Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Side 30
30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað I ngimundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann var í Melaskóla, Landa- kotsskóla og Tjarnarskóla, stundaði nám við Kvenna- skólann og lauk þaðan stúdents- prófi, stundaði nám við Viðskiptahá- skólann á Bifröst og lauk þaðan BSc.-prófi í viðskiptafræði, stund- aði síðan nám við Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar og lauk þaðan MSc.-prófi í viðskiptafræði 2008. Ingimundur starfaði við bílaleig- una ALP/Budget í Keflavík á sumrin á árunum 2000–2005, er hann flutti til Danmerkur. Ingimundur er vörumerkjastjóri hjá heildsölunni Sigurborg ehf. og starfar nú tímabundið sem aðstoðar- framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Ingimundur hefur starfaði í Björg- unarsveit Hafnarfjarðar frá 2008. Hann er mikill áhugamaður um fjall- göngur og fjallaferðir á ýmsum farar- tækjum. Þá er hann skotveiðimaður og hefur nýverið náð í rjúpur í jóla- matinn. Fjölskylda Eiginkona Ingimundar er Elísabet Tania Smáradóttir, f. 29.10. 1982, BSc. í viðskiptafræði og Boot Camp-ari. Dætur Ingimundar og Elísabetar eru Kristjana Guðrún Ingimundar- dóttir, f. 8.8. 2007; Rannveig Freyja Ingimundardóttir, f. 23.3. 2011. Systkini Ingimundar eru Aðal- steinn Norberg, f. 6.10. 1961, ráðgjafi við innflutningsdeild Eimskips, bú- settur í Reykjavík; Sigfús Bjarni Sig- fússon, f. 5.12. 1968, framkvæmda- stjóri Hertz Bílaleigu, búsettur á Seltjarnarnesi; Margrét Ása Sigfús- dóttir, f. 1.10. 1971, framkvæmda- stjóri, búsett í Reykjavík; Rannveig Sigfúsdóttir, f. 27.10. 1975, MS-nemi við Háskólann í Reykjavík, búsett í Reykjavík; Guðrún Helga Sigfús- dóttir, f. 4.7. 1980, kennari, búsett í Reykjavík; Stefán Þór Sigfússon, f. 20.3. 1984, MS-nemi við Háskólann í Reykjavík. Foreldrar Ingimundar eru Sig- fús Ragnar Sigfússon, f. 7.10. 1944, athafnamaður í Reykjavík, og Guð- rún Norberg, f. 14.4. 1942, fyrrv. leik- skólastjóri, húsmóðir og flugfreyja. Ætt Sigfús er sonur Sigfúsar Bjarnasonar, forstjóra Heklu, og Rannveigar Ingi- mundardóttur húsmóður. Guðrún er dóttir Aðalsteins Nor- berg, ritsímastjóra í Reykjavík, og Ásu Berndsen, húsmóður og hár- greiðsludömu í Reykjavík. M ár fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vogunum til átta ára aldurs en síðan við Klapparstíginn. Hann var í Austurbæjarskóla og Borg- arholtsskóla þar sem hann lauk próf- um í pípulögnum, lauk sveinsprófi í pípulögnum 2006, stundaði nám við Tækniskólann og lauk þaðan prófi í grafískri miðlun 2011. Már var í sveit á sumrin frá sex ára aldri, fyrst að Bergþórshvoli, síðan á Snæbýli í Skaftártungum og loks í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum. Már var pítsusendill við Pizzahöll- ina við Dalbraut, var síðan bakari hjá Pizzahöllinni í Mjóddinni og loks verslunarstjóri við Pizzahöllina á Aust- urströnd. Hann hóf síðan að vinna við pípulagnir á sumrin og með skóla. Fjölskylda Már kvæntist 4.11. 2006 Henný Birnu Peder- sen, f. 6.3. 1982, nema. Börn Más og Hennýjar eru Henný Katrín Hall, f. 27.1. 2006; Einar Ebenezer Hall, f. 14.11. 2010. Hálfsystir Más er Eva Gunnars- dóttir, f. 29.1. 1979, starfsmaður hjá ríkisskattstjóra. Albróðir Más er Ingimar Hall, f. 18.3. 1987, lagermaður hjá Svefni og heilsu. Foreldrar Más eru Lára Ingi- marsdóttir, f. 26.8. 