Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Side 26
26 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað A uðugasti maður Íslands árið 2010, samkvæmt útreikn- ingum út frá auðlegðarskatti sem greiddur er af eignum einstaklinga, er byggingar- verktakinn Sigurður Sigurgeirsson í Kópavogi. Sigurður á eignir upp á tæpa 3,8 milljarða króna samkvæmt greiddum auðlegðarskatti fyrir árið 2010. Sigurður hefur verið ofarlega á listanum yfir hæstu skattgreiðendur landsins síðastliðin ár. Auðlegðarskattur er 1,5 prósenta skattur sem leggst ofan á eignir ein- staklinga sem nema 75 milljónum eða meira eða eignir hjóna sem nema 100 milljónum eða meira. Ef eignir ein- staklinga og hjóna eru lægri en 75 milljónir eða 100 milljónir þarf ekki að greiða þennan skatt. Viðbótarauðlegð- arskattur, sem er nýr skattur sem leggst á hlutabréfaeign að raunvirði 90 millj- ónir króna eða meira hjá einstakling- um, er ekki hluti af þessari umfjöllun DV, aðeins auðlegðarskatturinn sjálf- ur. Auður Sigurðar er í grunninn til- kominn vegna þess að hann seldi athafnamanninum Engilbert Run- ólfssyni verktakafyrirtæki sitt JB Bygg- ingarfélag fyrir um 3,5 milljarða króna í miðju góðærinu, í júní 2007, þegar hlutabréfaverð var í hæstu hæðum á Íslandi. Fjárfestingarbankinn VBS fjár- magnaði viðskiptin. Sigurður hafði þá byggt fyrirtækið upp á um 20 ára tímabili og verið stærsti verktakinn í uppbyggingu Kópavogs ásamt BYGG, Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa. Velta J.B. Verktaka hafði verið fjórir milljarðar króna árið áður og hugðist Engilbert auka veltuna í um sex til átta milljarða króna. Í viðtali við Viðskipta- blaðið í tilefni sölunnar koma fram að Sigurður ætlaði að snúa sér að öðrum verkefnum. Byrjaði með tvær hendur tómar Heimildarmaður DV sem þekkir til Sig- urðar segir að í raun hafi hann byrjað sinn fjárfestingarferil með tvær hend- ur tómar. Sigurður hafi sjálfur unn- ið sem járnabindingamaður, stofnað verktakafyrirtækið Járnbendingu árið 1984 – sem síðan fékk nafnið J.B. verk- takar árið 2002 – og byrjað smátt. Starf- semin hafi svo undið upp á sig þar til hann seldi Engilberti fyrirtækið fyrir metfé árið 2007. Þá voru starfsmenn verktakafyrirtækisins um 200 talsins og taldist mönnum til að fyrirtækið hefði byggt á áttunda hundrað íbúð- ir á árunum þar á undan, til dæmis í Kópavogi og Grafarholti. Stærsta verk- efni félagsins í eigendatíð Sigurðar var bygging Egilshallarinnar árið 2004. Stofnar fjölmörg eignarhaldsfélög Sigurður er eigandi fjölmargra ný- legra eignarhaldsfélaga á sviði verk- takastarfsemi og fasteignaviðskipta. Félög hans eiga meðal annars eignir í Hlíða smára og Ögurhvarfi í Kópavogi. Flest af félögum hans eru tiltölulega nýstofnuð – á síðastliðnum tveimur árum – og er ljóst að Sigurður ætlar sér að koma af krafti aftur inn í verktaka- og fasteignabransann. DV hefur meðal annars heimildir fyrir því að Sigurður hafi verið einn af þeim fjárfestum sem gerðu kauptilboð í verslanamiðstöð- ina Smáralindina í Kópavogi í fyrra. Verslanamiðstöðin er í eigu Lands- bankans og mat bankinn það svo að tilboð Sigurðar væri of lágt. Bankinn heldur enn utan um Smáralindina. Líklegt má telja að Sigurður ætli að nýta sér það, líkt og margir aðrir fjárfestar sem eiga miklar eignir, að fasteigna- og lóðaverð er fremur lágt á Íslandi um þessar mundir miðað við hvað gekk og gerðist í efnahags- bólunni fyrir hrun og má því fá eignir ódýrari en ella. Skúli í næsta sæti Fjárfestirinn Skúli Mogensen, einn af nýjum eigendum MP Banka og er yfirleitt er kenndur við hugbúnaðar- fyrirtækið OZ, er í næstefsta sæti yfir hæstu skattgreiðendur Íslands. Hann greiddi rúmar 52 milljónir króna í auðlegðarskatt í fyrra af eignum sem nema, samkvæmt þessari tölu, tæp- um 3,5 milljörðum króna. Skúli flutti hingað til lands frá Kanada árið 2009 og því var árið 2010 fyrsta heila skatt- árið sem hann var búsettur á Íslandi eftir flutningana. „Ég hef ekki greitt skatta á Íslandi undanfarin tíu ár þar sem ég var búsettur í Kanada,“ segir Skúli aðspurður um ástæðuna fyrir veru hans á listanum yfir hæstu greið- endur auðlegðarskatts á Íslandi. Skúli segir að ástæðan fyrir því af hverju