Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 64
64 | Fólk 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað S öngkonan Amy Wine- house bættist í hóp fjölda tónlistarmanna sem látist hafa 27 ára að aldri, þegar hún fannst látin síðustu helgi. Faðir hennar, Mitch Winehouse, hefur ákveð- ið að koma á fót meðferðarstofn- un í hennar nafni en Winehouse glímdi við mikinn eiturlyfja- og áfengisvanda á sinni stuttu ævi, líkt og aðrir meðlimir „27 ára klúbbsins“ svokallaða. Hann sagði dóttur sína hafa sigrast á eiturlyfjavanda sínum og reynt hvað hún gæti til að sigrast á glímunni við áfengisfíknina. Winehouse var jörðuð í kyrrþey á þriðjudaginn, líkt og hefð gyð- inga gerir ráð fyrir. Meðal annars fengu fjölmiðlar þau skilaboð að hana bæri að láta í friði. Winehouse skaust inn í sviðsljósið tvítug að aldri þegar fyrsta plata hennar, Frank, kom út árið 2003. Hún hlaut heims- frægð með plötunni Back to Black árið 2006 og naut mikillar velgengni í kjölfarið. En Wine- house var ekki síst þekkt fyrir einkalíf sitt. Árið 2007 giftist hún vand- ræðagemlingnum Blake Fiel- der-Civil á laun en hann er sagður hafa kynnt hana fyrir eitur lyfjum. Þau höfðu áður verið í sambandi sem upp úr slitnaði en það var einkenn- andi fyrir samband þeirra sem var stormasamt. Winehouse sá til þess að Fielder-Civil fengi ekki krónu í arf. Fielder-Civil var óhuggandi í fangelsinu þegar hann frétti af dauða hennar og sagði hana stóru ástina í lífi sínu. Lést skömmu eftir að hafa verið rekinn Brian Jones, gítarleikari í Roll- ing Stones, varð fyrsti meðlim- ur klúbbsins. Hann drukknaði í sundlaug sinni aðfaranótt 3. júlí 1969 og var úrskurðað að hann hefði látist af slysförum. Krufn- ing leiddi í ljós að hjarta hans og lifur voru í slæmu ástandi vegna misnotkunar á áfengi og eitur- lyfjum. Jones hafði mánuði fyrir dauða sinn verið rekinn úr Roll- ing Stones vegna áfengis- og eit- urlyfjavanda síns og Mick Taylor var ráðinn í hans stað. Jones þótti ekki nógu traustverðugur til að halda áfram í hljómsveit- inni vegna vandamála sinna en hann hafði meðal annars verið handtekinn tvisvar fyrir vörslu kannabisefna. Tveimur dög- um eftir dauða Jones hélt Roll- ing Stones tónleika honum til heiðurs en tónleikarnir höfðu þó verið áætlaðir með margra vikna fyrirvara til að kynna nýja gítarleikarann. Í heimilda- myndinni Stoned frá árinu 2005 er því haldið fram að Jones hafi verið myrtur af Frank Thorogo- od, smiði sem Jones skuldaði fé. Thorogood á að hafa ját- að morðið á dánarbeði sínum árið 1993. Lögregla tók málið til skoðunnar án þess að aðhafast frekar í málinu. Kafnaði í eigin ælu Gítarhetjan Jimi Hendrix fannst látinn rétt fyrir hádegi 18. sept- ember 1970. Talið er að hann hafi kafnað í eigin ælu fyrr um nóttina en Monika Danne mann, þáverandi kærasta hans, full- yrti þó að hann hefði enn verið með lífsmarki þegar sjúkrabíll- inn kom á staðinn. Sjúkraliðar héldu hins vegar fram að eng- inn hefði verið í íbúðinni fyr- ir utan Hendrix. Dannemann hafði sótt Hendrix úr teiti um klukkan þrjú um nóttina og ekið með hann til íbúðar sinn- ar þar sem hann fannst svo lát- inn. Samkvæmt lækninum John Bannister var það að mestu leyti rauðvín sem stíflaði öndunar- veg hans en krufning leiddi þó í ljós að lítið var af áfengi í líkama hans. Bannister missti réttindi sín árið 1992 fyrir svik og van- rækslu í starfi en það tengdist þó ekki dauða Hendrix. Í bók sem kom út árið 2009 var því haldið fram að umboðs- maður Hendrix, Mike Jeffreys, hafi látið koma honum fyrir kattarnef vegna þess að Hend- rix ætlaði að segja upp samningi við hann. Kveðja að handan til Lennons Janis Joplin komst í klúbbinn 16 dögum á eftir Hendrix. Hún skilaði sér ekki í upptökur þann 4. október og þegar grennslast var fyrir um hana fannst hún lát- in í hótelherbergi sínu. Dánar- orskökin var of stór skammtur af heróíni, mögulega í bland