Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Síða 22
22 | Viðtal 24. ágúst 2011 MIðvikudagur Ofsótt af óðum kærasta H vað á ég að gera? Á ég að sitja hér og lifa í ótta þar til hann finnur sér nýtt fórn- arlamb?“ spyr kona á fertugsaldri sem lagði fram kæru á hendur fyrrverandi kærasta sínum til tveggja ára í gær. Sambandinu lauk endan- lega þegar hann nefbraut hana síðasta laugardag fyrir framan sjö ára gamla dóttur hennar. Virkaði bara sætur strákur Þar sem málið er í rannsókn hjá lögreglunni vill konan ekki koma fram undir nafni að svo stöddu, því hún óttast að það gæti eyðilagt fyrir sér. Hún lif- ir þó ekki í skömm vegna þess sem gerðist heldur segir öllum frá því sem gerðist. Enda varla hjá því komist þar sem hún er með glóðarauga á báðum. Og til hvers að ljúga til þess að verja hann spyr hún. „Ég veit alveg að ég gerði ekkert rangt. Ég vil bara stoppa hann af, svo hann haldi ekki áfram að skaða fólk. Mér er sagt að skipta mér ekki af því ef hann finnur sér annað fórnarlamb en hver á þá að láta þessar stelpur vita?“ Þau kynntust fyrir tveimur árum. Hann birtist í lífi henn- ar þegar hún var að skilja við æskuástina og eiginmann sinn til tíu ára. Saman áttu þau tvö börn, en það reyndi á þegar þau urðu fyrir alvarlegu áfalli og að lokum sáu þau sér ekki fært að halda áfram. Svo þau skildu. En þá hitti hún þenn- an strák, sem virkaði svo heil- brigður og flottur. Hann var í háskólanámi og stundaði úti- vist af kappi, gekk á fjöll og renndi sér á snjóbretti. „Þetta hljómar rosa vel,“ segir hún og bætir því við að hann sé voða sætur strákur. „Hann lítur ekki út fyrir að vera einhver geð- sjúklingur.“ Bréf sem kom á óvart Þar að auki bjó hann erlendis þar sem hann stundaði nám. Það hentaði henni fínt því hún ætlaði sér ekki strax aft- ur í alvarlegt samband. „Fyr- ir mér var hann eins og plást- ur á meðan ég var að ganga í gegnum skilnaðinn. Þetta átti aldrei að verða neitt alvarlegt. En hann byrjaði strax að þjösn- ast á mér og segja að ef ég elsk- aði hann, ef ég væri hrifin af honum þá kæmi ég út til hans í heimsókn.“ Svo hún splæsti í flugmiða. Skömmu seinna fékk hún svo bréf og efni þess kom henni verulega á óvart. „Þetta var frá stelpu sem sagðist vera barnshafandi eftir hann og búa með honum. Ég kom af fjöllum því hann hafði aldrei minnst á annan kvenmann og ég var ekki bara orðin hrifin af hon- um heldur var ég einnig búin að sofa hjá honum. Ég sendi honum því bréf og spurði hvort þetta væri rétt en hann laug því þá að mér að þau væru ekki í eiginlegri sambúð heldur hefði hann leyft henni að búa hjá sér þar sem hún væri orðin ólétt eftir hann. Hann hefði frekar kosið að hún færi í fóstureyð- ingu því það væri ekkert á milli þeirra. Ég vildi trúa þessu og gerði það í blindni.“ Fleiri reyndu að vara hana við. Hún fékk til dæmis SMS þar sem hún var beðin um að kynna hann ekki fyrir börnun- um sínum. En aftur náði hann að sannfæra hana um að þetta væri afbrýðisöm fyrrverandi kærasta. Aldrei kynnst eins ljúfum manni Hún fór svo út að hitta mann- inn. Seinna frétti hún að hann hefði hent hinni konunni út og jafnvel verið „vondur við hana“, eins og hún orðar það. „En hann var svo góður við mig að ég gat ekki trúað því að það væri eitthvað vont í honum. Eftir ellefu rómantíska daga fór ég aftur heim og var þá alveg í skýjunum yfir því hvað hann væri æðislegur.“ Viku seinna kom hann heim til Íslands og bauð henni upp í bústað. „Ég hafði aldrei kynnst eins ljúfum manni.“ Tveimur vikum eftir að hann fór aftur út hringdi hann og sagðist vera hættur í skólan- um, hann væri að flytja aftur til Íslands því hann gæti ekki lifað án hennar. „Ég vissi ekki hvað ég var komin út í en ég var skotin í honum og brotin eftir skilnaðinn.