Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 34
34 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað
Sakamál 1982
Peter Sutcliffe, sem fékk viðurnefnið The YorkshireRipper, framdi sitt
fyrsta morð aðfaranótt 30.
október árið 1975. Fórnar
lamb Peters var 28 ára vænd
iskona, Wilma McCann að
nafni.
Þannig var mál með vexti
að Wilma hafði kvöldið áður
skilið börn sín ein eftir heima
og farið á kráarrölt í Leeds. Á
skömmum tíma tókst henni
að þræða allmargar krár og
var að lokum komin á krána
Room At The Top þar sem
hún kneifaði um stund áður
en hún yfirgaf staðinn rétt fyr
ir klukkan eitt eftir miðnætti.
Eitthvað voru fætur Wilmu
orðnir óhlýðnir og hún ákvað
að húkka sér far heim og
hafði erindi sem erfiði þegar
Peter Sutcliffe, sem einnig
hafði setið að drykkju þetta
kvöld, bauð henni far.
Wilma sá að hún gæti jafn
vel orðið sér úti um skotsilfur
og falbauð sig. Sutcliffe var
ekki fráhverfur tilboði Wilmu
og ók á afvikinn stað, skammt
frá heimili Wilmu, sem var
orðin óþolinmóð og krafði
hann um fimm sterlingspund
fyrir greiðann.
Það leist Sutcliffe ekki á
en stakk eftir smá umhugsun
upp á því að þau nýttu sér
grasflöt við bílinn.
Þegar hann lagði kápu
Wilmu á jörðina sá hún ekki
að hann hélt á hamri í hægri
hendi. „Komdu nú,“ sagði
Wilma óþolinmóð við Sut
cliffe, „komum þessu frá.“
Sutcliffe sagði henni að
hafa engar áhyggjur og sló
hana nokkrum sinnum í höf
uðið með hamrinum.
Lík Wilmu fannst rétt fyrir
klukkan átta um morguninn
þegar mjólkurpóstur átti leið
um ásamt bróður sínum.
Peter Sutcliffe virtist aftur
á móti vera kominn á bragðið
því þegar hann var handtek
inn 1981 hafði hann þrettán
mannslíf á samviskunni.
Fyrsta morð
morðingjans
í Jórvíkurskíri
M
akedónski blaðamaður
inn Vlado Taneski dó ekki
ráðalaus í viðleitni sinni
til að slá í gegn sem frétta
haukur. En því miður þurfti
annað fólk að gjalda fyrir
metnað hans með lífi sínu. Taneski var
enginn nýgræðingur í blaðamennsku,
bjó að tuttugu ára starfsreynslu og und
ir lok starfsferils hans voru fáir kollegar
sem stóðu honum á sporði hvað varðaði
rannsóknarblaðamennsku.
Taneski var tromp eins virtasta dag
blaðs Makedóníu, Nova Mekedonija,
og kom með hvert skúbbið á fætur öðru
inn á ritstjórn blaðsins. Þefvísi hans og
dugnaður í fréttaöflun voru starfsfélög
um hans á öðrum blöðum mikið undr
unarefni, því á sama tíma og þeir gátu
einungis fjallað um klárar staðreyndir
virtist sem hann hefði aðgang að hinum
minnstu smáatriðum.
Fréttir hans voru forsíðuefni Nova
Mekedoija og hann hafði svörin við
öllum þeim spurningum sem kollegar
hans veltu vöngum yfir.
Bar við trúnaði
Sérsvið Vlados Taneski voru glæpafrétt
ir og árið 2005 þegar raðmorðingi lét til
skarar skríða í Kicevo, bæ í vesturhluta
Makedóníu, í um 112 kílómetra fjarlægð
frá höfuðborginni Skopje, var Taneski
fljótur til og gaf morðingjanum viður
nefnið Varmennið frá Kicevo.
Taneski sló öllum öðrum blaða
mönnum við í umfjöllun um morðin;
var fyrstur til að taka viðtöl við aðstand
endur fórnarlambanna, fyrstur að lýsa
vettvangi morðanna, fyrstur með öll
hryllileg smáatriði.
