Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 27
Fréttir | 27Helgarblað 29. júlí – 2. ágúst 2011 Nafn Auðlegðarskattur Hrein eign einstaklings* Hrein eign hjóna** 1 Sigurður Sigurgeirssonfasteignaeigandi og verktaki 56.074.187 3.763.280.000 7.576.558.000 2 Skúli Mogensenfjárfestir og eigandi MP Banka 52.127.029 3.475.135.000 6.975.271.000 3 Guðbjörg Matthíasdóttirfjárfestir og útgerðarkona í Eyjum 46.493.239 3.174.549.000 6.374.099.000 4 Ívar Daníelssonlyfjafræðingur og hluthafi í Actavis 34.003.183 2.341.879.000 4.633.758.000 5 Ingunn Wernersdóttirfjárfestir 32.265.405 2.226.027.000 4.402.054.000 6 Þorsteinn Hjaltestedlandeigandi á Vatnsenda 29.361.598 2.032.500.000 4.015.000.000 7 Einar Sveinssonfjárfestir 27.727.496 1.923.500.000 3.796.999.000 8 Jón Zimsenlyfjafræðingur sem átti 0,94 prósent í Actavis 24.547.755 1.711.517.000 3.448.034.000 9 Gunnar I. Hafsteinssonframkv. útgerðarfyrirtækisins Friggjar 19.356.134 1.365.409.000 2.755.818.000 10 Steinunn Jónsdóttirdóttir Jóns Helga hjá Norvik 19.076.909 1.346.794.000 2.643.588.000 11 Finnur Reyr Stefánsson fjárfestir 19.076.909 1.346.794.000 2.643.588.000 12 Guðmundur Steinar Jónssonframkvæmdastjóri kenndur við Sjólaskip 18.812.210 1.329.148.000 2.683.296.000 13 Ingi Guðjónssonlyfjafræðingur og stofnandi Lyfju 16.068.662 1.146.244.000 2.242.488.000 14 Kristinn Zimsenviðskiptafræðingur 15.641.451 1.117.763.000 2.085.527.000 15 Þorsteinn Már Baldvinssonforstjóri Samherja 15.028.913 1.076.927.000 2.103.855.000 16 Jón Pálmasonsonur Pálma í Hagkaupum 14.936.203 1.070.747.000 2.091.494.000 17 Hinrik Kristjánssonútgerðarmaður 14.542.551 1.044.503.000 2.039.007.000 18 Benedikt Sveinssonfjárfestir 14.462.536 1.039.169.000 2.028.338.000 19 Guðmundur Kristjánssonútgerðarmaður og eigandi Brims 13.540.710 977.714.000 1.905.428.000 20 Sigurður Örn Eiríkssontannlæknir 13.522.350 976.490.000 1.902.980.000 21 Kári Stefánssonforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar 13.421.097 969.739.800 1.889.480.000 22 Guðmundur Ásgeirssonstofnandi Nesskipa 13.075.570 946.705.000 1.743.409.000 23 Kristján V. Vilhelmssonframkvæmdastjóri hjá Samherja 12.108.150 882.210.000 1.714.420.000 24 Katrín Þorvaldsdóttirdóttir Þorvaldar í Síld og fisk 10.673.328 786.555.000 1.523.110.000 25 Bjarni Ármannssonfjárfestir 10.100.000 748.320.000 1.446.640.000 26 Arngrímur Jóhannssonfyrrverandi eigandi Atlanta 9.853.785 731.919.000 1.413.838.000 27 Arnór Víkingssonlyf- og gigtarlæknir 9.110.844 682.390.000 1.314.779.000 28 Baldur Guðnasonfyrrverandi forstjóri Eimskipa 8.463.592 639.239.000 1.228.479.000 29 Sigmundur Davíð Gunnlaugssonformaður Framsóknarflokksins 7.938.417 604.228.000 1.158.456.000 30 Baldur Guðlaugssonfyrrverandi ráðuneytisstjóri 7.146.172 551.411.000 1.052.823.000 Auðugustu ÍslendingArnir jarðarinnar svokölluðu í Kópavogi sem hann erfði eftir föður sinn Magn-ús Hjaltested þegar hann lést árið 2009. Annars er hann hálfgerður huldumaður þó vitað sé að hann sé menntaður kokkur sem meðal ann- ars rak