Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað
því er það mat stjórnar Fasteigna-
félags Íslands ehf. að hag félags-
ins sé best borgið með því að halda
áfram rekstri Smáralindar undir
núverandi eignarhaldi enn um
sinn, en að leita jafnframt annarra
sölutækifæra síðar.“
Brunaútsalan ekki hafin
Af þessum sökum, vegna þess að
bankarnir halda ennþá svo mikl-
um eignum sem ekki hafa verið
seldar, hafa uppkaup fjárfesta og
annarra fyrirtækja á eignum eftir
hrun ekki verið eins mikil og ætla
mætti miðað við hversu mikið af
eignum hefur endað inni á borði
bankanna. Brunaútsalan sem tal-
að hefur verið um að myndi eiga
sér stað eftir hrun hefur því í reynd
ekki hafist þó ýmsar eignir hafi
nú þegar verið seldar út úr bönk-
unum. Þeim mun lengri tími sem
líður frá hruninu, og þeim mun
lengur sem bankarnir sitja á fyrir-
tækjum og fasteignum, þeim mun
ólíklegra er að þessar eignir fáist
fyrir lítið.
Þegar eignirnar verða seldar
bíða hins vegar ýmsir fjárfestar á
hliðarlínunni með fjármagn sem
þeir vilja nota til fjárfestingar hér á
landi. Þetta eru bæði fjárfestar sem
hafa gert sig gildandi í fjárfesting-
um hér á landi eftir hrunið, fjár-
festar sem eru landsþekktir vegna
viðskipta sinna á Íslandi í góðær-
inu og eins einstaklingar sem enn
hafa ekki byrjað að fjárfesta hér á
landi en leita að tækifærum.
Eitt af helstu einkennum þeirra
fjárfesta sem hvað mest hafa látið
til sín taka hér á landi eftir hrunið
er að þeir annaðhvort auðguðust
erlendis eða seldu eignir sínar á Ís-
landi fyrir hrunið. Þetta á til dæm-
is við um Skúla Mogensen, Árna
Hauksson, Hallbjörn Karlsson,
Kristin Aðalsteinsson og systkin-
in Guðmund Jónsson og Berglindi
Jónsdóttur.
Skúli umsvifamestur
Skúli Mogensen er vafalítið sá fjár-
festir sem hefur verið mest áber-
andi í íslensku fjármálalífi eftir
efnahagshrunið. Hann hefur verið
mjög umsvifamikill við kaup á
fyrir tækjum og stofnun nýrra eftir
að hann sneri aftur til Íslands frá
Kanada í kjölfar hrunsins með
fulla vasa fjár – „Tilbúinn með
fjóra milljarða“, eins og sagði í við-
tali Viðskiptablaðsins við Skúla í
árslok 2009.
Síðan þá hefur Skúli meðal
annars fjárfest í MP banka, Securi-
tas, tölvuleikjafyrirtækinu Caoz,
gagnaverinu Thor og undirbýr nú
stofnun flugfélagsins WOW Air.
Þá keypti hann verðmætar jarð-
ir í Hvalfirði af Orkuveitu Reykja-
víkur fyrr í haust. Skúli var sömu-
leiðis efstur á lista yfir greiðendur
hæstu auðlegðarskatta á Íslandi í
fyrra: Hann og kona hans, Margrét
Ásgeirsdóttir, eiga samtals tæpa
átta milljarða króna samkvæmt út-
reikningum út frá greiddum auð-
legðarskatti.
