Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 27
„Á þetta aldrei að taka enda, á líka
að ráðast á börnin mín?“ Það skipti
hann öllu máli að okkur liði vel, því
nóg var komið af þjáningum.“
Sóley segir að hér áður fyrr hafi
börnin sjaldan sagt hver pabbi þeirra
væri því þau vissu hvernig andrúms-
loftið var. Nú hefur þetta þó breyst
og fjölskyldan ætlar ekki að fara með
veggjum lengur. „Í fyrsta lagi höf-
um við aldrei þurft að gera það, en
við gerðum það samt því við vorum
nauðbeygð til þess og í dag ætla ég
ekki að gera það lengur. Ég er bara
mjög stolt af Sævari og því sem hann
gerði. Fólk verður bara að taka okkur
eins og við erum,“ segir Sóley ákveð-
in. Hún segir Sævar alltaf hafa ver-
ið mikinn fjölskyldumann, en fyrir
utan börnin tvö sem þau eignuðust
saman átti hann þrjú börn úr fyrri
samböndum. Stúlku og tvo drengi.
Að sögn Sóleyjar dvöldu eldri synir
hans oft hjá þeim og það var Sævari
mikilvægt að vera í góðu sambandi
við börnin sín.
Vaknaði hrópandi á nóttunni
Sævar sætti einangrunarvist sam-
fellt í 107 vikur í Síðumúlafangels-
inu þar sem hann mátti þola pynt-
ingar. Fangaverðir sem þar störfuðu
hafa staðfest að játningar sakborn-
inganna í Guðmundar- og Geirfinns-
málinu hafi fengist með miklu harð-
ræði. Sævar beið þess aldrei bætur.
„Þessir menn sem voru að rannsaka
þetta, þetta voru skrímsli, ekki mann-
eskjur. Þetta var hrikalegt. Þegar við
bjuggum saman vaknaði hann oft á
nóttunni kófsveittur og ofboðslega
hræddur. Hann hrópaði oft eins og
einhver væri að misþyrma honum.
Hann var líka með viðvarandi kvíða
og átti erfitt með svefn.“ Þannig lýsir
Sóley eftirköstunum sem enn voru að
koma fram tuttugu árum síðar.
Sævar var alla tíð mjög upp-
tekinn af máli sínu, bar framan af þá
von í brjósti að það yrði endurupp-
tekið og hann fengi uppreisn æru. Líf
Sóleyjar og Sævars var vissulega lit-
að af því. „Ég hafði fullan skilning á
þessu en auðvitað vonaði maður að
þetta tæki enda og hann fengi upp-
reisn æru. En það gerðist bara ekki.
Þetta er svo ofboðslega sorglegt. En
ég er ofsalega stolt af því að ég barð-
ist með honum fyrir réttlæti.“
„Á gríðarlegar þakkir skildar“
Sóley segir Sævar í raun aldrei hafa
losnað úr fangelsi. Hann upplifði sig
alltaf á bak við rimlana og hún fann
að þannig yrði það þangað til hann
yrði hreinsaður. „Hann ætlaði að
byrja að lifa lífinu þegar búið væri
að hreinsa hann af þessum málum.
Honum fannst það skipta svo miklu
máli. Þegar fólk missir æruna, það er
þá fyrst sem fólk áttar sig á hvers virði
hún er. Maður er eiginlega sviptur
öllu. Honum fannst hann hafa verið
sviptur öllu og ég skil það mjög vel.“
Hún segir það allt Sævari að
þakka hversu langt málið er komið í
dag. Hún er viss um að ef hann hefði
ekki lagt allt þetta af mörkum væri
almenningsálitið allt annað í dag.
„Hann á gríðarlegar þakkir skild-
ar fyrir alla þessa vinnu. En það eru
takmörk fyrir því hvað fólk getur lagt
á sig og orðið fyrir endalausum von-
brigðum,“ segir Sóley.