hann sé svo ofarlega á listan- um sé sú að hann hafi flutt hingað til lands frá Kanada með fjármagn sem hann ætli sér að nota til fjárfestinga hér á landi og að hann greiði nú auð- legðarskatt af þessum fjármunum hér á landi en ekki í Kanada. Eiginkona Skúla, Margrét Ásgeirsdóttir, er sömu- leiðis á listanum yfir hæstu skattgreið- endur en ástæðan fyrir því er sú að hjónin eru samsköttuð. Næsta nafnið á listanum er Guð- björg Matthíasdóttir, útgerðarkona og fjárfestir í Vestmannaeyjum. Vera hennar á listanum kemur ekkert á óvart enda var greiddi hún hæstan auðlegðarskatt árið 2009 og hefur verið meðal ríkustu Íslendinganna um langt árabil. Guðbjörg, og eigin- maður hennar Sigurður Einarsson út- gerðarmaður sem er látinn, auðguð- ust mjög á því að kaupa kvóta á sínum tíma sem og mikið magn hlutabréfa í Tryggingamiðstöðinni, meðal ann- ars. Þau hlutabréf voru síðar seld til fjárfestingarfélagsins FL Group sum- arið 2007. Guðbjörg hefur síðan fjár- fest í ýmsum öðrum fyrirtækjum og atvinnugreinum, meðal annars í Lýsi og Morgunblaðinu. Fékk fimm milljarða frá Milestone Næsti maður á listanum er lyfjafræð- ingurinn Ívar Daníelsson en auðlegð hans er meðal annars tilkomin út af sölu á 0,60 prósenta hlut í samheita- lyfjafyrirtækinu Actavis. Ívar er skráð- ur fyrir hreinni eign upp á meira en 2 milljarða króna, samkvæmt þeim auðlegðarskatti sem hann greiðir. Fleiri einstaklingar á listanum eru þar vegna hlutabréfaeignar í Actavis, meðal annars lyfjafræðingurinn Jón Zimsen, sem átti tæpt prósent í Acta- vis. Jón er í áttunda sæti á listanum með hreina eign upp á meira en 1.700 milljónir. Í fimmta sæti er auðkonan Ing- unn Wernersdóttir, sem kennd er við eignarhaldsfélagið Milestone. Hún er skráð fyrir eignum upp á um 2,2 milljarða króna. Ingunn er jafnframt í þrettánda sæti yfir þá sem greiða hæstan skatt á landinu. Ingunn fékk rúma fimm milljarða króna frá bræðr- um sínum Karli og Steingrími þegar hún seldi þeim hlutabréf sín sinn í fjölskyldufyrirtækinu Milestone árið 2005. Auður hennar er tilkomin út af þessum viðskiptum. Skiptastjóri Milestone, Grímur Sigurðsson, vill rifta viðskiptunum á þeim forsendum að um gjafagerning hafi verið að ræða og fá fjármunina aftur inn í bú hins gjaldþrota eignarhaldsfélags. Auð- konan er meðal annars þekkt fyrir að hafa keypt hús Borgarbókasafnsins í Þingholtsstræti af norska málaran- um Odd Nerdrum en þetta glæsilega hús er í mikilli niðurníðslu um þess- ar mundir. Ingunn hefur annars ekki verið stórtæk í atvinnulífinu eða í fjár- festingum hér á landi og kom ekki að rekstri Milestone með beinum hætti. Vatnsendabóndinn Þorsteinn Hjaltested, fjárfestir og stórlandeigandi í Kópavogi, er skatta- kóngur Íslands árið 2010 og er jafn- framt í sjötta sæti yfir þá sem greiða mestan auðlegðarskatt. Skattgreiðslur Þorsteins námu tæpum 162 milljón- um króna árið 2010 og voru greiðslur hans vegna auðlegðarskatts um 30 milljónir króna. Hrein eign Þorsteins nemur um 2 milljörðum króna. Helst hefur verið fjallað um Þor- stein í fjölmiðlum vegna Vatnsenda- Auðugustu ÍslendingArnir n Eiga milljarða eftir góðærið á Íslandi n Þeir sem seldu hlutabréf á réttum tíma ofarlega á lista n Þekktir og auðugir einstaklingar eru ekki á listanum Ingi F. Vilhjálmsson ingi@dv.is Skattar 2010 Sigurður greiðir mest Sigurður Sigurgeirsson, verktaki og fjárfestir, greiðir mestan auðlegðarskatt einstaklinga á Íslandi, samkvæmt útreikningum DV. Hann sést hér lengst til vinstri ásamt Elfari Ólasyni og Bjarna Má Bjarnasyni sem voru starfsmenn verktakafyrirtækis hans ,J.B. verktaka, áður en hann seldi félagið fyrir metfé árið 2007. Þeir sjást hér árið 2002 fyrir framan fjölbýlishús sem J.B. byggði í Grafarholti. Mynd MorgunBlaðið/SVerrir VilHelMSSon ekki á listanum Fjölmargir þekktir og vel stæðir einstaklingar eru ekki á listanum yfir þá sem greiða hæstan auðlegðarskatt hér á landi. Meðal þeirra má nefna Pálma Haraldsson, Hannes Smárason og Ólaf Ólafsson. Allir fengu þeir himinháar arðgreiðslur út úr íslenska fjármálakerfinu fyrir hrun og allir eru þeir búsettir erlendis í dag og greiða því ekki auðlegðarskatt hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.