Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 40
Þ að sem okkur langaði að gera var að upphefja þenn- an hóp vegna þess að lang- fæstar stelpur eru með mik- ið sjálfstraust og mótaða sjálfsmynd á unglingsárunum, og okkur langaði að hafa áhrif á það,“ segir Kristín Tómasdóttir, höfundur bókarinnar Stelpur A–Ö Upplýsinga- brunnur fyrir forvitnar stelpur, að- spurð hvers vegna hún fór að skrifa fræðslurit fyrir stelpur. Í fyrra gaf hún út bókina Stelpur! ásamt Þóru Tómasdóttur systur sinni en sú bók er einnig upplýsingarit fyrir stelpur, sérstaklega á unglingsaldri. Kristín tekur á móti blaðamanni á heimili sínu snemma morguns en hún hafði varað við því að hún yrði örugglega með hafragraut í hárinu. Að vel at- huguðu máli kemur blaðamaður þó ekki auga á hafragrautinn. Kristín er kvenskörungur mik- ill og lætur sig margt varða. Hún er með B.A.-gráðu í sál- og kynjafræði og hefur lagt stund á mastersnám í opinberri stjórnsýslu. Ásamt því að ráðleggja ungum stúlkum um lífið og tilveruna þá starfar Kristín sem ráðgjafi hjá Geðhjálp. Hún er fram- kvæmdastjóri Landsambands æsku- lýðsfélaga og gegnir einn- ig stöðu formanns Félags einstæðra foreldra. Byggð á spurningum stelpna Þegar systurnar kynntu bókina sína í félagsmið- stöðvum í fyrra héldu þær að hún væri tæm- andi viskubrunnur, en það kom þó á daginn að svo var ekki. „Við buðum stelpun- um upp á að skrifa svona tabú spurningar á blað og þar fengum við ótrúleg- an hafsjó af merkilegum spurningum. Ég var alltaf með bókina okkar og vitn- aði mikið í hana og við náðum vissu- lega að spanna mjög margt í fyrri bókinni. En þarna komu bara „con- crete“ spurningar sem okkur fannst vanta svör við. Bókin er í rauninni þeirra bók. Þetta eru þeirra spurn- ingar og ég bara svara þeim,“ segir Kristín til að lýsa því hvernig bókin er uppbyggð. Hún segir að eðlilega hafi mikið af spurningum um kyn- líf og kynþroska komið upp, en það var einnig mikið um djúpar pæling- ar, til dæmis um eftirsjá, samskipti og stjórnmál. Þrátt fyrir að Kristín hafi skrifað bókina ein þá gerði hún það fyrir hönd þeirra Þóru og svörin eru í fyrstu persónu fleirtölu. Ýmislegt gæti komið Þóru á óvart Aðspurð segir Kristín að þær hafi eiginlega tengt við allar spurningarnar í bók- inni en vissu þó alls ekki svörin við öllu. Sum svörin vísa í persónulega reynslu og segir Kristín bókina vissulega verða persónu- legri fyrir vikið. „Til dæmis þegar ég var að skrifa um að plokka augabrúnirn- ar þá mundi ég eftir því þegar ég var lítil þá rakaði ég helminginn af auga- brúnunum í einhverri til- raunastarfsemi. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Ég var svona átta, níu ára og það var gert endalaust grín að mér því ég var með hálfar augabrúnir ógeðslega lengi.“ Kristín setti þessa reynslusögu í bók- ina svo hún gæti verið öðrum stelp- um víti til varnaðar. „Ég held að Þóra sé svolítið stress- uð yfir þessu,“ segir Kristín hlæjandi og vísar þar í reynslusögurnar í bók- inni. „Hún veit ekkert alveg allt. Hún er ekki búin að lesa hana alveg frá a til ö. Það gæti verið eitthvað í henni sem kemur henni á óvart.“ „Er í lagi að við krúnurökum okkur?“ Þóra er þremur árum eldri en Krist- ín en miðað við hvað þær systur hafa unnið mikið saman þá kemur blaðamanni á óvart að heyra að þær hafi alls ekki verið vinkonur á ung- lingsárunum, heldur þvert á móti. „Þóru fannst ég alveg gjörsamlega óþolandi. Það var ekki fyrr en ég var svona sautján að ég varð gjaldgeng. Ég hermdi mjög mikið eftir henni en hún var ekkert skemmtileg við mig. Það er alveg ótrúlegt að mér hafi þótt eitthvað mikið til hennar koma sko,“ segir Kristín. Hún viðurkennir að þær systurnar hafi verið uppreisn- argjarnir unglingar og oft dansað á línunni, eins og hún orðar það. Hún vill þó ekki meina að þær hafi verið vandræðaunglingar heldur hafi þær þekkt sín mörk. „Við tékkuðum vel á því hvar mörkin lægju. Við spurð- um til dæmis ekki hvort við mætt- um krúnuraka okkur, við gerðum það bara og athuguðum þannig við- brögðin.