Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 78
78 | Fólk 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað
Fagnaði átta
ára brúð-
kaupsafmæli
Söngleikjaleikarinn Ívar Helga-
son hefur vakið verðskuldaða
athygli í söngleiknum Hárinu
sem nú er sýndur við góðan
orðstír í tónlistar- og ráðstefnu-
húsinu Hörpu í Reykjavík tók
sér frí frá önnum og fór með
konuna út að borða á 1862 Nor-
dic Bistro í Menningarhúsinu
Hofi á Akureyri. Þar fögnuðu
hann og eiginkona hans átta ára
brúðkaupsafmæli. Ívar hefur
eytt mörgum stundum á Akur-
eyri að undanförnu en Hárið
var sett þar upp í vetur áður en
sýningin var færð til Reykjavíkur
nú í byrjun sumars.
Ilmur í formi
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona
er lítið í því að hlífa sjálfri sér
þegar kemur að líkamsrækt-
inni. Hún stundar Víkingaþrek í
bardagaklúbbnum Mjölni en á
þeim æfingum er tekið vel á því.
Ilmur fór á æfingu í vikunni og
gerði upphífingar og ketilbjöllu-
lyftur af miklum móð. Leik-
konan lítur vel út og er komin
í flott form. Ilmur gerir það þó
ekki einungis gott í ræktinni
því í tekjublaði DV sem kom
út fyrr í vikunni var sagt frá því
að leikkonan sé með nærri 600
þúsund krónur í mánaðarlaun.
Enda gríðarlega vinsæl.
„Þú ert ekki
Andri Freyr“
„Þú ert ekki Andri Freyr,“ sagði
Vala Matt, gestastjórnandi
Virkra morgna, þegar þátturinn
hófst á miðvikudagsmorgun.
Þá sat við hliðina á henni Freyr
Eyjólfsson, stjórnandi Morg-
unútvarpsins, en Andri Freyr
Viðarsson hafði sofið yfir sig
og ekki náðist í kappann þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir. Freyr
stýrði þættinum þar til Andri
kom á hlaupum. Andri sló á
létta strengi og lét eins og ekk-
ert hefði í skorist þegar hann
kom inn í útsendingu en viður-
kenndi að það væri ansi óþægi-
legt að sofa svona yfir sig.
S
amkvæmt ársreikningi
Fjarþjálfunar ehf sem
DV hefur undir hönd-
um var hreinn hagn-
aður félagsins 3,7 millj-
ónir á árinu 2010. Félagið er í
eigu Egils Einarssonar sem oft-
ast er nefndur Gillzenegger eða
Þykki. Félagið heldur utan um
samnefndan rekstur Gillz en
fyrir nokkrum árum stofnaði
hann fyrirtæki þar sem hann
býður fólki upp á einkaþjálfun
í gegnum netið.
Heildarvelta félagsins á árinu
2010 var 11,6 milljónir króna.
Skuldir félagsins eru rétt tæpar
fjórar milljónir króna en eigið fé
að þeim frádregnum nemur 7,5
milljónum. Hagnaður félagsins
dregst lítillega saman frá því árið
2009 en þá var hann tæplega 4,5
milljónir króna. Skuldir félags-
ins jukust hins vegar um rúmar
þrjár milljónir á milli ára. Egill
hefur greitt sér arð upp á rúmar
3 milljónir úr félaginu á síðustu
tveimur árum en handbært fé
þess í lok árs var rúmar 2 millj-
ónir króna.
Egill, sem hefur verið áber-
andi talsmaður hollustu og lík-
amsræktar undanfarin ár, gerir
það ekki bara gott í gegnum fyr-
irtækið sitt Farþjálfun því sam-
kvæmt nýútkomnu tekjublaði
DV er hann einnig með um 420
þúsund krónur í laun á mán-
uði. En Egill starfar einnig sem
einkaþjálfari í Sporthúsinu.
