Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Side 14
Góð gæludýra- verslun n Verslunin Gæludýr.is á Korputorgi fær lofið fyrir góða þjónustu og góðar verðmerkingar. Tveir gæludýraeig- endur, sem DV hefur haft spurnir af, ljáðu nýlega máls á því að verðmerk- ingar væru til fyrirmyndar og þjónustan líka. Frí heimsend- ing er á vörum á höfuðborgar- svæðinu og mælist það vel fyrir. „Ég versla núna alltaf þarna,“ sagði hundaeigandi sem sendi DV línu. Ítrekað send á milli starfs- manna n Kona á miðjum aldri hringdi í DV og sagðist ekki eiga orð yfir þjón- ustuna í Húsasmiðjunni í Hafnar- firði. Hún hafði farið í Húsasmiðjuna til að finna einn hlut. Eftir að hafa ítrekað verið send á milli ungra og óreyndra starfsmanna, án þess að nokkur þeirra gæti hjálpað henni, var henni nóg boðið og beindi viðskiptum sínum annað. 14 | Neytendur 24. ágúst 2011 Þriðjudagur E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 232,7 kr. 232,7 kr. 232,5 kr. 232,5 kr. Höfuðb.sv. 232,4 kr. 232,4 kr. Melabraut 232,5 kr. 232,5 kr. Algengt verð 234,5 kr. 232,8 kr. Melabraut 232,5 kr. 232,5 kr. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Burt með verndartolla Neytendasamtökin gagnrýna harð- lega að stjórnvöld skuli leggja ofur- tolla á matvæli sem ekki séu fram- leidd hér á landi, svo sem margar tegundir osta, og handstýri þannig neyslunni. Í grein á heimasíðu sam- takanna, ns.is, segir að samtökin hafi lengi gagnrýnt himinháa tolla sem lagðir eru á allar innfluttar landbún- aðarvörur. Afnám þeirra myndi lík- lega lækka vöruverð á Íslandi. Sam- tökin hvetja stjórnvöld til að fella hið fyrsta niður tolla af vörum sem ekki eru framleiddar hér, svo sem parmesanosti og geitaosti. „Það er eðlilegt skref og ekki hægt að sjá að neinn geti sett sig upp á móti slíkum breytingum.“ Skiptu út óholla matnum Það er ekki sjálfgefið að þú þurfir að gerbreyta mataræðinu til að léttast eða minnka magamálið. Ef þú tekur lítil skref í átt að heilsusamlegri lífsstíl er ólíklegra að þú springir á limminu. Hér á eftir fara nokkur einföld ráð til að skipta út óhollum mat fyrir hollan, án þess að fara alveg á mis við bragðgóða máltíð. baldur@dv.is Hafragrautur í stað morgunkorns Jafnvel þó sumt morgunkorn sé kynnt eins og um megrunarfæði sé að ræða er staðreyndin sú að margar tegundir innihalda mikinn sykur. Þannig inniheldur Kellogg's Special-K álíka mikinn sykur og kanilsnúður með súkkulaði. Neysla á sykruðu morgunkorni í byrjun dags getur leitt til þess að líkaminn kallar á meiri sykur. Í stað þess að festast í þeim vítahring ætti að prófa að borða hafragraut, sem hefur lágan sykurstuðul, á morgnana. Sykurstuðull er mælikvarði þess hversu mikið til- tekið kolvetni hækkar blóðsykur. Hafragrautur er ekki bara fullur af næringarefnum heldur mun orkan sem hann veitir þér endast mun lengur en dæmigert sykrað morgunkorn. Gott er að bragðbæta grautinn með rúsínum eða sveskjum. F artölva frá Boðeind sem Hóp- kaup auglýsti til sölu með 40 prósenta afslætti, á 87 þús- und krónur, verður til sölu í Tölvulistanum á 99 þúsund krónur án afsláttar í næstu viku, ef marka má