Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 29
Fréttir | 29Helgarblað 29. júlí – 2. ágúst 2011 máli í tvo áratugi. „Upp frá þessu höf- um ég og börnin reynt að gleyma þessu leiðinlega máli – það einkennd- ist af miklu óréttlæti,“ sagði Margrét í lok viðtalsins en hún taldi að henn- ar niðjar ættu rétt á að fá sinn hlut í Vatnsendajörðinni því brotið hefði verið gegn erfðaskránni sem kvað á um að hún skyldi erfast í beinan karl- legg. Margrét sagðist á þeim tíma vera staðráðin í að leita réttar síns fyrir dómstólum. Ekkert dómsál fyrr en árið 2007 Margrét fór hins vegar ekki með mál- ið fyrir dóm heldur synir hennar, Sigurður og Karl, sem höfðuðu mál gegn Þorsteini Hjaltested árið 2007 fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Í því máli kröfðust bræðurnir þess að erfðaskrá Magnúsar Einars- sonar Hjaltested yrði felld úr gildi og að eignum erfðaskrárinnar yrði skipt eftir almennum skiptareglum erfðalaga því ákvæði erfðaskrárinn- ar væru brostin. Meðal annars vegna þess að eignarnám Kópavogsbæjar væri ekki annað en eiginleg sala á jörðinni sem aftur bryti gegn erfða- skránni og að enginn ábúandi væri á jörðinni þrátt fyrir að það kæmi fram í erfðaskránni að búið skyldi á henni. Héraðsdómur vísaði málinu hins vegar frá dómi á þeim forsendum að ekki væri nægilega vel rökstutt af hverju ógilda bæri erfðaskrána. Auk þess kom fram í dómnum að enginn hefði gert athugasemdir við skipti dánarbús Magnúsar Hjaltested árið 2000, þegar það gekk í erfðir til Þor- steins. Hæstiréttur Íslands staðfesti síðan dóm héraðsdóms í málinu. Sælkeri með fallegt hjarta Þrátt fyrir málaferli þykir mörgum skyldmennum Þorsteins afskaplega vænt um hann og ræktar Þorsteinn tengslin við fjölskylduna sína. Frændi Þorsteins, Stefán Hjaltested, segir að ekki sé hægt að tala illa um frænda sinn því hann sé gull af manni. „Hann virðist kannski vera svona hrjúfur á yf- irborðinu en það er fallegt hjarta sem í þessum dreng slær,“ en Stefán segir að matreiðslumaðurinn Þorsteinn sverji sig í ætt við fjölskylduna og sé mikill sælkeri. „Ég vann hjá þeim feðgum um nokkurra ára skeið þegar þeir feðgar ráku Sundakaffi,“ segir Stefán um tím- ann sem þeir frændurnir unnu sam- an. „Hann er sá ljúfasti drengur sem hægt er að hugsa sér en auð vitað hef- ur hann skap – þegar á hann er geng- ið hefur hann skap,“ segir Stefán um frænda sinn. „Hann er gull af manni, það er það eina sem ég get sagt. Hann er heilbrigður og góður drengur.“ Stefán segir að peningarnir hafi ekki breytt Þorsteini. „Ekki hef ég orð- ið var við það,“ segir Stefán sem segir frænda sinn vera fjölskyldumann og vinmargan. „Rétt fyrir jól þá heldur hann skötuveislu upp á Vatnsenda og síðast þegar veislan var haldin voru um 500 manns sem komu þar í heim- sókn. Hann á stóran vinahóp,“ segir Stefán. Þorsteinn er mikill veislumaður samkvæmt því sem viðmælendur DV segja. Hefur hann verið duglegur við að skemmta sér og fjölskyldu sinni á óðalsbýlinu Vatnsenda. Þegar ætt- armót Hjaltested-fjölskyldunnar var haldið í maí á þessu ári bauð hann meðal annars allri ættinni í samkvæmi á gamla ættaróðalið eftir að ættar- mótinu lauk. Þar skemmti fjölskyldan sér saman fram á morgun. Þá hefur Þorsteinn ósjaldan sést skemmta sér með góðvini sínum Geira á Goldfinger og eru þeir félagar miklir mátar. Lét bera út íbúa á Vatnsenda Þorsteinn hefur ekki bara stað- ið í deilum við fjölskyldu sína vegna Vatnsendalandsins en hann lét bera Guðmund Unnsteinsson fram- kvæmdastjóra af heimili sínu sem stóð á landi Þorsteins. Guðmundur hafði keypt húsnæði við Vatnsendablett 241 árið 1996 og skráð það um leið sem lögheimili sitt. „Þetta er ótvírætt lög- heimili mitt sem stendur á samþykktri íbúðahúsalóð og ég skil ekki hvernig er hægt að bera mig út af því. Málið er allt saman mjög skrítið,“ sagði Guð- mundur Unnsteinsson framkvæmda- stjóri í samtali við DV eftir að dómur hafði fallið í málinu. Húsnæðið stend- ur á leigulóð og þáverandi landeig- andi, Magnús Hjaltested, samþykkti að lóðinni yrði breytt úr frístundalóð í lóð undir íbúðarhúsnæði. Frá því var gengið af skipulagsyfirvöldum Kópa- vogsbæjar og er að finna í deiliskipu- lagi svæðisins. Þegar Þorsteinn erfði lóðina ákvað hann að framlengja ekki leigusamning við Guðmund og hefur vísað honum af lóðinni. Málið fór fyr- ir