Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 25
25Helgarblað 4.–6. nóvember 2011
Dómstóll götunnar
Þarf minna spjall við
íslenska konu þar til
hún vill eiga við þig mök
Þetta eru
fáránleg svik
Sumir virðast hafa
áráttu til að koma svona
óþverra á framfæri
Roosh Vörek, höfundur bókarinnar Bang Iceland, um íslenskar konur. – DV.is Kristján Hreinsson skáld um fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir í sundlaugum borgarinnar. – DVBirgir Bjarnason, framkvæmdastjóri HK, um klámefni á vef félagsins. – DV
„Gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
En ég vona að hún komist ekki til
æðri valda.“
Sara Björg Bjarnadóttir
23 ára nemi og þjónn
„Það er fínt að fá konu en ég ætla
ekkert að tjá mig um skoðanir mínar
á Sjálfstæðisflokknum og henni.“
Rakel Sölvadóttir
25 ára nemi
„Bara ágætlega.“
Hallmar Reimarsson
27 ára vinnur á leikskóla
„Mér finnst það bara flott sko.
Líst bara vel á hana.“
Erna Rósa Eyþórsdóttir
25 ára nemi í stjórnmálafræði
„Ég hef ekki myndað mér neina
skoðun á því.“
Guðjóna Vilmundardóttir
52 ára vinnur í verslun
Hvernig líst þér
á framboð
Hönnu Birnu?
Kátt á hjalla Stundum er sagt að hláturinn lengi lífið. Óhætt er að fullyrða að dans, eins og önnur skemmtileg hreyfing, bæti andlega og líkamlega heilsu. Þessi mynd var tekin í
90 ára afmæli Guðrúnar J. Vigfúsdóttur veflistakonu. Þar skein gleðin úr hverju andliti. Mynd eyþór árnasonMyndin
Mest lesið á DV.is
1 „Ég vil sofna að eilífu“ Níu ára drengur bað um lyf til að sofna og
vakna aldrei aftur.
2 Þekktur íslenskur poppari flæktur í stórt kókaínsmygl
Annar mannanna, sem grunaðir eru um
aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli,
er þekktur tónlistarmaður samkvæmt
heimildum DV.
3 „Þess vegna vil ég ekki tala meira við þennan mann“ Móðir
fórnarlambs eineltis ósátt við skólastjór-
ann.
4 Fatlaðri konu í hjólastól synjað um klippingu „Ég varð svo reið að ég
vissi ekki hvert ég ætlaði.“
5 Vellauðug hjón í vafasömum aðstæðum inni á karlaklósetti
Bresk kona með karlmanni á meðan
eiginmaðurinn horfði á.
6 Lifir hátt þrátt fyrir milljarða gjaldþrot Gunnar Þorláksson, annar
eigenda eignarhaldsfélagsins CDG, býr í
stórglæsilegu húsi þrátt fyrir 58 milljarða
gjaldþrot tveggja fyrirtækja sem honum
tengdust.
7 Risalíkamsrækt opnar: Mánaðargjaldið aðeins 2.990
krónur Fjölskyldufyrirtækið Sportmenn
ehf. opnar í næsta mánuði líkamsræktar-
stöð, Reebok Fitness, í Holtagörðum.
H
ún er afar smitandi þessi vælu
kjóaflensa sem fjölmiðlar
eru svo vænir að færa okkur
á hverjum einasta horngrýtis
degi sem guð gefur. Já, ég er
orðinn hundleiður á þessu hóflausa
væli sem þjóð mín er að ánetjast einsog
hverju öðru geðlyfi. Alltaf er verið að
grenja vegna samdráttar í þessu, upp
sagna í hinu og niðurskurðar hjá enn
öðru apparatinu. Öll erum við sek um
að vera í þessum eymdarinnar grát
kór. Og við sönglum vælukjóavísurnar
vegna þess að við neitum að horfast
í augu við þá staðreynd að við viljum
vera önnur og meiri en við erum. Hve
nær ætlar ríkisvaldið t.d. að refsa þeim
sem báru ábyrgð á því að Seðlabankinn
lagði allt undir og lánaði vildarvinum
helmingaskiptaveldis peninga með svo
vafasömum veðum að allt fór á versta
veg? HALLÓ! Við erum að tala um 13%
af þjóðarframleiðslu. Við erum að tala
um upphæð sem er of stór fyrir þennan
stutta pistil. Við erum að tala um banka
rán sem er svo augljóst og svo útpælt að
það hefur ekki enn verið upplýst.
Jájá, skattgreiðendur eru að borga
þetta til baka. En hvar eru hinir seku?
Hvar er sanngirnin sem átti að koma
í kjölfar kosninganna?
