Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 38
38 | Lífsstíll 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu mánudaginn 7. nóvember, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Tolli Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Nadía Katrín Banine mælir með: Gott rauðvín og skítmokstur Tölva: Apple „Af því að allt sem kemur frá því fyrirtæki er bara tær snilld!“ Bifreið: Pajero „Ég þarf að vera á jeppa svo ég geti dregið alla hestana mína.“ Sími: iPhone „Það er ekkert annað í boði eftir að hafa kynnst honum.“ Bók: Hrossafræði Ingimars Sveinssonar „Er að þesa þessa bók um þessar mundir. Annars er það á dagskrá að lesa nýju bókina hennar Tobbu. Ég hló mig máttlausa yfir Makalausri.“ Bíómynd: Hangover „Ég er enn að hlæja að Hangover númer eitt. Svo standa rómantískar gamanmyndir alltaf fyrir sínu. Allt hitt fær maður bara í fréttunum.“ Hreyfing: Ballett „Uppáhaldið er að fara í ballettíma með ID þar sem það var alltaf mín aðalhreyfing. Upp á síðkastið er það jóga eða hlaupabrettið þar sem ég kemst í það. Annars stendur skítmokstur í hest- húsinu alltaf fyrir sínu.“ Fatamerki: Íslensk hönnun „Ég er mjög hrifin af íslenskri hönnun. Spaksmannsspjarir og Anderson&Lauth standa alltaf fyrir sínu og svo langar mig gífurlega í eitthvað frá nýja merkinu, Ellu.“ Veitingastaður: Tapashúsið „Tapashúsið hjá honum Jóa G. vini mínum er alveg frábær staður og umhverfið allt í kring. Svo er bara allt sem hún Hrefna Sætran kemur nálægt þvílík dýrð fyrir bragðlaukana.“ Drykkur: Rauðvín „Gott rauðvín stendur alltaf fyrir sínu í skamm- deginu.“ Skemmti- staður: Cafe Rósenberg „Af því að ég elska að fara á tónleika.“ V ið fundum hvor aðra í gegn- um netið. Saga sá mig á Stylebubble og ég sá mynd- irnar hennar á blogginu hennar. Það var áður en hún fór í nám til London,“ segir fatahönn- uðurinn og tískuteiknarinn Hildur Yeoman um upphaf samstarfs þeirra Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara en þær opnuðu um síðustu helgi sam- sýninguna Hamskipti. Þar eru til sýnis rúmlega tuttugu samstarfsverk þeirra. Báðar hafa þær vakið mikla athygli fyr- ir verk sín, Hildur fyrir hönnun sína og Saga fyrir ljósmyndir sínar. Myndirnar sem eru á sýningunni Hamskipti hafa vakið mikla athygli fyr- ir ævintýralegan blæ sem togast á við heim tískunnar. Búa til sinn eigin heim Hildur segir þær hafa byrjað að vinna saman fyrir um fjórum árum. „Ég fékk hana til að taka myndir af fyrstu auka- hlutalínunni minni. Síðan þá hefur hún alltaf tekið myndir af aukahlutun- um mínum. Við höfum svo gert sam- an nokkur stíliseringarverkefni.“ Þær ákváðu svo að stilla saman strengi sína fyrir alvöru og úr varð sýningin Álaga- fjötrar sem haldin var í Kling og Bang í fyrra. Þar kynna þær sinn eigin ævin- týraheim. „Það var meira svona sam- starfsverkefni okkar beggja. Þar bjugg- um við til svona ákveðinn heim þar sem við sóttum innblástur meðal ann- ars í rússnesk ævintýri og goðsögur. Við bjuggum til okkar eigin heim sem við unnum svo út frá,“ segir Hildur. Mikið samstarf Í sýningunni Hamskipti halda þær áfram að skapa sinn eigin heim. Nú sækja þær innblástur undir yfirborð sjávar. Í iðandi og mjúkan takt hafsins sem er einnig kaldur og dimmur. Þar er ævintýralegur heimur gyðja og goð- sagna sem óvíst er hvort séu raunveru- legar eða ekki. Myndirnar vinna þær saman. Saga sér um að taka myndirnar en Hildur sér að mestu leyti um eftirvinnsluna – málar á myndirnar og saumar í. Hún leggur þó mikla áherslu á að samstarf þeirra sé mikið. „Við vinnum þetta saman. Þó að Saga taki myndirnar þá stílisera ég þær og hef áhrif á þær þannig. Sömuleiðis hefur Saga áhrif á eftirvinnsluna því hún er með mér í henni. Við prentum út myndirnar og ég mála ofan á þær og svo saumum við í þær.“ Klára hugsanir hjá hvor annarri Hildur segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og nú þegar hafi selst nokkur verk. „Það seldust upp all- ar myndirnar af sýningunni í fyrra. Núna vorum við búnar að selja nokkr- ar myndir áður en sýningin hófst. Það virðist vera mikill áhugi og við höfum selt myndir út.“ Hildur segir frekara samstarf milli þeirra Sögu vera í kortunum. „Já, pott- þétt. Okkur gengur vel að vinna sam- an. Við klárum oft hugsanir hjá hvor annarri,“ segir hún hlæjandi. Sýningin Hamskipti er í Hafnar- borg við Strandgötu í Hafnarfirði og stendur til 30. desember. Á sunnudag- inn mun gestum sýningarinnar svo bjóðast persónuleg leiðsögn um sýn- inguna en þá ætla Hildur og Saga að leiða gesti í gengum hana. Leiðsögnin byrjar klukkan 15 í Hafnarborg. viktoria@dv.is n Kynna sinn eigin ævintýraheim n Vinna myndirnar saman n Sækja innblástur í hafið n Hafa þegar selt nokkur verk Gyðjur og goðsögur Eigin ævintýraheimur Hildur og Saga hafa skapað sinn eigin ævintýraheim saman. Gyðjur og goðsögur Í sýningunni sækja þær innblástur undir yfirborð sjávar þar sem búa gyðjur. Ævintýralegt Myndirnar þeirra eru ævintýralegar. Goðsögur Innblásturinn kemur meðal annars úr hyldjúpum hafsins Börn sem eru getin með hjálp tækninnar eru líklegri til að vera minni við fæðingu en börn sem eru getin á eðlilegan hátt, sam- kvæmt nýrri rannsókn. Rann- sóknin var byggð á gögnum 1.700 kvenna. Í ljós kom að þau börn sem höfðu verið getin í tækni- frjóvgun voru ekki aðeins létt- ari heldur einnig líklegri til að vera of létt við fæðingu. Vísinda- menn sem stóðu að rannsókninni geta ekki útskýrt þennan mun en telja að ástæður fyrir ófrjósem- inni sé um að kenna frekar en tæknifrjóvgunar meðferðinni sjálfri. Glasabörn minni en önnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.