Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 30
30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað I ngimundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann var í Melaskóla, Landa- kotsskóla og Tjarnarskóla, stundaði nám við Kvenna- skólann og lauk þaðan stúdents- prófi, stundaði nám við Viðskiptahá- skólann á Bifröst og lauk þaðan BSc.-prófi í viðskiptafræði, stund- aði síðan nám við Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar og lauk þaðan MSc.-prófi í viðskiptafræði 2008. Ingimundur starfaði við bílaleig- una ALP/Budget í Keflavík á sumrin á árunum 2000–2005, er hann flutti til Danmerkur. Ingimundur er vörumerkjastjóri hjá heildsölunni Sigurborg ehf. og starfar nú tímabundið sem aðstoðar- framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Ingimundur hefur starfaði í Björg- unarsveit Hafnarfjarðar frá 2008. Hann er mikill áhugamaður um fjall- göngur og fjallaferðir á ýmsum farar- tækjum. Þá er hann skotveiðimaður og hefur nýverið náð í rjúpur í jóla- matinn. Fjölskylda Eiginkona Ingimundar er Elísabet Tania Smáradóttir, f. 29.10. 1982, BSc. í viðskiptafræði og Boot Camp-ari. Dætur Ingimundar og Elísabetar eru Kristjana Guðrún Ingimundar- dóttir, f. 8.8. 2007; Rannveig Freyja Ingimundardóttir, f. 23.3. 2011. Systkini Ingimundar eru Aðal- steinn Norberg, f. 6.10. 1961, ráðgjafi við innflutningsdeild Eimskips, bú- settur í Reykjavík; Sigfús Bjarni Sig- fússon, f. 5.12. 1968, framkvæmda- stjóri Hertz Bílaleigu, búsettur á Seltjarnarnesi; Margrét Ása Sigfús- dóttir, f. 1.10. 1971, framkvæmda- stjóri, búsett í Reykjavík; Rannveig Sigfúsdóttir, f. 27.10. 1975, MS-nemi við Háskólann í Reykjavík, búsett í Reykjavík; Guðrún Helga Sigfús- dóttir, f. 4.7. 1980, kennari, búsett í Reykjavík; Stefán Þór Sigfússon, f. 20.3. 1984, MS-nemi við Háskólann í Reykjavík. Foreldrar Ingimundar eru Sig- fús Ragnar Sigfússon, f. 7.10. 1944, athafnamaður í Reykjavík, og Guð- rún Norberg, f. 14.4. 1942, fyrrv. leik- skólastjóri, húsmóðir og flugfreyja. Ætt Sigfús er sonur Sigfúsar Bjarnasonar, forstjóra Heklu, og Rannveigar Ingi- mundardóttur húsmóður. Guðrún er dóttir Aðalsteins Nor- berg, ritsímastjóra í Reykjavík, og Ásu Berndsen, húsmóður og hár- greiðsludömu í Reykjavík. M ár fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vogunum til átta ára aldurs en síðan við Klapparstíginn. Hann var í Austurbæjarskóla og Borg- arholtsskóla þar sem hann lauk próf- um í pípulögnum, lauk sveinsprófi í pípulögnum 2006, stundaði nám við Tækniskólann og lauk þaðan prófi í grafískri miðlun 2011. Már var í sveit á sumrin frá sex ára aldri, fyrst að Bergþórshvoli, síðan á Snæbýli í Skaftártungum og loks í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum. Már var pítsusendill við Pizzahöll- ina við Dalbraut, var síðan bakari hjá Pizzahöllinni í Mjóddinni og loks verslunarstjóri við Pizzahöllina á Aust- urströnd. Hann hóf síðan að vinna við pípulagnir á sumrin og með skóla. Fjölskylda Már kvæntist 4.11. 2006 Henný Birnu Peder- sen, f. 6.3. 1982, nema. Börn Más og Hennýjar eru Henný Katrín Hall, f. 27.1. 2006; Einar Ebenezer Hall, f. 14.11. 2010. Hálfsystir Más er Eva Gunnars- dóttir, f. 29.1. 1979, starfsmaður hjá ríkisskattstjóra. Albróðir Más er Ingimar Hall, f. 18.3. 1987, lagermaður hjá Svefni og heilsu. Foreldrar Más eru Lára Ingi- marsdóttir, f. 26.8. 