Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 56
Er hún Golíat? Davíð iðrast n Guðfræðingurinn Davíð Þór Jóns­ son bað pistlahöfundinn Maríu Lilju Þrastardóttur afsökunar á því að hafa hótað að stefna henni fyrir meiðyrði. „Ég iðrast þeirrar hót- unar,“ skrifaði Davíð á bloggsíðu sína á fimmtudag og birti þar langa afsökunarbeiðni þar sem hann út- skýrði af hverju hann vildi stefna Maríu Lilju og af hverju hann féll frá þeirri ákvörðun. Allt hófst þetta með pistli Davíðs Þórs í Fréttablaðinu um samtökin Stóru systur og svari Maríu við skrifum Davíðs. Linda fer á Miss World n Fegurðardrottningin Linda Péturs­ dóttir verður um helgina viðstödd keppnina Miss World í London. Á sunnudaginn ræðst hver hreppir kórónuna eftirsóttu og þar með titil- inn fegursta kona heims. Linda er ein þriggja íslenskra kvenna sem hlotið hafa titilinn. Hinar eru Hólmfríður Karlsdóttir og Unnur Birna Vilhjálms­ dóttir. Að þessu sinni er það Sigrún Ár­ mannsdóttir, 18 ára, sem keppir fyrir hönd Íslands. Sigrún er frá Akranesi og þykir eiga góða mögu- leika í keppn- inni. Rómantísk hjón í Róm n Útvarpsmaðurinn Heimir Karls­ son í Bítinu á Bylgjunni sló heldur betur í gegn hjá eiginkonu sinni, Rúnu Hjaltested Gunnarsdóttur kenn- ara í listasögu, þegar hann bauð henni í ferð til Rómar. Hjónin urðu bæði fimmtug á árinu. Í sínu eigin afmæli fékk Heimir Egil Ólafsson, uppáhaldssöngvara eiginkonunnar, til þess að syngja henni til heiðurs og fól söngvaranum jafnframt að tilkynna henni um Rómarferðina. Hjónin komu frá Róm í vikunni eftir að róman- tíkin hafði fengið að blómstra í einni af háborgum lista og menn- ingar. É g þarf að kaupa iPad-inn minn, sem ég hef átt í um það bil ár, aft- ur og ég veit ekki af hverjum ég er að kaupa hann,“ segir Páll Árna- son en hann varð fyrir því óhappi að gleyma iPad-inum sínum í vél JetBlue á leið frá Orlando til New York fyrir skemmstu. Páll lét starfsfólk strax vita en fékk þau skilaboð að ekki væri unnt að fara aftur inn í vélina til að leita að tækinu. Þegar hann kom til Íslands sendi hann flugfélaginu tölvupóst en fékk þau svör um hæl að tækið hefði ekki fundist. Stuttu síðar fékk hann aðra tilkynningu um að iPad-inn væri kominn í leitirnar. Til að fá hann send- an þyrfti hann hins vegar að gefa upp kortanúmer sitt. Stuttu seinna kom starfsmaður Icetransport með iPad-inn til Páls og reikning upp á 18.000 krónur fyrir virð- isaukaskatti og tolli á tækinu. „Ég átti iPad-inn skuldlaust og var með kvittun og því ósköp einfalt að sýna fram á að ég hefði keypt hann fyrir ári. Hann tók það þó ekki gilt og tók tækið aftur með sér,“ segir hann en bætir við að að lok- um hafi hann fengið tækið afhent. Þar með var sögunni ekki lokið því Páll fékk svo reikning frá óskila- munadeild JFK-flugvallar upp á tæpar 58.000 krónur. „Þar stendur að reikn- ingurinn sé vegna kaupa á iPad-in- um,“ segir Páll sem íhugar að leita til lögreglu þar sem búið er að taka upp- hæðina af VISA-kortinu hans. „Ég hef verið í tölvusamskiptum við JetBlue en hef ekki fengið nein svör af viti. iPad- inn sem kostaði mig 499 dollara er nú kominn í yfir 1.000 dollara.“ gunnhildur@dv.is Þarf að kaupa iPad sem hann gleymdi n Þarf að borga fullt verð fyrir iPad sem hann gleymdi í flugvél Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 4.–6. nóVeMBeR 2011 127. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. Páll og iPad­inn Svo virðist sem óskilamunadeild JFK-flugvallar sé að reyna að selja Páli hans eigin iPad.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.