Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað Í slenskt efnahagslíf er ennþá að miklu leyti í eigu og umsjá fjármálafyrirtækja eftir efna- hagshrunið árið 2008. Sam- kvæmt nýlegri rannsókn Sam- keppniseftirlitsins, Samkeppni eftir hrun, ráða bankarnir nú beint eða óbeint yfir 46 prósentum allra fyrirtækja í landinu. Ástæðan er sú að eftir efnahagshrunið hafa mörg fyrirtæki lent í fjárhagsvandræð- um og annaðhvort verið yfirtekin af bönkunum eða eru í gjörgæslu þeirra, eins og sagt er. Sé greint á milli þeirra fyrirtækja sem bank- arnir hafa tekið yfir formlega og þeirra sem þeir eiga tæknilega vegna erfiðrar skuldastöðu eru bankarnir eigendur um 17 pró- senta fyrirtækja í landinu á meðan 29 prósent eru óbeint í eigu þeirra vegna erfiðrar skuldastöðu. Tvö dæmi um stórfyrirtæki sem bankarnir stýra með beinum eða óbeinum hætti eru olíufélögin N1 og Olís. Arion banki og Íslands- banki eiga samtals meira en sjö- tíu prósenta hlut í N1 eftir yfirtöku á fyrirtækinu fyrr á árinu á meðan Landsbankinn er í reynd eigandi Olís vegna skuldsetningar félags- ins hjá bankanum. Arion banki og Íslandsbanki munu selja hluti sína í N1 þegar færi gefst en óvíst er hvernig framtíðareignarhaldi á Olís verður háttað, hvort bank- inn tekur fyrirtækið yfir eða ekki. Annað gott dæmi um stórfyrirtæki sem banki á hlut í er smásöluris- inn Hagar en Arion banki heldur um 10 prósenta hlut í því fyrirtæki. Bankinn mun selja þann hlut þeg- ar hann getur. „Ægivald“ bankanna Í rannsókn Samkeppniseftirlits- ins kom fram að stóru viðskipta- bankarnir þrír, Landsbankinn, Ís- landsbanki og Arion banki, væru í reynd eins og þrjár viðskipta- blokkir í atvinnulífinu. Um þetta segir í skýrslunni: „Hið sterka net tengsla og viðskiptasamband helstu viðskiptajöfra riðlaðist við hrunið og viðskiptablokkir féllu. Þær hafa ekki risið upp aftur þó að eflaust séu einhverjar slíkar í mótun. Segja má að í ljósi sterkr- ar stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja þá hafi þeir ægivald yfir atvinnulífinu í dag og séu að því leytinu til ígildi viðskiptablokkar, hver í sínu lagi.“ Þessi staða fjármálafyrirtækja í atvinnulífinu stríðir í reynd gegn eðli og tilgangi slíkra fyrirtækja sem almennt séð vilja ekki vera svo stórir beinir þátttakendur í at- vinnulífinu í gegnum eignarhald sitt á fyrirtækjum. Enda er það líka svo að bankarnir hyggjast selja þessi fyrirtæki með tíð og tíma. Í reglum Arion banka um fjárhags- lega endurskipulagningu fyrir- tækja segir til dæmis: „Stefnt er að því að selja eignarhluti í fyrir- tækjum eins fljótt og hagkvæmt er.“ Hinir bankarnir hafa svipaða stefnu. Á meðan, þar til hagkvæmt verður að selja þessi fyrirtæki, munu bankarnir halda utan um eignarhald þeirra áfram eða stuðla að fjárhagslegri endurskipulagn- ingu þeirra með leiðréttingu á skuldum og öðru slíku svo núver- andi eigendur geti átt þau áfram. Í einhverjum tilfellum, ef það er talið hagkvæmt, munu bankarnir hins vegar selja þau fyrirtæki sem hafa verið yfirtekin. Dæmi um sölu fjármálafyrir- tækja á yfirteknum fyrirtækjum eftir hrun eru hlutabréf í smásölu- risanum Högum, bifreiðaumboð- ið Hekla, Dominos, iðnfyrirtæk- ið BM Vallá og bifreiðaumboðin B&L og Ingvar Helgason. Dæmi um fyrirtæki sem til stendur að selja er Penninn-Eymundsson en eignarhald Arion banka á því fyr- irtæki hefur vakið harða gagnrýni hjá samkeppnisaðilum þess. Ráða yfir 225 milljarða fasteignum Annars konar eignir, sem stund- um gleymast þegar talað er um eignasafn íslensku bankanna, eru fasteignir þeirra. Viðskiptabank- arnir hafa yfirtekið mikið af fast- eignum eftir hrunið. Samþjöppun á fasteignamarkaðnum fyrir hrun hafði gert það að verkum að nokk- ur stórskuldug fasteignafélög í eigu helstu viðskiptablokka lands- ins höfðu eignast mikið af eign- um. Þetta eru félög eins og Landic Property, sem áður hét fasteigna- félagið Stoðir, þar sem Baugur Group var stærsti eigandinn. Við efnahagshrunið 2008 varð ljóst að kröfuhafar þessara félaga myndu þurfa að taka eignir þeirra yfir vegna skuldsetningar þeirra. Þegar litið er á eignarhald bankanna á atvinnuhúsnæði kemur fram að hlutdeild bank- anna á þeim markaði er gríðar- leg. Þannig má áætla, út frá virði þeirra fasteigna sem eru inni í fasteignafélögum bankanna, að heildarverðmæti atvinnuhús- næðisins sé um 225 milljarðar króna um þessar mundir. Þannig var bókfært verðmæti fasteigna- félags Landsbankans, Regins, um 34 milljarðar króna í lok júní á þessu ári, fasteignafélag Arion banka, Landfestar, átti fasteignir sem metnar voru á um 22 millj- arða króna á sama tíma og eignar- haldsfélagið Reitir, sem er í eigu Arion banka og Landsbankans, átti eignir sem metnar voru á um 95 milljarða króna í sumar. Þá má einnig nefna fasteignafélagið Eik sem er að hluta til í eigu fjár- málafyrirtækja en virði eignasafns þess félags nam um 20 milljörðum króna í sumar. Meðal þekktra eigna sem eru í eigu bankanna má nefna Kringl- una, Smáralind, Hótel Loftleiðir, Egilshöll, Borgartún 26 og Ármúla 3, höfuðstöðvar Vátryggingafélags Þau kaupa upp Ísland n Skúli Mogensen umsvifamestur í eignauppkaupum eftir hrunið n Bankarnir hafa „ægivald“ yfir atvinnulífinu n Sitja á 46 prósentum fyrirtækja landsins n Þeir sem högnuðust erlendis fyrir hrun áberandi meðal nýrra fjárfesta Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Mín reynsla er sú að það sé kannski einmitt í krísum sem tækifærin skapast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.