Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 44
44 Verslunarmannahelgin 29. júlí – 2. ágúst 2011 „Ég geri þetta allar verslunarmanna- helgar,“ segir Viktor Hólm. Hann fer úr þriggja vikna sumarfríi með fjöl- skyldu sinni í Danmörku til að starfa við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og fer síðan aftur út að henni lokinni. „Ég kem heim í viku til að vera sviðs- stjóri á Þjóðhátíð,“ segir Viktor en í starfi hans á Þjóðhátíð felst að sjá um að allt gangi smurt fyrir sig á stóra sviðinu. Þetta er þó breyting frá fyrri verslunarmannahelgum Viktors því venjulega fer hann bara með einu bandi. „Eða þá eins og í fyrra þar sem ég fór með þremur böndum frá Prime-umboðsskrifstofunni. En yfir- leitt hef ég bara verið að róta fyrir eitt band og þá sér maður bara um það,“ segir Viktor sem byrjaði á rótinu árið 1997 með Skítamóral. „Ég hef oft ver- ið að útskýra fyrir fólki hvort þetta sé skemmtileg vinna. Þetta er náttúru- lega bara vinna og maður lítur á hana sem slíka. Þetta er ótrúlega skemmti- leg vinna og maður er í góðum fé- lagsskap. Manni líður vel í vinnu sem maður kann og gerir vel og það á við þessa vinnu hjá mér,“ segir Viktor. Ölvað fólk hundleiðinlegt Hann segir neikvæðu hliðar starfs- ins vera ýmsar líkt og gengur og ger- ist í flestri vinnu. „Það getur oft verið hundleiðinlegt að eiga við ölvað fólk. Ég hef alltaf sinnt þessu starfi edrú, enda tolla menn ekki lengi í þessari vinnu ef þeir ætla að fara í þetta upp á djammið,“ segir Viktor sem segir marga halda að líf rótarans sé enda- laus drykkja og skemmtun. „Þetta er náttúrulega vinnan þín og getur ver- ið alveg hörkuvinna. Eins og hjá mér þá er þetta hörkuvinna um þessa verslunarmannahelgi. Það er undir- búningur fyrir helgina og svo byrjar kannski einn dagur hjá mér klukkan fjögur og stendur til fimm, sex á nótt- unni og maður er að vinna allan tím- ann.  Svo koma mjög auðveldir dag- ar inn á milli, oft fer ég með  Bubba Morthens þar sem  við erum með einn gítar og hann tekur nokkur lög, þannig að þetta er mjög mismun- andi.“ Hann segir einkenna góða rót- ara að þeir séu vel með á nótunum. „Þetta snýst um að vera á tánum og vita hvað þú ert að gera. Það skiptir rosalega miklu máli að hafa yfirsýn,“ segir Viktor sem segir það fara eft- ir tónlistarmönnunum hversu mik- il vinnan er. „Sumir eru gríðarlega háðir róturum og aðrir spá ekkert í þetta. Ég fer stundum að vinna með böndum sem eru alveg í skýjunum yfir því sem maður er að gera, en mér finnst ég ekki hafa gert neitt, því flest þessara banda sem ég hef unnið með mæta á staðinn og þá er búið að stilla upp. Maður setur á þá gítarana og þeir spila og svo leggja þeir frá sér gítarana og þeir fara. Það er allt gert fyrir þá. Þannig á það líka að vera, til þess ertu með rótara.“ Ekki mikill tónlistarunnandi Viktor segist ekki hafa farið út á þennan starfsvettvang vegna tón- listarinnar. „Ég er ekkert svo mikill tónlistarunnandi. Ég kom inn í þetta með Skímó-flokknum í gamla daga sem félagi í raun og veru,“ segir Vikt- or sem á margar góðar minningar frá þessum ferðalögum sínum um land- ið með hljómsveitum. „Jú, það er góð bók í kollinum á mér. Það eru fáir sem upplifa þetta frá minni hlið – að vera edrú allan tímann. Menn segja það vera galla við mig að ég muni þetta allt,“ seg- ir Viktor og hlær. „En það getur líka verið kostur, þegar menn eru að rifja upp fortíðina.“ Hann segir það nokkrum sinnum hafa komið í sinn hlut að reka hljómsveitarmeðlimi á lappir og koma þeim aftur í bæinn eftir erfiða helgi. „Jú, jú. Maður lif- andi, það er mitt hlutverk. Þeir mega eiga það þeir sem ég hef unnið með að þeir hafa hlýtt mér þegar ég segi: „Núna erum við að fara.“ – og þá er farið. En stundum þarf að finna þessa kalla svo þeir verði ekki eftir,“ segir Viktor. Hann segir goðsögnina um hið glysmikla líf rótara vera hálfsanna. „Það eru til allar týpur af róturum. Það eru til menn sem eru bara að þvælast með og redda brennivíni og kallast rótarar, svo eru til aðrir sem hafa þetta meira sem vinnuna sína og sinna henni faglega. Ég held líka að verðmiðinn á mönnum sé eftir því.