Tækifærin í krísum
Skúli súmmeraði ágætlega upp
viðhorf margra fjárfesta til þeirra
tækifæra sem geta falist í efna-
hagskrísum í viðtali við Morgun-
blaðið, eftir að kaup hans og með-
fjárfesta hans í MP banka lágu
fyrir í apríl. Skúli sagði að hann
hefði spurt sig hvort það væri
klókt að kaupa banka á Íslandi á
þessum tíma en að hann liti svo
á að krísur, sem óhjákvæmilega
fylgja hruni eins og því sem varð
á Íslandi árið 2008, gætu leitt af
sér tækifæri. „Ég hef spurt sjálfan
mig að því hvað ég sé að koma mér
út í en mín reynsla er sú að það
sé kannski einmitt í krísum sem
tækifærin skapast. Og það er alveg
ljóst að það er mun gáfulegra að
kaupa banka í dag heldur en árið
2007.“
Eins og sést á yfirlitinu yfir þá
fjárfesta sem stórtækastir hafa
verið í eignakaupum á Íslandi
eftir hrunið er aðallega um að
ræða einstaklinga sem ekki voru
fremstir í flokki í útrásinni eða ís-
lensku atvinnulífi á árunum fyrir
hrun. Um er að ræða tiltölulega
fáa einstaklinga sem hafa fjárfest í
stórum eignarhlutum í dýrum fyr-
irtækjum eða í fleiri en einu fyrir-
tæki. Þessi hópur fjárfesta mun
stækka eftir því sem bankarnir
selja frá sér fleiri fyrirtæki og fast-
eignir á næstu árum.
Fleiri bætast við
Einhver kynni einnig að spyrja sig
af hverju fleiri þekktir kaupsýslu-
menn úr útrásinni hafi ekki keypt
upp eignir hér á landi eftir hrun.
Eitt svarið við því kann að vera að
fjárhagsstaða margra þeirra hafi
versnað til muna á meðan ann-
að er að þeir vilji halda athygl-
inni frá sér í nokkurn tíma eftir
íslenska efnahagshrunið. Þessir
einstaklingar, til dæmis Bjarni Ár-
mannsson, Hreiðar Már Sigurðs-
son, Hannes Smárason og fleiri,
gætu þó gerst umsvifameiri hér á
landi eftir því sem lengra líður frá
hruni og fleiri fyrirtæki verða seld
frá bönkunum.
Nokkrir einstaklingar sem
einnig hafa verið nefndir til sög-
unnar sem líklegir fjárfestar hér á
landi eftir hrunið eru Heiðar Már
Guðjónsson, sem hugðist kaupa
Sjóvá ásamt Sjólaskipsfjölskyld-
unni í fyrra, Örvar Kjærnested,
fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá
FL Group, og Siglfirðingurinn Ró-
bert Guðfinnsson, sem unnið hef-
ur að mikilli uppbyggingu á Siglu-
firði með fjármagni sem hann
varð sér úti um með erlendum
fjárfestingum.
Nokkur fyrirtæki sem bankarnir hafa selt eftir hrun
Fyrirtæki Hvenær selt Kaupandi
1. Árvakur Ársbyrjun 2009 Guðbjörg Matthíasdóttir, Samherji, Óskar Magnússon og fleiri
2. Hertz-bílaleiga Mars 2010 Hópur fjárfesta, meðal annars
Sigfús R. Sigfússon í Heklu
3. Alp-bílaleiga Júní 2010 Hópur fjárfesta, meðal annars stjórnendur Alp
4. Skeljungur Júní 2010 49 prósenta hlutur seldur til Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur
5. Hekla Febrúar 2011 Friðbert Friðbertsson og Franz Jezorski
6. Steypustöðin Mars 2011 S.T. eignarhaldsfélag, í eigu
Alexanders Ólafssonar
7. 66° Norður Júní 2011 50 prósenta hlutur seldur. Stefnir hf., Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri
66° Norður og Bjarney Harðardóttir
8. Dominos Pizza Júlí 2011 Birgir Bieltvedt
9. Hagar Febrúar og október 2011 44 prósenta hlutur seldur til Búvalla, félags í eigu Árna Haukssonar, Hall-
bjarnar Karlssonar og lífeyrissjóða
10. 10-11 Júní 2011 Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Teymis
11. Sjóvá Júní 2011 Rúmur 52 prósenta hlutur seldur til fagfjárfestasjóðs í eigu Arion banka
12. BM Vallá Október 2011 BHV Holding, félag í eigu Björgunar, Jarðefnaiðnaðar, Suðurverks,
Gunnars og Gylfa í Bygg og fleiri fjárfesta„Segja má að í ljósi
sterkrar stöðu
stóru viðskiptabankanna
þriggja hafi þeir ægivald
yfir atvinnulífinu í dag og
séu að því leytinu til ígildi
viðskiptablokkar.
Ólafur Ólafsson
Bakgrunnur: Ólafur Ólafs-
son er yfirleitt kenndur við
flutningafyrirtækið Samskip.