við áfengi. Talið er að skammtur- inn sem hún tók inn hafi verið sterkari en venjulega. Nokkrir aðrir viðskiptavinir fíkniefna- sala hennar létust af of stórum skammti sömu vikuna. Síðustu upptökur sem Joplin skildi eft- ir sig var hið fræga „a capella“- lag, Mercedes Benz, og afmælis- kveðja til Johns Lennon, sem Lennon barst eftir dauða henn- ar. Samsæriskenningar fylgja ekki dauða hennar líkt og hjá mörgum öðrum í klúbbnum. Fylgdi Jim í 27 ára klúbbinn Jim Morrison fannst látinn í baðkari í íbúð sinni í París 3. júlí 1971. Læknir sem kallaður var á vettvang sá ekkert grunsamlegt við dauða hans og fór því eng- in krufning fram en hjartastopp var úrskurðað dánarorsök hans. Sú ákvörðum leiddi til ýmissa spurninga og samsæriskenn- inga sem ganga svo langt að halda því fram að Pamela Cour- son, ástkona hans til margra ára, hafi vísvitandi átt sök á dauða hans. Þau voru ýmist saman eða ekki á löngu tímabili en samband þeirra þótti storma- samt. Hún sjálf hélt því fram að Morri son hefði tekið inn of stóran skammt af heróíni í þeirri trú að um kókaín væri að ræða. Þau höfðu tekið inn eiturlyf inn á milli drykkju nóttina áður en Morrison lést. Þremur árum síð- ar fylgdi svo Courson Morrison í 27 ára klúbbinn. Gröf Morrison í Pére Lachaise-kirkjugarðinum í París er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Sjálfsmorðsbréf til ímyndaðs vinar Rafmagnsverkfræðingur kom auga á lík Kurts Cobain, söngv- ara Nirvana, þegar hann ætl- aði að setja upp öryggiskerfi í húsi hans þann 8. apríl 1994. Í fyrstu hélt hann að Cobain væri sofandi en sá svo hagla- byssu við hlið hans og tók þá eftir því að hann var alblóðug- ur. Talið er að Cobain hafi fallið fyrir eigin hendi þremur dögum áður. Skömmu fyrir dauða sinn hafði Cobain verið lagður með- vitundarlaus inn á spítala eftir að hafa tekið of stóran skammt af svefnlyfi í bland við kampa- vín. Eiginkona hans, Courtney Love segir það hafa verið hans fyrstu sjálfsmorðstilraun. Sam- kvæmt ófáum samsæriskenn- ingum á hún að hafa staðið fyr- ir morðinu á honum. Cobain glímdi við mikið þunglyndi og þá var eiturlyfjafíkn vandamál hjá honum eins og svo mörgum öðrum í klúbbnum. Hann próf- aði marijúana 13 ára og þá var hann einnig háður skynörvandi lyfjum. Kurt Cobain skildi eftir sjálfsmorðsbréf sem stílað var á Boddah, ímyndaðan æskuvin hans Hvarf 27 ára að aldri Vafamál verður að teljast hvort Richey Edwards, gítarleikari Manic Street Preachers, geti tal- ist með í 27-ára klúbbnum. Til- kynnt var um hvarf hins 27 ára gamla Edwards 1. febrúar 1995 þegar hann skilaði sér ekki í tón- leikaferðalag til Bandaríkjanna. Hann sást síðast á hóteli í Lond- on og átti að halda þaðan til flug- vallarins. Á hótelherbergi hans fannst gjöf til náinnar vinkonu og þunglyndislyfið prósak og vegabréf hans fannst í íbúð hans í Cardiff. Tveimur vikum síðar fannst bíll hans nálægt brú yfir ána Severn sem skilur að Eng- land og Wales en þar endar hins vegar slóð Edwards. Getgátur fylgdu í kjölfarið um að hann hefði framið sjálfsvíg með því að stökkva af brúnni yfir ána en vinir hans sögðu það hins vegar óhugsandi. Ýmsir segjast hafa komið auga á hann á mörgum mismunandi stöðum en slíkar sögur hafa aldrei verið staðfest- ar. Edwards var úrskurðaður lát- inn árið 2008. n Amy Winehouse bætist í hóp goðsagna sem létust á 28. aldursári n Frábær söngkona sem tapaði baráttu gegn fíkninni n Samsæriskenningar algengar um 27 ára klúbbinn Nýr meðlimur 27 ára klúbbsins Morrison minnst Hippi minnist Jims Morrison við gröf hans í Pére Lachaise kirkjugarðinum í París. Mynd reuterS Amy Winehouse Ein af hinum fjölmörgu tónlistar- stjörnum sem látist hafa 27 ára að aldri. Tónlistarmenn- irnir eiga það sameiginlegt að hafa átt við eiturlyfja- og áfengisvandamál að stríða. Mynd reuterS Björn Reynir Halldórsson bjornreynir@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.