“ Rótarar sem djamma tolla ekki lengi í starfi Allt gert fyrir þá Viktor segir rótara reyna eftir fremsta megni að mæta kröfum tón- listarmanna. Viktor Hólm Jónmundarson er á fullu allar verslunarmannahelgar. Rótarar geta haft mjög góð áhrif á hljómsveitirnar sem fara oft fögrum orðum um þá. Einn frægasti rótari Íslands er maður að nafni Ágúst Ágústsson. Hann er oftast kallaður Gústi rót og var hann það mikilvægur stórsöngvaranum Björgvini Halldórs- syni og hljómsveitinni Brimkló að þeir sáu sér ekki fært að koma saman aftur árið 2003 nema Gústi væri með í för. „Gústi hefur náttúrulega unnið með okkur frá upphafi og ég og hann höfum starf- að saman allt frá árinu 1968. Það er ekki hugsandi að gera svona án hans,“ sagði Björgvin í samtali við Morgunblaðið árið 2003. Gústi rót Þegar tónleikunum er lokið og áhorfendur fara til síns heima, eiga rótararnir ærið verk fyrir höndum. Þeir setja upp tækjabúnaðinn fyrir tónleika og pakka öllu saman eftir þá. Það virðist gleymast að á bak við hverja góða hljómsveit er oftast nær góður rótari. DV ákvað því að heyra í tveimur góðum róturum sem hafa starfað við þennan bransa um árabil. Annars vegar er það Steinar Snæbjörnsson, rótari og verk- efnastjóri hjá Exton, og hins vegar Viktor Hólm Jón- mundarson, rótari með meiru. „Þetta er í raun bara mikil vinna,“ segir rótarinn Steinar Snæbjörnsson, sem starfar sem verkefnastjóri hjá Exton, þegar hann er spurður hvað felist í starfi rótarans. „Dagurinn minn byrjar venjulega klukkan tíu,“ segir Steinar sem mun fylgja Fjalla- bræðrum til Vestmannaeyja í ár þar sem þeir stíga á svið á Þjóðhátíð. „Ég mæti í raun og veru til Eyja á fimmtudagskvöldinu og nota það kvöld til að gera mig kláran með allan búnaðinn. Svo er ég vaknaður á há- degi á föstudegi og fer að stilla upp á sviðinu og er að því til klukkan fimm. Svo hefst prógrammið með Fjalla- bræðrum þegar þeir lenda í Eyjum. Það fer í rauninni allur dagurinn í þetta. Það þarf að klára að stilla upp fyrir hljóðprufu og setja upp sprengj- urnar fyrir tónleikana. Ég er að klára þetta klukkan fimm og svo syng ég með Fjallabræðrum. Þetta er svona klukkutími fyrir tónleika og klukku- tími eftir tónleika. Þetta er hálftíma prógramm sem ég er að setja upp fyrir,“ segir Steinar. Hann segir alla geta verið rótara. „Þetta er bara spurning um áhuga. Það sem einkennir góðan rótara eru tímasetningarnar. Þú þarft að vera stundvís og umfram allt að mæta öll- um kröfum tónlistarmannanna. Þú þarft að leysa verkefnin sem tónlist- armennirnir setja þér fyrir. Þeir eru oft með einhverjar háfleygar hug- myndir sem ég þarf að finna lausn- ir á,“ segir Steinar sem segir það gefa sér mest við þetta starf að skila góðu verki. „Þess vegna tekur maður mik- inn tíma í að undirbúa tónleika. Mér finnst í rauninni gaman að öllu því sem telst til harks í þessari vinnu,“ segir Steinar þegar hann rifjar upp tónleikaferð sína með hljómsveitun- um Vicky og Agent Fresco árið 2009. Þá spiluðu sveitirnar á tónlistarhá- tíðunum Eistnaflugi og Úlfalda úr mýflugu. „Maður keyrir hringinn í kringum landið, heldur tvenna tón- leika og gistir í fellihýsi allan tímann. Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð.“ Finnst harkið skemmtilegast Mikil vinna Steinar segir rótarastarfið í raun vera mikla vinnu. Steinar Snæbjörnsson fylgir Fjallabræðrum: Þeir sem aldrei sjást David Gilmore var rótari fyrir hljóm- sveitina Pink Floyd áður en Nick Ma- son bað hann um að ganga til liðs við bandið sem gítarleikari. Noel Gallagher var rótari fyrir hljómsveitina Inspiral Carpets áður enn hann gekk til liðs við Oasis. Kurt Cobain var rótari fyrir grugg- bandið Melvins áður en hann stofn- aði sína eigin sveit, Nirvana. Lemmy var rótari fyrir Jimi Hend- rix áður en hann gekk til liðs við hljómsveitina Hawkwind. Hann stofnaði síðar Motörhead. Billy Powell var rótari fyrir Lynyrd Skynyrd áður en hann gekk í sveitina sem píanóleikari. Kliph Scurlock var rótari hljóm- sveitarinnar The Flaming Lips áður en bandið bað hann um að gerast trommuleikari sveitarinnar. Rótarar sem urðu frægir Rótaði Kurt Cobain rótaði fyrir hljómsveitina Melvins áður en hann stofnaði Nirvana. Orðið „rótari“ er dregið af enska orðinu „road“. Á enskri tungu er rótari oftast nær kallaður „roadie“ og hafa Íslendingar snarað því gróflega í rótara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.