Við erum með nokkra tugi letingja á
launum hjá hinu opinbera, menn sem
gera minna en ekkert. Þetta eru áskrif
endur að launum; sendiherrar sem
eru skráðir í vinnu í Reykjavík og hafa
hvorki starfsvettvang né verkefni. Það
fer svona milljarður í þessa gormetis
vitleysu á hverju einasta fokking ári. 40
karlrembur með tvær milljónir á kjaft í
mánaðarlaun, kosta okkur einn milljarð
á ári og áratugurinn kostar þá 10 millj
arða. Og svo erum við að lækka laun hjá
kennurum með ýmsum skattpíningar
tólum. Við höfum efni á þessu – við
erum svo rík.
Við höfum ekki efni á að reka spítala
en við höfum getum stundað endalausa
yfirbyggingu í þágu heimskunnar.
Samkvæmt rekstraráætlun, er gert
ráð fyrir 44 milljóna kostnaði vegna
þrifa á okkar ágætu Hörpu. En rekstur
hússins kostar skattgreiðendur meira en
einn og hálfan milljarð króna á ári.
Uuuuu, þetta eru þá meira en 15 millj
arðar sem við setjum í Hörpuna á ein
um áratug.
Í stað þess að ráðast með döngun
að öllum okkar flottræfilshætti, grenja
menn í ríkisstjórninni hver um annan
þveran og Besti flokkurinn í borgar
stjórn kyssir á báttið og hækkar gjaldið
í sund.
Kannski getum við lært að gleðjast
yfir því sem vel er gert. En ég held að við
verðum samt sem áður að taka okkur
saman í andlitinu, brosa og leyfa okkur
þann munað að minnka við okkur allt
óþarfa bruðl.
Þú sem berst við baslið þitt,
þér boða ég nú fögnuð:
Hættu að grenja greyið mitt
því gleðin er svo mögnuð.
Vælukjóaleikur …
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson
„Við erum
með
nokkra tugi let-
ingja á launum
hjá hinu opinbera
Karl í krapinu
B
loggarar og fjölmiðlamenn eru
margir hverjir mannorðsmorð
ingjar og níðingar. Þetta veit Karl
Sigurbjörnsson biskup manna
best. Umfjöllun um æðsta mann Þjóð
kirkjunnar hefur verið með slíkum
ósköpum að mannorð hans er farið til
fjandans, ef svo má að orði komast.
Karl er einn af englum sakleysis
ins. Hann hefur áratugum saman gætt
þess að viðkvæm málefni forvera hans
á biskupsstóli fari ekki í umræðun. Slíkt
hefði stórskaðað Þjóðkirkjuna með til
heyrandi angist fyrir sóknarbörn. Karl
lét hagsmuni fjöldans í kirkjunni ganga
fyrir hagsmunum þeirra örfáu sem
höfðu sætt misnotkun af hálfu gamla
biskupsins.
Ekki verður um það deilt að biskup
Íslands er ljúfmenni. Hann hlúir að
þeim sem eiga í sálarháska ef háskinn
er tilkominn utan kirkjunnar. Þannig
hringdi hann í dæmdan skattsvikara og
lýsti samúð með málstað hans. Þjófur
hafði verið krossfestur og hann sviptur
mannorði. Biskupinn sýndi honum
hlýju og skilning.
Karl hefur um árabil tekið því með
hugarró píslavottarins að fjölmiðlar
hafa djöflast í honum vegna þess sem
hafði gerst í tíð forvera hans. Af auöð
mýkt hefur hann staðið í stafni kirkj
unnar og tekið pusið. En svo bregð
ast krosstré sem önnur tré. Nú hefur
óaldarlýðurinn gengið of langt. Biskup
inn steig í predikunarstól og lét pakkið
hafa það óþvegið. Umræðan í landinu
einkennist af daglegum mannorðs
morðum, sagði kennimaðurinn. Öllum
konunum sem höfðu risið gegn sjálfri
Þjóðkirkjunni mátti vera ljóst að nú
sæti Karl ekki lengur þegjandi undir
ofsóknum og einelti.
Karl biskup stendur enn keikur í
stafni kirkju sinnar. Hann veit að það
er með kirkjuna eins og önnur sökkv
andi skip. Rotturnar eru fyrstar frá
borði. Mannorðsmyrtur bítur hann á
jaxlinn og ætlar ekki að láta netperra
flæma sig úr embætti fyrir uppskrúf
aðar sakir. Eins og hann bendir rétti
lega á gerði hann ekki neitt. Hann
þaggaði niður óánægjuraddir og stakk
bréfi biskupsdóttur ofan í skúffu. Að
gerðarlesyið var algjört en samt er
hann fordæmdur.
Karl hefur ákveðið, að hætti góðra
skipstjóra, að fara síðastur frá borði eða
sökkva ella með skipi sínu. Hann mun
ekki láta hatur bloggara og annarra ill
menna hafa af sér stólinn. Biskupinn er
karl í krapinu.
Svarthöfði