Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Side 41
41Verslunarmannahelgin29. júlí – 2. ágúst 2011
Kotmót Hvítasunnukirkjunnar
Árlegt Kotmót Hvítasunnukirkjunnar verður hald-
ið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð í ár. Mótið í fyrra var
haldið í Stykkishólmi en mótið er venjulega haldið í
Kirkjulækjarkoti. Hefur mótið verið haldið í um sex-
tíu ár. Mótið var upphaflega haldið þegar tuttugu Eyja-
menn vildu komast burt frá Vestmannaeyjum vegna
Þjóðhátíðar í Eyjum.
Álfaborgarséns
Fjölskylduhátíðin Álfaborgarséns verður á Borgarfirði
eystri eins og önnur ár. Hápunktur hátíðarinnar verður
um miðjan dag á laugardag þegar börnum er boðið upp
á ævintýraferð þar sem þau hitta álfa og kynjaverur. Dag-
skrá Álfaborgarséns hefst með hagyrðingamóti í félags-
heimilinu Fjarðarborg. Dansleikur verður svo í félags-
heimilinu á laugardagskvöldið.
Ein með öllu á Akureyri
Ein með öllu verður haldin um verslu
narmannahelgina á
Akureyri. Hátíðin í ár verður mjúk og e
lskuleg eins og und-
anfarin ár. Lögð verður áhersla á að bæð
i bæjarbúar og gestir
njóti lífsins og upplifi sanna Akureyrar
stemningu. Í ár hefst
hátíðin á trúbadorakvöldi á fimmtuda
gskvöldinu. Á föstu-
deginum verða óskalagatónleikar að
vanda, á laugardeg-
inum verða mömmur og möffins í Lys
tigarðinum og endað
verður á sparitónleikum á sunnudagskv
öld. Dagskráin verð-
ur ævintýralega fjölbreytt og skemmtile
g, flottar hljómsveitir
og fullt af skemmtiatriðum og kærleiksr
íku fólki.
Mýrarboltinn á Ísafirði
Mýrarboltamótið er haldið ár hvert á Ísa-
firði. Sex eru inni á í einu, en jafnan eru
liðin þó skipuð níu til fimmtán manns,
því drullan þreytir menn fljótt. Vinahópar
taka sig saman og mynda lið, einstaklingar
taka þátt með skrapliðum svokölluðum. Á
föstudeginum er skráningarkvöld, pepp-
skemmtun og ball, ókeypis fyrir þátttak-
endur. Skemmtistaðir eru opnir á föstu-
deginum og laugardeginum á Ísafirði. Á
sunnudeginum er matur og dúndurball.
Íþróttafélögin BÍ og KFÍ sjá um stóran
hluta undirbúnings keppninnar, en mót-
ið er þó rekið og skipulagt af Mýrarbolta-
félagi Íslands, félagasamtökum Ísfirðinga
sem eru ekki í þessu vegna peninganna
heldur skemmtunarinnar og bjórsins eft-
ir á. 18 ára aldurslágmark er fyrir þátttöku,
nema börnum er leyft að taka þátt í drullu-
teygjunni.
Stórmót Geysis
Hestamannamótið Stórmót
Geysis er opin gæðinga-
keppni og einnig félags-
mót Geysis þar sem hver
og einn keppandi sýnir sitt
prógramm. Keppt verður í
barnaflokki, unglingaflokki,
ungmennaflokki, B-flokki
og A-flokki gæðinga. Einn-
ig verður opin töltkeppni.
Líka er boðið upp á áhuga-
mannaflokka í A- og B-
flokki gæðinga ef næg þátt-
taka fæst.
Færeyskir dagar
Kennsla í færeyskum döns-
um og færeysk tónlist er
meðal þess sem verður um
að vera á Færeyskum dög-
um í Stykkishólmi. Þá verða
söfn, sýningar og afþreying
opin alla helgina, ýmis tilboð
verða í gangi auk þess sem
aðgangur er ókeypis á fjölda
viðburða. Meðal viðburða
eru diskótek, kajakakennsla,
kajakakeppni, dorgveiði-
keppni, brenna í fjörunni,
fjöldasöngur með Labba og
flugeldasýning svo fátt eitt sé
nefnt.
Verðið á þessum öfluga síma
er ótrúlegt eða aðeins
22.990 kr.
Snjallsími
á frábæru
verði
Vorum að fá í sölu
nýjan 3G snjallsíma
frá Vodafone
vodafone.is
Kynntu þér málið í næstu
verslun eða á vodafone.is
Vodafone
858 Smart
• Android 2.2 stýrikerfi
• 2MP myndavél
• WiFi og GPS