Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 26
26 | Viðtal 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað
S
ævar og Sóley kynntust
haustið 1996 en þá stóð bar
átta Sævars fyrir endurupp
töku málsins sem hæst. Þau
eignuðust saman tvö börn,
Victor Blæ og Lilju Rún, og fór fjöl
skyldan ekki varhluta af fordómum
samfélagsins í garð Sævars. Honum
hafði verið stillt upp sem forhertum
glæpamanni, gefið að sök að hafa
myrt tvo menn. Framkoma almenn
ings var eftir því. Fjölskyldan átti erf
itt með að fá leigt húsnæði og Sævari
gekk illa að fá vinnu vegna forsögu
sinnar. Almenningsálitið var á þess
um tíma þó farið að snúast honum í
vil.
Árið 1981 sviptu yfirvöld hann ís
lenskum ríkisborgararétti, en hann
var bæði með íslenskan og banda
rískan ríkisborgararétt. Ríkisborg
araréttinn endurheimti hann þó árið
2008.
Reynir að láta ekki reiðina taka
völdin
„Ég get bara sagt eitt um þetta; rétt
arkerfið, það grýtti Sævar til dauða.
Þetta er gífurleg ábyrgð sem réttar
kerfið ber á þessu öllu,“ segir Sóley.
Hún tekur á móti blaðamanni á fal
legu heimili sínu í Vesturbænum
á köldum októbermorgni. Það er
ekki orðið bjart af degi og hún hef
ur kveikt á kertum í rökkrinu. Stór
mynd af Sævari blasir við í hillu fyr
ir ofan sjónvarpið. Hann er ungur á
myndinni og virðist hamingjusamur.
Þarna átti hann ennþá vonina sem
hann síðar missti.
Þrátt fyrir að Sóley vandi íslensku
réttarkerfi ekki kveðjurnar þá segist
hún reyna að láta reiðina ekki her
taka sig. „Ég spurði Sævar út í það
hvort hann hefði ekki verið reiður
í garð rannsóknaraðilanna þegar
hann kom úr fangelsinu en hann
sagði að þetta væru þeirra gjörðir
og þeirra karma. Þeir þyrftu að taka
afleiðingum gjörða sinna. Það var
mjög sérstakt hvernig hann náði að
komast í gegnum þetta án þess að
vera reiður. Ég er búin að vera mjög
reið en fyrst hann gat komið að
þessu máli með svona miklu æðru
leysi þá hlýt ég að geta gert það líka,“
segir Sóley sem reynir að taka Sævar
sér til fyrirmyndar.
Syninum veittir áverkar í
skólanum
„Ef ég tala um hvernig þetta hefur
snúið að mér, þá hafa fordómarn
ir verið mjög miklir í samfélaginu.
Börnin mín hafa orðið fyrir miklum
fordómum og aðkasti og ég varð til
dæmis að taka þau úr skóla þar sem
ég bjó áður. Þar var kona sem starf
aði sem gangavörður sem lagði fæð
á börnin mín mjög lengi,“ segir Sól
ey. Hún tekur þó fram að erfitt sé að
sanna athugasemdir og orðaskipti
sem fóru fram á milli barnanna og
gangavarðarins. Hins vegar gerði
það útslagið þegar umrædd kona
réðst á drenginn hennar og veitti
honum áverka.
„Á þessum tímapunkti var ég búin
að fá nóg. Ég ræddi við skólastjórn
endur og menntasvið en þessari
konu var ekki vikið úr starfi á með
an málið var rannsakað. Ég þurfti að
taka drenginn minn úr skólanum.
Ég reyndi allt sem ég gat en ég kom
alls staðar að lokuðum dyrum. Það
var bara eins og þeim hefði þótt allt
í lagi að þetta hefði átt sér stað.“ Sól
ey flutti í kjölfarið og börnin henn
ar fóru í skóla í Vesturbænum þar
sem viðmótið hefur verið allt annað.
Victor Blær og Lilja Rún voru upp
haflega skráð Sævarsbörn en eftir
lífsreynsluna í skólanum lét hún þau
taka upp ættarnafnið sitt, Jensen.
Fyrirframmótaðar hugmyndir
Sjálf hefur Sóley oft fundið fyrir for
dómum í sinn garð. Fólk hefur haft
fyrirframmótaðar hugmyndir um
hana og hennar hagi án þess að
þekkja nokkuð til. Sóley tekur sem
dæmi að af því hún er yngsta barns
móðir Sævars, þá hafi fólk stundum
spurt hana hvort hún hafi misnotað
fíkniefni eða áfengi. Raunin er hins
vegar sú að Sóley hefur aldrei mis
notað áfengi eða önnur fíkniefni. Hún
einfaldlega hitti mann sem hún féll
fyrir. Hann var fimmtán árum eldri en
hún og fortíð hans var þungur baggi
að bera, en á þeim tíma var hann ekki
óreglumaður. Hún segist aldrei hafa
sett fortíð hans fyrir sig. Þegar þau
byrjuðu að vera saman hafði hún ekki
kynnt sér Guðmundar og Geirfinns
málið almennilega. Það hafði þó verið
rætt heima hjá henni eins og líklega á
flestum íslenskum heimilum. Hvorki
Sóley né fjölskylda hennar hafa nokk
urn tíma efast um sakleysi Sævars.
„Auðvitað var þetta mjög erfitt, að
kynnast manni með svona erfiða for
tíð en hann var þannig að hann hafði
svo góða nærværu og svo mikla út
geislun. Hann var ofsalega sterkur
karakter, gríðarlega sterkur. Og líka
hæfileikarnir hans, það var alveg
sama hvað hann gerði. Hann gat allt.
Þá er ég að tala um hvort sem það var
tónlist eða myndlist og hann bjó til
spakmæli.“ það birtir yfir Sóleyju þeg
ar hún segir frá eiginleikum Sævars
og það er ljóst að hún á margar góðar
minningar af þeim saman. Hún segir
hann fyrst og fremst hafa verið fallega
manneskju.
Stolt af Sævari
Aðspurð hvort hún telji að Sævari
hafi fundist hann bera ábyrgð á for
dómum fólks í garð fjölskyldu sinn
ar svarar Sóley því játandi. „Honum
leið rosalega illa þegar hann vissi
hvað hafði komið fyrir drenginn okk
ar í skólanum. Það var mjög erfitt fyr
ir hann að takast á við. Hann sagði:
„Börnin mín urðu fyrir aðkasti“
Urðu fyrir fordómum Sóley Brynja og
börn þeirra Sævars, Lilja Rún og Victor Blær,
hafa mátt þola fordóma. Starfsmaður
grunnskóla sem börnin gengu í lagði meðal
annars hendur á Victor Blæ.
Sóley Brynja Jensen er barnsmóðir og fyrrverandi sambýliskona Sævars Ciesi
elski. Hún hefur aldrei áður tjáð sig opinberlega um það sem snýr per sónulega
að henni og börnunum í umræðunni um Guðmundar og Geirfinnsmálið. Eftir að
hafa fylgst með umræðunni síðustu vikurnar fannst henni vera kominn tími til
að stíga fram og segja sögu sína. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir settist niður með
Sóleyju og ræddi um lífið með Sævari, vonina, baráttuna og sorgina.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Viðtal