundvelli mannúðarástæðna, en hann hefur starfað og búið hér á landi frá árinu 2006 og hefur eignast barn með íslenskri konu. Hann kvaðst hafa bundist henni og þremur börn­ um hennar frá fyrra sambandi fjöl­ skylduböndum. Þá hefur hann ekki gerst sekur um að brjóta refsilög hér á landi. Hann sagði einnig að mikið hefði dregist að krefjast framsals hans, enda hefur hann verið hér á landi í hart­ nær fimm ár. Því hafi hann talið sem svo að framsals yrði ekki krafist. Þessu til stuðnings vitnar hann í mannrétt­ indasáttmála Evrópu. En fram kemur í dómi Hæstaréttar að maðurinn hlyti að hafa áttað sig á því að pólsk yfirvöld myndu krefjast framsals hans, sérstaklega í ljósi alvar­ legra brota hans í heimalandi sínu. Þá hafi innanríkisráðuneytið metið hvort að mannúðarástæður mæli gegn framsali mannsins og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. „Verður ekki annað séð en að það mat hafi verið framkvæmt með réttum og mál­ efnalegum hætti,“ segir í dómsorði. Úrskurður héraðsdóms var því felldur úr gildi og ákvörðun innanrík­ isráðherra staðfest.  Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.