Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Qupperneq 46
E ins undarlega og það hljóm- ar eru knattspyrnuunnend- ur orðnir vanir því að sjá kýp- versk lið í Meistaradeildinni. Í þremur af síðustu fjórum tíma- bilum hafa lið frá Kýpur verið með í riðlakeppninni, fyrst Anorthosis Fa- magusta, tímabilið 2008/2009, og svo Apoel, 2009/2010, og nú aftur í ár. Ár- angurinn í fyrstu tvö skiptin var ekk- ert til að hrópa húrra fyrir. Anorthosis endaði á botni riðilsins 2008 með sex stig, í riðli með liðum á borð við AC Milan, Werder Bremen og Panathinai- kos. Árið 2009 féll Apoel úr leik með stæl. Liðið lenti í riðli með Chelsea, Porto og Atletico Madrid, fékk aðeins þrjú stig og vann ekki einn einasta leik. Annað er þó uppi á teningnum í ár. Eft- ir fjóra leiki í riðlakeppninni eru mála- liðarnir í Apoel búnir að skjóta sér á topp G-riðils með átta stig. Til allrar lukku fyrir Apoel lenti það í auðveld- asta riðlinum en það breytir því ekki að hin liðin, Zenit, Porto og Shakhtar, eru öll með töluvert meiri reynslu í Evrópu en Kýpverjarnir. Apoel þarf að- eins einn sigur í viðbót til að tryggja sig inn í sextán liða úrslitin og fullkomna þar einhverja mestu öskubuskusögu í sögu Meistaradeildarinnar. Allt gert með aðkomumönnum Apoel komst inn í riðlakeppnina í ár með því að leggja pólska liðið Wisla Krakow að velli, 2–1 samanlagt í tveimur leikjum. Það þurfti ekki að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum í riðla- keppninni en hann kom strax í fyrsta leik gegn rússneska stórveldinu Zenit frá Pétursborg. Rússarnir komust yfir á 63. mínútu en tvö mörk frá tveim- ur Brasilíumönnum, þeim Gustavo Manduca og Aílton, tryggðu Apoel stigin þrjú og fyrsta sigurinn í Meist- aradeildinni. Eitt það áhugaverðasta við sigur Apoel var byrjunarliðið. Af þeim ell- efu sem hófu leikinn var ekki einn einasti Kýpverji. Aðeins tveir komu við sögu í leiknum, báðir sem vara- menn á síðustu fimmtán mínút- um leiksins. Og þar liggur hundur- inn grafinn. Peningarnir eru miklir í boltanum á Kýpur og eru stóru liðin stútfull af aðkomumönnum. Aðeins einn Kýpverji, Constantinos Chara- lambides, hefur verið í byrjunarlið- inu í Meistaradeildinni hjá Apoel, en hann hefur byrjað tvo leiki af fjór- um. Annars er liðið byggt upp á fimm góðum Brössum og Grikkjum, Portú- gölum, Makedóna og einum Bosníu- manni. Það eru því málaliðar sem sjá um veisluna hjá Apoel á meðan heimamenn hafa sig hæga í baksæt- inu og reyna að nýta þau fáu tækifæri sem serbneski þjálfari liðsins, Ivan Jovanovic, gefur þeim. Öskubuskuævintýri í uppsiglingu Kýpversk lið hafa komið við sögu í Evrópukeppnum til margra ára þó þau hafi ekki þreytt frumraun sína í Meistaradeildinni fyrr en fyrir þrem- ur árum. Árið 1963 varð Apoel fyrsta liðið frá Kýpur til þess að komast áfram í Evrópukeppni er það lagði norska liðið SK Gjovik í Evrópu- keppni bikarhafa. Bæði Apoel og Fa- magusta hafa verið reglulegir þátt- takendur í minni Evrópukeppnunum en sjaldan gert góða hluti. Mest gust- aði um Apoel árið 1986 þegar liðið dróst gegn Besiktast í annarri umferð Evrópukeppni félagsliða. Það var í fyrsta skipti sem kýpverskt lið átti að mæta tyrknesku en það kom ekki til greina hjá kýpversku ríkisstjórn- inni að slíkur leikur færi fram. Það hafði hún í gegn og var Apoel dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppni sem var reyndar stytt í eitt ár. Árið 1996 var stofnað hlutafélag í kringum rekstur knattspyrnuliðs Apoel og var fótboltaliðið aðskilið öðrum íþróttagreinum félagsins. Var það aðallega gert til þess að reyna að ráða við skuldirnar sem fótboltageir- inn hafði safnað upp og hefur það tekist vel. Apoel er með hvorki fleiri né færri en 17 útlendinga á launaskrá og gerir þátttaka í Meistaradeildinni mikið fyrir reksturinn. Sannkallað öskubuskuævintýri er í uppsiglingu hjá Apoel takist liðinu að komast inn í 16 liða úrslitin. Og ekki verður það verra fyrir sparibaukinn hjá lið- inu. Til marks um hversu miklir fjár- munir eru í Meistaradeildinni rakaði FC Kaupmannahöfn saman einum milljarði króna samtals fyrir að kom- ast í 16 liða úrslitin í fyrra. Meiri spenna fyrir félagsliðunum Fótboltinn á Kýpur er orðinn nokk- uð spennandi fyrir áhorfendur enda meiri peningar komnir í boltann og betri leikmenn leika listir sínar um hverja helgi – leikmenn frá Brasilíu og Portúgal. Þá er auðvitað ekkert minna spennandi fyrir kýpverska áhorfend- ur að fá lið eins og Chelsea, AC Milan og Werder Bremen í heimsókn. Er nú svo komið að almenningur á Kýpur er töluvert spenntari fyrir félagslið- unum en nokkurn tíma landsliði sínu sem Ísland sigraði einmitt á Laugar- dalsvellinum fyrr í sumar. Apoel spilar á GPS-vellinum í Nikósíu, höfuðborg Kýpur. Hann tek- ur 23.000 manns í sæti og er ávallt nánast fullur á Meistaradeildar- kvöldum og í stóru leikjunum í deild- inni heima fyrir. Þegar kýpverska landsliðið spilar mætir varla hræða á völlinn. Spennan er fyrir genginu í Meistaradeildinni, ekki landslið- inu. Aðkeyptir fótboltasnillingar sem koma félagsliðunum áfram í bestu deild heims eru það sem trekkir að. Heimamennirnir skipta mun minna máli. Hvort sem þeir eru í félagslið- unum eða klæða sig í landsliðstreyj- una. 46 | Sport 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað Höfum allar stærðir bíla Nýja sendibílastöðin | Knarrarvogur 2 | 104 Reykjavík | S: 568-5000 Fax: 568-5002 | www.sendibilar.is | ns@sendibilar.is Stórir bílar kaSSa bílar meðal bílar litlir bílar Öskubuskuævintýri aðkeyptra málaliða n Apoel frá Kýpur er einum sigri frá sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar n Aðeins einn heimamaður komið við sögu í riðlakeppninni n Meiri spenna fyrir félagsliðum fullum af aðkomumönnum en landsliðinu Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Gleði, gleði Strákarnir í Apoel standa frammi fyrir tímamótavið- burði í kýpverskri fótboltasögu. Mynd ReuteRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.