Hann var einn af kaupendum
Búnaðarbankans í umdeildri
einkavæðingu árið 2003. Ólafur
átti hlut í Kaupþingi, eftir sam-
einingu þess banka við Bún-
aðarbankann, þar til bankinn
féll árið 2008. Ólafur heldur
Samskipum eftir fjárhagslega
endurskipulagningu félagsins
en missir hlut sinn í útgerðar-
fyrirtækinu Granda yfir til Arion
banka svo eitthvað sé nefnt.
Ólafur á ennþá heilmiklar eignir
á Íslandi, meðal annars stóran
hlut í bifreiðaumboðinu Öskju,
og umtalsvert af fasteignum. Ólafur hefur ekki fjárfest mikið á Íslandi eftir hrun,
aðeins í Límtré Vírneti í heimabæ sínum Borgarnesi, en vitað er að hann á enn miklar
eignir, meðal annars út af arðgreiðslum sem hann fékk frá Kaupþingi. Ólafur gæti því
aukið umsvif sín hér á landi á næstu árum.
Fjárfestingar eftir hrun:
n Hlutur í Límtré Vírneti í Borgarnesi
Guðbjörg Matthíasdóttir
Bakgrunnur: Guðbjörg Matthíasdóttir er eigandi
útgerðarfyrirtækisins Ísfélags Vestmannaeyja og er
einn auðugasti einstaklingur landsins. Eiginmaður
Guðbjargar hét Sigurður Einarsson og lagði hann
grunn að auðævum þeirra hjóna með uppkaupum á
aflaheimildum og hlutabréfum í Tryggingamiðstöð-
inni. Sigurður lést langt fyrir aldur fram árið 2000.
Guðbjörg seldi um þriðjungshlut sinn í Trygginga-
miðstöðinni fyrir um 18 milljarða króna, 11 milljarðar
voru í reiðufé en 7 í hlutabréfum í Glitni sem hún
endaði á að tapa að hluta.
Guðbjörg stendur gríðarlega vel að velli eftir hrunið
þrátt fyrir að hafa tapað hluta bréfa sinn í Glitni.
Í ársreikningi Ísfélagsins fyrir árið 2008 kom fram
að félagið átti verðbréf upp á 18,3 milljarða króna
og ríkistryggð markaðsbréf fyrir 12,4 milljarða. Á
móti þessum eignum voru skuldir upp á 8,4 milljarða króna og nemur eigið fé 11,5
milljörðum króna. Ísfélagið á sömuleiðis kvóta fyrir rúma 6 milljarða króna.
Fjárfestingar eftir hrun:
n Hlutur í Morgunblaðinu
n Lýsi – keypt í október 2008
Þorsteinn Már Baldvinsson
Bakgrunnur: Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri og einn
af eigendum útgerðarfyrirtækisins Samherja. Samherji
hefur meðal annars keypt eignir útgerðarfyrirtækisins
Brims á Akureyri eftir hrunið. Gengið var frá kaupunum í
maí á þessu ári og var kaupverðið 14,5 milljarðar króna.
Þá hefur Samherji verið stórtækur erlendis og meðal
annars keypt útgerðarfyrirtæki í Færeyjum, Frakklandi
og á Spáni.
Þorsteinn Már ætlaði sér að kaupa hlut í MP banka fyrr
á árinu en hætti við það vegna ósættis um stjórnar-
menn í bankanum. Hann vildi fá stjórnarmann í
MP banka en ekki samdist um það. Þorsteinn er
gjarnan nefndur sem hugsanlegur fjárfestir
í hinum og þessum verkefnum og mun
örugglega láta meira að sér kveða í
eignakaupum hér á landi á næstu
árum.
Fjárfestingar eftir hrun:
n Hlutur í Morgunblaðinu
n Eignir Brims á Akureyri
fyrir 14,5 milljarða
n Ætlaði að fjárfesta í
MP banka en hætti við á
síðustu stundu
Gæðahreinsun
Góð þjónusta
Þekking
Opið: mán–fim 8.00–18.00
föst 8.00–18.30
ÞVOTTAHÚS
Ein elsta starfandi efnalaug hér á landi