Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Qupperneq 44
Frítt internet Finnska farsímafyrirtækið Nokia hóf á þriðjudag að bjóða upp á ókeypis Wi-Fi nettengingu í miðborg Lund- úna í Bretlandi. Fyrst um sinn verður einungis hægt að nýta sér nettenginguna í kring- um Oxford Street, Victoria, Marylebone og Westmins- ter. Nái tengingin vinsældum reiknar fyrirtækið með að stækka þjónustusvæðið en bjóða þjónustuna engu að síður ókeypis. Tengingin er takmöruð við hraða upp á 1 Mbit. GarageBand fyrir iPhone Apple hefur markaðssett tón- listarforritið GarageBand fyrir iPhone. Flestir þeir sem nota Apple-tölvur kann- ast við forritið en hægt er að búa til alls konar tónlist í því. Það hefur hingað til fylgt frítt með Apple-tölvum en hefur ekki verið í boði fyrir iPhone- notendur. Forritið hefur þá einnig verið í boði fyrir iPad- spjaldtölvur fyrirtækisins og svipar nýja símaforritinu mik- ið til spjaldtölvuútgáfunnar. Hægt er að taka upp hljóð með innbyggðum míkrófón símans og nota í Garage- Band auk þess sem hægt er að tengja hljóðfæri á borð við rafmagnsgítar við símann og taka upp í gegnum forritið. S kortur á hjúkrunarfólki er fyrirsjáanlegur á komandi árum. Þetta vill japanski bíla- framleiðandinn Toyota leysa með því að búa til vélmenni sem geti aðstoðað fólk og komið þann- ig í staðinn fyrir hjúkrunarfólk að miklu leyti. Verkefnið hefur verið í þróun frá árinu 2007 en það gengur undir nafninu Toyota Partner Ro- bot. Í gegnum verkefnið hafa ým- iss konar vélmenni verið þróuð og framleidd en nýjustu hugmyndir Toyota gætu gjörbreytt stefnu fyrir- tækisins í þessum málum. Nú vinnur Toyota að því að búa til vélmenni sem getur komið slös- uðu og veiku fólki til hjálpar, hjálp- að fólki að ganga, aðstoðað fólk við að ná jafnvægi og að halda réttri líkamsstöðu. Þá er fyrirtækið einn- ig með í þróun vélmenni sem getur aðstoðað sjúklinga við að færa sig á milli sjúkrarúma. Um er að ræða fjögur mismunandi vélmenni sem eiga að geta framkvæmt öll þessi verkefni. Vélmennin eru ekki öll ný af nálinni en ljóst er að Toyota hefur ákveðið forskot á önnur og minni fyrirtæki, sem mörg hver eru sprotafyrirtæki, sem ætla sér sömu hluti en Toyota er einn stærsti bíla- framleiðandi heims. Toyota er ekki eina fyrirtæk- ið sem vinnur að sambærilegum lausnum. Honda þróar nú vél- menni sem aðstoðar fólk við að ganga og vísindamenn annars stað- ar í Japan vinna að því að þróa tæki til að hjálpa hjúkrunarfólki að ann- ast gamalt fólk og fatlaða. adalsteinn@dv.is Vélmenni í stað hjúkrunarfólks n Toyota setur sér nýtt markmið LEIKTÆKNISKÓLI Micheal Checkhov tækni Undirbúningur fyrir áheyrnarprufur Textagreining • Kvikmyndaleikur • Þjálfun líkama og raddar • Hugleiðsla og slökun Magnúsar Jónssonar & Þorsteins Bachmann Nýtt námskeið frá 15. nóvember. til 20. des. 2011 Kennsla fer fram öll þriðjudagskvöld frá kl. 19.30 til 23.00 Leiktækniskólinn er á Facebook, þar má nálgast frekari upplýsingar. Skráning og fyrirspurnir á leiktaekniskolinn@gmail.com. Aldurtakmark 18 ára. Magnús og Þorsteinn eru meðal reyndustu leikara sinnar kynslóðar með áratuga reynslu af vinnu við leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Námskeið í hagnýtri og skapandi leiklist ... og margt fleira V erkefni sem gengur undir nafninu The Sound of Football, eða Hljómur fótbolta eins og það gæti út- lagst á íslensku, hefur gefið blindum von um að geta spil- að