heimasíðu Tölvulistans og orð rekstrarstjóra fyrirtækisins. Á Okursíðu Dr. Gunna birtist á dögunum ábending þar sem því var haldið fram að gróf neytendablekk- ing væri fólgin í 40 prósenta afslátt- artilboði Hópkaupa þar sem vélin væri fáanleg á næstum því sama verði hjá Tölvulistanum. Tilboð- ið var á Asus-fartölvu frá Boðeind, sem upphaflega hafði kostað 145 þúsund krónur, og hljóðaði verðið upp á 87 þúsund krónur ef 30 eða fleiri myndu taka tilboðinu. Alls 97 tóku tilboðinu sem fól í sér 40 pró- senta afslátt miðað við upphaflegt verð Boðeindar. DV kannaði málið og komst að því að vélin er ekki til í Tölvulistan- um. Sæmundur Einarsson, rekstr- arstjóri Tölvulistans, staðfesti það en sagði að hún væri væntanleg um eða eftir helgi. „Nei, hún hefur ekki verið seld hjá okkur ennþá,“ sagði hann. Sæmdundur sagði enn frem- ur aðspurður að verð þeirra hefði aldrei verið lækkað, það hefði alltaf staðið til að selja hana á 99 þúsund. Lausleg athugun DV leiddi í ljós að vélin er ekki fáanleg annars staðar enn sem komið er. Í svari frá Hópkaupum á Okur- síðunni segir að starfsfólk Hóp- kaupa hafi gengið úr skugga um að upprunalegt verð Boðeindar væri rétt. „Ef hægt er að nálgast sam- bærilega tölvu í öðrum verslun- um á Íslandi þá er það mjög gott fyrir neytendur að vita af því en þannig er nú samkeppnin.“ Vélin ekki til annars staðar n Hópkaup svarar ásökunum vegna tilboðs á fartölvu Gott verð Tilboð Hópkaupa var 12 þúsund krónum lægra en áætlað verð í Tölvulistanum. Hlynsýróp í stað sykurs Ekki er ástæða til að sniðganga með öllu neyslu sykurs. Nauðsynlegt er þó að neyta þessa einfalda orkugjafa í hófi. Ef þú neytir drykkjar, til dæmis kaffis eða tes, sem þér finnst ódrekkandi án sykurs, ættir þú kannski að prófa hlynsýróp. Hvítur sykur er gjörsneyddur næringarefnum en hlynsýróp er aftur á móti hlaðið járni, kalki, sinki og öðrum steinefnum. Þess utan hefur hlynsýróp mun lægri sykurstuðul en hreinn sykur og því hækkar blóðsykurinn ekki jafn hratt. Jómfrúarolía í stað grænmetisolíu Einómettuð jómfrúarolía, sem er kaldpressuð ólífuolía, er ein holl- asta matarolía sem völ er á. Hún er rík af andoxunarefnum og fitan er „góð“ eins og stundum er sagt. Olían getur ekki aðeins hjálpað fólki að léttast heldur hefur hún einnig þá eiginleika að geta dregið úr kólesteróli og þannig dregið úr líkum á hjartaáfalli. Reyndu að kaupa olíu í glerflösku frekar en plasti til að tryggja hreinleika hennar. Skiptið út grænmetisolíunni og notið jómfrúarolíu til að steikja upp úr (á vægum hita) og á ferskt grænmeti. Heimalagaðar sósur í stað tilbúinna Flestar tilbúnar sósur eru mikið unnin matvæli sem eru stútfull af sykri, salti og rotvarnarefnum. Í stað þess að fylla ísskápinn af krukkum og dollum með tilbúnum sósum skaltu prófa að laga þínar eigin. Gott ráð er að mauka tómata og bæta við kryddjurtum og fersku grænmeti. Kaloríurnar verða miklu færri, þú færð fullt af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum, auk þess sem engin óæskileg aukaefni verða í matnum þínum. 374 kr.* 396 kr.* 618 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.