Þegar starfsfélagar hans inntu hann
eftir því hvernig stæði á þessu fengu þeir
sígilt svar við slíkri spurningu; allir vita
að góður blaðamaður gefur aldrei upp
heimildarmenn sína.
Svo góður og ítarlegur var frétta
flutningur Taneskis að jafnvel lögreglan
fylgdist með skrifum hans við rannsókn
á morðunum. „Þessi Vlado Taneski veit
allt. Hann virðist jafnvel búa yfir meiri
vitneskju en við,“ var haft eftir háttsett
um lögreglumanni.
Ávallt sama aðferð
Varmennið frá Kicevo unni sér lítillar
hvíldar. Árið 2005 fundust líkamsleifar
Mitru Simjanoska, 64 ára konu, í febrú
ar 2007 var Ljubica Licoska, 56 ára, myrt
og í maí 2008 var Zivönu Temelkoska, 65
ára, fyrirkomið.
Varmennið frá Kicevo breytti aldrei
aðferð sinni. Hann rændi konunum,
nauðgaði þeim, banaði þeim með hníf
stungu, sundurlimaði lík þeirra og setti
líkamshlutana í plastpoka sem hann
síðan losaði sig við víða um bæinn.
Allar konurnar voru fátækar,
ómenntaðar ræstingakonur sem, merki
legt nokk, var einmitt lifibrauð móður
Taneskis og allar höfðu þær þekkt móð
ur hans persónulega.
Sú staðreynd vakti athygli rannsókn
arlögreglumanns sem hafði kynnt sér
fréttaflutning Taneskis í þaula og við
nánari athugun komst lögreglumaður
inn að því að litlir kærleikar voru með
móður Taneskis og honum.
„Kannski veit hann svona mikið um
Varmennið frá Kicevo vegna þess að
hann er varmennið,“ stakk rannsóknar
lögreglumaðurinn upp á.
Þögull sem gröfin
Grunur lögreglumannsins varð til þess
að Vlado Taneski var færður til yfir
heyrslu og var á honum að sjá að hann
væri fyrst og fremst hissa á hugmynd
um lögreglunnar: „Þið haldið varla að
ég …?“
Lögreglan leitaði upplýsinga hjá
eiginkonu Taneskis en kom þar að
tómum kofunum. Hjónin höfðu búið
saman í þrjátíu ár og samband þeirra
hafði verið með eðlilegum hætti. „En
við höfum ekki búið undir sama þaki í
fjögur ár,“ upplýsti eiginkonan lögregl
una um í lokin.
Lögreglan lét rósemd Taneskis ekki
slá sig út af laginu, tók lífsýni úr honum
og fann samsvörun með því og lífsýnum
sem fundist höfðu á líkamsleifum fórn
arlambanna.
Húsleit heima hjá Taneski færði lög
reglunni frekari vísbendingar um sekt
hans.
En Taneski, sem var þögull sem
gröfin, var handtekinn og ákærð
ur fyrir morðin. Þremur dögum síðar
fannst hann látinn í klefa sínum. Op
inberlega var sagt að hann hefði fram
ið sjálfsmorð, sem reyndar var framið
með fremur óvenjulegum hætti; hann
fannst með höfuðið ofan í fullri vatns
fötu.
Varmennið
frá KiCeVo
n Vlado Taneski var makedónskur blaðamaður n Hann var ótrúlega vel upplýstur um
morð sem framin voru n Lögreglan studdist við fréttaflutning hans við rannsókn mála
Til eldri
borgara
Umfelgun á
fólksbíl 4900.-
Umfelgun á
smájeppa 5900.-
Varmennið frá Kicevo Vlado Taneski fór mikinn í fréttaflutningi af morðum sem hann framdi
sjálfur.
Fyrsta banvæna sprautan Banvæn sprauta var fyrst
notuð við aftöku í Bandaríkjunum í desember 1982. Aftakan fór fram í Hunts-
ville-fangelsinu í Texas í Bandaríkjunum. Sá sem naut þess vafasama heiðurs
að vera sá fyrsti sem tekinn var af lífi með þessum hætti var Charlie Brooks.
Brooks hafði verið dæmdur til dauða fyrir morð sem hann framdi 1976.