Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Side 15
Fréttir | 15Helgarblað 29. júlí – 2. ágúst 2011 ónafngreindra manna vegna þjóðern- is, litarháttar  og  kynþáttar þeirra, en hann hafði viðrað þann draum sinn að Ísland yrði aðeins byggt hvítum einstaklingum. Hann þvertók fyrir að hann hataði útlendinga. „Hreint land, fagurt land“ Árið 1996 var blaðið Arísk upprisa gef- ið út hér á landi. Útgáfustjórinn sagði í viðtali við Alþýðublaðið að þetta hefði blundað í honum lengi. Í inngangi blaðsins segir: „Ég sagði það áður að tilgangurinn væri ekki að vekja upp hatur á öðrum kynþáttum, það er alveg satt. Aftur á móti vil ég vekja upp hat- ur hjá þér. Ég vil gera þér grein fyrir því að kynþátturinn er að deyja og fá þig til að elska hvíta kynþáttinn umfram allt. Ef þú elskar kynþáttinn þinn getur þú ekki annað en hatað allt sem eyðilegg- ur hann.“  Blaðið var litað af kynþáttahyggju. Hvatt var til þess að Íslendingar hættu að taka við lituðu fólki. Slagorð blaðs- ins var: „Hreint land, fagurt land.“ Einu stóru skrefi af fjölmörgum lokið S tjórnlagaráð afhendir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, frumvarp um nýja stjórnarskrá í dag, föstudag. Frumvarpið var endanlega samþykkt á fundi ráðsins á miðvikudaginn. Þakklæti var áber- andi á fundinum. Fulltrúar keppt- ust við að þakka hverjir öðrum fyrir samstarfið og þá fengu aðrir, svo sem fjölskyldur fulltrúanna og starfsfólk í mötuneyti, líka sinn skerf af þökkum. Katrín Oddsdóttir lýsti yfir ánægju með að starf stjórnlagaráðs hefði verið gegnsætt og að þjóðin hefði að- komu að vinnslu frumvarpsins. Það sýndi að þjóðinni væri treystandi til að fjalla um sín mál. Þrátt fyrir að mikill sáttahugur væri á fundinum og fólk stolt yfir ár- angrinum voru ekki allir alveg sátt- ir. „En nú dregur ský fyrir sólu og fer ég með hryggð í hjarta mínu heim,“ sagði séra Örn Bárður Jónsson sem hélt því fram að sátt hefði verið rofin á miðvikudaginn. Hann var ósáttur við að nokkrir fulltrúar lögðust gegn formála að stjórnarskránni þar sem formálinn væri óþarfur enda án laga- legs gildis. Þá lýstu Silja Bára Ómars- dóttir og Íris Lind Sæmundsdóttir yfir vonbrigðum með að í jafnræðis- reglu væri kynvitund ekki tilgreind sem ein af breytum til hliðs við kyn- hneigð, trú, stjórnmálatengsl og svo framvegis. Freyja Haraldsdóttir sagði það hafa verið erfitt að ná sáttum en það ætti líka að vera erfitt. Netið kemur inn í frumvarpið Nokkrar breytingar voru gerðar á drögunum frá því þau voru fyrst kynnt. Tvær breytingar voru gerðar á undirstöðukaflanum. Einni grein var bætt við fremst í stjórnarskrána og er þar kveðið á um að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Sú grein er ör- lítil breyting frá fyrstu grein núver- andi stjórnarskrár, en þar segir að Ís- land sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Aftast í undirstöðukaflanum hefur svo verið bætt við grein sem kveður á um að stjórnvöldum beri að tryggja að allir geti notið réttinda og frelsis sem stjórnarskráin veitir og að allir skuli virða stjórnarskrána. Mannréttindakaflinn byrjar nú á grein sem tryggir fólki meðfædd- an rétt til lífs. Þá verndar stjórnar- skráin fólk ekki lengur gegn ágangi ríkisvalds, heldur mannréttinda- brota hvort sem það er af hálfu ríkis- valds eða annarra. Í grein um skoð- anafrelsi er nákvæmara orðalag um upplýsta umræðu og kveðið á um að ekki skuli skerða aðgang að net- inu og upplýsingatækni nema með úrskurði dómara. Þá er „fyrir dómi“ komið inn í frumvarpið en drögin höfðu áður ekki það orðalag þegar talað var um ábyrgð einstaklinga á framsetningu skoðana sinna. Orða- lag hefur einnig breyst í grein um upplýsingarétt og