1956, búsett í Reykjavík, og Steindór Hall, f. 22.4. 1950, pípulagningameistari í Reykjavík. K ristín fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Fossvogi. Hún var í Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lauk þaðan stúdents- prófi af listnámsbraut, stundaði nám í listfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi 2007 og lauk MA-prófi í samtímalistfræðum frá Listaháskól- anum í Edinborg í Skotlandi 2009. Kristín var sýningarstjóri, m.a. fyr- ir sýninguna Að elta fólk og drekka mjólk, í Hafnarborg í Hafnarfirði, árið 2010, og sá um Sequences, sjónlist- arhátíð, 2009. Hún er nú verkefna- stjóri hjá Listasafni Reykjavíkur þar sem hún hefur starfað frá ársbyrjun 2011. Fjölskylda Maður Kristínar er Magnús Árna- son, f. 21.8. 1977, myndlistarmaður. Systkini Krist- ínar eru Svein- björn Jóhannes- son, f. 12.7. 1967, endurskoðandi, búsettur í Reykjavík; Ína Rós Jóhann- esdóttir, f. 4.11. 1972, geðhjúkrunar- fræðingur og deildarstjóri við geðdeild Landspítalans, búsett í Reykjavík; Karólína Jóhannesdóttir, f. 2.5. 1980, kennari og húsmóðir í Vínarborg. Foreldrar Kristínar eru Jóhannes Tryggvason, f. 5.12. 1945, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, og Margrét Kristinsdóttir, f. 8.3. 1948, grunnskóla- kennari í Reykjavík. G uðrún fæddist á Grund í Þor- valdsdal á Árskógsströnd, ólst upp í Litla-Árskógi á Árskógs- strönd, hafði búsetu á Ísafirði 1945–89 en flutti þá í Kópavog- inn og hefur átt þar heima síðan. Guðrún stundaði nám við Hús- mæðraskólann að Laugalandi, Eyja- firði 1940–41, stundaði nám við þá nýstofnaða vefnaðarkennaradeild Húsmæðraskólans á Hallormsstað 1943–45, lærði jurtalitun hjá Matthildi Halldórsdóttur í Garði í Aðaldal sum- arið 1945, og stundaði listvefnaðarnám í Uppsölum í Svíþjóð sumarið 1948. Guðrún var aðstoðarstúlka í vefnaði 1941–42, heimilisfarkennari í vefnaði á vegum Eyfirska kvenfélagasambands- ins, hóf störf sem vefnaðarkennari við gamla húsmæðraskólann á Ísafirði haustið 1945, hafði umsjón með vefn- aði á gluggatjöldum og áklæði fyrir nýja skólann, Húsmæðraskólann Ósk, sem þá var í byggingu, veturinn 1947– 48, og var vefnaðarkennari við skólann til ársloka 1988. Auk þess að kenna vefnað kenndi Guðrún nemendum vélprjón, sem hún hafði lært hjá Lilju Gísladóttur á Akur- eyri. Halldóra Eggertsdóttir, námsstjóri húsmæðraskólanna, fól Guðrúnu að halda námskeið í vélprjóni fyrir hús- mæðrakennara. Guðrún hefur flutt ýmis erindi um vefnaðarkennslu og heimilisiðnað á fundum kvenfélagasambanda og ann- arra félaga. Guðrún fór orlofsferð um Norður- lönd 1958–59, stundaði þá m.a. nám við vefnaðarkennaradeild Den Kvinde- lige Industriskole í Osló, Nyckelviks- skolan og Handarbetets venners vev- skole í Svíþjóð, sótti sérstakt námskeið fyrir vefnaðarkennara í teikningu, lita- fræði og í að vefa eftir eigin teikningum við Husflidshøjskolen í Kerteminde í Danmörku, og kynnti sér þjóðlegan handvefnað í Helsinki, Lathi og víðar. Guðrún stofnaði Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur hf., að Hafnarstræti 20 á Ísafirði 1962, og var hún starfrækt í tutt- ugu og sex ár. Þar unnu tólf til fjórtán manns þegar mest var en sem dæmi um framleiðsluna má nefna, værðar- voðir, sjöl og kjóla úr íslenskri ull. Byrj- að var að vefa kirkjuskrúða árið 1978 og hafa verið ofnir um þrjátíu höklar. Sýningar á framleiðslunni hafa