Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 56
56 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað Þ órhallur fæddist í Reykja- vík, átti heima á Seyðisfirði og í Danmörku sem barn, en kom ellefu ára í Skálholt í Biskupstungum og var í Tungunum til tvítugs. Þórhallur varð stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1981, stundaði nám í sagnfræði einn vetur en lauk embættisprófi í guð- fræði frá Háskóla Íslands 1988, stund- aði framhaldsnám í trúarbragða- fræði við Árósaháskóla í Danmörku 1990–91 og við Uppsalaháskóla í Sví- þjóð 1994–96, sótti námskeið í fjöl- skyldumeðferð hjá sænsku kirkjunni 1994–96, og lauk leiðbeinendaþjálf- un hjá Rauða krossi Íslands í sál- rænni áfallahjálp 1997. Þórhallur annaðist barna- og æskulýðsstarf við Langholtskirkju 1983–89 og starfaði hjá Útideild- inni í Reykjavík 1988–89. Hann vígðist prestur 1989 og leysti af sem sóknarprestur í Langholtskirkju 1989–90, var framkvæmdastjóri Kirkjumiðstöðvar Austurlands og fræðslufulltrúi kirkjunnar á Austur- landi 1991–93, framkvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum 1993– 94, komminister eða aðstoðarprest- ur í Örsundsbro í Uppsalastifti í Svíþjóð 1994–96 og kosinn aðstoð- arprestur við Hafnarfjarðarkirkju 1996. Hann var síðan valinn sóknar- prestur við Hafnarfjarðarkirkju 2009. Þórhallur annaðist öll hátíðahöld kristni hátíðar í Þingvallakirkju sum- arið 2000. Hann annaðist prests- þjónustu fyrir Hrafnistu í Hafnarfirði 2000–2005 og starfaði sem héraðs- prestur í Kjalarnessprófastsdæmi vorið 2009 í leyfi frá Hafnarfjarðar- kirkju. Hélt hann þá hamingjunám- skeið fyrir íbúa í öllum sóknum pró- fastsdæmisins. Þórhallur var stundakennari við Verkmenntaskóla Austurlands 1991–93, við Námsflokka Reykjavík- ur 1993–94, við Norræna lýðháskól- ann Biskops-Arnö í Svíþjóð 1994– 96 við Flensborgarskóla 1997–98 og við Leikmannaskóla Þjóðkirkjunn- ar 1996–2000. Hann kenndi trúar- bragðafræði við Kennaraháskólann 2000–2005 og við Guðfræðideild Háskóla Íslands frá 2006. Þórhallur var leiðsögumaður á slóðum inn- rásarinnar í Normandí 2005, til Fen- eyja 2006 og til Rómar að gröf Péturs 2007. Þórhallur sat í ritstjórn tímaritsins International Dialog sem gefið er út á vegum Dialogcenter International við Árósaháskóla 1991–2000, í stjórn Ecumenical Youth Council Europe (EYCE) sem fulltrúi Norðurlanda 1993–97 og í stjórn Nordic and Baltic Organisation (NABO) 1993–97. Hann var í landsstjórn Íslendingafélaganna í Svíþjóð 1995–96, í stjórn Landssam- taka Heimilis og skóla 2000–2002, varamaður í jafnréttisnefnd Þjóð- kirkjunnar 2001–2003 og aðalmaður 2003–2006, varð stofnfélagi í Rótarý- klúbbnum Straumi 1996, sat í stjórn hans 2003–2008 og var forseti klúbbs- ins 2007–2008. Hann tók þátt í rekstri Sumarhjálparinnar 2010 og var gerð- ur að friðarsendiherra United Peace Federation sama ár í Seoul. Þórhallur á sæti í stjórn Heimssýnar og er stofn- félagi í BÓT. Þórhallur hefur haldið fjölbreytt námskeiða um trú og samfélagsmál í gegnum tíðina, þar af hjónanám- skeið