Eitthvað brast innra með
Sævari
Hún segist aðspurð vera ánægð með
að starfshópur hafi verið skipaður til
að fara yfir rannsókn Guðmundar- og
Geirfinnsmálsins, en hefði þó frek-
ar viljað sjá óháða nefnd sem hefði
heimildir fyrir gagnaöflun og skýrslu-
töku. „Mér finnst mjög sorglegt að
hann skuli ekki vera hérna núna því
núna virðist málið vera að fá ein-
hverja áheyrn í fyrsta skipti,“ segir Sól-
ey sem berst við blendnar tilfinning-
ar í brjósti sér. „Ef Sævar hefði fengið
málið sitt tekið upp þegar hann bað
um það 1997, þá værum við sjálfsagt
saman í dag og hann væri á lífi. Ég er
alveg viss um það. Mér finnst þetta
mjög seint, en betra en ekkert.“ Sóley
segir að eftir að Sævari var synjað um
endurupptöku málsins í seinna skipt-
ið, árið 1999, hafi eitthvað brostið
innra með honum. „Hann bara varð
aldrei samur maður eftir það. Vonin
fór og án vonar hefur maður svo lít-
ið. Hann varð allt annar maður en sá
sem ég kynntist,“ segir Sóley og það er
greinilegt að hún á erfitt með að rifja
þetta upp. Á þessum tíma fór að halla
undan fæti hjá Sævari, hann veikt-
ist og fór að neyta áfengis í auknum
mæli. Sóley var með tvö ung börn og
veikindi Sævars voru henni erfið. Árið
1999 lauk því sambúð þeirra.
Sló sorginni á frest
Þau héldu þó sambandi alveg þang-
að til hann lést og voru góðir vinir
þrátt fyrir erfiðleikana sem hann átti
við að etja. Sævar bjó síðustu árin í
Danmörku og Sóley segir að þar hafi
honum liðið vel, eins vel og honum
gat liðið. Hann bjó í herbergi inni á
heimili fyrir einstaklinga sem áttu
erfitt og þar var hann virtur að verð-
leikum, að sögn Sóleyjar. Hún tal-
aði síðast við hann í síma þann 6.
júlí síðastliðinn, sex dögum áður en
hann lést. Hann átti afmæli og vildi
heyra í henni og börnunum. Þegar
Sóleyju bárust fréttir af andláti hans
aðeins nokkrum dögum síðar kom
það flatt upp á hana. Hún átti ekki
von á þessu og sorgin sem heltók
hana var gífurleg. „Þetta kom svolít-
ið svona tvíeflt hjá mér. Þegar hann
fór að veikjast svona mikið eftir að
hafa fengið synjun í seinna skiptið
fór hann að drekka mikið og mað-
ur gat einhvern veginn slegið þeirri
sorg á frest. Hann var kominn út til
Danmerkur og maður vissi að hon-
um leið vel. Svo þegar hann féll frá
kom þetta allt, öll sorgin,“ segir Sól-
ey og viðurkennir að síðustu mán-
uðir hafi verið henni og börnunum
erfiðir. Þau ætla sér að gera allt til
að halda minningu hans á lofti og
sjá til þess að hann fái þá virðingu
sem hann eigi skilið þó síðar verði.
„Það getur enginn eignað sér þetta
sem hann lagði af mörkum. Þetta er
allt hans. Hann var sá eini sem stóð
í eldlínunni af þessu fólki.“
Sonurinn reiður
Sóley fór í gegnum dánarbú Sævars
ásamt fjölskyldu hans fyrir nokkrum
vikum og þar fundust tugir kassa
fullir af málsgögnum. „Þetta er al-
veg gríðarlegt magn sem hann var
búinn að viða að sér. Ég held að fólk
átti sig ekki á hversu gríðarlega mik-
ið hann lagði á sig fyrir þetta,“ segir
Sóley sem finnst að framlag Sævars
sjálfs í baráttunni hafi gleymst í um-
ræðunni á síðustu vikum.
Það hefur reynst börnunum erf-
itt að fara í gegnum Guðmundar- og
Geirfinnsmálið. Þau eru ekki bara
að syrgja föður sinn heldur eru þau
smám saman að átta sig á því hvað
hann mátti þola og hvernig farið var
með hann. Sóley segir að sonurinn,
sem er þrettán ára, sé ofboðslega
reiður. „Maður getur ekki afsakað
þetta og mér dettur það ekki í hug.
Ég hef reynt að hlífa þeim af fremsta
megni og þau hafa ekki spáð mikið í
þetta, en ég get ekki hlíft þeim leng-
ur. Þetta er allt orðið mjög aðgengi-
legt á netinu. Það er mjög erfitt fyr-
ir barnið manns að þurfa að upplifa
það að búa í samfélagi þar sem rétt-
arkerfið er meingallað,“ segir Sóley
og það örlar fyrir reiðinni sem hún
berst á móti.