ver- ið fjölmargar, innanlands sem utan, m.a. í Lillehammer og Þrándheimi í Noregi 1981, þar sem einum lista- manni frá hverju landi var boðin þátt- taka. Vefstofan var fulltrúi Íslands á norrænni kirkjulistarsýningu í Sorø í Danmörku 1982, sýndi fjölbreyttan fatnað á Hótel Sögu 1976, tók þátt í sýningunum Íslensk föt 1976 og 1978 í Laugardalshöll ásamt þátttöku í sýn- ingu á vegum Íslensks heimilisiðnaðar á Listahátíð 1982. Á sýningunni Þræðir sem haldin var í Gerðasafni, árið 2006, voru sýnd- ir handofnir kjólar frá Vefstofunni, ásamt fjórum höklum sem Guðrún óf fyrir Digraneskirkju. Yfirlitssýning á vefnaði Guðrúnar hefur staðið yfir í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi frá því í byrjun júní og stendur þar enn yfir, undir heitinu Úr smiðju vefarans mikla. Guðrún gaf út bókina Við vefstólinn í hálfa öld - lifandi vefnaðarlist í máli og myndum, 1998, sem fjallar um ævi og starf á sviði vefnaðar. Þar er einnig að finna myndir af alþýðulist þriggja bræðra Guðrúnar. Guðrún leiðbeindi eldri borgurum í Kópavogi í vefnaði, um árabil, fyrst á vegum Félagsstarfs aldraðra í Kópa- vogi en síðar á vegum áhugaklúbbs um vefnað í félagsmiðstöðvum aldraðra í Gullsmára og Gjábakka. Guðrún var ritari og síðar formaður Kvenfélags Ísafjarðarkirkju um skeið, formaður orlofsnefndar húsmæðra á Ísafirði og nágrenni, sat um árabil í sóknarnefnd Digraneskirkju í Kópa- vogi og stóð fyrir vefnaði á höklum og fylgihlutum í tilefni af vígslu kirkjunnar 1994 í samvinnu við arkitekt kirkjunnar og sóknarnefnd. Guðrún var sæmd riddarakrossi ís- lensku fálkaorðunnar, 1976, fyrir störf í þágu íslensks ullariðnaðar. Fjölskylda Guðrún giftist 2.7. 1950 Gísla Sveini Kristjánssyni, f. 25.11. 1906, d. 22.10. 1978, íþróttakennara og síðar sund- hallarforstjóra á Ísafirði. Hann var úr Bolungarvík, sonur Sigríðar Hávarðar- dóttur og Kristjáns Gíslasonar. Dóttir Guðrúnar og Gísla er Eyrún Ísfold Gísladóttir, f. 11.10. 1950, tal- meinafræðingur, búsett í Kópavogi, gift Sturlu R. Guðmundssyni rafmagns- tæknifræðingi og eru börn þeirra Gísli Örn Sturluson, f. 2.3. 1974, tölvunar- fræðingur og flugmaður en sambýlis- kona hans er Marie Persson, starfs- maður við Norræna húsið og eru dætur þeirra Eyrún Linnea og Hanna Ísabella; Snorri Björn Sturluson, f. 6.11. 1980, nemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík; Guðrún Jóhanna Sturlu- dóttir, f. 18.2. 1986, nemi í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Systkini Guðrúnar: Hulda Vigfús- dóttir, f. 16.8. 1914, d. 31.5. 2007, var búsett í Ásbyrgi í Hauganesi á Árskógs- strönd; Georg Vigfússon. f. 19.9. 1915, búsettur á Litla-Árskógssandi; Krist- ján Eldjárn Vigfússon, f. 28.7. 1917, d. 12.11. 2001, var búsettur á Litla-Ár- skógssandi á Árskógsströnd; Hannes Vigfússon, f. 28.3. 1919, búsettur á Litla-Árskógssandi; Jón Vigfússon, f. 25.5. 1920, búsettur í Reykjavík; Jó- hanna Gíslína Vigfúsdóttir, f. 11.2. 1925, búsett á Akureyri. Foreldrar Guðrúnar voru Vigfús Kristjánsson, f. 7.2. 1889, d. 8.10. 1961, útvegsbóndi og smiður á Litla-Ár- skógi, Árskógsströnd og k.h., Elísabet Jóhannsdóttir, f. 18.10. 1891, d. 14.6. 