“ Henni gafst heldur aldrei færi á að jafna sig almenni- lega á skilnaðinum því kær- astinn varð strax afbrýðisam- ur út í hennar fyrrverandi. „Mjög fljótlega var þetta orðið þannig að ég mátti ekki tala við minn fyrrverandi án þess að hann væri með mér og þá bara um börnin. Mér fannst þetta mjög skrýtið því okkar sam- skipti voru ekki á þeim nótum að hann þyrfti að vera afbrýði- samur. Við höfum samt allt- af verið góðir vinir og vorum í sama vinahópi í mörg ár áður en við tókum saman.“ Hataði alla vinina Hún lét þetta ekki slá sig út af laginu. Eftir á að hyggja sér hún samt að smám saman var hún að einangrast frá bæði fjöl- skyldu sinni og vinum. En þar sem hún vildi gera allt rétt ákvað hún að kynna hann fyrir öllum vinum sínum, strákum jafnt sem stelpum. Svo hún tók rúnt- inn. Honum hugnaðist þó fæst- ir af hennar vinum: „Eftir smá tíma var hann farinn að tala um að hann hataði þennan og svo hinn. Smám saman einangrað- ist ég. Að lokum var hann hætt- ur að þola alla mína vini. Hann varð að finna eitt- hvað á mig og bannaði mér að drekka. Hann komst líka upp á kant við systur mína vegna þess að við nutum þess að spjalla saman yfir góðum mat og rauð- vínsglasi. Hann tók hana afsíð- is og sagði að hún ætti ekki að vera með vín í kringum mig. Hún kom af fjöllum og skildi ekki hvað hann var að fara með þetta. En þar sem þetta skipti mig ekki öllu máli samþykkti ég að sleppa því bara að fá mér vín með matnum.“ Rústaði íbúðinni Stjórnsemin ágerðist stöð- ugt. „Hann þoldi ekki þegar ég skrapp út. Ein vinkona mín átti það til að draga mig með sér í bæinn á búðarölt eða á kaffi- hús en fyrir vikið fór hún alveg agalega í taugarnar á honum. Málið er bara að ég er mikil félagsvera og hef gaman af því að vera í kringum fólk.“ Oft kom það henni í bobba. Einu sinni frétti hún það frá vinum sínum að hann hefði talað illa um hana, borið hana saman við sína fyrrverandi þannig að hún kom illa út. „Ég varð rosalega sár og hringdi í hann til að segja að ég gæti ekki verið með honum ef þetta væri hans álit á mér og hann væri að tala svona um mig. Hann trylltist.“ Daginn eftir átti dóttir hennar afmæli. Svo hún fór til barnsföður síns og fyrrverandi eignmanns til að halda henni smá veislu. „Þá tapaði hann sér algjörlega. Samt var ekki eins og ég væri að fara að byrja aftur með fyrrverandi eigin- manni mínum. Það var ég sem skildi við hann á sínum tíma. En þegar ég kom heim þá var hann búinn að rústa íbúðinni minni, það voru föt og dót úti um allt. Svo ég hringdi í lög- regluna.“ Sonurinn er farinn „Sonur minn er farinn frá mér út af þessum manni,“ segir hún svo. Hann er enn í grunn- skóla og fékk að flytja aftur í gamla heimabæinn þeirra. Það var nefnilega þannig að þegar fyrrverandi eiginmaður henn- ar átti afmæli sendi hún hon- um kveðju – „til hamingju með daginn, njóttu hans.“ Kærastinn sem hafði auðvitað aðgang að Facebook-svæðinu hennar sá kveðjuna þegar hann vaknaði og kastaði tölvunni í vegginn. „Sonur minn varð svo hrædd- ur að hann bað frænku sína um að sækja sig og vildi ekki koma aftur heim. Ég gat ekki gert barninu mínu það að lifa í ótta hjá mér. Svo ég leyfði honum að fara. Hann þekkir sig líka best í okkar gamla bæ. En mér finnst það auðvitað hræðilegt. Það er líka hræðilegt að systkinin séu ekki saman.“ Tveimur dögum seinna fór hún sjálf. Þá kom frænka hennar í heimsókn og hann rauk upp, öskraði á þær báðar, fór út og skellti hurðinni á eft- ir sér. „Þá bað ég frænku mína um að staldra við og pakkaði dótinu mínu niður og fór frá honum til hennar. En í ein- hverjum einmanaleika hætti ég við þegar hann kom aftur með skottið á milli lappanna og lofaði öllu fögru. Ég hafði samt varann á og hleypti honum ekki alveg að mér. Hann borgaði til dæmis aldrei húsaleigu.