Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 14
14 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað
Capacent Ráðningar
Capacent Ráðningar
Borgartúni 27
Sími 540 1000
Microsoft Ísland óskar eftir að ráða sölu- og markaðsdrifinn einstakling til starfa til þess að sjá um samskipti við lykilviðskiptavini. Um mjög spennandi
og krefjandi starf er að ræða sem gefur viðkomandi tækifæri til mótunar og starfsframa hjá Microsoft Corporation. Starfið felur í sér að vera í tryggu og
stöðugu sambandi við stærstu viðskiptavini Microsoft hér á landi. Jafnframt felst í starfinu greining á sölu- og markaðstækifærum auk áætlanagerðar.
Umsjón með starfinu hafa Ragnheidur Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) og Sigríður Pétursdóttir (sigridur.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.
Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga
að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Menntunarlegar og faglegar kröfur:
• Háskólamenntun skilyrði, meistarapróf eða MBA nám að auki mjög æskilegt
• 5 -10 ára reynsla í svipuðu eða sambærilegu starfi
• Reynsla af stjórnendaráðgjöf er mikill kostur eða reynsla af sölu til þeirra sem
taka viðskiptalegar ákvarðanir innan fyrirtækja
• Reynsla af hagnýtingu upplýsingatækni
• Reynsla af skipulagningu verkefna
• Glöggskyggni, framtakssemi og frumkvæði í samskiptum við viðskiptavini
• Yfirborðsþekking á vörum og lausnum Microsoft
• Góð færni í ensku skilyrði, góð færni í dönsku æskileg
• Mikil hæfni til að koma frá sér upplýsingum í töluðu og rituðu máli
Lykileiginleikar starfsmannsins eru:
• Að geta helgað sig samskiptum við viðskiptavini af einlægum áhuga og stutt
þá í það finna lausnir sem eykur hag þeirra
• Skipulagshæfileikar, skarpskyggni og einbeitni við verkefni og markmið
• Metnaður og áhugi, áræðni og frumkvæði
• Sjálfstæði, mikil ábyrgðartilfinning og hæfni í mannlegum samskiptum
• Mannblendinn, umburðarlyndi og hæfileiki til að þrífast í síbreytilegu umhverfi
Microsoft er staðsett í Borgartúni 25,
þar starfa í dag 15 starfsmenn.
Starfsaðstaða er mjög góð.
Viðskiptastjóri stærri fyrirtækja
(Corporate aCCount Manager)
Ef þú:
- Hefur mikinn metnað og dug
- Vilt uppskera í samræmi við árangur
- Ert með góða samskiptahæfileika
- Átt auðvelt með að koma fram
- Átt gott með að leiða margþætt og margslungin verkefni
- Átt auðvelt með að aðlagast nýjum aðstæðum og fólki
- Átt auðvelt með samskipti við fólk
- Átt auðvelt að koma auga á nýjar leiðir til lausnar verkefna
Þá býðst þér:
- Spennandi starf með mikla ábyrgð
- Laun í samræmi við hæfileika, getu og reynslu
- Góðir möguleikar á þróun í starfi innan Microsoft
E
ftir að Anders Behring Breivik
framdi ódæðin í Noregi hefur
athyglin beinst að íslenskum
hópum sem eru á móti fjöl-
menningu. Anders Behring
Breivik setti fram stefnuyfirlýsingu
og það sem þar kemur fram er ekk-
ert ólíkt umræðunni sem heyrst hefur
í þjóðfélaginu um innflytjendur. Brei-
vik sagði fjölmenningu ekki vera Evr-
ópu til góðs og sagðist vera bjargvætt-
ur heimsálfunnar með því að fremja
ódæðin í Noregi.
Andhvítir
Fyrr í vetur birtust fréttir af boðskap
Íslendinga sem sögðu að þeir, sem
beita sér gegn aðskilnaði kynþátta,
séu í raun á móti hvíta manninum og
þar af leiðandi andhvítir. Myndband
var birt á vef YouTube þar sem íslensk
kona las þennan boðskap. Þessi skila-
boð eru samhljóma boðskap samtak-
anna Blóðs og heiðurs. Samtökin eru
alþjóðleg og nefnast á ensku Blood
and Honor. Þau samtök hafa tekið þátt
í ofbeldisfullum aðgerðum erlendis og
hafa gert það undir nafninu Combat
18.
