Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Page 14
14 | Fréttir 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað  Opið virka daga frá 9.00 – 19 og laugardaga frá 10 – 16 Verðskrá gildir frá 1. febrúar 2011 Nudd Sjúkranudd: Sem eingöngu læknar vísa á „tilvísun“. Vöðvanudd: Létt nudd sem eykur blóðstreymi og slakar á spenntum vöðvum. Slökunarnudd: Slökun, unaður, þægindi. Svæðanudd: „Bróðir nálastungunnar“ Nudd á viðbragðssvæði fóta fyrir allan líkamann. Sogæðanudd: Vinnur á bjúg, streytu og þreytu. Ótrúlega þægileg meðhöndlun með virkum ilmolíum sem eykur sogæðaflæðið. Losar stíflur í vefjum og uppsöfnuð eiturefni. Steinanudd: Heitir steinarnir slaka og mýkja vöðvana, unaður. Djúpnudd: Stíflu,vatns og bólgulosandi nudd. Styrkir og stinnir mjög öflugt. 1 skipti 40 mín. ....................................................................... 5.100 m/tilvísun .............................................................. 4.100 1 skipti 1 klst. ......................................................................... 6.500 m/tilvísun .............................................................. 5.200 1 skipti 1½ klst. ...................................................................... 9.600 m/tilvísun .............................................................. 7.700 Stólanudd/Bekkjanudd: ........................................ 15 mín 2.500 20 mín 3.000 30 mín 4.300 Snyrtifræðinganudd: ........................................................... 5.500 Sauna ........................................................................................ 800 Handklæði ............................................................................... 400 Við ráðleggjum um val á snyrtivörum í andlitsböðum í samræmi við húðgerð. Við höfum glæsilega snyrtivöruverslun. Við förum á sýningar erlendis og fylgumst vel með öllum nýjungum. Ef forföll eru vinsamlegast afpantið tíman með fyrirvara. Stofan er reyklaus. Nýtt! Eyrnakerti losar um eyrnamerg, vökva, léttir á þrýstingi í ennis og kinnholum. Hugsun verður skýrari. 1 skipti 30 mín 3.950 næsta skipti eftir ca. viku 3.350 www.paradis.is Spennandi tilboð í hverjum mánuði Við flytjum líka inn aðhaldsboli og buxur frá yummietummie.com 54 82 Pr en ttæ kn i e hf. Afmælistilboð í nóvember 31% afsáttur af öllum andlits- böðum og tatto augabrúnir á 25.000 kr. og tatto augabrúnir og eyliner á 38.000kr. Snyrti og nuddstofan Paradís er 31 árs 4. nóv. Minnum á vinsælu Yummie Tummie aðhaldsfötin Laugarnesvegi 82, 105 Reykjavík | Sími: 553-1330 | Netfang: paradis@paradis.is | www.paradis.is Við erum á... Opið hús 4.nóv, léttar veitingar frá 14 til 19, og 20% afsláttur af öllum vörum á stofunni og Gatinau einnig með kaupauka. Tilvalið að kaupa gjafakortin fyrir jólin á afmælisafslætti! dv e h f. 2 01 1 Þ etta mál er alveg uppgert,“ segir Halldór Leví Björns- son, fyrrverandi formaður Þroskahjálpar á Suðurnesj- um, en meint fjárdráttar- mál hans hefur verið sent til rann- sóknar hjá lögreglu. Halldór Leví er grunaður um að hafa dregið sér umtalsverðar fjárhæðir úr sjóðum félagsins. Málið komst nýverið upp þeg- ar núverandi stjórn Þroskahjálp- ar tók eftir ósamræmi í bókhaldi félagsins. Málið var skoðað nánar og rakið til fyrrverandi formanns félagsins sem virðist hafa dregið sér umtalsverðar upphæðir samkvæmt heimildum DV. Endurgreiddi félaginu Eftir að málið komst upp endur- greiddi formaðurinn fyrrverandi Þroskahjálp á Suðurnesjum fjár- hæðina sem stjórnin taldi hann hafa dregið sér. Þetta staðfestir Halldór í samtali við DV. Á nýlegum fundi stjórnarinnar var hins vegar ákveðið að senda málið áfram til rannsóknar hjá lögreglunni á Suð- urnesjum og virðist sem menn hafi viljað fá botn í það hvort upphæð- in sem hvarf hafi hugsanlega verið hærri. Umræðu um fjármál Þroska- hjálpar á Suðurnesjum var frestað á nýafstöðnum aðalfundi félagsins og er ráðgert að taka þau sérstak- lega fyrir á framhaldsfundi í þess- um mánuði. Rannsóknin á byrjunarstigi Núverandi formaður Þroskahjálp- ar á Suðurnesjum, Sigurður Ingi Kristófersson, vildi sem minnst segja um málið fyrr en fjármála- fundurinn hefði farið fram. Hann staðfesti þó að málið hafi verið sent lögreglu og nú væri beðið niður- stöðu rannsóknarinnar. Hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á Suð- urnesjum fékkst það sömuleiðis staðfest að nýlega hafi verið lögð fram kæra vegna fjárdráttar hjá fé- lagi Þroskahjálpar á svæðinu. Eng- ar frekari upplýsingar um málið fengust þó þar sem rannsókn máls- ins er sögð á byrjunarstigi. Hvorki lögreglan né forsvarsmenn Þroska- hjálpar vildu staðfesta að upp- hæð fjárdráttarins nemi milljónum króna líkt og heimildir DV herma. Ljóst er hins vegar að um verulegar upphæðir er að ræða. n Stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum hefur kært meintan fjárdrátt fyrrverandi formanns félagsins til lögreglu n Endurgreiddi upphæðina þegar málið komst upp Fé hvarf frá Þroskahjálp „Eftir að málið komst upp endur- greiddi formaðurinn fyrr- verandi Þroskahjálp á Suðurnesjum fjárhæðina sem stjórnin taldi hann hafa dregið sér. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Uppgert mál Halldór Leví segir í samtali við DV að málið sé uppgert. Suðurnes Stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum kærði hinn meinta fjárdrátt til lögreglunnar á Suðurnesjum sem staðfestir að málið sé til rannsóknar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.