Hæstarétt sem úrskurðaði að Guð- mundur skyldi borinn út af lóðinni. Þorsteinn vottaði leigusamninginn „Sonurinn neitar að standa við samn- ing sem ég gerði við föður hans um að ég mætti búa þarna áfram. Magnús var búinn að samþykkja að ég fengi að búa þarna áfram og búið var að gera samn- ing þess efnis. Sjálfur vottaði sonurinn þann samning en því miður var hann óundirritaður því Magnús lést í milli- tíðinni,“ sagði Guðmundur. „Ég hélt að réttur manna væri meiri en þetta. Samkvæmt þessari niðurstöðu eru lögheimili manna á Íslandi einskis virði. Ég lít á þessa lóð sem hverja aðra samþykkta íbúðarhúsalóð á höfuð- borgarsvæðinu og finnst mjög skrítið að ábúandinn geti tekið til baka sam- þykkta íbúðarhúsalóð til þess eins að koma vini sínum fyrir. Faðir hans skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis að ég mætti búa þar. Í þessu máli virð- ist réttarstaða manna engin gagnvart eignum sínum, eignum sem kosta tugi milljóna í hverju tilviki.“ Keypti óvænt Loðmundarfjörð Þrátt fyrir að tiltölulega lítið sé eftir af Vatnsendalandinu sem Þorsteinn erfði eftir föður sinn er hann enn umsvifamikill landeigandi. Hann á stóran part af landi í Loðmundarfirði en landið keypti hann á uppboði árið 2007. „Þetta er einn af fáum eyði- fjörðum sem eftir eru og einstakur að því leyti,“ sagði Þorsteinn í sam- tali við Morgunblaðið stuttu eft- ir uppboðið. Jörðin sem Þorsteinn keypti í firðinum, Stakkahlíð, er yfir 2.000 hektarar að stærð en landið hafði verið í eigu sömu fjölskyldu í 111 ár þegar hann keypti það á upp- boði. Mikið er um æðavarp, silungs- veiði og hreindýr á landinu sem Þor- steinn keypti. Stefán Hlíðar Jóhannsson bóndi var einn þeirra fjölskyldumeðlima sem gerði tilraun til að keppa við Þorstein um kaup á landinu. „Það er sárt að horfa á eftir landinu fara úr fjölskyldunni,“ segir Stefán Hlíð- ar og bætir við að hann hafi ekki bú- ist við Þorsteini á uppboðið. Smári Magnússon tekur undir með frænda sínum Stefáni að það hafi verið sárt að landið hafi farið úr eigu fjölskyld- unnar. „Hann kom þarna óvænt. Sem er allt í lagi. Þetta var opið öll- um,“ segir Smári. Hann segir þó Þor- stein hafa reynst honum vel eftir að hann keypti landið og leyft sér og fjölskyldu sinni að dvelja þar þegar þau óski þess. Mun auðgast meira ef eitthvað er Þrátt fyrir að Þorsteinn hafi auðgast mjög á umdeildum viðskiptum við Kópavogsbæ er ekki annað í mynd- inni en að hann haldi auðæfum sín- um eftir. Vatnsendadeilunum er þó hvergi nærri lokið og á eftir að koma í ljós hvernig dómsmál í deilunni fer. Allt eins eru því líkur á að Þorsteinn muni bæta enn frekar við þessi auð- æfi en dómstólar eiga eftir að skera úr um kröfu Þorsteins á hendur Kópavogsbæ upp á um 7 milljarða króna auk vaxta. Þorsteinn, sem hefur fikrað sig upp skattalistann og trónir nú á toppnum, mun því að öll- um líkindum vera nálægt toppnum á skattalista næstu ára. Magnús Hjaltested Einarsson 1871 – 1940 Magnús Einarsson dó barnlaus árið 1940 og arfleiddi bróðurson sinn að Vatnsenda. Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested 1916 – 1966 Sigurður Kristján eignaðist fimm börn, tvö þeirra með síðari eiginkonu sinni. Magnús Hjaltested 1941 - 1999 Magnús Hjaltested erfði jörðina sam- kvæmt erfðaskrá Magnúsar Einars- sonar frænda síns sem kvað á um að jörðin skyldi erfast í beinan karllegg. Stjúpbræður hans, yngstu synir Sigurðar Kristjáns, höfðuðu mál gegn Magnúsi sem endaði með úrskurði Hæstaréttar um að erfðaskráin myndi gilda. Þorsteinn Magnússon Hjaltested 1960 Þorsteinn Hjaltested erfði jörðina eftir föður sinn árið 1999. Þegar Kópavogs- bær var búinn að taka stærstan hluta jarðarinnar eignarnámi, með samþykki Þorsteins, fóru hálfbræður föður hans í mál til að fá erfðaskrána ógilta og þar með eignast hluta í landinu. Deilurnar um Vatnsenda Fjölskyldumaður í deilum við fjölskylduna Vinir og kunningjar Þorsteins segja að hann sé fjöl- skyldumaður en hann hefur lengi átt í deilum við föðurbræður sína. Mynd Björn BLöndaL Miklar deilur um óðalið Þorsteinn Hjaltested erfði Vatnsenda eftir föður sinn. Miklar deilur hafa staðið um landið sem Þorsteinn hefur ekki mátt selja.„Hann virðist kannski vera svona hrjúfur á yfirborðinu en það er fallegt hjarta sem í þessum dreng slær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.