um allt land og á Norðurlönd- unum allt frá árinu 1996. Hann hefur um árabil ritað greinar um guðfræði, trúarbragðafræði, sögu og sam- félagsmál í blöð og tímarit íslensk og erlend og í veftímarit, unnið að dag- skrárgerð fyrir RÚV og Stöð 2 og ritað fræðsluefni fyrir Biskupsstofu. Hann skrifaði m.a. sunnudagshugvekjur í Morgunblaðið 1991–92 og var með fasta vikulega pistla í Dagblaðinu um fjölskyldumál 1999–2001 og aftur 2004 –2005. Eftirfarandi bækur hafa komið út eftir Þórhall: Hamingjuleitin, útg. Skjaldborg 2001; Ragnarök, útg.Hólar 2005; Hin mörgu andlit trúarbragð- anna, útg. Salka 2005; Hjónaband og sambúð, útg. JPV 2006; Orðabók leyndardómanna, útg. Parceval 2007, María Magdalena – vegastjarna eða vændiskona, útg. Salka 2008. Í haust er væntanleg eftir Þórhall bókin Kristin trú – eins og ég sé hana! Fjölskylda: Þórhallur kvæntist 9.11. 1985 Ingileif Malmberg, f. 31.7. 1964, sjúkrahús- presti á Landspítalanum við Hring- braut. Foreldrar hennar: Elísabeth Malmberg, f. 7.4. 1939, d. 12.10. 1981, hjúkrunarfræðingur, og Svend Aage Malmberg, f. 8. 2. 1935, haffræðing- ur, búsettur í Hafnarfirði. Börn Þórhalls og Ingileifar eru Dóra Erla, f. 22. 6. 1987; Rakel, f. 15.3. 1991; Hlín, f. 25.1. 1993; Heimir f. 17.8. 2005. Foreldrar Þórhalls: sr. Heimir Steinsson, f. 1.7. 1937, d. 15.5. 2000, rektor Skálholtsskóla, útvarpsstjóri og sóknarprestur og þjóðgarðsvörð- ur á Þingvöllum, og k.h., Dóra Erla Þórhallsdóttir, f. 19.6. 1941, starfs- maður við móttöku Ríkisútvarpsins. Ætt Faðir Heimis var Steinn Stefánsson, organisti og skólastjóri, frá Kálfafelli í Suðursveit en móðir Arnþrúður Ing- ólfsdóttir frá Vopnafirði. Faðir Dóru var Þórhallur Þorkelsson húgagna- smiður frá Borg í Grímsnesi og móð- ir Halldóra Ólafsdóttir frá Fossá í Kjós. Systir Þórhalls er Arnþrúður, f. 6.9. 1971, búfræðikandídat, búsett að Langhúsum í Fljótum. S æmundur fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Höfða- borginni við Borgartún. Hann var í Laugarnesskóla, stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík, lauk sveinspróf í húsasmíði 1957 og meistaraprófi frá Meistaraskólanum 1960, stundaði nám við Lögregluskóla ríkisins og lauk fyrri önn þar 1969 og seinni önn 1972. Þá lærði hann japanskt nudd hjá Yamamoto og nuddaði landslið Íslands í knattspyrnu og handbolta. Hann nuddaði auk þess lið Man- chester United er þeir komu hingað til lands 1980. Sæmundur starfaði hjá Reykja- víkurborg við loftpressur og fleira á unglingsárunum, var verslunarmað- ur hjá Matvöru- og kjötverslun Árna Pálssonar á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar og hjá Matvöruversl- un Jóns Hjartarsonar í Hafnarstræti, vann á samningi við húsasmíðanám hjá Árna Pálssyni húsasmíðameist- ara og hjá Ólafi Magnússyni húsa- smíðameistara. Sæmundur starfaði síðan við húsasmíðar að loknu sveinsprófi og var jafnframt húsvörður við Sól- heima 23 um skeið, var sjálfstætt starfandi húsasmíðameistari frá 1966, var yfireftirlitsmaður við Búr- fellsvirkjun 1967–68 og var yfirverk- stjóri