Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Qupperneq 20
20 Sport 25. mars 2013 Mánudagur
Mike Pyle fer mikinn í viðtölum
n Næsti andstæðingur Gunnars Nelson borubrattur
M
ike Pyle ætlar að komast
í sögubækurnar og verða
fyrsti maðurinn til að leggja
Gunnar okkar Nelson að
velli í bardaga. Þetta kom fram í máli
kappans um helgina þar sem hann
tjáði sig í fyrsta skipti um Gunnar
og bardaga þeirra sem fram fer í Las
Vegas í Bandaríkjunum í maí.
Eins og fram hefur komið þykir
Gunnar of flottur og góður til að sitja
á bekknum of lengi og vildu forráða-
menn UFC-bardagakeppninnar fá
Íslendinginn fljótt til leiks á ný eftir
sigur hans á DeMarques Johnson og
Jorge Santigo í London. Gunnar tók
þeirri áskorun þrátt fyrir að venjan sé
að hvíla lengur milli bardaga en nú
verður raunin.
Það er gorgeir í Pyle í viðtalinu
þar sem hann segist ekki hafa of
miklar áhyggjur af bardaga sínum
við Gunnar þó hann fallist á að
Gunnar sé verðugur andstæðingur.
Hann hafi þó áður tekist á við bar-
dagakappa með svipaðan stíl og Ís-
lendingurinn og þá alla hafi hann af-
greitt hingað til.
„Gunnar hefur marga veikleika og
þótt hann sé sterkur í gólfinu er ég
öflugri þess utan og tel mig geta ráð-
ið við hann í kýlingum og spörkum.
Gunnar er ekki fyrsti maðurinn með
fjölda sigra á bakinu sem ég mæti
í hringum og ég hef hingað til sett
stopp á það.“
Stelpurnar okkar standa í stað
n Kvennalandsliðið áfram í fimmtánda sæti styrkleikalistans
Þ
rátt fyrir miður góð úrslit
kvennalandsliðsins okkar á Al-
garve-mótinu í byrjun mánað-
arins þar sem liðið tapaði þrem-
ur af fjórum leikjum sínum stendur
liðið í stað á nýbirtum styrkleikalista
Alþjóða knattspyrnusambandsins.
Þar er liðið það fimmtánda besta í
heiminum samkvæmt útreikningum
FIFA-manna en staða 20 efstu liða
breytist lítið frá fyrri lista. Banda-
ríska landsliðið er enn það besta en
þær íslensku töpuðu 3–0 fyrir þeim á
bandarísku á Algarve-mótinu. Þá lutu
stelpurnar feitt í gras gegn Svíum 6–1
en þær sænsku teljast vera sjötta besta
landsliðs heims. Verst var 1–0 tap fyrir
Kína sem er neðar en Íslands á lista
FIFA eða í því sautjánda. Eina þjóðin
sem við höfðum betur gegn í Algarve,
Ungverjaland, situr í 37. sætinu.
Stelpurnar spila þrjá æfingaleiki til
viðbótar áður en boltanum er spark-
að í Evrópukeppninni í sumar og vart
vanþörf á miðað við orð þjálfarans
Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem
kvartaði undan almennt lélegu formi
í Portúgal. Það eru leikir gegn Svíþjóð,
Skotlandi og Danmörku.
Keppnin í Svíþjóð hefst 21. júlí og
mun íslenska liðið leika sína leiki í
B-riðli í bæjunum Växjö og Kalmar.
Andstæðingar Íslands í riðlinum eru
heimsmeistarar Þjóðverja, Norðmenn
og Hollendingar. Allar þjóðirnar eru
fyrir ofan Ísland á nýjasta heimslistan-
um. Þýskaland í öðru sæti, Noregur í
ellefta sæti og Holland í því fjórtánda.
Miðar á viðburðinn fóru í sölu í síð-
asta mánuði og er bæði hægt að verða
sér úti um staka miða og eins miða á
alla leiki sama landsliðs. Sjaldan hefur
verið jafn auðvelt að gera sér ferð til að
styðja stelpurnar og nú og um að gera
að kýla á flugmiða og verða sér úti um
miða á leiki liðsins. Ódýrasti miðinn á
alla leiki Íslands í riðlinum fæst á að-
eins níu þúsund krónur eða svo. n
69 fyrir
Massa
Þetta er vart góður tími fyrir brasil-
íska ökuþórinn Felipe Massa í
Formúlu 1. Honum hlotnaðist sá
lítt eftirsóknarverði heiður í fyrstu
keppni ársins í Ástralíu að bæta
met yfir þá ökumenn sem keppt
hafa lengst án þess að komast á
verðlaunapall. Þrátt fyrir góða til-
burði um helgina er fjöldi keppna
hans án þess að gera neitt af viti nú
kominn í 69 alls og fimm ár síðan
hann sást síðast fíflast með kampa-
vín og bikar að lokinni keppni.
Gea hundsar
Barcelona
Það þarf eitthvað sérstakt til að
hundsa áhuga frá stórliðinu
Barcelona. Það gerir samt mark-
vörðurinn David de Gea hjá
Manchester United sem fullyrt
er að hafi engan áhuga á að spila
fyrir Katalónana. Forráðamenn
Börs unga sjá hann sem fínan kost
til að leysa af Victor Valdez sem
ætlar ekki að endurnýja samning
við liðið og fer líklega strax að lok-
inni leiktíðinni. Samt er fullyrt í
enskum miðlum að Alex Ferguson
sé á höttunum eftir öðrum og betri
markverði en Gea. Spurning um að
halda dyrunum opnum kannski.