veitingastað við Sundahöfn, Sunda-Kaffi, um nokkurt skeið. Auð Þorsteins má rekja til Vatns- endalands sem er dýrmætt bygging- arland. Árið 2006 skrifaði Þorsteinn undir samkomulag við Kópavogsbæ, Gunnar Birgisson var þá bæjarstjóri, um að bærinn tæki 863 hektara af landinu eignarnámi og greiddi Þor- steini 2 milljarða króna fyrir. Þor- steinn fékk jafnframt vilyrði fyrir 300 lóðum á landinu auk þess sem hann átti að fá úthlutað 11 prósentum af öllum íbúðum og atvinnuhúsnæði á hinu eignarnumda landi. Þessi sátt var metin á 6,5 til 8 milljarða króna. Kópavogsbær sá sér ekki fært að efna samninginn við Þorstein eftir efnahagshrunið 2008 og hefur hann ákveðið að höfða mál gegn bænum þar sem hann fer fram á 14 milljarða króna í bætur. Auður vegna sölunnar á Sjóvá Einar Sveinsson, fjárfestir og fyrr- verandi eigandi Sjóvár og N1, er sjö- undi efsti á lista yfir þá Íslendinga sem borga mestan auðlegðarskatt af eign- um sínum. Skattskyldur auður Ein- ars er metinn á tæplega 1.850 millj- ónir króna. Heildareign Einars og konu hans er metin á tæpa 3,8 millj- arða króna samkvæmt skattaupp- lýsingunum. Bróðir Einars, Benedikt Sveinsson, er einnig ofarlega á listan- um með meira en einn milljarð króna í hreina eign. Auðævi Einars Sveinssonar má fyrst og fremst rekja til þess að hann og fjölskylda hans, sem voru eigend- ur tryggingafélagsins Sjóvár, seldu félagið til Íslandsbanka árið 2003. Kaupverðið var ekki gefið upp á sín- um tíma en Einar og Benedikt fengu greitt í reiðufé og með hlutabréfum í Íslandsbanka. Einar var þá forstjóri Sjóvár, hafði tekið við af Ólafi B. Thors árið áður. Eignarhaldsfélagið Mile- stone keypti Sjóvá svo árið 2005. Þótt bræðurnir hafi misst helstu hlutabréfaeignir sínar, hlutabréf í Glitni, N1 og Icelandair, og gríðarleg- ar skuldir hvíli á olíufélaginu og eign- arhaldsfélögum í þeirra eigu, eru þeir ennþá mjög vel stæðir persónulega eftir íslenska góðærið og viðskiptin með hlutabréfin í Sjóvá á sínum tíma. Af öðrum áhugaverðum einstak- lingum á listanum má nefna Stein- unni Jónsdóttur, fyrrverandi eig- inkonu Hannesar Smárasonar og dóttur Jóns Helga Guðmundssonar í BYKO, sem er í tíunda sæti á listan- um með eignir upp á 1.300 milljónir króna. Eiginmaður hennar, fjárfest- irinn Finnur Reyr Stefánsson, greið- ir jafn háan auðlegðarskatt og Stein- unn, tæpar 20 milljónir króna, og má því fullyrða að þau hjónin séu sam- sköttuð. Samanlagðar eignir þeirra eru því í kringum 2,6 milljarða króna, samkvæmt þessu. Auðugustu heiðarlegu mennirnir Einn viðmælenda DV segir að hægt sé að færa rök fyrir því að þeir sem eru á listanum yfir þá sem greiða mesta auðlegðarskatt á Íslandi séu að minnsta kosti „auðugustu, heiðar- legu mennirnir“, eins og hann orðar það. Ástæðan er sú að þessir einstak- lingar telja fram þessar eignir sínar sem þeir greiða auðlegðarskatt af þó vissulega séu til ýmsar aðferðir til að koma sér undan því að greiða skatta. Ekki er hægt að fullyrða að þessir ein- staklingar telji fram nákvæmlega allt sem þeir eiga