“ Sjúklegt lostasamband Eftir að hann öskraði á bróður hennar í fjölskylduboði hafa for- eldrar hennar ekki heldur viljað koma í heimsókn. Í raun hafa nánast allir í kringum hana sagt henni að hætta að hitta þennan mann, því það sé greinilega eitt- hvað að. „Um leið finnst mér ég svo lítillækkuð því ég tek alltaf við honum. En hann ber enga virðingu fyrir einu né neinu.“ Hún hrífst ekki af mönn- um sem eru með machostæla, enda kom hann ekki þannig fyrir í byrjun. Þegar sambönd eru svona sjúk getur líka verið erfitt að slíta þeim, segir hún. „Þetta var sjúklegt lostasam- band, hatur og ást. Kynlífið var alveg geðveikt og þegar allt lék í lyndi gat ég ekki hugsað mér að hann veitti annarri stelpu þennan unað sem hann veitti mér. Það er mjög erfitt að losa sig út úr þessu og ég get alveg sagt þér að ég er búin að gráta mikið síðustu daga,“ segir hún klökk. „Það kemur alveg upp hjá mér söknuður eftir því góða sem við áttum saman en ég vil ekki sjá hann. Ég vil ekki að hann komi nálægt mér eða mínum.“ Vakin með látum Það var svo í desember sem hann lagði fyrst á hana hend- ur. Þá hafði hún farið út í pók- er með vinkonu sinni og rekist þar á aðra vinkonu. Sú hringdi í hana klukkan tvö að nætur- lagi. „Áður en ég vaknaði og gat svarað vakti hann mig með látum, hristi mig alla til, kall- aði mig öllum illum nöfnum og dró mig niður. Ég reyndi að segja honum að ég vissi ekki hvaða númer þetta væri en þetta væri pottþétt enginn karlmaður þar sem ég var búin að slíta sambandi við alla mína strákavini og meira að segja búin að loka á suma á Facebo- ok. Auðvitað var það algjör geðveiki og ég hefði átt að átta mig á því en ástin getur ver- ið blind og ég hélt að ég gæti hjálpað honum. En hann vildi ekki hlusta. Ég henti honum út en næsta morgun kom hann aftur og sparkaði í bakið á mér, fleygði mér niður og kýldi mig svona fimm, sex sinnum í andlitið.“ Leið eins og hvítu hyski Í kjölfarið hringdi hún aftur á lögregluna. „Ég fékk það á til- finninguna að ég væri bara Hún átti sér einskis ills von þegar hún kynntist þessum sæta strák sem stundaði háskólanám og gekk á fjöll. Þegar hann sagðist hata meira og minna alla vini hennar runnu þó á hana tvær grímur og ekki skánaði það þegar hann rústaði íbúðinni í afbrýðisemikasti. Með fagurgala tókst honum þó alltaf að vinna hana til sín aftur þar til hann nefbraut hana í síðustu viku fyrir framan sjö ára dóttur hennar. Nú er hún búin að kæra en er óttaslegin og þráir vernd, enda ekkert sem getur haldið honum í burtu og hún veit aldrei upp á hverju hann tekur næst. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal Áverkarnir Þessi mynd er tekin nokkrum dögum eftir að maðurinn nef- braut hana. Hér sést að áverkarnir voru verulegir þótt erfitt sé að greina skurð við annað augað og stóra kúlu á enninu. Viðvörun! Konan hefur lúmskan grun um að maðurinn sé kominn með nýtt fórnarlamb í sigtið þótt hann sé ekki búinn að sleppa tökunum á henni og reyndi að vara viðkomandi við með því að deila sinni sögu með henni í gegnum Facebook. Hún fékk ekkert svar. Sláandi status Sonur konunnar setti þennan status inn á Facebook. Hann er enn í grunnskóla og hefur auðvitað áhyggjur af mömmu sinni. Hér sést hvernig langamma hans svaraði honum. „Ég sá það að hann var tilbú- inn til að drepa mig. „Eiga svona menn bara að ganga um lausir þar til þeir drepa einhvern?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.