Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Page 54
54 | Fólk 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað
Út að borða með Simon Cowell
n Sigrún Lilja hönnuður Gyðju fékk verðlaun í Hollywood
Þ
etta eru allt mjög in-
dælir menn. Meira að
segja Simon Covell.
Hann er alls ekkert eins
og maður hafði búist við,“ seg-
ir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir,
hönnuður og framkvæmda-
stjóri Gyðju, sem hitti Americ-
an Idol-stjörnurnar Ryan Sea-
crest, Simon Covell og Randy
Jackson eftir að hafa tekið á
móti Golden Quill-verðlaun-
unum við hátíðlega athöfn í
Hollywood á dögunum. Sig-
rún Lilja, sem vildi ekkert tjá
sig frekar um þá félaga, fékk
verðlaunin fyrir framlag sitt til
bókarinnar The Next Big Thing
sem varð metsölubók á Ama-
zon aðeins 24 tímum eftir að
hún fór í sölu.
Guðfaðir sjálfshjálparbók-
anna, Brian Tracy, fékk verð-
laun fyrir ævistarf sitt á hátíðinni
sem fram fór á Roosevelt-hótel-
inu í hjarta Hollywood svo ljóst
má telja að félagsskapur Sigrún-
ar hafi ekki verið af verri end-
anum. Samkvæmt heildum DV
eyddi hún kvöldinu með Idol-
stjörnunum á veitingastaðn-
um Drai´s sem er einn sá allra
heitasti í Hollywood um þessar
mundir.
„Þetta var einstök tilfinn-
ing og frekar óraunverulegt
allt. En hátíðin var virkilega vel
heppnuð og ég er einstaklega
stolt,“ segir Sigrún sem hefur
fengið nokkur spennandi verk-
efni í kjölfarið sem hún ætlar að
skoða næstu daga. indiana@dv.is
Strákur
á leiðinni
Fyrirsætan og fegurðardrottn-
ingin Ingibjörg Egilsdóttir
og kærasti hennar, Þorsteinn
Jónsson, oftast kenndur við
Kók, eiga von á barni saman,
eins og fram hefur komið í DV.
Skötuhjúin hafa nú sagt vinum
og vandamönnum að það
sé drengur sem sé á leiðinni
en sá stutti er væntanlegur í
heiminn í apríl. Ingibjörg og
Þorsteinn hafa verið saman í
eitt ár og sanna að ástin spyr
ekki um aldur. Ingibjörg, sem
var fulltrúi Íslands í Miss Uni-
verse árið 2009, fæddist árið
1985. Þorsteinn fæddist hins
vegar árið 1963, sem gerir 22
ára aldursmun.
Verslar á
barnið
Kristrún Ösp Barkardóttir er
orðin pistlahöfundur á Vísi.
is. Í sínum öðrum pistli þar
skrifar hún um það hvernig
meðgangan hafi reynst henni
hingað til en hún er, eins og
mörgum er kunnugt um, ólétt.
Kristrún er komin 23 vikur á
leið og lætur sér ekki leiðast á
meðgöngunni og verslar með-
al annars föt á barnið. Hún
segist vera verslunarsjúk en sé
núna hætt að versla á sjálfan
sig og kaupi þess í stað född á
ófæddan son sinn. Þar komi
að góðum notum að vita kynið
á barninu því þá sé auðveldara
að versla föt sem oft sé kynja-
skipt eftir litum.
Fæddur fíkill
Bubbi Morthens segist í viðtali
við nýjasta hefti Monitor vera
fæddur fíkill en hann hefur
ekki farið leynt með þá óreglu
sem hann var í á sínum tíma.
„Ég er fæddur fíkill, er bara
genetískur fíkill. Í báðum ætt-
unum mínum, þeirri dönsku
og íslensku, er að finna mjög
svæsinn alkóhólisma. Ég var
farinn að leita mér að breyttu
ástandi mjög snemma, ég fór
mjög ungur að finna lausn á
vanlíðan minni. Lausnin var
eiturlyfjanotkun en sú lausn
virkaði bara í skamman tíma,“
segir Bubbi.
Kynntist guði í
gegnum „díler“
Þ
að sem gerðist í mínu
lífi var að ég lagði öll
spilin á borðið. Sann-
leikurinn gerir mann
frjálsan. Ég sagði bara
hvað ég var að gera. Ég var í
brennivíni, hassi og kókaíni. Ég
lagði þetta allt á borðið,“ seg-
ir söngvarinn Herbert Guð-
mundsson en rúmlega fjögur
ár eru síðan hann hætti í rugli.
„Í fimm ár var ég í mjög stífri
neyslu. Þegar maður var með
draslið í sér fannst manni mað-
ur vera eðlilegur. Maður fékk sér
jónu og svo var það bara lína og
einn bjór. Þetta var orðið dagleg
athöfn. Fyrst var þetta um helg-
ar – föstudaga og laugardaga.
Svo bættist sunnudagur við.
Síðan var það orðið miðviku-
dagur líka og fljótlega bara öll
vikan. Ég fór svo í afeitrun árið
2007. Ég vaknaði bara einn dag-
inn og var kominn með nóg. Tók
upp símann og pantaði pláss á
Vogi,“ segir Herbert og staðhæfir
að hann hafi aldrei verið ham-
ingjusamari en hann er í dag.