1975, húsmóðir. Ætt Vigfús var bróðir Jóhanns Friðriks, byggingarmeistara og arkitekts, afa Gunnars Svavarssonar, viðskipta- fræðings og forstjóra. Vigfús var sonur Kristjáns, b. á Litlu-Hámundarstöðum Jónssonar, b. þar, bróður Hallgríms, langafa Guðjóns B. Ólafssonar, for- stjóra SÍS. Annar bróðir Jóns var Þor- lákur, langafi Björns Th. Björnssonar listfræðings. Jón var sonur Hallgríms, b. á Stóru-Hámundarstöðum Þorláks- sonar, dbrm. á Skriðu Hallgrímssonar, bróður Gunnars, afa Tryggva Gunnars- sonar bankastjóra og langafa Hannes- ar Hafstein. Annar bróðir Þorláks var Jón í Lóni, langafi Pálínu, móður Her- manns Jónassonar forsætisráðherra, föður Steingríms forsætisráðherra, föður Guðmundar alþm. Móðir Krist- jáns var Þuríður Helga Stefánsdóttir, b. í Hraukbæ Jónssonar. Móðir Jóhanns var Guðrún Vigfúsdóttir, útvegsb. á Hellu, bróður Þorvalds, afa Jóhanns Sigurjónssonar skálds og Snjólaugar, ömmu Magnúsar Magnússonar sem var dagskrárgerðarmaður hjá BBC. Vigfús var sonur Gunnlaugs, b. á Hellu Þorvaldssonar. Móðir Guðrúnar var Anna Rósa Þorsteinsdóttir, b. á Skálda- læk Jónssonar, og Rósu Jónsdóttur, systur Sigríðar, langömmu Rósu, móð- ur Baldvins Tryggvasonar, fyrrv. spari- sjóðsstjóra. Elísabet var dóttir Jóhanns, for- manns á Hinriksmýri á Árskógsströnd Jóakimssonar, húsmanns í Höfðahverfi og á Svalbarðsströnd Þorsteinssonar. S igurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Kleppsholt- inu. Hann var í Langholts- skóla og síðan í Gagnfræða- skóla verknáms. Sigurður stundaði lengi versl- unarstörf hjá föður sínum, vann við málningarvinnu og framleiðslu á málningu hjá Málningu hf. og sinnti bílamálun. Hann hóf störf hjá SÁÁ 1978, var þar lengi ráðgjafi, síðan dagskrárstjóri á Endurhæfingar- stöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi en er nú fræðslustjóri hjá SÁÁ. Sigurður tók þátt í starfi skáta- hreyfingarinnar á yngri árum og æfði fimleika með ÍR. Hann hefur stund- að hlaup um árabil, hefur tekið þátt í fjölda langhlaupa, hér og erlendis, og hefur verið einn fremsti langhlaupari landsins. Fjölskylda Sigurður kvæntist 23.7. 1977, Guð- mundu Jóhannsdóttur, f. 18.5. 1933, hönnuði. Börn Sigurðar af fyrra hjónabandi: Sigurður Einar, f. 1960, læknir, maki Steinunn Hauksdóttir; Gunnsteinn, f. 1964, þroskaþjálfi og kennari, maki Ingigerður Stefánsdóttir; Sævar, f. 1968, rafvirkjameistari, maki Hafdís Hafsteinsdóttir; Eydís Ósk, f. 1970, hjúkrunarforstjóri, maki Sigursveinn Þórðarson. Börn Guðmundu: Hugrún Hrönn, maki, Þórarinn Þorleifsson; Guðrún Jónína Mjöll, maki Gylfi Þór Þorsteins- son; Rúnar skólastjóri, maki Arna Vignisdóttir; Jóhann flugstjóri, maki Elsa Óladóttir; Steinar pípulagninga- meistari, maki Marina Mendonca. Systkini Sigurðar: Egill Marberg vélstjóri; Sigrún Head, deildarstjóri í Bandaríkjunum. Foreldrar Sigurðar: Gunnsteinn Jó- hannsson, f. 25.7. 1915, d. 28.8. 1990, kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Stein- vör Ágústa Egilsdóttir, f. 8.8. 1920, d. 12.10. 1975, húsmóðir. Sigurður tekur á móti fjölskyldu, vinum og samstarfsmönnum í Von, að Efstaleiti 7, sunnudaginn 6.11. milli kl. 16.00 og 19.00. Guðrún J. Vigfúsdóttir Vefnaðarkennari Sigurður Gunnsteinsson Fræðslustjóri hjá SÁÁ Ingimundur Sverrir Sigfússon MSc. í viðskiptafræði Már Hall Pípulagningamaður og grafískur miðill Kristín Dagmar Jóhannesdóttir Verkefnastjóri dagskrár hjá Listasafni Reykjavíkur 30 ára á laugardag 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag 90 ára sl. fimmtudag 70 ára á sunnudag DV1111017080 30 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.