Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 20
20 | Fréttir 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað Gisting 2 nætur á verði einnar. Þriggja rétta á föstudag og Jólahlaðborð með viltu ívafi Laugardag. 21.100 kr. á mann. Jólahlaðborð með viltu ívafi alla laugardaga, 5. nóv. - 03. des. Jólahlaðborð með viltu ívafi og gistingu 13.200 kr. og jólahlaðborð án gistingar 6.900 kr. HAUSTDAGSKRÁ Velkomin www.hotelhvolsvollur.is | Sími: 487 8050 | info@hotelhvolsvollur.is 04 nóvember til 03 desember 2011 LIFA N D I TÓ N LIST O G B A LL LA U G A R D A G Árshátíðar pakkar frá 11,900 kr. á mann. Gisting/þriggja rétta matseðill / dinner tónlist og dans. Villibráða matseðlar. Leitið tilboða V andinn er ný og aukin umsvif stjórnsýslunnar sem beinlínis varða þessi viðfangsefni sem ég er að fást við,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Al- þingis. Málum sem koma inn á borð embættisins hefur fjölgað um 40 prósent á milli ára. Á sama tíma hefur starfsfólki hjá embætt- inu fækkað úr tólf, að meðtöldum Tryggva, niður í átta. Ekki hefur verið ráðið í staðinn fyrir þá sem hafa látið af störfum síðan 2009. Ástæðan fyrir því er að umboðs- maðurinn fær lægri fjárveitingar úr ríkissjóði en áður. Tefur afgreiðslu mála Aðspurður hvort þetta hafi ekki slæm áhrif á starfsemi embættisins segir Tryggvi: „Það leiðir af sjálfu sér að það tekst ekki að standa við þau áform sem maður hefur um afgreiðslutíma. Við höfum lagt áherslu á að reyna að taka þessar nýju kvartanir sem berast til skoð- unar, þannig að það liggi þá sem fyrst fyrir hvort kvartanir uppfylli skilyrði til að umboðsmaður geti fjallað um þær eða hvort fólk þurfi að leita eitthvert annað.“ Þessi staða hefur leitt til þess að umboðsmaður hefur þurft að forgangsraða öðruvísi, eins og Tryggvi bendir á: „Með sama hætti höfum við reynt að senda út fyrir- spurnarbréf ef við teljum tilefni til að taka mál til athugunar. Þannig getur stjórnsýslan þá brugðist við með því að endurupptaka málin, leiðrétta og gefa okkur skýringar sem við reynum að taka afstöðu til, hvert framhald málanna verður. Þetta kemur fyrst og fremst niður á afgreiðslutíma þeirra mála sem við ljúkum með álitum og lengri bréfum, erfiðari málunum, en þau mál hafa oft á tíðum verulega þýð- ingu fyrir þá einstaklinga sem hafa borið fram kvörtun um starfshætti í stjórnsýslunni og það er auðvitað bagalegt að geta ekki afgreitt þau mál eins fljótt og kostur er.“ Getur ekki ráðið aðstoðarmann Þau störf sem ekki hefur verið ráðið í síðan 2009 eru störf lög- fræðinga. Vegna lægri fjárveitinga hefur Tryggvi ekki getað ráðið að- stoðarmann sem er lögfræðingur og hefur unnið með honum í loka- vinnslu mála. Hann segir að miklu muni um að hafa ekki aðstoðar- mann. „Það hefur orðið samdráttur í fjárveitingum til stjórnsýslunnar. Það sem skapar okkur vanda er að það hefur verið aukið álag í stjórn- sýslunni, meðal annars á sviði félagslegra mála. Það hefur verið bætt í á ýmsum sviðum og störfum fjölgað hjá stofnunum eins og um- boðsmanni skuldara. Fjármála- eftirlitið hefur aukið umsvif sín og Seðlabankinn er að takast á við ný viðfangsefni,“ segir Tryggvi. Þá hefur ríkisvaldið haft ákveð- in afskipti af fjármálastarfsemi og uppgjöri á skuldamálum einstak- linga. Þessi hluti, sem ekki sætir niðurskurði, hefur einnig komið inn á borð umboðsmanns Alþing- is. „Bagalegt að geta ekki afgreitt þau mál eins fljótt og kostur er. n Málum fjölgar mikið hjá umboðsmanni Alþingis n Starfsfólki fækkar á sama tíma n Tefur afgreiðslu þýðingarmikilla mála Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Málum fjölgar en starfsfólki fækkar Umboðsmaður Alþingis Mál sem skipta fólk miklu máli tefjast í kerfinu vegna þess að á sama tíma og málum fjölgar hefur starfsfólki embættisins fækkað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.