við vegabrúarframkvæmdir í Kópavogi til 1969. Sæmundur hóf störf hjá Lögregl- unni í Reykjavík haustið 1969, sinnti fyrst almennum götulögreglustörf- um, varð lögregluþjónn á Seltjarnar- nesi 1975, var varðstjóri þar frá 1980 og síðan aðalvarðstjóri og stöðvar- stjóri á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ þar til hann lauk störfum fyrir aldurs sakir. Sæmundur lærði dans hjá Rig mor Hansen og var aðstoðarkennari hjá henni um skeið. Hann hóf að sýna rokkdans í upphafi rokktímabilsins, 1957, fyrst með Elínborgu Snorra- dóttur (Lóu) en þau sýndu rokk- dans á skemmtunum víða um land um sjö ára skeið. Þá sýndi hann rokk, tvist og ýmsa aðra dansa með Jónínu Karlsdóttur (Diddu) um langt árabil. Hann og Didda sýndu rokk á Broad- way 1983. Sæmundur varð rokk and roll Reykjavíkurmeistari með Lóu 1958 og hann og Didda tóku þátt í Rokk and roll keppni á Spáni árið 1980 og náðu þar fyrsta sæti. Þá æfði hann júdó um árabil og var aðstoðarþjálf- ari í júdó með Þorsteini Steingríms- syni við Lögregluskólann. Sæmundur æfði og keppti í hand- bolta með Sigga Johnny, Gulla Berg- mann og fleiri góðum mönnum og lék með meistaraflokki KR í nokkur ár. Sæmundur var einkalífvörð- ur Bobbys Fischer skákmeistara er hann tefldi hér á móti Boris Spassky í einvígi aldarinnar í Laugardalshöll vorið 1972. Þeir voru síðan aldavinir meðan Fischer lifði og var Sæmund- ur í lykilhlutverki við að frelsa Fischer úr japönsku fangelsi og veita honum hæli hér á landi, ásamt forsætisráð- herra, Davíð Oddsyni og fleirum úr Fischernefndinni. Sæmundur hefur starfaði í Frí- múrarareglunni frá 1971. Hann var einn af stofnendum Frímúrarakórs- ins í Reykjavík, ásamt Magnúsi, tví- burabróður sínum, og sat í stjórn kórsins um skeið. Þá söng hann ten- ór í Lögreglukórnum í sextán ár. Þá var hann formaður Taflfélags Sel- tjarnarness um skeið. Ævisaga Sæmundar, Sæmi rokk, skráð af Ingólfi Margeirssyni, kom út árið 2008. Fjölskylda Sæmundur kvæntist 17.6. 1959 Ás- gerði Ásgeirsdóttur, f. 11.3. 1942, húsmóður sem einnig starfaði við leikskóla um árabil. Hún er dóttir Ásgeirs Árnasonar, f. á Ísafirði 24.5. 1901, d. 7.2. 1958, fyrsta vélstjóra skipadeildar SÍS og meðeiganda Vél- smiðjunnar Odda á Akureyri, og k.h., Theodóru Einhildar Tómasdóttur, f. 7.1. 1906, d. 17.10. 1969, húsmóður. Börn Sæmundar og Ásgerðar eru Arna Sigríður Sæmundsdóttir, f. 10.9. 1959, blómaskreytari hjá Blómavali, búsett í Reykjavík, gift Agli Dan íelssyni vélstjóra og er sonur þeirra Davíð Eg- ilsson, húsasmiður en kona hans er Rakel Magnúsdóttir, og Ásgerður Eg- ilsdóttir, starfsmaður hjá Nova en maður hennar er Emil Fenger; Hildur Vera Sæmundsdóttir, f. 7.6. 1961, hár- greiðslumeistari og jógakennari, bú- sett í Reykjavík en maður hennar er Bjarni Þórarinsson meðferðarfulltrúi en börn Hildar Veru og fyrrverandi eiginmanns hennar, Höskuldar Har- aldssonar húsasmíðameistara, eru Tómas Höskuldsson, tölvumaður í Danmörku, en kona hans er Eva Ein- arsdóttir, Guðrún Höskuldsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Danmörku, en maður hennar er Tomas Lundberg rafvirkjameistari, auk þess sem dótt- ir Hildar Veru og Bjarna Jónssonar er Júlía Bjarnadóttir, leikskólakennari hjá World Class; Ásgeir Magnús Sæ- mundsson, f. 29.11. 