Grét í símann yfir óförum
annarra
„Ég er alveg hissa hversu heilsteypt
manneskja Sævar var miðað við þá
skelfilegu meðferð sem hann mátti
þola. Hann var til dæmis mjög sið-
ferðislega þenkjandi og hann hafði
þessa gríðarlega miklu samkennd
með fólki. Síðustu árin sem hann lifði
var hann orðinn ofsalega meyr. Hann
hringdi oft í mig og var að segja mér
frá mönnum úti í Danmörku sem
væru á götunni og að hann væri að
reyna að hjálpa þeim. Hann grét í
símann yfir óförum þeirra. Þannig
að hann hafði þessa gríðarlegu sam-
kennd sem segir manni svo mikið
um hvernig hann var,“ segir Sóley og
rifjar upp síðustu ár Sævars. Hún lýs-
ir honum sem miklum hugsjóna- og
baráttumanni og tilfinningaveru sem
mátti ekkert aumt sjá. Hún segir að
undir það síðasta hafi hann oft spurt
sig grátandi í símann hvernig nokkur
maður tryði því að hann hefði drep-
ið manneskju. Sóley skilur það ekki
heldur, hún þekkti hann í sextán ár og
segir hann aldrei hafa verið óheiðar-
legan.
„Hann var náttúrulega brenni-
merktur og það er hræðilegur kross
að bera. Ég var að hugsa um það í
gær að þrátt fyrir alla þessa erfið-
leika er ég gríðarlega heppin og
ánægð með að hafa kynnst honum.
Hann var svo merkilegur maður og
ofsalega sérstakur. Hann kenndi
mér svo mikið. Þessi styrkur sem
hann hafði var með ólíkindum
þannig að ég er mjög þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast honum.“
Viðtal | 27Helgarblað 4.–6. nóvember 2011
„Börnin mín urðu fyrir aðkasti“„Börnin mín hafa
orðið fyrir miklum
fordómum og aðkasti og
ég varð til dæmis að taka
þau úr skóla þar sem ég
bjó áður.
Brot úr greinargerð Sævars
Ciesielski frá árinu 1994
S
óley hefur merkt við tvo kafla
í greinargerð Sævars sem
hann lagði fram þegar hann
krafðist endurupptöku máls-
ins fyrst árið 1994. Henni finnst
umræðan hafa verið töluvert ein-
hliða og vill að rödd Sævars fái að
heyrast. Hún telur að þessi kafla-
brot gefi bæði mynd af því hvern-
ig hann dróst gegn vilja sínum inn
í málið og hvað hann mátti þola
í gæsluvarðhaldinu. Kaflabrotin
hafa ekki birst áður nema bara í
greinargerðinni sjálfri.
Dróst inn í málið gegn vilja
sínum
Sóley segir að áður en Sævar var
handtekinn fyrir aðild að póst-
svikamálinu svokallaða, sem leiddi
til þess að hann var bendlaður við
hvarf Guðmundar og Geirfinns,
hafi hann eingöngu verið að versla
með kannabisefni. Hann hafi ekki
verið ofbeldismaður og hafi fyrirlit-
ið ofbeldi meira en allt annað. Hún
segir Sævar ekki hafa viljað taka
þátt í póstsvikunum og kemur það
skýrt fram í eftirfarandi kaflabroti
úr greinargerðinni:
„Ég var handtekinn þann 12.
desember 1975 að Þverbrekku 4
í Kópavogi. Það voru þeir Eggert
Bjarnason rannsóknarlögreglu-
maður í Reykjavík og Sigurbjörn
Víðir Eggertsson, boðunarmað-
ur rannsóknarlögreglunnar, sem
stóðu fyrir handtökunni. Mér
fannst undarlegt við þessa hand-
töku að öflugt lögreglulið var feng-
ið til að umkringja húsið. Hand-
takan kom flatt upp á mig og
einnig Erlu Bolladóttur, en hún
hafði staðið að póstsvikunum. Hún
hafði stungið upp á því í upphafi
og séð um að eyða peningunum.
Rannsókn á póstsvikunum hafði
staðið yfir í rúmt ár. Erla hafði
verið kölluð til yfirheyrslu fyrr um
sumarið og þrætt fyrir svikin. Það
hafði verið lögð mikil vinna í þetta
mál og einstakt að Erla hafði ekki
verið hneppt í gæsluvarðhald um
sumarið því fólk hafði borið kennsl
á hana. Hún hafði sagt frá ráða-
gerðum sínum um það hvernig
hún ætlaði að svíkja út fé hjá Pósti
og síma löngu áður en það kom til
framkvæmda. Áfergjan var það
mikil að hún hafði leitað til ýmissa
aðila til að aðstoða sig því ég vildi
ekki taka þátt í þeim. Við slitum
samvistum og ég flutti til vinkonu
minnar og bjó þar um tíma.“
Svæfður með hengingartaki
Annað kaflabrot lýsir þeim pynt-
ingum sem Sævar mátti þola á
meðan hann sætti gæsluvarðhaldi.
