Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað  Opið virka daga frá 9.00 – 19 og laugardaga frá 10 – 16 Verðskrá gildir frá 1. febrúar 2011 Nudd Sjúkranudd: Sem eingöngu læknar vísa á „tilvísun“. Vöðvanudd: Létt nudd sem eykur blóðstreymi og slakar á spenntum vöðvum. Slökunarnudd: Slökun, unaður, þægindi. Svæðanudd: „Bróðir nálastungunnar“ Nudd á viðbragðssvæði fóta fyrir allan líkamann. Sogæðanudd: Vinnur á bjúg, streytu og þreytu. Ótrúlega þægileg meðhöndlun með virkum ilmolíum sem eykur sogæðaflæðið. Losar stíflur í vefjum og uppsöfnuð eiturefni. Steinanudd: Heitir steinarnir slaka og mýkja vöðvana, unaður. Djúpnudd: Stíflu,vatns og bólgulosandi nudd. Styrkir og stinnir mjög öflugt. 1 skipti 40 mín. ....................................................................... 5.100 m/tilvísun .............................................................. 4.100 1 skipti 1 klst. ......................................................................... 6.500 m/tilvísun .............................................................. 5.200 1 skipti 1½ klst. ...................................................................... 9.600 m/tilvísun .............................................................. 7.700 Stólanudd/Bekkjanudd: ........................................ 15 mín 2.500 20 mín 3.000 30 mín 4.300 Snyrtifræðinganudd: ........................................................... 5.500 Sauna ........................................................................................ 800 Handklæði ............................................................................... 400 Við ráðleggjum um val á snyrtivörum í andlitsböðum í samræmi við húðgerð. Við höfum glæsilega snyrtivöruverslun. Við förum á sýningar erlendis og fylgumst vel með öllum nýjungum. Ef forföll eru vinsamlegast afpantið tíman með fyrirvara. Stofan er reyklaus. Nýtt! Eyrnakerti losar um eyrnamerg, vökva, léttir á þrýstingi í ennis og kinnholum. Hugsun verður skýrari. 1 skipti 30 mín 3.950 næsta skipti eftir ca. viku 3.350 www.paradis.is Spennandi tilboð í hverjum mánuði Við flytjum líka inn aðhaldsboli og buxur frá yummietummie.com 54 82 Pr en ttæ kn i e hf. Afmælistilboð í nóvember 31% afsáttur af öllum andlits- böðum og tatto augabrúnir á 25.000 kr. og tatto augabrúnir og eyliner á 38.000kr. Snyrti og nuddstofan Paradís er 31 árs 4. nóv. Minnum á vinsælu Yummie Tummie aðhaldsfötin Laugarnesvegi 82, 105 Reykjavík | Sími: 553-1330 | Netfang: paradis@paradis.is | www.paradis.is Við erum á... Opið hús 4.nóv, léttar veitingar frá 14 til 19, og 20% afsláttur af öllum vörum á stofunni og Gatinau einnig með kaupauka. Tilvalið að kaupa gjafakortin fyrir jólin á afmælisafslætti! dv e h f. 2 01 1 Þ etta mál er alveg uppgert,“ segir Halldór Leví Björns- son, fyrrverandi formaður Þroskahjálpar á Suðurnesj- um, en meint fjárdráttar- mál hans hefur verið sent til rann- sóknar hjá lögreglu. Halldór Leví er grunaður um að hafa dregið sér umtalsverðar fjárhæðir úr sjóðum félagsins. Málið komst nýverið upp þeg- ar núverandi stjórn Þroskahjálp- ar tók eftir ósamræmi í bókhaldi félagsins. Málið var skoðað nánar og rakið til fyrrverandi formanns félagsins sem virðist hafa dregið sér umtalsverðar upphæðir samkvæmt heimildum DV. Endurgreiddi félaginu Eftir að málið komst upp endur- greiddi formaðurinn fyrrverandi Þroskahjálp á Suðurnesjum fjár- hæðina sem stjórnin taldi hann hafa dregið sér. Þetta staðfestir Halldór í samtali við DV. Á nýlegum fundi stjórnarinnar var hins vegar ákveðið að senda málið áfram til rannsóknar hjá lögreglunni á Suð- urnesjum og virðist sem menn hafi viljað fá botn í það hvort upphæð- in sem hvarf hafi hugsanlega verið hærri. Umræðu um fjármál Þroska- hjálpar á Suðurnesjum var frestað á nýafstöðnum aðalfundi félagsins og er ráðgert að taka þau sérstak- lega fyrir á framhaldsfundi í þess- um mánuði. Rannsóknin á byrjunarstigi Núverandi formaður Þroskahjálp- ar á Suðurnesjum, Sigurður Ingi Kristófersson, vildi sem minnst segja um málið fyrr en fjármála- fundurinn hefði farið fram. Hann staðfesti þó að málið hafi verið sent lögreglu og nú væri beðið niður- stöðu rannsóknarinnar. Hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á Suð- urnesjum fékkst það sömuleiðis staðfest að nýlega hafi verið lögð fram kæra vegna fjárdráttar hjá fé- lagi Þroskahjálpar á svæðinu. Eng- ar frekari upplýsingar um málið fengust þó þar sem rannsókn máls- ins er sögð á byrjunarstigi. Hvorki lögreglan né forsvarsmenn Þroska- hjálpar vildu staðfesta að upp- hæð fjárdráttarins nemi milljónum króna líkt og heimildir DV herma. Ljóst er hins vegar að um verulegar upphæðir er að ræða. n Stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum hefur kært meintan fjárdrátt fyrrverandi formanns félagsins til lögreglu n Endurgreiddi upphæðina þegar málið komst upp Fé hvarf frá Þroskahjálp „Eftir að málið komst upp endur- greiddi formaðurinn fyrr- verandi Þroskahjálp á Suðurnesjum fjárhæðina sem stjórnin taldi hann hafa dregið sér. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Uppgert mál Halldór Leví segir í samtali við DV að málið sé uppgert. Suðurnes Stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum kærði hinn meinta fjárdrátt til lögreglunnar á Suðurnesjum sem staðfestir að málið sé til rannsóknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.