er nú talað um heimildir til að takmarka aðgang að skjölum. Færri þarf til að krefjast kosninga Litlar breytingar hafa verðir gerð- ar á kaflanum um Alþingi. Nánar er kveðið um breytingar á kjördæma- mörkum. Þá hafa greinar um kjör- gengi og missi kjörgengis verið sam- einaðar. Bætt hefur verið við gildi kosninga að úrskurðum landskjör- stjónar megi skjóta til dómstóla. Helstu breytingarnar á kafla Al- þingis eru þær að þriðjungur þing- manna muni ekki geta farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu eins og áður stóð til. Á móti kemur að einungis þarf tíu prósent þjóðarinnar til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki 15 eins og áður. Það sama á við um frumvörp lögð fram af þjóðinni. Nokkrar breytingar voru gerðar á utanríkiskaflanum. Fellt var úr drögunum að forseti Íslands kæmi fyrir hönd ríkisins sem þjóðhöfð- ingi. Þá var ákvæði um framsal ríkis- valds breytt þannig að nú þarf þjóð- aratkvæðagreiðslu til að samþykkja skuldbindingar Alþingis sem fela í sér slíkt ríkisvald. Að lokum var einni grein bætt við lokaákvæði stjórnarskráarinnar þar sem kveðið er á um gildistöku stjórnskipunarlaga og þá var sett inn ákvæði til bráðabirgða þar sem kveðið er á um að einfaldur þing- meirihluti nægi til að breyta kosn- ingalögum til samræmis við stjórn- arskrána, en ákvæðið mun falla úr gildi eftir að sú breyting hefur verið gerð. Vill byrja á breytingarákvæði Stjórnlagafrumvarpið mun nú fara sína leið í gegnum Alþingi og gæti tekið allnokkrum breytingum þar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, vill ekki afgreiða frumvarpið núna heldur byrja á því að breyta 79. grein núverandi stjórnarskrár en sú grein kveður á um breytingar á henni. Hann lýsti þeirri skoðun í morgunþættinum Í Bítið á Bylgjunni. Samkvæmt stjórnarskránni myndi þetta nýja frumvarp í raun aldrei fara til þjóðarinnar en tvö þing með al- þingiskosningum í millitíðinni, þurfa að samþykkja nýju stjórnar- skrána. Pétur vill hins vegar byrja á að breyta breytingarákvæðinu svo nýtt Alþingi geti vísað frumvarpi stjórnlagaráðs til þjóðarinnar og þjóðin geti þannig samþykkt nýju stjórnarskrána í beinni kosningu. n Afhendir frumvarp um nýja stjórnarskrá n Deilt um formála n Breytingar gerðar á frumvarpsdrögum n Vill byrja á að breyta breytingarákvæðinu „En nú dregur ský fyrir sólu og fer ég með hryggð í hjarta mínu heim. Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Sáttir Stjórnlagaráðsfulltrúar voru glaðir í bragði þegar endanlegur afrakstur ráðsins var kominn í hús. myndir Gunnar GunnarSSon Einn fer hryggur heim Einn stjórnlagaráðsfulltrúi var ósáttur við að formáli að stjórnarskránni hefði verið samþykktur. myndir Gunnar GunnarSSon Lést eftir hnífsstungu Maðurinn sem var stunginn í háls- inn á veitingastaðnum Monte Carlo þann 15. júlí síðastliðinn er látinn. Árásin varð rétt fyrir miðnætti en fórnarlambið hlaut lífshættulega áverka. Árásarmaðurinn hefur verið dæmdur í áframhaldandi gæslu- varðhald. Þolandinn, sem var mað- ur á fimmtugsaldri, lá þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala. Hann lést fyrr í vikunni af völdum áverka sinna. Hóta grínista málsókn Heimdallur, félag ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, sendi bloggara frá Ólafsvík hótun um stefnu fyrir tveimur dögum. Hlynur Jónsson, formaður hreyfingarinnar, krafðist þess að bloggfærslu sem Jóhannes Ragnarsson birti á vefsíðu sinni, yrði eytt og á síðunni yrði birt formleg afsökunarbeiðni til Heimdallar. Í bréfinu segir að færslan innihaldi glórulausar og ærumeiðandi að- dróttanir. Jóhannes er þekktur fyrir háðsádeilur í skrifum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.