Edrú og alsæll, syngjandi glaður.
Herbert gengur á guðs veg-
um en honum kynntist hann
á afar sérstakan hátt. „Mér var
boðið á bænafund af fyrrverandi
kókaín-„dílernum“ mínum en
áður hafði ég farið á Tólf spora
fund með honum og sá hvernig
hann geislaði eins og sólin eftir
að hann varð edrú. Hann leiddi
mig í gegnum sporin. Á þess-
um bænafundi voru þrjár ungar
stelpur frá Belgíu sem voru með
leikrit um síðustu klukkustund-
ir Krists á krossinum. Ég horfði
á það og varð fyrir andlegri upp-
lifun. Það bara gerðist eitthvað.
Ég fann vellíðunartilfinningu
aftan á hnakkanum sem leiddi
niður hryggsúluna og svo bara
búmm!“ hrópar Herbert með
miklum leiktilburðum og heldur
áfram: „Ég fann bara fyrir djúp-
um frið sem engin hugbreytandi
efni komast í hálfkvisti við. Dag-
inn eftir fór ég og keypti Biblíu.“
Í stríði við nágranna
Það hefur ýmislegt annað
breyst í lífi Herberts síðan
hann hætti í óreglunni. Konan
fór frá honum og hann hefur
þurft að berjast við nágranna
sína sem og bankann um hús-
ið sitt í Breiðholtinu. „Konan
fór þegar ég varð edrú. Fannst
sennilega ómögulegt að búa
með mér þar sem ég var ekki
í neyslu lengur,“ segir Herbert.
„Síðan hef ég verið í stríði við
nágrannana og þeir eru að
stefna mér í fjórða sinn núna,
þetta er ótrúlegt,“ segir Her-
bert. Nágrannar hans stefndu
honum fyrir að taka ekki þátt
í þakviðgerðum á raðhúsum
þeirra. Herbert neitaði að taka
þátt því hans þak var í góðu lagi.
Þetta sættust nágrannarnir ekki
á og hafa sótt hart að söngvar-
anum. „Málskostnaðurinn hjá
þeim er kominn upp í 8 millj-
ónir út af 3,9 milljónum sem
þau vilja að ég borgi. Þetta er
fáránlegt. Mér var dæmt í vil í
Hæstarétti og málinu vísað aft-
ur í hérað og þau stefndu mér
aftur. Ég veit ekki hvar þetta
endar.“
Herbert flutti út úr húsi
sínu á tímabili og var bú-
inn að missa það til bankans.
Hann hefur núna fengið hús-
ið aftur og þakkar það guði.
„Ég get eiginlega ekki útskýrt
það, þú verður að spyrja þann
sem öllu ræður,“ segir Her-
bert um það hvernig það kom
til. „Það hafði samband við
mig ónefndur lögfræðingur
sem vinnur hjá sýslumanni.
Hann var búinn að skoða
málið og sagði að þetta
gengi ekki. Þetta væri
bara ofbeldi gagnvart
einni fjölskyldu. Hann
hafði samband við
Landsbankann fyr-
ir mig og ég fékk
frest hjá þeim.
Þeir voru búnir
að kaupa hús-
ið á uppboði.
Landsbank-
inn samþykkti
þetta ferli og
nú er ég er í
skuldaað-
lögun og
kominn
aftur í hús-
ið,“ segir
Herbert
að vonum
ánægður að
vera kominn
heim.
Vinnur mikið
með syninum
Hann er líka á fullu
í tónlistinni og vinn-
ur mikið með næst-
yngsta syni sínum,
Svani. Feðgarnir hafa
nýlega sent frá sér
plötu og eru nýkomn-
ir heim úr tónleika-
ferðalagi í Kaliforníu.
„Það er maður sem heitir Der-
ren Goodman sem heyrði Time-
lagið á Facebook. Hann varð yfir
sig hrifinn og bauð okkur út til
sín. Við dvöldum hjá honum og
konunni hans sem er íslensk,
Dröfn Goodman. Við fórum í
blökkumannakirkju og sung-
um þar og allir voru í skýjun-
um. Við fórum á milli kirkna
og sungum og seldum diska.
Þetta var alveg frábært, gekk
vel og æðislegt að komast að-
eins í nýtt umhverfi og sjá
að Ísland er ekki nafli al-
heimsins.“
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Viðtal
n Herbert Guðmundsson var kominn í daglega neyslu n Sölumaður dauðans
leiddi hann að frelsaranum n Búinn að fá húsið aftur og aldrei liðið betur
Ferðuðust um Kaliforníu Feðgarnir eru nýkomnir heim frá Kaliforníu þar
sem þeir ferðuðust um og spiluðu í kirkjum.
Lífið er gott Herbert er hæst-
ánægður með lífið í dag enda laus
undan eiturlyfjum og öllu sukki.
Verðlaun Sigrún Lilja fékk Golden Quill-verðlaunin á dögunum fyrir framlag sitt til bókarinnar The Next Big Thing.