Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 46
E ins undarlega og það hljóm- ar eru knattspyrnuunnend- ur orðnir vanir því að sjá kýp- versk lið í Meistaradeildinni. Í þremur af síðustu fjórum tíma- bilum hafa lið frá Kýpur verið með í riðlakeppninni, fyrst Anorthosis Fa- magusta, tímabilið 2008/2009, og svo Apoel, 2009/2010, og nú aftur í ár. Ár- angurinn í fyrstu tvö skiptin var ekk- ert til að hrópa húrra fyrir. Anorthosis endaði á botni riðilsins 2008 með sex stig, í riðli með liðum á borð við AC Milan, Werder Bremen og Panathinai- kos. Árið 2009 féll Apoel úr leik með stæl. Liðið lenti í riðli með Chelsea, Porto og Atletico Madrid, fékk aðeins þrjú stig og vann ekki einn einasta leik. Annað er þó uppi á teningnum í ár. Eft- ir fjóra leiki í riðlakeppninni eru mála- liðarnir í Apoel búnir að skjóta sér á topp G-riðils með átta stig. Til allrar lukku fyrir Apoel lenti það í auðveld- asta riðlinum en það breytir því ekki að hin liðin, Zenit, Porto og Shakhtar, eru öll með töluvert meiri reynslu í Evrópu en Kýpverjarnir. Apoel þarf að- eins einn sigur í viðbót til að tryggja sig inn í sextán liða úrslitin og fullkomna þar einhverja mestu öskubuskusögu í sögu Meistaradeildarinnar. Allt gert með aðkomumönnum Apoel komst inn í riðlakeppnina í ár með því að leggja pólska liðið Wisla Krakow að velli, 2–1 samanlagt í tveimur leikjum. Það þurfti ekki að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum í riðla- keppninni en hann kom strax í fyrsta leik gegn rússneska stórveldinu Zenit frá Pétursborg. Rússarnir komust yfir á 63. mínútu en tvö mörk frá tveim- ur Brasilíumönnum, þeim Gustavo Manduca og Aílton, tryggðu Apoel stigin þrjú og fyrsta sigurinn í Meist- aradeildinni. Eitt það áhugaverðasta við sigur Apoel var byrjunarliðið. Af þeim ell- efu sem hófu leikinn var ekki einn einasti Kýpverji. Aðeins tveir komu við sögu í leiknum, báðir sem vara- menn á síðustu fimmtán mínút- um leiksins. Og þar liggur hundur- inn grafinn. Peningarnir eru miklir í boltanum á Kýpur og eru stóru liðin stútfull af aðkomumönnum. Aðeins einn Kýpverji, Constantinos Chara- lambides, hefur verið í byrjunarlið- inu í Meistaradeildinni hjá Apoel, en hann hefur byrjað tvo leiki af fjór- um. Annars er liðið byggt upp á fimm góðum Brössum og Grikkjum, Portú- gölum, Makedóna og einum Bosníu- manni. Það eru því málaliðar sem sjá um veisluna hjá Apoel á meðan heimamenn hafa sig hæga í baksæt- inu og reyna að nýta þau fáu tækifæri sem serbneski þjálfari liðsins, Ivan Jovanovic, gefur þeim. Öskubuskuævintýri í uppsiglingu Kýpversk lið hafa komið við sögu í Evrópukeppnum til margra ára þó þau hafi ekki þreytt frumraun sína í Meistaradeildinni fyrr en fyrir þrem- ur árum. Árið 1963 varð Apoel fyrsta liðið frá Kýpur til þess að komast áfram í Evrópukeppni er það lagði norska liðið SK Gjovik í Evrópu- keppni bikarhafa. Bæði Apoel og Fa- magusta hafa verið reglulegir þátt- takendur í minni Evrópukeppnunum en sjaldan gert góða hluti. Mest gust- aði um Apoel árið 1986 þegar liðið dróst gegn Besiktast í annarri umferð Evrópukeppni félagsliða. Það var í fyrsta skipti sem kýpverskt lið átti að mæta tyrknesku en það kom ekki til greina hjá kýpversku ríkisstjórn- inni að slíkur leikur færi fram. Það hafði hún í gegn og var Apoel dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppni sem var reyndar stytt í eitt ár. Árið 1996 var stofnað hlutafélag í kringum rekstur knattspyrnuliðs Apoel og var fótboltaliðið aðskilið öðrum íþróttagreinum félagsins. Var það aðallega gert til þess að reyna að ráða við skuldirnar sem fótboltageir- inn hafði safnað upp og hefur það tekist vel. Apoel er með hvorki fleiri né færri en 17 útlendinga á launaskrá og gerir þátttaka í Meistaradeildinni mikið fyrir reksturinn. Sannkallað öskubuskuævintýri er í uppsiglingu hjá Apoel takist liðinu að komast inn í 16 liða úrslitin. Og ekki verður það verra fyrir sparibaukinn hjá lið- inu. Til marks um hversu miklir fjár- munir eru í Meistaradeildinni rakaði FC Kaupmannahöfn saman einum milljarði króna samtals fyrir að kom- ast í 16 liða úrslitin í fyrra. Meiri spenna fyrir félagsliðunum Fótboltinn á Kýpur er orðinn nokk- uð spennandi fyrir áhorfendur enda meiri peningar komnir í boltann og betri leikmenn leika listir sínar um hverja helgi – leikmenn frá Brasilíu og Portúgal. Þá er auðvitað ekkert minna spennandi fyrir kýpverska áhorfend- ur að fá lið eins og Chelsea, AC Milan og Werder Bremen í heimsókn. Er nú svo komið að almenningur á Kýpur er töluvert spenntari fyrir félagslið- unum en nokkurn tíma landsliði sínu sem Ísland sigraði einmitt á Laugar- dalsvellinum fyrr í sumar. Apoel spilar á GPS-vellinum í Nikósíu, höfuðborg Kýpur. Hann tek- ur 23.000 manns í sæti og er ávallt nánast fullur á Meistaradeildar- kvöldum og í stóru leikjunum í deild- inni heima fyrir. Þegar kýpverska landsliðið spilar mætir varla hræða á völlinn. Spennan er fyrir genginu í Meistaradeildinni, ekki landslið- inu. Aðkeyptir fótboltasnillingar sem koma félagsliðunum áfram í bestu deild heims eru það sem trekkir að. Heimamennirnir skipta mun minna máli. Hvort sem þeir eru í félagslið- unum eða klæða sig í landsliðstreyj- una. 46 | Sport 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað Höfum allar stærðir bíla Nýja sendibílastöðin | Knarrarvogur 2 | 104 Reykjavík | S: 568-5000 Fax: 568-5002 | www.sendibilar.is | ns@sendibilar.is Stórir bílar kaSSa bílar meðal bílar litlir bílar Öskubuskuævintýri aðkeyptra málaliða n Apoel frá Kýpur er einum sigri frá sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar n Aðeins einn heimamaður komið við sögu í riðlakeppninni n Meiri spenna fyrir félagsliðum fullum af aðkomumönnum en landsliðinu Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Gleði, gleði Strákarnir í Apoel standa frammi fyrir tímamótavið- burði í kýpverskri fótboltasögu. Mynd ReuteRs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.