Adu endar
í Brasilíu
Það er ekkert til að skammast sín
fyrir að spila með liði Bahía í efstu
deild í Brasilíu en einhvern veginn
er það samt dapurt fyrir leikmann
sem lengi vel var talinn efnilegasti
knattspyrnumaður sem fram hafði
komið um áratugaskeið. Þannig var
Bandaríkjamanninum Freddy Adu
lýst á sínum tíma en sá var kominn
á atvinnumannasamning aðeins
fjórtán ára að aldri og var yngsti
leikmaðurinn til að sprikla í MLS-
deildinni bandarísku. Síðan hefur
leiðin legið niður á við og hvorki
Benfica í Portúgal né Mónakó í
Frakklandi gátu notað stráksa
Á heimleið
Meðal aðdáenda Atlético Madrid
er Fernando Torres þjóðhetja
hvað sem tautar og raular og ítrek-
að hafa aðdáendur liðsins kallað
kappann til baka frá Englandi. Þau
köll hafa aukist til muna nú þegar
gengi Torres fellur og fellur en
flestir eru sammála um að hann
finni sig lengur hjá Chelsea enda
aðeins skorað fjórtán sinnum í 74
leikjum með liðinu. Nú loks hefur
þjálfari Atlético opnað opinber-
lega á að hann snúi aftur til Spán-
ar og vill kanna möguleikann á að
fá kappann aftur heim í sumar.
Gunnar Nelson Næsti and-
stæðingur hans segist nógu öflugur
til að stöðva sigurgöngu Íslendings-
ins í bardagahringnum.
Þ
að gerist ekki oft að persónu-
legar skoðanir fréttamanna
læðist inn í fregnir ríkis-
fréttastofunnar BBC en það
gerðist svo sannarlega um
helgina eftir að enska landsliðið
pakkaði landsliði San Marínó saman
0–8 á útivelli í H-riðli undankeppni
Heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu. Stærsti sigur enska lands-
liðsins á andstæðingi í tæp 30 ár.
Leikurinn var svo ójafn að meira að
segja dómari leiksins flautaði leikinn
af áður en tíminn var í raun úti til að
bjarga San Marínó frá frekari niður-
lægingu.
Leiðinlegt, leiðinlegt og leiðinlegt
Vel getur verið að gallharðir að-
dáendur enska landsliðsins hafi
skálað sig fulla og blásið blöðrur eft-
ir stórsigurinn og farið mikinn en lík-
lega eru þeir fleiri sem ypptu bara
öxlum. Þrjú stig telja vissulega og átta
mörk í plús er fínasta veganesti en
spurningin er hver vilji í raun og veru
sjá slíkan leik í undankeppni stærstu
keppni fótboltans?
Með öðrum orðum; leikurinn
var þrautleiðinlegur eins og glögg-
lega má sjá á tísti aðdáenda enska
liðsins í kjölfar leiksins. Þeim fannst
ekki mikið til koma þrátt fyrir met-
sigur og margir tóku undir með ein-
um sem sagði leikinn bara brandara.
Hvaða aðdáandi knattspyrnu getur
skemmt sér yfir leik stórliðs gegn liði
sem hefur tapað 58 landsleikjum í
röð og ekki skorað eitt einasta lands-
liðsmark í tæp fimm ár? Hvaða að-
dáandi getur notið leiks þar sem leik-
menn Englands eru meira og minna
að dúlla sér í 90 mínútur og voru
samt með boltann 80 prósent leiks-
ins á stórum kafla?
Ákall um breytingar
Fyrirliði austurríska landsliðsins
vakti athygli fyrir skemmstu fyr-
ir að gera lítið úr landsliði Færeyja
sem er í sama riðli. Hann sagði ber-
um orðum að endurskoða þyrfti
reglur um smærri lið sökum þess
að margir þeir leikir væru vart boð-
legir í undankeppni HM. Undir
þetta tóku þarlendir miðlar og um
helgina steinlágu Færeyingar 6–0
í Vín. Vinir okkar Færeyingar hafa
núll stig eftir fjóra leiki í riðlinum,
hafa skorað tvívegis og fengið á sig
fimmtán mörk.
Austurríkismenn eru fjarri því
fyrstir til að setja spurningarmerki
við slíka leiki. Leikmenn Ítala voru
ófeimnir að gagnrýna leiki við Fær-
eyinga og leikmenn Spánar eru
sekir um það sama á árum áður.
Ekki þar fyrir að smærri landslið,
eins og Færeyingar, geti ekki á stund-
um komið á óvart en hitt er öllu al-
gengara.
Hvað finnst þér?
Á vef DV.is er að finna skoðana-
könnun um málið þar sem spurt er
hvort breyta þurfi fyrirkomulaginu
á einhvern hátt. Eru of margir leikir
í undankeppninni bara formsatriði
sem setja blett á spennandi keppni
eða eiga öll landslið allra landa alltaf
að keppa á jafnréttisgrundvelli?
Taktu þátt. n
Leikur San Marínó og
Englands brandari
n Kröfur um sérstaka undankeppni slakari liða fyrir HM
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is
Enskir fagna
Átta marka útisigur
Englands á San Marínó
vekur upp spurningar
um erindi slíkra smá-
þjóða í undankeppni
HM.
Enn meðal
þeirra bestu
Sigurður Ragnar
Eyjólfsson, lands-
liðsþjálfari Íslands,
má vel við una.