hefðbundinn fótbolta. Verk- efnið þykir merkilegt í marga staði en þeir sem standa að því nota þrívíddartækni og iPhone-farsíma til að gera blindum kleift að heyra hvar fótboltinn er. Hlusta á boltann Í grunninn virkar kerfið þannig að myndavélar taka upp mynd af boltanum og ferli hans um völlinn í þrívídd. Myndavél- arnar eru tengdar við tölvu sem geta gefið nákvæma stað- setningu á boltanum. Tölvan sendir svo boð í iPhone-far- síma sem leikmenn eru með fasta á sér sem spilar hljóð sem gera leikmönnum kleift að hlusta á hvar boltinn er ná- kvæmlega. „Hver leikmað- ur getur hlustað á það sem er að gerast og fengið tilfinningu fyrir fjarlægðum á milli ákveð- inna hluta,“ segir Ellen Sundh, ein þeirra sem standa að verk- efninu, á heimasíðu þess. Tæknin byggir á fyrri verk- efnum Society 46 sem með- al annars voru notuð til að fylgjast með og greina síðustu heimsmeistarakeppni í fót- bolta sem fram fór í fyrra. Pepsi á bak við verkefnið Það er gosdrykkjaframleið- andinn Pepsi sem stendur að baki verkefninu og leggur því til fé. Það er þó tækni þróuð af Tracab sem notuð er í verk- efninu sem er svo nýtt með snjalltækjaviðbót frá Society 46. Til að sýna hversu vel verk- efnið getur virkað skipulagði Pepsi fótboltaleik með hópi blindra íþróttamanna og fyrr- verandi atvinnumanna í fót- bolta. Bundið var fyrir augu fótboltamannanna þannig að þeir studdust við sömu tækni og blindu íþróttamennirnir. Niðurstaðan var áhugaverð en leikurinn gekk ágætlega þrátt fyrir að enginn leikmannanna gæti séð boltann eða andstæð- inginn. Eins og í vísindaskáldsögu „Þessi tækni og að stunda íþróttir á þennan hátt er algjör- lega nýtt en vonandi er hægt að þróa þetta þannig að hægt sé að nota þetta á ólympíuleik- um fatlaðra og annars staðar,“ segir Daniel Göransson, einn blindu íþróttamannanna sem tóku þátt í prufukeyrslu verk- efnisins. Um leikinn sjálfan segir Daniel að honum hafi lið- ið örlítið eins og í vísindaskáld- sögu. Einn af atvinnumönnun- um fyrrverandi, Peter Holm, sagði að leikurinn hefði ver- ið magnaður en mjög erfiður. „Ef það er hægt að gera meira með þessu og taka þetta lengra verður vonandi hægt að gera líf blindra aðeins auðveldara,“ sagði hann. n Blindum gert kleift að spila fótbolta með þrívíddartækni og iPhone-forriti n Eins og í vísindaskáldsögu, segir blindur íþróttamaður sem prófaði tæknina Hlustað á boltann „Að stunda íþróttir á þennan hátt er algjörlega nýtt. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Tækni Allir sjónlausir Enginn þeirra sem tóku þátt í prufukeyrslu á verkefninu sá neitt í leiknum. Bundið var fyrir augun á þeim leikmönnum sem voru ekki blindir. Tilfinning í hlustun „Hver leikmaður getur hlustað á það sem er að gerast og fengið tilfinningu fyrir fjarlægðum á milli ákveðinna hluta,“ segir Ellen Sundh, sem er ein þeirra sem standa að verkefninu. 44 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað Tækni Vélmennin hjálpa Vélmennin sem Toyota þróar eiga að einfalda hjúkrunarfólki að aðstoða aldraða og fatlaða. 48 klukkustundum af myndböndum er halað upp á vefsíðuna YouTube á hverri einustu mínútu. Það þýðir að efni sem tekur samtals átta daga að spila er halað upp á hverjum degi. 34% íslenskra netnotenda nota Chrome-vafrann frá Google til að skoða vefsíður. Flestir Íslendingar nota Chrome samkvæmt tölum frá fyrirtækinu StatCounter.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.