1956, búsett í Reykjavík, og Steindór Hall, f. 22.4. 1950, pípulagningameistari í Reykjavík. K ristín fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Fossvogi. Hún var í Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lauk þaðan stúdents- prófi af listnámsbraut, stundaði nám í listfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi 2007 og lauk MA-prófi í samtímalistfræðum frá Listaháskól- anum í Edinborg í Skotlandi 2009. Kristín var sýningarstjóri, m.a. fyr- ir sýninguna Að elta fólk og drekka mjólk, í Hafnarborg í Hafnarfirði, árið 2010, og sá um Sequences, sjónlist- arhátíð, 2009. Hún er nú verkefna- stjóri hjá Listasafni Reykjavíkur þar sem hún hefur starfað frá ársbyrjun 2011. Fjölskylda Maður Kristínar er Magnús Árna- son, f. 21.8. 1977, myndlistarmaður. Systkini Krist- ínar eru Svein- björn Jóhannes- son, f. 12.7. 1967, endurskoðandi, búsettur í Reykjavík; Ína Rós Jóhann- esdóttir, f. 4.11. 1972, geðhjúkrunar- fræðingur og deildarstjóri við geðdeild Landspítalans, búsett í Reykjavík; Karólína Jóhannesdóttir, f. 2.5. 1980, kennari og húsmóðir í Vínarborg. Foreldrar Kristínar eru Jóhannes Tryggvason, f. 5.12. 1945, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, og Margrét Kristinsdóttir, f. 8.3. 1948, grunnskóla- kennari í Reykjavík. G uðrún fæddist á Grund í Þor- valdsdal á Árskógsströnd, ólst upp í Litla-Árskógi á Árskógs- strönd, hafði búsetu á Ísafirði 1945–89 en flutti þá í Kópavog- inn og hefur átt þar heima síðan. Guðrún stundaði nám við Hús- mæðraskólann að Laugalandi, Eyja- firði 1940–41, stundaði nám við þá nýstofnaða vefnaðarkennaradeild Húsmæðraskólans á Hallormsstað 1943–45, lærði jurtalitun hjá Matthildi Halldórsdóttur í Garði í Aðaldal sum- arið 1945, og stundaði listvefnaðarnám í Uppsölum í Svíþjóð sumarið 1948. Guðrún var aðstoðarstúlka í vefnaði 1941–42, heimilisfarkennari í vefnaði á vegum Eyfirska kvenfélagasambands- ins, hóf störf sem vefnaðarkennari við gamla húsmæðraskólann á Ísafirði haustið 1945, hafði umsjón með vefn- aði á gluggatjöldum og áklæði fyrir nýja skólann, Húsmæðraskólann Ósk, sem þá var í byggingu, veturinn 1947– 48, og var vefnaðarkennari við skólann til ársloka 1988. Auk þess að kenna vefnað kenndi Guðrún nemendum vélprjón, sem hún hafði lært hjá Lilju Gísladóttur á Akur- eyri. Halldóra Eggertsdóttir, námsstjóri húsmæðraskólanna, fól Guðrúnu að halda námskeið í vélprjóni fyrir hús- mæðrakennara. Guðrún hefur flutt ýmis erindi um vefnaðarkennslu og heimilisiðnað á fundum kvenfélagasambanda og ann- arra félaga. Guðrún fór orlofsferð um Norður- lönd 1958–59, stundaði þá m.a. nám við vefnaðarkennaradeild Den Kvinde- lige Industriskole í Osló, Nyckelviks- skolan og Handarbetets venners vev- skole í Svíþjóð, sótti sérstakt námskeið fyrir vefnaðarkennara í teikningu, lita- fræði og í að vefa eftir eigin teikningum við Husflidshøjskolen í Kerteminde í Danmörku, og kynnti sér þjóðlegan handvefnað í Helsinki, Lathi og víðar. Guðrún stofnaði Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur hf., að Hafnarstræti 20 á Ísafirði 1962, og var hún starfrækt í tutt- ugu og sex ár. Þar unnu tólf til fjórtán manns þegar mest var en sem dæmi um framleiðsluna má nefna, værðar- voðir, sjöl og kjóla úr íslenskri ull. Byrj- að var að vefa kirkjuskrúða árið 1978 og hafa verið ofnir um þrjátíu höklar. Sýningar á framleiðslunni hafa