Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2013, Page 21
S
é eitthvert eitt merki til um
sannar íþróttahetjur hlýtur
það að gilda um þá íþrótta-
kappa sem ná á toppinn, falla
þaðan fyrr en seinna en hafa
nægan styrk, áræðni og stuðning til
að komast bara aftur á toppinn, þvert
á spár.
Dæmin eru kannski ekki mörg
og kannski ekki góð heldur en upp í
hugann koma íþróttamenn á borð
við Lance Armstrong sem þrátt
fyrir svindl kom sterkur til baka
eftir krabbameinsmeðferð. Michael
Jordan átti misheppnaða tilraun í
hafnabolta um skeið en lét háðs-
glósur ekki á sig fá og snéri frábær til
baka. Fleiri dæmi má nefna en mest
áberandi í dag og ískalt vatn á nánast
hvern einasta golfsérfræðing heims er
Tiger nokkur Woods á leið á toppinn í
sinni íþrótt eftir að hafa lent á botnin-
um með skelli.
Þegar þetta er skrifað er lokadegin-
um á Bay Hill-mótinu á PGA-mótinu
í golfi ólokið en Woods var orðinn
efstur eftir þrjá hringi og geislaði af
slíku öryggi að fátt benti til annars en
hann kláraði mótið með stæl.
Þegar haft er í huga að Woods var
með eina allra verstu tölfræði leik-
manna sem komust gegnum niður-
skurðinn á laugardaginn var er hreint
makalaust að hann hafi komist svo
langt. Af 75 leikmönnum alls sem leik
hófu á þriðja hring var hann með 76
verstu upphafshöggin og í 74. sæti
að komast á grín í tilskildum högga-
fjölda.
En hann kann að pútta á ögur-
stundu og það sem meira er; hann er
kominn í samband við stúlku og það
vilja margir meina að sé heila málið.
Hann og skíðastjarnan Lindsay
Vonn opinberuðu loks samband sitt
í síðustu viku en það var eitt verst
geymda leyndarmál í golfinu. Merki-
legt nokk bárust fyrst fregnir af sam-
drætti þeirra tveggja um svipað leyti
og Woods hóf að leika á ný eins og
hann gerði þegar hann var upp á sitt
besta.
Enga fræðinga þarf til að vita að
þegar ástin er annars vegar verður líf-
ið allt auðveldara og skemmtilegra og
það virðist sannast í Woods á golfvell-
inum. Munurinn á honum nú og allt
þetta ár miðað við ruglið sem hann
var í eftir að hann hóf að spila á ný
eftir grimman skilnað við fyrrverandi
eiginkonu sína er eins og á svörtu og
hvítu.
Finnist einhverjum þetta frá-
leitt gæti sá hinn sami einnig kíkt á
árangur Woods þegar hann var að
hefja tilhugalífið með fyrrverandi
eiginkonu sinni, Elin Nordegren. Þá
var hann algjörlega óstöðvandi og
á hátindi ferilsins. Þann tind gæti
hann svo gott sem klifið á ný fljót-
lega enda tryggir sigur á Bay Hill-
mótinu að hann hendi Rory McIlroy
af stalli sem besta kylfingnum nú
um stundir. n
Ástin gerir kraftaverk
og það Á golfvellinum
Sport 21
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is
Mánudagur 25. mars 2013
n Flestir voru búnir að afskrifa Tiger Woods sem toppmann í golfi n Svo varð hann ástfanginn
Velkomin heim Tiger Woods er svo um munar að finna sig á nýjan leik og leikgleðin skín af kappanum.