að telja fram en heldur er ekki hægt að staðhæfa að þeir geri það ekki. Hvað sem því líður greiða þessir einstaklingar að minnsta kosti þann auðlegðarskatt sem greint er frá hér en gætu líkast til, með ýmiss konar brögðum, komið sér undan því. Þeir sem eru ekki á listanum Líkt og kemur fram í máli Skúla Mo- gensen eru þeir Íslendingar sem bú- settir eru erlendis ekki á listanum yfir hæstu greiðendur auðlegðarskatta hér á landi. Þannig eru margir þekkt- ir viðskiptajöfrar, eins og Hannes Smárason, Pálmi Haraldsson, Magn- ús Ármann, Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson ekki á þessum lista. Sömuleiðis eru nöfn Árna Hauks- sonar og Friðriks Hallbjarnar Karls- sonar, fjárfesta og hluthafa í Högum, ekki á lista yfir greiðendur auðlegð- arskatts, aðeins viðbótarauðlegð- arskatts sem greiddur er vegna hlutabréfaeignar, þó er vitað að tví- menningarnir fengu nokkra milljarða króna þegar þeir seldu Húsasmiðjuna til Baugs og annarra aðila árið 2005. Árni greiðir hins vegar aðeins auð- legðarskatt vegna hlutabréfaeignar upp á 780 milljónir króna. Samkvæmt þessu eru auðævi Árna og Friðriks því að mestu hýst annars staðar en á Ís- landi. Hvorugur þeirra greiðir auð- legðarskatt hér á landi. Þó er vitað að einhverjir þessara manna og aðrir fengu milljarða króna arðgreiðslur út úr fyrirtækjum sín- um á Íslandi á árunum fyrir hrunið. Til dæmis má nefna 3 milljarða arð- greiðslu til Hannesar Smárasonar út úr FL Group fyrir árið 2006, 4,4 millj- arða arð sem Pálmi fékk út úr Fons árið 2007 og 1,5 milljarða arð sem Ólafur Ólafsson fékk út úr Kaupþingi árið 2007, svo nokkur dæmi séu tekin. Til marks um sterka stöðu Pálma, þrátt fyrir gjaldþrot Fons, er að árið 2009 lánaði eignarhaldsfélag hans, Nupur Holdings í Lúxemborg, 3,6 milljarða króna til móðurfélags Iceland Express á Íslandi, eignarhaldsfélagsins Fengs. Þessir einstaklingar, og ýmsir aðr- ir, fengu því himinháar arðgreiðslur út úr íslenskum eignarhaldsfélögum á árunum fyrir hrunið en greiða ekki auðlegðarskatt af þessum eignum hér á landi. Verðmæti þessara eigna er þó það mikið að þessir einstakling- ar ættu í raun að vera á listanum yfir auðugustu Íslendingana samkvæmt greiðslu auðlegðarskatta. Öfugt við einstaklinga eins og Guðbjörgu Matthíasdóttur, Sigurð Sigurgeirs- son og Einar og Benedikt Sveinssyni, sem öll seldu hlutabréf fyrir milljarða króna á árunum fyrir íslenska efna- hagshrunið, greiða þessir einstakling- ar ekki skatta af þessum eignum sín- um hér á landi. *Samkvæmt útreikningum DV á greiddum auðlegðarskatti. Fyrirvari: Hugsanlegt er að DV hafi ekki flett upp öllum þeim einstaklingum sem annars hefðu átt að vera á listanum. Listinn er því einungis yfir hæstu greiðendur auðlegðarskatts sem DV fletti upp í skattaskrám. ** Námundað að þúsund. *** Ef viðkomandi og maki eru samskattaðir/Námundað að þúsund. 30 ríkustu Íslendingarnir „Ég hef ekki greitt skatta á Íslandi undanfarin tíu ár þar sem ég var búsettur í Kanada.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.