Vopn merki um frjálsan mann
Þá er einnig vitað um einn mann hér
á landi sem er í Sköpunarhreyfing-
unni svokölluðu. Samtökin eru köll-
uð Creativity Movement á ensku og
er Skúli Jakobsson einn þeirra sem
tilheyra henni. Í viðtali við DV fyrr á
þessu ári sagðist Skúli vera rasisti en
tók fram að orðið væri misskilið. Með
því að segjast vera rasisti sagðist Skúli
trúa á sinn eigin kynstofn. Sköpunar-
hreyfingin er kirkjusamtök sem berjast
fyrir aðskilnaði hvítra og annarra kyn-
stofna.
Skúli var vígður til prests af æðstu
stjórnendum kirkjunnar í Bandaríkj-
unum. Honum er þá leyfilegt að tjá sig
um málefni kirkjunnar og trúna, en
það er hinum venjulega meðlimi ekki
leyfilegt. Hann hefur stofnað kirkju hér
á landi undir merkjum Sköpunarhreyf-
ingarinnar, en á heimasíðu kirkjunnar,
sem Skúli hefur sett upp, er fólk hvatt til
þess að eignast skotvopn. Sjálfur sagð-
ist hann í samtali við DV fyrr á þessu ári
eiga byssu. „Já, hvað heldurðu! Að bera
vopn er merki um frjálsan mann. En ég
geng að sjálfsögðu ekki um með hana
dagsdaglega, enda er það ólöglegt á Ís-
landi.“
Þjóðernissinnar á Austurvelli
Í fyrrahaust vakti athygli þegar fána
nasista var veifað á mótmælum á Aust-
urvelli. Sigríður Bryndís Baldvinsdótt-
ir var ein þeirra sem mótmælti undir
merkjum hvítra þjóðernissinna á Aust-
urvelli. Hún útilokaði ekki framboð
þjóðernissinna í komandi kosningum.
Hún sagði þjóðernissinna vera á móti
fjölmenningarsamfélagi.
Þá tengdist Sigríður Bryndís einn-
ig Frjálslynda flokknum en hún var í
framboði fyrir flokkinn í alþingiskosn-
ingum árið 2009. Þar skipaði hún sjö-
unda sæti listans í Suðurkjördæmi.
Frjálslyndi flokkurinn fór einnig mik-
inn í umræðu um málefni innflytjenda
í aðdraganda alþingiskosninganna
árið 2007.
Hvítt Ísland
Nokkur þjóðernissamtök hafa risið
upp á Íslandi í gegnum árin. Félags-
skapurinn Norænn kynstofn var starf-
andi á áttunda og níunda áratug síð-
ustu aldar. Í kjölfar hans var stofnað
Félag íslenskra þjóðernissinna á Suð-
urlandi skömmu fyrir aldamótin. DV
árið 2001 um Félag íslenskra þjóðern-
issinna, en þá sagði Hlynur Freyr Vig-
fússon, varaformaður félagsins, í við-
tali við blaðið að 120 meðlimir væru
í félaginu. Viðtalið dró dilk á eftir sér
því Hlynur var ákærður og að lokum
dæmdur í 100 þúsund króna sektar-
greiðslu fyrir að hafa opinberlega ráð-
ist með háði, rógi og smánun á hóp
Birgir Olgeirsson
blaðamaður skrifar birgir@dv.is
„Ef þú elskar kyn-
þáttinn þinn getur
þú ekki annað en hatað
allt sem eyðileggur hann.
Andúð í gArð
fjölmenningAr
n Íslenskir þjóðernissinnar tengdir alþjóðlegum samtökum
n „Að bera vopn er merki um frjálsan mann“
Á móti fjölmenningu Anders Behring
Breivik er á móti fjölmenningu. Hann sagðist
vera að bjarga Evrópu með ódæði sínu.