ver- ið fjölmargar, innanlands sem utan, m.a. í Lillehammer og Þrándheimi í Noregi 1981, þar sem einum lista- manni frá hverju landi var boðin þátt- taka. Vefstofan var fulltrúi Íslands á norrænni kirkjulistarsýningu í Sorø í Danmörku 1982, sýndi fjölbreyttan fatnað á Hótel Sögu 1976, tók þátt í sýningunum Íslensk föt 1976 og 1978 í Laugardalshöll ásamt þátttöku í sýn- ingu á vegum Íslensks heimilisiðnaðar á Listahátíð 1982. Á sýningunni Þræðir sem haldin var í Gerðasafni, árið 2006, voru sýnd- ir handofnir kjólar frá Vefstofunni, ásamt fjórum höklum sem Guðrún óf fyrir Digraneskirkju. Yfirlitssýning á vefnaði Guðrúnar hefur staðið yfir í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi frá því í byrjun júní og stendur þar enn yfir, undir heitinu Úr smiðju vefarans mikla. Guðrún gaf út bókina Við vefstólinn í hálfa öld - lifandi vefnaðarlist í máli og myndum, 1998, sem fjallar um ævi og starf á sviði vefnaðar. Þar er einnig að finna myndir af alþýðulist þriggja bræðra Guðrúnar. Guðrún leiðbeindi eldri borgurum í Kópavogi í vefnaði, um árabil, fyrst á vegum Félagsstarfs aldraðra í Kópa- vogi en síðar á vegum áhugaklúbbs um vefnað í félagsmiðstöðvum aldraðra í Gullsmára og Gjábakka. Guðrún var ritari og síðar formaður Kvenfélags Ísafjarðarkirkju um skeið, formaður orlofsnefndar húsmæðra á Ísafirði og nágrenni, sat um árabil í sóknarnefnd Digraneskirkju í Kópa- vogi og stóð fyrir vefnaði á höklum og fylgihlutum í tilefni af vígslu kirkjunnar 1994 í samvinnu við arkitekt kirkjunnar og sóknarnefnd. Guðrún var sæmd riddarakrossi ís- lensku fálkaorðunnar, 1976, fyrir störf í þágu íslensks ullariðnaðar. Fjölskylda Guðrún giftist 2.7. 1950 Gísla Sveini Kristjánssyni, f. 25.11. 1906, d. 22.10. 1978, íþróttakennara og síðar sund- hallarforstjóra á Ísafirði. Hann var úr Bolungarvík, sonur Sigríðar Hávarðar- dóttur og Kristjáns Gíslasonar. Dóttir Guðrúnar og Gísla er Eyrún Ísfold Gísladóttir, f. 11.10. 1950, tal- meinafræðingur, búsett í Kópavogi, gift Sturlu R. Guðmundssyni rafmagns- tæknifræðingi og eru börn þeirra Gísli Örn Sturluson, f. 2.3. 1974, tölvunar- fræðingur og flugmaður en sambýlis- kona hans er Marie Persson, starfs- maður við Norræna húsið og eru dætur þeirra Eyrún Linnea og Hanna Ísabella; Snorri Björn Sturluson, f. 6.11. 1980, nemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík; Guðrún Jóhanna Sturlu- dóttir, f. 18.2. 1986, nemi í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Systkini Guðrúnar: Hulda Vigfús- dóttir, f. 16.8. 1914, d. 31.5. 2007, var búsett í Ásbyrgi í Hauganesi á Árskógs- strönd; Georg Vigfússon. f. 19.9. 1915, búsettur á Litla-Árskógssandi; Krist- ján Eldjárn Vigfússon, f. 28.7. 1917, d. 12.11. 2001, var búsettur á Litla-Ár- skógssandi á Árskógsströnd; Hannes Vigfússon, f. 28.3. 1919, búsettur á Litla-Árskógssandi; Jón Vigfússon, f. 25.5. 1920, búsettur í Reykjavík; Jó- hanna Gíslína Vigfúsdóttir, f. 11.2. 1925, búsett á Akureyri. Foreldrar Guðrúnar voru Vigfús Kristjánsson, f. 7.2. 1889, d. 8.10. 1961, útvegsbóndi og smiður á Litla-Ár- skógi, Árskógsströnd og k.h., Elísabet Jóhannsdóttir, f. 18.10. 1891, d. 14.6. 