Sævar sagði Sóleyju frá því á sínum
tíma að brotið hefði verið alvarlega
á honum en hún áttaði sig ekki á
því hve alvarlegt málið var fyrr en
hún fór að lesa gögnin. Hún komst
að því að þetta var mun verra en
Sævar hafði lýst fyrir henni og tel-
ur að hann hafi reynt að hlífa fjöl-
skyldu sinni fyrir því hvað gerðist í
raun og veru. Bæði fangaverðir og
rannsóknarmenn ýjuðu oft að því
að þeir ætluðu hreinlega að ganga
frá honum. Kaflabrotið hér á eftir
lýsir alvarlegu atviki:
„Um morguninn var ég vakinn
og beðinn um að koma fram og
klæða mig í skó og jakka því það
væri verið að ná í mig. Eggert og
Sigurbjörn stóðu í gættinni og vís-
uðu mér leið út í Ford Bronco bifreið
fyrir utan fangelsið í Síðumúla. Þeir
stöldruðu við lítið eitt eins og þeir
væru að bíða eftir einhverju. Fang-
elsisstjórinn kom út á skyrtunni að
bílnum og Eggert skrúfaði niður
rúðuna. „Komiði nokkuð með hann
aftur?“ spurði hann. „Við sjáum
nú til með það,“ svaraði Eggert. Ég
setti þetta ekki í samhengi við yfir-
heyrslur næturinnar. Þeir óku suð-
ur fyrir álver og óku inn á afskekkt-
an afleggjara. Snjór var yfir öllu og
gekk ferðin frekar hægt fyrir sig þar
til staðnæmst var við girðingu við
lítinn túnblett. Á leiðinni hafði Sig-
urbjörn komið aftur í bifreiðina og
danglað í mig til að leggja áherslu
á að ég ætti að kannast við mig þar.
Það gerði ég aldrei og hafði aldrei
komið á afskekktari og ömurlegri
stað. Meiri harka færðist í leik-
inn eftir að Eggert staðnæmdist og
hann fór að snúa upp á hálsmálið
á skyrtunni minni. Ég skyldi játa og
ef ekki þá skyldu þeir ganga frá mér.
Ég sagði þeim að ég gæti ekki játað
eitthvað sem ég vissi ekkert um. Ekki
vissi ég hvað tímanum leið en ég
vonaði að aðfarirnar myndu ganga
fljótt fyrir sig. Aðfarirnar voru með
þeim hætti að ég var nánast viss
um að þeir myndu ganga frá mér.
Þeir svæfðu mig nokkrum sinnum
í hengingartaki og ég missti meðvit-
und við og við.“
Jólin 1996 Sævar og Sóley Brynja kynntust um haustið 1996 þegar barátta hans fyrir
endurupptöku málsins stóð sem hæst. Hér eru þau hamingjusöm fyrstu jólin sín saman.
Sævar Marinó Ciesielski lést af
slysförum í Danmörku þann 12. júlí
síðastliðinn, 56 ára að aldri. Hann var
einn sakborninga í Guðmundar- og
Geirfinnsmálinu og var dæmdur til
sautján ára fangelsisvistar í Hæstarétti
árið 1980. Að meðtöldu gæsluvarð-
haldi sat hann saklaus inni í tæp níu ár.
Sævar, sem alla tíð hélt fram sakleysi
sínu, barðist lengi fyrir endurupptöku
málsins en hafði ekki erindi sem erfiði.
Eftir andlát hans hefur á ný skapast
mikil umræða um Guðmundar- og
Geirfinnsmálið sem í raun hefur aldrei
verið upplýst, en hvorki lík mannanna
né morðvopn hafa fundist. Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra hefur nú,
vegna þrýstings, skipað starfshóp til
að fara yfir málið í heild. Þá sérstaklega
þá þætti sem snúa að rannsókn þess
og framkvæmd hennar. Starfshópurinn
á að skila áfangaskýrslu fyrir lok
aprílmánaðar á næsta ári.„Ef að Sævar hefði
fengið málið sitt
tekið upp þegar hann bað
um það 1997, þá værum
við sjálfsagt saman í dag
og hann væri á lífi.