1964, matreiðslu- meistari á Hrafnistu í Reykjavík og gít- arleikari með ýmsum hljómsveitum en kona hans er Anna Sigrún Auðuns- dóttir tannsmiður og eru dætur þeirra Sonja Ásgeirsdóttir og Ásgerður Ás- geirsdóttir; Theodóra Svanhildur Sæ- mundsdóttir, f. 25.9. 1969, förðunar- fræðingur og dans- og jógakennari sem starfrækir Danssmiðjuna með manni sínum, Jóhanni Erni Birgis- syni, markaðsstjóra Bylgjunnar og eru börn Theodóru og fyrrverandi eigin- manns hennar, Anthony Karls Greg- ori, Ólöf Sara og Sæmundur Karl, auk þess sem börn Theodóru og Jóhanns Arnar eru Jóhann Egill Jóhannsson og Arna Sif Jóhannsdóttir. Langafabörn Sæmundar og Ás- gerðar eru átta talsins. Bræður Sæmundar eru Gunn- ar Emil Pálsson, f. 14.8. 1934, pípu- lagningameistari og stýrimaður í Reykjavík en kona hans er Alda Vil- hjálmsdóttir; Magnús Pálsson, f. 31.7. 1936, rafmagnsiðnfræðingur í Reykjavík en kona hans er Álfheið- ur Silvía Briem; Hafsteinn Pálsson, f. 24.4. 1954, húsasmíðameistari í Reykjavík en kona hans er Jóna Bjarnadóttir. Foreldrar Sæmundar voru Páll Magnússon, f. 30.9. 1911, d. 22.1. 1978, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, og k.h., Sigríður Sæmundsdóttir, f. 18.11. 1911, d. 6.2. 1990, húsmóðir. Sæmi rokk Fyrrv. aðalvarðstjóri á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Þórhallur Heimisson Sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju 50 ára á laugardag 75 ára á sunnudag G unna Jóna fæddist í Kefla- vík en ólst upp í Sand- gerði. Hún var í Grunnskóla Sandgerðis, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suður- nesja og lauk þaðan stúdentsprófi 2001, stundaði nám við Iðnskól- ann í Hafnarfirði og lauk þar próf- um í tækniteiknun 2003, stund- aði nám í byggingafræði við Vitus Bering í Horsens í Danmörku og út- skrifaðist þaðan 2010. Hún er síðan að hefja MA-nám í framkvæmda- stjórnun við Háskólann í Reykjavík nú í haust. Gunna Jóna vann í fiskvinnslu í Garðinum á unglingsárunum frá þrettán ára aldri, hefur starfað við farþegaþjónustu hjá IGS Gro- und Service, á Keflavíkurflugvelli, í mörg sumur með skóla, fyrst við ræstingu flugvéla en síðan við inn- ritun. Þá var hún tækniteiknari á Verkfræðistofu Suðurlands á Sel- fossi 2005–2006. Fjölskylda Synir Gunnu Jónu og Gunnars Jó- hanns Ásgeirssonar eru Emil Aron Gunnarsson, f. 19.10. 2004; Ásgeir Elí Gunnarsson, f. 13.7. 2008. Bræður Gunnu Jónu eru Grét- ar Páll Jónsson, f. 12.6. 1977, verk- fræðingur, búsettur í Svíþjóð; Hrannar Jónsson, f. 20.1. 1979, líf- efnafræðingur, búsettur í Reykja- vík. Foreldrar Gunnu Jónu eru Kol- brún Vídalín, f. 27.7. 1958, nemi við Myndlistarskóla Akureyrar, og Jón Bjarni Pálsson, f. 5.10. 1957, sjó- maður í Sandgerði. Guðrún Jóna Jónsdóttir Byggingafræðingur í Sandgerði 30 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.