1975, húsmóðir. Ætt Vigfús var bróðir Jóhanns Friðriks, byggingarmeistara og arkitekts, afa Gunnars Svavarssonar, viðskipta- fræðings og forstjóra. Vigfús var sonur Kristjáns, b. á Litlu-Hámundarstöðum Jónssonar, b. þar, bróður Hallgríms, langafa Guðjóns B. Ólafssonar, for- stjóra SÍS. Annar bróðir Jóns var Þor- lákur, langafi Björns Th. Björnssonar listfræðings. Jón var sonur Hallgríms, b. á Stóru-Hámundarstöðum Þorláks- sonar, dbrm. á Skriðu Hallgrímssonar, bróður Gunnars, afa Tryggva Gunnars- sonar bankastjóra og langafa Hannes- ar Hafstein. Annar bróðir Þorláks var Jón í Lóni, langafi Pálínu, móður Her- manns Jónassonar forsætisráðherra, föður Steingríms forsætisráðherra, föður Guðmundar alþm. Móðir Krist- jáns var Þuríður Helga Stefánsdóttir, b. í Hraukbæ Jónssonar. Móðir Jóhanns var Guðrún Vigfúsdóttir, útvegsb. á Hellu, bróður Þorvalds, afa Jóhanns Sigurjónssonar skálds og Snjólaugar, ömmu Magnúsar Magnússonar sem var dagskrárgerðarmaður hjá BBC. Vigfús var sonur Gunnlaugs, b. á Hellu Þorvaldssonar. Móðir Guðrúnar var Anna Rósa Þorsteinsdóttir, b. á Skálda- læk Jónssonar, og Rósu Jónsdóttur, systur Sigríðar, langömmu Rósu, móð- ur Baldvins Tryggvasonar, fyrrv. spari- sjóðsstjóra. Elísabet var dóttir Jóhanns, for- manns á Hinriksmýri á Árskógsströnd Jóakimssonar, húsmanns í Höfðahverfi og á Svalbarðsströnd Þorsteinssonar. S igurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Kleppsholt- inu. Hann var í Langholts- skóla og síðan í Gagnfræða- skóla verknáms. Sigurður stundaði lengi versl- unarstörf hjá föður sínum, vann við málningarvinnu og framleiðslu á málningu hjá Málningu hf. og sinnti bílamálun. Hann hóf störf hjá SÁÁ 1978, var þar lengi ráðgjafi, síðan dagskrárstjóri á Endurhæfingar- stöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi en er nú fræðslustjóri hjá SÁÁ. Sigurður tók þátt í starfi skáta- hreyfingarinnar á yngri árum og æfði fimleika með ÍR. Hann hefur stund- að hlaup um árabil, hefur tekið þátt í fjölda langhlaupa, hér og erlendis, og hefur verið einn fremsti langhlaupari landsins. Fjölskylda Sigurður kvæntist 23.7. 1977, Guð- mundu Jóhannsdóttur, f. 18.5. 1933, hönnuði. Börn Sigurðar af fyrra hjónabandi: Sigurður Einar, f. 1960, læknir, maki Steinunn Hauksdóttir; Gunnsteinn, f. 1964, þroskaþjálfi og kennari, maki Ingigerður Stefánsdóttir; Sævar, f. 1968, rafvirkjameistari, maki Hafdís Hafsteinsdóttir; Eydís Ósk, f. 1970, hjúkrunarforstjóri, maki Sigursveinn Þórðarson. Börn Guðmundu: Hugrún Hrönn, maki, Þórarinn Þorleifsson; Guðrún Jónína Mjöll, maki Gylfi Þór Þorsteins- son; Rúnar skólastjóri, maki Arna Vignisdóttir; Jóhann flugstjóri, maki Elsa Óladóttir; Steinar pípulagninga- meistari, maki Marina Mendonca. Systkini Sigurðar: Egill Marberg vélstjóri; Sigrún Head, deildarstjóri í Bandaríkjunum. Foreldrar Sigurðar: Gunnsteinn Jó- hannsson, f. 25.7. 1915, d. 28.8. 1990, kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Stein- vör Ágústa Egilsdóttir, f. 8.8. 1920, d. 12.10. 1975, húsmóðir. Sigurður tekur á móti fjölskyldu, vinum og samstarfsmönnum í Von, að Efstaleiti 7, sunnudaginn 6.11. milli kl. 16.00 og 19.00. Guðrún J. Vigfúsdóttir Vefnaðarkennari Sigurður Gunnsteinsson Fræðslustjóri hjá SÁÁ Ingimundur Sverrir Sigfússon MSc. í viðskiptafræði Már Hall Pípulagningamaður og grafískur miðill Kristín Dagmar Jóhannesdóttir Verkefnastjóri dagskrár hjá Listasafni Reykjavíkur 30 ára á laugardag 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag 90 ára sl. fimmtudag 70 ára á sunnudag DV1111017080 30 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.