“ Hún viðurkennir að foreldrar þeirra hafi oft verið ráðalausir eins og gengur meðal foreldra en að þær hafi engu að síður hlotið mjög gott uppeldi. Systurnar eru þrjár, en Sóley Tóm- asdóttir borgarfulltrúi er elst þeirra. Kristín segir að systkinauppeldi hafi verð ríkjandi í þeirra hópi og sé enn. Þær hika ekki við að gagnrýna hver aðra en þola illa gagnrýni frá öðrum gagnvart hver annarri. Fyrir alla sem upplifa sig sem stelpur Kristín segir að bókin sé hugsuð sem leiðarvísir, því stuðningur á ung- lingsárunum sé alltaf mikilvægur. Hún bendir á að ekki eigi allar stelp- ur eldri systur eða foreldra til að leita til og því vanti þær oft upplýsingar. Bókinni er ætlað að mæta þeirri upp- lýsingaþörf. Kristín segir bókina þó alls ekki eingöngu ætlaða unglingsstúlkum á aldrinum tólf til átján ára. Heldur höfði hún til allra sem upplifi sig sem stelpur og í þeim hópi eru bæði mömmur og ömmur. Hún segir bók- ina oft nýtast sjálfri sér í allri umræðu við vinkonur sínar. „Ég lendi oft í því í daglegu tali að vitna í bækurnar eða upplýsingar sem ég varð mér út um meðan á skrifum stóð. Til dæm- is kaflinn um ástarsorg, hann hefur oft nýst ef einhver nákominn mér er í ástarsorg,“ segir Kristín en í bókinni er tekið vel á slíkum málum. Hún viðurkennir að hún sé mikil áhuga- manneskja um ástina og ástarsorg. Hjálpar fólki í ástarsorg Sem ráðgjafi hjá Geðhjálp hefur Kristín séð um sjálfshjálparhópa fyr- ir fólk sem er í ástarsorg og hjálpað því að vinna úr henni. „Það sem við gerum er að að ýta undir að fólk taki ástarsorg alvarlega, sé meðvitað um afleiðingar ástarsorgar og að fólkið í kringum fólk í ástarsorg hlúi vel að því eins og það myndi hlúa að fólki í sorg yfir höfuð.“ Kristín bendir á að afleiðingar ástarsorgar séu með- al annars þunglyndi, depurð, þrá- hyggja og svefnleysi. Fólk leitar sér því yfirleitt frekar hjálpar vegna þess- ara kvilla en áttar sig ekki á þeir gætu tengst ástarsorg fyrr en farið er að greina vandann. Ástarsorg getur mótað líf fólks „Ástarsorg er í raun hálfgert áhuga- mál hjá mér. Sérstaklega hvað þetta er stórt mál í lífi margra og hvað ást- arsorgin hefur ótrúlega mikil áhrif. Ástin er eitthvað sem unglingsstelp- ur pæla fáránlega mikið í og mót- ar þeirra líf mjög mikið. Ein ástar- sorg þegar þú ert þrettán ára getur haft veruleg áhrif á ástarlíf viðkom- andi það sem eftir er,“ segir Kristín. En þekkir hún ástarsorgina af eig- in raun? „Já, ég hef lent í ástarsorg, blessunarlega, enda er það lærdóms- ríkt ferli. Aftur á móti er ég ekki í ást- arsorg í dag,“ segir Kristín og brosir eins og ástfangin ung kona. Hún vill ekki ræða það frekar en heldur áfram að brosa. „Ástin getur verið ótrúlega góð og hún getur líka verið súr. Maður tek- ur áhættu með því að vera ástfang- in, áhættu sem felst í því að geta lent í ástarsorg. Ég held að það sé eitt- hvað sem margir lenda í einhvern tíma á ævinni. Ég vorkenni svolítið fólki sem hefur ekki lent þar því þeg- ar á botninn er hvolft þá styrkir ástar- sorgin þann sem fyrir henni verður.“ Skemmtilegast að vera mamma Kristín ólst upp í Noregi frá sjö ára aldri til fjórtán ára aldurs og hún seg- ir það hafa verið mjög erfitt fyrir sig að flytja aftur heim til Íslands. Það hafi verið svolítið eins og að skipta um líf. Það var henni erfitt að skilja við norsku vinina og í raun þurfti hún að fara í gegnum ákveðið sorg- arferli sem tók hana langan tíma að vinna úr. Hún var þó heppin að lenda í góðum vinahópi á Íslandi sem gerði henni þetta auðveldara fyrir og hef- ur haft jákvæð áhrif á hennar líf allar götur síðan. Á meðan blaðamaður spjallar við Kristínu pípir síminn hennar. Það eru skilaboð frá Sóleyju systur henn- ar. Hún er stödd í útlöndum og vill vita hvaða stærð Mattías, tveggja ára sonur, Kristínar notar af fötum. Hún svarar því um hæl. Kristín ljómar öll þegar hún talar um son sinn. „Matt- ías er bara yndislegur og ég veit ekki hvar ég væri án hans. Það skemmti- legasta í lífi mínu er að vera mamma,“ segir Kristín og brosir. 40 | Lífsstíll 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað Icelandair hótel Klaustur Veislumáltíð milli jökla Villibráðarhlaðborð Laugardagskvöldin 12., 19. og 26. nóvember 7.450 kr. Gisting í tveggja manna herbergi, hlaðborð og morgunverður 14.900 kr. á mann. Jólamatseðill Glæsilegur fjögurra rétta hátíðar­ matseðill aðeins þessa tvo daga. Laugardagskvöldin 3. og 10. desember 6.990 kr. Gisting í tveggja manna herbergi, jólamatseðill og morgunverður 10.150 kr. á mann. Borðapantanir: Sími 487 4900 eða á klaustur@icehotels.is. Sérkjör á mat og gistingu fyrir hópa ofangreindar helgar. Rakaði af sér auga- brúnirnar átta ára Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal n Kristín Tómasdóttir var að gefa út bókina Stelpur A-Ö n Svörin í bókinni byggja mörg á eigin reynslu n Hjálpar fólki að takast á við ástarsorg Upplýsingabrunnur Kristín segir bókina höfða til allra þeirra sem upplifa sig sem stelpur, mömmur og ömmur eru þar ekki undanskildar. Uppreisnargjörn Kristín viðurkennir að foreldrar hennar hafi oft verið ráðalausir yfir upp- átækjum systranna. Þær dönsuðu vel á línunni, eins og hún orðar það. mynd SigTryggUr Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.