Það er þó langt frá því að
Egill hagnist bara á líkams-
ræktinni því hann hefur einnig
komist á metsölulista sem rit-
höfundur. Egill hefur gefið út
þrjár bækur sem allar hafa selst
vel. Þá var gerð sjónvarpsþátta-
sería eftir bókinni Mannasiðir
sem sýnd var á Stöð 2 við góðar
undirtektir. Við þetta bætist svo
sala á þáttaröðinni á DVD.
Vinsældir Egils hafa
aukist jafnt og þétt undan-
farin ár en hann vakti fyrst
athygli sem pistlahöfundur
og bloggari. Egill er þó einn-
ig mjög umdeildur og hafa
femínistar og fleiri þjarm-
að mjög að líkamsræktarf-
römuðinum undanfarið fyrir
niðrandi ummæli sem voru
látin falla á bloggsíðu hans
árið 2007. Þessi ummæli hafa
verið rifjuð upp með reglu-
legu millibili og skaut umræð-
an enn og aftur upp kollin-
um þegar Egill prýddi forsíðu
Símaskrárinnar í ár.
Fyrirtæki Gillz
veltir milljónum
Í
slenska fyrirsætan og
pistlahöfundurinn Bryndís
Gyða Michelsen er komin í
úrslit fegurðarsamkeppn-
innar Playboy Miss Soci-
al sem fram fer á Facebook.
Keppninni lýkur í dag föstu-
dag og kemur þá í ljós hvort
Bryndís fái að sitja nakin fyr-
ir á síðum eins vinsælasta og
frægasta karlatímarits heims.
Í tilefni af þátttöku Bryndís-
ar í keppninni var rætt við
hana og aðra keppendur sem
komist hafa í úrslit á vefsíð-
unni thesmokingjacket.com,
sem er „vinnustaðaútgáfa“ af
Playboy, eins Hugh Hefner
lýsti síðunni sjálfur þegar hún
var opnuð í fyrravetur.
Bryndís svaraði, ásamt
tveimur öðrum þátttakend-
um, því hvað væri skrítnasti
staðurinn þar sem hún hafi
verið kysst. Þó að Íslending-
um finnist það kannski ekk-
ert rosalega skrítinn staður þá
svaraði Bryndís því að skrít-
nasti staðurinn hafi verið uppi
á Vatnajökli. „Á toppi stærsta
jökuls á Íslandi,“ sagði Bryn-
dís Gyða sem fékk viðurnefn-
ið Ice Ice Baby fyrir vikið á
síðunni. Hinar tvær stúlkurn-
ar sem svöruðu sömu spurn-
ingu sögðust hafa verið kysst-
ar í rússíbana á fleygiferð og í
baksæti á hermannajeppa.
Eins og áður segir er Bryn-
dís Gyða komin í úrslit keppn-
innar sem var upphaflega
opin öllum kvenkyns notend-
um á Facebook. Heldur bet-
ur hefur fækkað í hópi kepp-
enda en Bryndís er komin í 22
kvenna úrslit. Sigur vegarinn í
keppninni fær myndaseríu í
Playboy auk þess að fá að vera
gestgjafi í partíi sem haldið
verður á Playboy-setrinu í Los
Angeles í Bandaríkjunum.
„Á toppi stærsta jökuls á Íslandi“
n Skrítnasti staðurinn þar sem Bryndís Gyða hefur verið kysst
n Fyrirtæki Gillz, Fjarþjálfun ehf., með 3,7 milljónir í
hagnað n Velta up á 11 milljónir n Vinsæll en umdeildur
Umdeildur Ekki voru allir sáttir
við að hann skyldi prýða forsíðu
Símaskrárinnar.
Egill Einarsson Fyrir-
tæki hans, Fjarþjálfun,
veltir milljónum.
Umdeildur Ekki voru allir
sáttir við að hann skyldi prýða
forsíðu Símaskrárinnar.